Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1988, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1988, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR 10. MARS 1988. 25 rkvöldi. Guðmundur varði 14 skot i leikn DV-mynd Brynjar Gauti í 1. deild? pjöld sla á varða -21, í gærkvöldi og var maðurinn á bak við sigur Víkinga sem að öllum líkindum tryggðu sér bronsverðlaunin með sigrinum í gær- kvöldi og jafnvel sæti í Evrópukeppni næsta ár. Guðmundur varði líka af snilld Hjá Blikunum var markvörðurinn líka . besti maöur liðsins. Guðmundur Hrafn- keisson varði 14 skot í leiknum, þar af þijú vítaköst. Ef ekki hefði koihið til stórgóð markvarsla Guðmundar hefðu Blikarnir legið kylliflatir í gærkvöldi. Mikill gauragangur Sé litið yfir gang leiksins í örstuttu máli þá höfðu Víkingar forystuna svo til frá byijun. Blikar komust að vísu yfir, 1-2, en síðan ekki söguna meir. Víkingar virtust alltaf hafa þetta í hendi sér. Leik- menn beggja hða gerðu sig seka um mörg mistök en hvergi mærri eins mörg og dómararnir. Þeir geta víst átt dapra daga eins og leikmenn en oft vilja mistök þeirra leiða af sér mikinn gauragang og rifrildi. Og í gærkvöldi varð engin und- antekning þar á. -SK íslandsmótið í handknattleik: Utangátta KR-ingum skellt af sprækum Valsmönnum í Höllinni - Valsmenn á hælum FH-inga í toppbaráttunni KR-ingar voru engin hindrun fyrir Valsmenn í Höllinni í gær. Strax í upphafi leiksins var ljóst að Vals- menn ætluðu sér ekkert annað en sigur. Á fyrstu mínútu leiksins reif Jón Kristjánsson sig upp og skoraði stórglæsilegt mark, efst í markhorn- ið. Þar með var tónninn geflnn og áttu KR-ingar aldrei svar við góöum leik Valsmanna. Mörkin komu á færibandi og fljótlega var staðan orð- in 6-1 Val í vil. Þessi munur hélst til loka fyrri hálfleiks og var staðan í hálfleik, 12-7. í seinni hálfleik héldu Valsarar uppteknum hætti og juku muninn jafnt og þétt. Flest marka sinna gerði Valur úr hraðaupphlaupum eftir að hávaxin' vörn þeirra eða Eiriar Þorvarðarson hafði varið slök skot KR-inga. Ungu strákarnir í KR gerðu sig seka um mörg mistök og höfðu lítið í sterka vörn Vals að gera. Ekki er hægt að gera upp á milli einstakra leikmanna, þeir voru hver öðrum slakari og vilja örugglega gleyma þessum leik hið fyrsta. Framundan eru mjög erfiðir leikir í fallbarátt- Einar Þorvarðarson. unni gegn Stjörnunni, Fram og KA fyrir norðan og verða þeir að taka sig saman í andhtinu ef ekki á illa að fara. Allt aðra sögu er að segja af Valslið- inu, varnarleikurinn var mjög sterkur, sóknarleikurinn agaður og hraðaupphlaup vel útfærð. Ahir leik- menn Vals áttu góðan dag og ekki síst Einar Þorvarðarson sem varði vel allan leikinn. Þess má þó geta að Einar hefur þó oft átt við erfiðari skot að glíma en í gærkvöldi. Jón Kristjánsson stjórnaði leik Vals mjög vel og einnig var Júlíus Jónasson sterkur. Þá voru hornamennirnir Valdimar Grímsson og Jakob Sigurðsson ógn- andi. Geir Sveinsson var sterkur í vöminni að vanda. Framundan eru erfiðir leikir hjá Valsmönnum en þeir eiga eftir að leika gegn Víking, Stjörnunni og FH. Ef Valsmenn leika eins vel og í gær- kvöldi hafa þeir aha möguleika á að vinna þessa leiki. Dómarar leiksins voru þeir Guð- mundur Kolbeinsson og Þorgeir Pálsson og áttu þeir frekar náðugan dag enda var munurinn á hðunum mikill. -HR/BS VALDIMAR GRÍMSSON færist mikið í fang. Hér svífur hann inn úr horninu og heyr einvigi við Gísla Felix Bjarna- son, markvörð KR-inga. Valdimar hafði betur í þetta skiptið eins og oft í leiknum. DV-mynd Brynjar Gauti Knattspyma í Evrópu: Walsh hefur varðað leiðina að markinu - skoraði sigurmark Tottenham gegn Everton Lið Tottenham hefur verið þekkt af öðru en stöðugleika i vetur enda átt fremur rysjóttu gengi að fagna. Unnið frækinn sigrir eina vikuna en tapað illa í þeirri næstu. í gærkvöldi sýndi Lundúnaliðið klærnar er það fékk Everton í heimsókn á White Heart Lane. Haföi Spurs betur í góð- um leik, vann 2-1. Það var enginn annar en Paul Walsh sem gerði sig- urmark liðsins í síðari hálíleik - er hann nú að falla að leikstíl Totten- ham en Walsh var keyptur th félags- ins fyrir skemmstu frá meistaraefn- unum í Liverpool. Fyrra mark Tottenham í leiknum í gær gerði Chris Fairclough eftir sendingu frá Clive Allen sem spilaði í gær sinn 100 leik fyrir Lundúnalið- ið. Graeme Sharp skoraði eina mark Everton. • Á Spáni var allt á fuhu í gær- kvöldi og urðu helstu úrsht þau að topplið Real Madrid gerði jafnteíli við Valencia á útivelli, 1-1. Börsung- ar töpuðu hins vegar rétt eina ferð- ina, nú fyrir baðstrandarpiltunum í Real Mallorca, 1-0. Staða Barcelona er afleit sem áður og er lítill stjömu- bragur á leik liðsins þótt valinn maður sé i hverju rúmi. Þá unnu Athletic Bilbao og Celta bæöi sigra í gær. Bilbao lagði Vaha- dolid, 1-0 og Celta lagði Cadiz, 1-2. -JÖG íþróttir Hsnd* boltinn í gærkvöldi Fyrsta deild: VÍKINGUR-UBK 25-21 (10-8) Mörk Víkings: Sigurður Gunn- arsson 6/2, Guðmundur Guö- mundsson 4, Ámi Friðleifsson 4, Karl Þráinsson 3, HUmar Sigurg- íslason 3, Bjarki Sigurðsson 2, Einar Jóhannesson 2, Siggeir Magnússon 1/1. Mörk UBK:Hans Guðmunds- son 6, Jón Þórir Jónsson 5/3, Aðalsteinn Jónsson 4, Bjöm Jónsson 4, Andrés Magnússon 1 og Kristján Halldórsson 1. KR-VALUR 15-32 (7-12) Mörk KR: Stefan Krisfjánsson 6/2, Konráð Olavsson 3, Þorsteinn Guðjónsson 2, Sigurður Sverris- son 2, Ólafur Lársson 1 og Guðmundur Albertsson 1. Mörk Vals: Júlíus Jónasson 9/4, Valdiraar Grímsson 6/1, Jón Kristjánsson 6, Jakob Sigurðsson 5, Geir Sveinsson 3, Gísh Óskars- son 2, Einar Náby 1. Staðan: FH .15 12 3 0 423-327 27 Valur .15 11 4 0 338-247 26 Vikingur. „15 10 0 5 380-336 20 UBK .15 8 1 6 325-333 17 Stjarnan. „15 7 2 6 350-365 16 KR .15 618 319-346 13 Fram .15 5 1 9 350-369 11 KA .15 3 4 8 309-333 10 ÍR .15 4 2 9 321-357 10 Þór .15 0 0 15 289-391 0 Þriöja deild: IS-IBK.... 20-26 ÍH-ÍA.... 28-21 Staðan: ÍBK ....12 11 0 1 322-192 22 ÍH .... 12 9 1 2 250-195 19 ÍA .... 11 7 1 3 279-326 15 ÍS .... 12 5 3 4 280-232 13 Eins og ráða má af töflunni hefur lið KeflvUdnga tryggt sér sæti í annarri deUd að ári. Baráttan um hitt sætið í annarri deild stendur hins vegar á mUh ÍH og ÍA. Herrakvöld Fram 1988 Herrakvöld Fram 1988 verður haldið nk. fóstudagskvöld í hinu nýja félagsheimih í Safamýri. Veislustjóri verður ökuþórinn Jón Ragnarsson en hann var um tíma fonnaöur knattspy mudeUd- ar. Aöalræðumaður kvöldsins verður Pjetur Maack, formaður SÁÁ. Happdrætti verður sett á og verður aðalvinningurinn ut- anlandsferð á óákveðinn staö með Fram í 1. umferö Evrópu- keppni bUcarhafa I haust. Aö vanda veröur hið landsþekkta málverkauppboð og em málverk- in eftir þekkta íslenska listmál- ara. Miðasala á herrakvöldiö er frá kl. 13.00 út vUnina í félags- heimilinu. Nánari upplýsingar er að fá í nýjum símanúmeram, 680342 Og 680343. Karfa í kvöld ÍBK og KR mætast í úrvals- deildinni í körfuknattleik í kvöld í Keflavík kl.. 20. Keflvfldngar þurfa sigur í baráttu sinni við UMFN um efsta sætiö í úrvals- deildinni. í 1. deUd kvenna sækir topphðið, ÍR, Grindavik, heim og hefst leikurinn kl. 20.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.