Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1988, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1988, Blaðsíða 41
FIMMTUDAGUR 10. MARS 1988. 41 Fólk í fréttum Gunnar Eyjólfsson Gunnar Eyjólfsson leikari var kosinn skátahöföingi íslands á skátaþingi sem haldið var í Reykja- vík 27. febrúar. Gunnar Hafsteinn er fæddur 24. febrúar 1926 í Rvík og lauk Verslunarskólaprófi 1944. Hann var við nám í Leikskóla Lár- usar Pálssonar 1944-1945, í Kon- unglega leikskólanum í London 1945-1947 og vann þar Shakespe- areverðlaunin fyrstur erlendra manna þegar hann brautskráðist 1947. Gunnar var leikari hjá Tenn- ant-leikhúshringnum í London 1947-1948 og var í leiklistarnámi í Stoþkhólmi 1949-1950. Hann var leikari hjá Leikfélagi Reykjavíkur, með leikflokknum „6 í bíl“ og Þjóð- leikhúsinu 1948-1953 og dvaldist við ýmis störf í Bandaríkjunum 1953-1958. Gunnar hefur verið leikari og leikstjóri við Þjóðleikhúsið frá 1958 og meðal helstu hlutverka hans þar eru Galdra-Loftur eftir Jóhann Sig- urjónsson 1948, Pétur Gautur eftir Ibsen 1962, Hamlet eftir Shake- speare, 1963, Andri í Andorra eftir Max Frisch 1963, Faust eftir Göthe 1970, Iago í Othello eftir Shakespe- are 1972 og Sölumaður deyr eftir Arthur Miller 1981. Gunnar sat í þjóðleikhúsráði 1970-1978 og hefur verið í menntamálaráði frá 1980. Hann hlaut silfurlampa Félags ís- lenskra leikdómara 1963 fyrir leik sinn í Pétri Gaut og Andra í And- orra og hefur leikið í kvikmyndun- um Milli fjalls og fjöru eftir Loft Guðmundsson 1948, 79 af stöðinni 1962, Lénharöi fógeta 1974, Atóm- stöðinni í leikstjórn Þorsteins Jónssonar 1983 og Vargens tid í leikstjórn Háns Alfredson 1987. Gunnar hefur veriö skáti frá því að hann var tólf ára. Gunnar kvæntist 21. nóvember 1959 Katrínu Arason, f. 12. desemb- er 1926. Foreldrar hennar eru Ari Arason, bankaritari í Rvík, og kona hans, Karitas Jónsdóttur. Dætur Gunnars og Katrinar eru Karitas, f. 27. júní 1960, lögfræðingur í Rvík, sambýlismaður hennar er Jörund- ur Gauksson lögfræðinemi, og Þorgerður, f. 4. október 1965, lög- fræðinemi, gift Kristjáni Arasyni, viðskiptafræðingi og landshðs- manni í handknattleik. Foreldrar Gunnars eru Eyjólfur Bjarnason, kaupmaöur í Keflavik, og kona hans, Þorgeröur Jósefs- dóttir. Foreldrar Eyjólfs voru Bjarni, b. á Klappakoti á Miðnesi, Sigurðsson og kona hans, Margrét Eyjólfsdóttir. Móðursystir Gunn- ars var Oddný, móðir Gunnars J. Friðrikssonar, formanns Vinnu- veitendasambandsins. Þorgerður er dóttir Jósefs, sjómanns í Kefla- vík, bróður Guðleifar, móður Geirs Jónssonar, stórkaupmanns í Rvík, og Önnu Arnadóttur, ömmu Önnu Bjömsdóttur, kvikmyndagerða- manns í Bandaríkjunum. Jósef var sonur Odds, b. í Vatnagörðum í Garði, Oddssonar, b. í Vatnagörð- um Oddssonar, b. á Eyri í Kjós, Gunnar Eyjólfsson. Guðmundssonar, bróður Lofts, langafa Bjama Jónssonar vígslu- biskups. Systir Odds var Guðríður, langamma Guðrúnar, ömmu Karls Steinars Guðnasonar alþingis- manns. Móðir Jósefs var Margrét Ólafsdóttir, b. í Gerðakoti í Gerð- um, Guðmundssonar. Móðir Oddnýjar var Gróa sem er fyrir- mynd Guðrúnar í sögunni af brauðinu dýra eftir Halldór Lax- ness. Gróa var, þegar sagan gerðist, vinnukona í Krýsuvik. Gróa var systir Helga, afa Inga R. Helgason- ar, forstjóra Brunabótafélagsins. Gróa var dóttir Jóns, b. í Garöhúsi í Leiru, Jónssonar, bróður Erlend- ar, langafa Ragnars Guðleifssonar, fyrrv. bæjarstjóra í Keflavík, og Margrétar, móður Guðleifs, for- stöðumanns Byggöasafns Keflavík- ur. Móðir Gróu var Sigríður Sigurðardóttir, b. í Áshóli í Flóa, Sigurðssonar og konu hans, Helgu Símonardóttur, systur Bjarna, langafa Guðmundar, afa Atla Heimis Sveinssonar tónskálds. Móðir Jóns í Garöshúsum er Berg- ljót, hálfsystir Torfa, langafa Halldórs Steinsen læknis. Bergljót var dóttir Steins, b. í Króktúni á Rangárvöllum, Guömundssonar, b. á Keldum, Erlendssonar, fóður Páls, langafa Jóns Þorgilssonar, sveitarstjóra á Hellu, og Sigríðar, móöur Jóhanns Sigurjónssonar sjávarlíffræðings. Afmæli Ásdís M. Þórðardottir Helgi Tryggvason Asdís M. Þórðardóttir, Kirkju- braut 25, Akranesi, er áttræð í dag. Ásdís María er fædd á Uppsölum i Seyðisfirði við Djúp og ólst upp hjá fósturforeldrum á Hesti í Hestfirði, Hálfdáni Einarssyni og Daðeyju Daðadóttur. Hún var síðan hjá for- eldrum sínum á Uppsölum en fór flmmtán ára til fósturforeldra sinna í Bolungarvík og var þar í þrettán ár. Ásdís vann mikið við saltfiskverkun en flutti til Reykja- víkur 1940 og vann þar sem fóstra en fluttist til Akraness 1948 og hef- ur búið þar síöan. Sigurður Þórðarson útgerðar- maður, Bjarkarholti 3, Mosfellsbæ, er sjötugur í dag. Sigurður er fædd- ur í Fáskrúðsfirði og ólst þar upp frá tveggja ára aldri þar til hann var sextán ára. Hann byrjaði á sjó ijórtán ára og frá sextán ára aldri í Vestmannaeyjum og var samfellt í sjómennsku til 1959. Siguröur lauk fyrst vélsljóraprófi og síðar skipstjóra- og stýrimannaprófi í Vestmannaeyjum 1942. Hann vann öll störf á mótorbátum og var skip- stjóri 1951-1959. Sigurður hefur stundað útgerð frá- 1947, fyrst á Sæfaranum, Eyjaberginu og síðan á Ölduljóninu og rak fiskverkunar- stöðina Eyjaberg í Vestmannaeyj- um 1967-1982 er hann fluttist frá Vestmannaeyjum. Kona Sigurðar er Lilja Guöjónsdóttir, f. 11. apríl 1921. Foreldrar Lilju eru Guðjón Bjarnason, kjötmatsmaður á Fá- skrúðsfirði, og kona hans, Ólafía Jónsdóttir. Börn Sigurðar og Lilju eru Bryndís, f. 22. janúar 1941, myndlistarmaður í Mosfellsbæ, gift Kristni Karlssyni bifvélaeftirlits- manni, Ásdís, f. 27. október 1943, forstjóri AEG, gift Valgeiri Svein- björnssyni, málara í Kaupmanna- höfn, Svanhildur, f. 16. febrúar 1945, hönnuður í Rvík, gift Haraldi Erlendssyni lækni, Vilhjálmur, f. 3. október -1953, vélstjóri í Rvík, kvæntur Guörúnu Sverrisdóttur, 85 ára______________________ Hólmfríður Benediktsdóttir, Hvammi, Húsavík, er áttatíu og fimm ára í dag. 70 ára______________________ Sigurður Siggeirsson, Hamraborg 30, Kópavogi, er sjötugur í dag. Sigurður Þórðarson, Bjarkarholti 3, Mosfellsbæ, er sjötugur í dag. Ólöf Guðmundsdóttir, Ytri-Löngu- mýri, ' Kirkjuhvammshreppi, Húnavatnssýslu, er sjötug í dag. Ragnheiður Eiríksdóttir, Egilsseli, Maður Ásdísar var Jón Oddsson, f. 13. október 1911, sjómaður á Akranesi og í Rvík, sem nú er lát- inn. Fóstursonur Ásdísar og Jóns er Guðni Björgúlfsson, f. 8. ágúst 1949, kennari á Akranesi, kvæntur Agnesi Þórðardóttur. Foreldrar Ásdísar voru Þórður Kristjánsson, sjómaður á Uppsölum, og kona hans, Halldóra Rögnvaldsdóttir. Faðir Þórðar var Kristján, b. í Hatt- ardal, Þórðarson, alþingismanns í Hattardal, Magnússonar. Móðir Kristjáns var Gróa Benediktsdótt- ir, skutlara í Vatnsfirði, Björnsson- Sigurður Þórðarson. Lilja Huld, f. 19. febrúar 1957, véla- kona í Mosfellsbæ. Systkini Sigurðar eru Svanhvít Anóra, f. 18. maí 1912, d. 4. janúar 1937, Vilhjálmur, f. 5. október 1913, bifreiðarstjóri hjá Hreyfli, kvæntur Helgu Finnbogadóttir, Þorsteinn, f. 29. júlí 1915, vélstjóri í Keflavík, kvæntur Björgu Ástu Hannesdótt- ur, Aðalsteinn, f. 13. desember 1920, matsveinn í Hafnarfirði, kvæntur Eygerði Úlfarsdóttur, d. 15. maí 1982, og bróðir Sigurðar, samfeðra, er Ólafur Jón, 15. ágúst 1930, starfs- maður Flugleiða á Keflavíkurflug- velli, kvæntur Helgu Albertsdótt- ur. Foreldrar Sigurðar vöru Þórður Vilhjálmsson, f. 16. mars 1882, d. Fellahreppi, Múlasýslu, er sjötug í dag. Ingigerður Þorleifsdóttir, Hofi, Norðíjarðarhreppi, Múlasýslu, er sjötug í dag. 60 ára Bragi Guðjónsson, Skriðuseli 5, Reykjavík, er sextugur í dag. Gunnar Thorberg Júlíusson, Kirkjuteigi 17, Reykjavík, er sex- tugur í dag. Kristjana Bjarnadóttir, Sporða- grunni 16, Reykjavík, er sextug í dag. ar. Móðir Benedikts var Guðný Jónsdóttir, b. á Laugabóli, Bárðar- sonar, b. í Arnardal, Illugasonar, ættföður Arnardalsættarinnar. Halldóra var dóttir Rögnvalds, b. á Uppsölum í Seyðisfirði, Guð- mundssonar, b. á Kirkjubóli í Steingrímsfirði, Þorsteinssonar, b. í Lágadal, Ásgeirssonar, b. á Rauð- smýri, Þorsteinssonar. Ásdís tekur á móti gestum á laugardaginn í góðtemplarahúsinu á Akranesi milli kl. 15 og 18. 1944, sjómaður á Fáskrúðsfirði og kona hans, Þorbjörg Þórarinsdótt- ir, f. 17. október 1892, d. 1. apríl 1921. Fósturforeldrar Sigurðar voru Jón Stefánssson, sjómaður á Gili í Fáskrúðsfirði, og kona hans, Valgerður Eiríksdóttir. Foreldrar Þórðar voru Vilhjálmur, útvegs- maður á Kaldalæk við Vattarnes, Jónsson og kona hans, Kristín Sturludóttir, b. á Vattarnesi, Jóns- sonar. Móðir Sturlu var Margrét Árnadóttir. Móðir Margrétar var Guðrún, systir Margrétar, langömmu Gunnlaugs, langafa Gunnars Hanssonar, forstjóra IBM. Guðrún var dóttir Gellis, b. á Mýrum í Skriðdal, Jónssonar, bróður Jóns „pamfíls. Móðir Kristínar var Úlfheiður, systir Bjöms, langafa Valdimars Björns- sonar ráðherra. Úlfheiður var dóttir Björns, b. á Hallbjarnarstöð- um, Ásmundssonar og Önnu, systur Guðrúnar, ömmu Gunnars Gunnarssonar rithöfundar. Anna var dóttir Hallgríms, b. á Stóra- Sandfelli, Ásmundssonar, bróður Indriða, afa Jóns skálds og Páls skálds Ólafssona. Þorbjörg var dóttir Þórarins Magnússonar úr Þistilfirði og konu hans, Arnbjarg- ar Árnadóttur, b. á Grundarstekk, í Berunessókn, Eiríkssonar, af An- toníusarætt. Sigurður og Lilja veröa að heiman í dag. Skírnir Jónsson, Skarði, Grýtu- bakkahreppi, Þingeyjarsýslu, er sextugur í dag. 50 ára____________________ Guðrún Guðjónsdóttir, Kirkjuvegi 39, Vestmannaeyjum, er fimmtug í dag. 40 ára Jóhann Guðmundsson, Langeyrar- vegi 15, Hafnarfirði, er fertugur í dag. Helgi Tryggvason, fyrrv. yfir- kennari Kennaraskóla íslands, Kársnesbraut 17, Kópavogi, er átta- tíu og fimm ára í dag. Helgi er fæddur að Kothvammi í Kirkju- hvammshreppi og lauk kennara- prófi 1929. Hann kenndi hraðritun í einkaskóla og annaðist hraðritun þingræðna á Alþingi 1924-1950. Helgi var stundakennari viö barna- skóla í Rvík og Kennaraskóla íslands 1929-1930 og var kennari viö Héraðsskólann að Reykjum í Hrútafirði 1930-1932. Hann tók stúdentspróf utanskóla frá MR1935 og próf í forspjallsvísindum í Rvík 1937. Helgi var við nám í uppeldis- og sálarfræði við Edinborgarhá- skóla 1938-1939 pg var kennari við Kennaraskóla íslands 1930-1964. Hann lauk guðfræðiprófi frá HÍ 1950 og var sóknarprestur í Mikla- bæjarprestakalli í Skagafirði 1963-1964. Helgi var einn af stofn- endum Blindravinafélags íslands og í stjórn þess um áratuga skeið frá 1936 og einn af stofnendum Barnavinafélagsins Sumargjafar og í stjórn þess nokkur ár. Hann var einn af stofnendum félagsins Heyrnarhjálpar 1937, í stjórn þess frá upphafi og formaður um skeið og einn stofnenda Kristilegs stúd- entafélags. Helgi var einn stofn- enda Söngkennarafélags íslands og í stjórn þess fyrstu árin og einn stofnenda Náttúrulækningafélags íslands og vann að tímariti þess, Heilsuvernd. Hann var í sóknar- nefndinni sem undirbjó byggingu Neskirkju og var einn stofnenda Landssambands framhaldsskóla- kennara og i stjórn þess frá stofnun 1948 til 1954 og í stjórn Alþjóða- kennarasambandsins 1949-1951. Helgi var í stjóm nemendasam- bands Kennaraskóla íslands frá 1952 og einn stofnenda Hólafélags- ins og fyrsti formaður þess. Hann var í fræðsluráði Kópavogs og í stjórn Bókasafns Kópavogs. Helgi var í sundráöi Reykjavíkur í nokk- ur ár, formaður áfengisvarna- nefndar Kópavogs 1965-1980 og einn stofnenda Heilsuhringsins 1977 og í fyrstu stjórn hans. Ásmundur Halldórsson, Kambaseh 65, Reykjavík, er fertugur í dag. Kristrún Jónsdóttir, Heiöarbóli 59, Keflavík, er fertug í dag. Guðrún Halldórsdóttir, Fagraholti 12, ísaflrði, er fertug í dag. Hjörleifur Guðmundsson, Urðar- götu 19, Patreksfirði, er fertugur í dag. Gunnar Richarðsson, Arnarsíðu 8 E, Akureyri, er fertugur í dag. Sigurður Jóhannsson, Garðars- braut 32, Húsavík, er fertugur í dag. Valdís Árnadóttir, Þiljuvöllum 26, Neskaupstað, er fertug í dag. Sigurður Þórðarson Helgi Tryggvason. Helgi kvæntist fyrri konu sinni 26. mai 1929, Magneu Hjálmtýs- dóttur, f. 29. desember 1908, kennara. Þau skildu. Helgi kvænt- ist seinni konu sinni 26. febrúar 1955, Guðbjörgu Bjarnadóttur, f. 22. febrúar 1923. Foreldrar Guðbjargar voru Bjarni Bjarnason, b. á Litla- Ármóti í Hraungerðishreppi í Árnessýslu, og kona hans, Sigur- björg Sigurðardóttir. Börn Helga og Guðbjargar eru Hellen Sigur- björg, f. 1956, gift Einari Ebenharts- syni, hönnuði í Rvík, og eiga þau tvo syni, Bjarni, f. 1957, offsetljós- myndari í Verlssjö í Svíþjóð, kvæntur Sjöfn Guðmundsdóttur, og Eggert Tryggvi, f. 1958, fulltrúi hjá Sláturfélagi Suðurlands, kvæntur Erlu Sverrisdóttur. Helgi átti átta systkini og er eitt þeirra á lífi, Ólafur, b. í Kothvammi og þing- skrifari í Rvík, kvæntur Ingibjörgu Sigurðardóttur. Foreldrar Helga voru Tryggvi Bjarnason, b. og hreppstjóri í Kot- hvammi, og kona hans, Elísabet Eggertsdóttir. Faðir Tryggva var Bjarni Helgason, b. á Hrappsstöð- um í Víðidal. Faðir Elísabetar var Eggert Helgason, b. og kennari í Helguhvammi á Vatnsnesi. Helgi dvelur nú á hjúkrunarheimili. Magnús Sigurðsson Magnús Sigurðsson múrara- meistari, Arnartanga 22, Mosfells- bæ, er fimmtugur í dag. Magnús er fæddur í Vestmannaeyjum og ólst þar upp. Hann lauk sveins- prófi í Vestmannaeyjum 1959 og hefur unnið síðastliðin tíu ár hjá Álftárósi. Kona Magnúsar er Dór- óthea Einarsdóttir, f. 10. febrúar 1940. Magnús og Dóróthea eiga tvö börn, Kristínu, f. 4. desember 1960, og Sigurð, f. 16. júní 1964.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.