Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1988, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1988, Blaðsíða 39
FIMMTUDAGUR 10. MARS 1988. 39 Lifsstm Grænmetis- og pasta- salat með tilbrigðum Það er seint hægt að verða leiður á pasta og það eru til ótal aðferðir við að matreiða það. Til dæmis er mjög gott að búa til úr því salat. Aöalatriðið er að blanda salatsós- unni saman við pastað á meðan það er heitt. Sjóðið það magn sem á að nota, látið renna vel af því og hellið sal- atsósunni yfir. Blandið henni vel saman við og látiö síðan pastað kólna. Salatsósan vamar því að pastað loði of mikið saman þegar það er oröið kalt. Hér koma svo uppskriftir aö tveim salatsósum, sem báðar eru góðar og geymast vel, þannig að það er auðvelt að búa til af þeim nokkuð stóran skammt og geyma. Hvítlauksolía 4 hvitlauksbátar, saxaöir 'A bolli matarolía Látið hvítlaukinn og matarolíuna í glerkrukku með þéttu loki og lát- ið standa í minnst 3-4 daga áöur en farið er aö nota hana. Það er auðvelt að geyma olíuna í nokkra mánuði í ísskáp, svo það er alveg sjálfsagt að búa til nokkra skammta af þessari uppskrift í einu. Japönsk salatsósa % bolli sesamolía 1 msk. tamari sojasósa 1/8 - % tsk. cayennepipar 'A bolli söxuð steinselja 2 tsk. sítrónusafi Blandið öllu í glerkrukku með þéttu loki og hristið rösklega. Þessi Svanfríður Hagvaag skrifar salatsósa geymist í nokkrar vikur í ísskáp. Þegar komið er að þvi að bera salatið fram er grænmetinu, sem á að nota, blandað saman við. Það má vera næstum hvað sem er, allt eftir því hvað til er á hveijum tima. Þaö er til dæmis gott að skera brokkál í smábita, gulrætur í þunn- ar sneiðar eða teninga, líka skornar strengbaunir eða ertur, hvaða þurrkaöar baunir sem er (soönar), smátt saxaða papriku og saxaðan lauk. Það er betra aö sjóða papriku og lauk í ögn af smjöri áður. Tóm- ata, gúrkur og salatgrænmeti þarf ekki aö sjóöa. Það er líka gott að saxa dálítið af ristuðum möndlum eða hnetum og strá yfir, einnig er mjög gott að nota rifinn ost eða ostateninga. Að síðustu er svo kryddað með nýmöluðum pipar og kryddjurtum eftir smekk. Eins og sjá má af þessari upptaln- ingu er hægt að nota næstum hvaö sem er í salatið og það er aldrei alveg eins. Innfluttar og íslenskar kökur: í síðustu viku gátum við um þann verðmun sem væri á islenskum og erlendum kökum. Til að vera ögn nákvæmari tókum við eina gerð, marmaraköku, og gerum verði bet- ur skil hér. Ekki er farið út í að meta bragðgæðin, því sitt sýnist hverjum í þeim málum. Erlendu kökurnar eru flestar þýskar og danskar og pakkaðar í loftskiptar umbúðir. Loftskiptar umbúðir þýðir aö koldíoxíð er sett í pakkana til að koma í veg fyrir myglu. Við keyptum kökurnar í tveimur verslunum í Reykjávík en ekki er gerður verðsamanburður milli verslana heldur tegunda. Athugaðar voru marmarakökur frá fimm framleiðendum, þar af þremur íslenskum. Umbúðir Umbúðirnar voru æði misjafnar, allt frá venjulegri plastfilmu til lit- prentaðs álpappírs. Þýsku kökurn- ar voru í litprentuðu umbúðunum en þær íslensku í glærum. Önnur þýska tegundin, merkt Dahli, var með límmiða þar s'em allar inni- haldslýsingar, nafn framleiðanda og innflutningsaðila og þyngd var á íslensku og er það til fyrirmynd- ar. Á hinni var ekki aö finna neinar upplýsingar á íslensku heldur á 6 erlendum tungumálum sem engin ástæða er til að ætla að íslendingar upp til hópa skilji. Tvær afislensku kökunum höfðu límmiða með inni- haldslýsingu en á aðeins annarri var gefin upp þyngd. Ein kakan var með engar upplýsingar, hvorki um innihald né þyngd. Að vísu var hún keypt í útibúi frá bakaríi í stór- verslun í Reykjavik. Verðið var eftirfarandi: 500 g = 204 kr. eða 100 g = 40,80 kr. (Sveinn bakari) 400 g = 179 kr. eða 100 g = 44,75 kr. (Grensásbakarí) 400 g = 124 kr. eöa 100 g = 31,00 kr. (Lady Cake,' þýsk) 400 g = 99 kr. eða 100 g = 24,75 kr. (Dahli, þýsk) 300 g = 161 kr. eða 100 g = 53,65 kr. (Meistarakökur) -JJ Úrval Tímarit fyrir alla HENTAR ÖLLUM ALLS STAÐAR - Á FERÐALAGINU JAFNT SEM HEIMA MEÐAL EFNIS: Skop 2 • Drengurinn sem gat ekki talað 3 • Fóstureyðingum fækkar • ef konur hætta að taka pillu- hlé 9 • Handriðið á stiganum 19 • Kína: Holskefla af reiðhjólum 22 • Husun í orðum 28 • Gríski harmleikurinn 30 • Fimm leyndarmál um lofnaryndi • (sem konur vildu að • karlar vissu) 37 • Vísindi fyrir almenning: • Darwin gegn Biblíunni fyrir hæstarétti 43 • Hótelið logar 49 • Þáttur af Stuttu-Siggu 74 • Síðasti möguleiki Vladimirs 83 • Draumar sem rættust 89 • Völundarhús 96 •

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.