Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1988, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1988, Side 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 1988. Sandkom Svona á að Lada Dómsmála- ráðuneytið viröistekki hafamikiöálit ágáfnafari lög- reglumanna. Nýveriö scndi ráðuneytiðbréf tilallralög- fegiustöðvaá landinuþar sem lögreglumönnum var sýnt og kennt h vernig þeir ættu að skrifa heiti hinna ýmsu bifreiðategunda. Þar mátti sj á hvernig á að rita á rétt- an hátt heiti Ladabifreiöa. Einnig þótti starfsmönnum ráðuneytisins tímabært að kenna lögreglumönnum að skrifa nöfh fleiri bfltegunda - s vo sem Volvo, AMC, Datsun, Pord, Honda, Mazda, Subaru, Alfa, Volga, Saab, Fiat, Land Rover, Simca, Skoda og Gaz. Ekki þótti ástæða til að sýna hvemig á að skrifa Hyundai. Kannski er ástæðan sú að þeir hjá ráðuneyt- inu séu ekki vissir um h vernig Hy- undai er skrifað. Volvo með röndum Þennan heyröi Sand- kornogerfuil- yrtaðhannsé sannur.Sagan erumReykvík- ingsemskrapp áballeinahelg* ina. Hann gerði nokkuösem enginnáað gera.hHn fór á hvíta Volvoinum sín- um á balliö og ók heim á eftir -drukk- inn. Reykvíkingurinn, en hann býr í Breiðholti, kom að slysi á heimleið- inni. Hann stöðvaði Volvoinn og fór út til að forvitnast lítið eitt. Þegar fjöldi lögreglumanna á fjölda lög- reglubíla var kominn á svæðið hélt sá drúkkni heim og að sjáifsögðu á Volvo. Þettaerekki allt Þegarheira komlagði Reykvíkingur- inn bflnumí bflskúruuni og fóraðsofa.Eft- irumkiukku- stundarsvefn varbankað harkalega. Reykvíkingur- inn staulaðist til dyra. Lögreglan var komin í heimsókn. Fyrsta spuming var hvort hann hefði verið að keyra þá umnóttina. Nei! Þegarlögreglan bað manninn um að opna bílskúrinn brá honum illilega. í bflskúmum var hvítur Volvo -það vantaði ekki. Þessi sem greinilega var ekki eign manns- ins var með blá ljósá þakinu og bláar ogsvartarrendurá hliðunum. Mann- ræfillinn hafði sem sagt tekið löggu- Volvo í misgripum á slysstaðnum fyrrumnóttina. Skaut rjúpur félagans Tveirfélagar, semhélduá rjúpnaveiðar, urðuekkijafn- heppnir með veiðina. Annar skamaSástutt- unuíma-hinn ekkieinaein- ustu.Sáheppni þurftisnögg- lega að létta á sér. Á meðan hann fór bak við næsta hól lagði hann rjúp- umar tuttuþu og fimm á næstu þúfu. Meðan veiðimaðurinn heppni rembdist kom félaginn að. Hann sá riúpurnar og hóf aö skjóta. Hann hitti afmikluöryggi. Samthreyfðurjúp- urnar sigekki. Þá var ekki annað að gera en skjóta á ný. í þann mund er heppni veiðimaðurinn, sem oröinn var áhy ggj ufullur, stóð upp - með allt á hæiunum - skaut félaginn á ný. Nú hitti hann ekki rjúpumar heldur hatt félaga síns. Þcgar tekist hafði að ná sambandi við hinn lánlausa veiði- mann komst hann í skilningum aö ijúpumar, sem hann hafði skotiö sem mest á, vora veiði féiagans. Umsjón: Slgurjón Egllsson Fréttir________________________________________________dv Fiskiþing hófst í gær: Fjárhagur frystingar og rækjuvinnslu fallinn í allsherjar kviksyndi - sagði Ami Benediktsson framkvæmdastjóri Fiskiþing, hið 47. í röðinni, var sett í gær af Þorsteini Gíslasyni fiski- málastjóra. Það verður'ekki sagt að bjartsýni hafi komiö fram í ræðum manna á þinginu í gær. Ámi Bene- diktsson framkvæmdastjóri komst meðal annars svo að orði í sinni ræðu: „Fjárhagur frystingar og rækju- vinnslu er sokkinn í eitt allsherjar kviksyndi sem erfitt verður að kom- ast upp úr. Saltfiskvinnslan hefur betri stöðu en hefur einnig verið á niðurleið.“ Segja má að þetta hafi verið sá tónn sem kom fram í ræðum manna í gær. Halldór Ásgrímsson sjávarút- vegsráðherra sagði meðal annars að enda þótt aðgerðir ríkisstjórnarinnar nú bættu afkomu sjávarútvegsins tímabundið mætti búast við að tals- verður halli yrði á rekstri fjölmargra sjávarútvegsfyrirtækja. Þetta væri þeim mun alvarlegra þar sem ljóst væri að draga yrði úr afla á næsta ári og ekki mætti búast við verð- hækkunum á erlendum mörkuðum. Síðan sagði Halldór: „íslendingar standa í fyrsta skipti í langan tíma frammi fyrir þeirri staðreynd að til verulegs atvinnu- leysis geti komið. Til að svo verði ekki þurfum við að sætta okkur við lífskjaraskerðingu um einhvern tíma, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Allar umræður um launa- hækkanir á næstu mánuðum eru óraunhæfar við þær efnahagslegu staðreyndir sem við blasa.“ Vilhjálmur Egilsson hagfræðingur flutti ræðu og tók í sama streng og Halldór og sagöi meðal annars: „Ástandið er orðið þannig að at- vinnuleysi fer að stinga sér niður og upp úr áramótum má búast viö því að það verði orðið áberandi. í lok febrúar falla úr gildi lög um sýndar- verðstöðvun og þá koma fleiri vanda- mál upp á yfirborðið, meðal annars í rekstri opinberra fyrirtækja sem nú eru látin safna skuldum. Nokkru seinna eru svo peningarnir búnir sem notaðir eru til þess að greiða úr Verðjöfnunarsjóði til frystingarinn- ar.“ Vilhjálmur endurtók þá spá sína að gengið yrði fellt um eða fyrir næstu áramót. Vilhjálmur gaf At- vinnutryggingarsjóði nýtt nafn og kallaði hann „Stefánsgull.“ Fiskiþing heldur áfram í dag og þá flytur Einar Oddur Kristjánsson framkvæmdastjóri erindi sem marg- ir bíða spenntir eftir. -S.dór Nauðgunarmálanefnd skllar skýrslu sinni: Krefst viðhorfsbreytinga gagnvart nauðgunum „Rauði þráöurinn í tillögum okkar er krafan um viöhorfsbreytingu gagnvart nauðgunum sem hingað til hafa einkennst mikið af fordómum og kvenfyrirlitningu. Nauðgun er mun djúpstæðara vandamál hjá þeim sem fyrir henni veröa og þeim sem fremja hana en fólk hefur gert sér grein fyrir. Viðhorfsbreytinga er þörf hjá starfshópum sem koma við sögu þegar nauðgunarmál kemur upp og ekki síst hjá almenningi," sagði Guðrún Agnarsdóttir alþingis- maður þegar skýrsla nauðgunar- málanefndar var kynnt fyrir blaða- mönnum í gær. Nauðgunarmálanefnd var skipuð í júli 1984. í henni eru Ásdís J. Rafnar lögfræðingur, Guðrún Agnarsdóttir, læknir og þingmaður, Hildigunnur Ólafsdóttir afbrotafræðingur, Sigrún Júlíusdóttir félagsráðgjafi, Jónatan Þórmundsson prófessor, sem jafn- framt er formaður nefndarinnar, og Þorsteinn A. Jónsson, deildarstjóri í dómsmálaráöuneytinu, sem er ritari. Störf nefndarinnar fólust í fundum og undirbúningi þeirra, rannsóknar- skýrslum einstakra nefndarmanna og heimsóknum nefndarmanna á stofnanir og þátttöku í ráöstefnum. Tillögur nefndarinnar eru fjór- þættar. í fyrsta lagi er tillaga um breytingu á 22. kaíla almennra hegn- ingarlaga en sá kafli fjallar um kyn- ferðisafbrot. Þar er meðal annars lagt til að kynferðisafbrot verði ókynbundin, að ákvæði um kynferð- isafbrot veröi samræmd í anda ríkj- andi viðhorfa, að gleggri skil verði milli nauðgunar og annarrar kyn- ferðislegrar nauðgunar og refsivernd verði alménnt aukin með því að leggja ýmsar kynferðisathafnir að jöfnu við samræði. í ööru lagi er tillaga um breytingu á lögum um meðferð opinberra mála frá 1974. Markmið þeirra breytinga er að draga úr skaðlegum áhrifum brots og málsmeðferðar á brotaþola og að tryggja þeim bætur fyrir fjár- i tjón og miska og að styrkja réttar- j vörslukerfiö í baráttunni við refsi- J verð brot. í þriðja lagi er tillaga um stofnun neyðarmóttöku þar sem boðið verði upp á samræmda og markvissa þjón- ustu og aðstoð við fómarlömb kyn- feröisafbrota, líkamsárása og ann- arra ofbeldisafbrota í stað þeirrar ófullkomnu og lítt samræmdu þjón- ustu sem nú er að fá hjá heilbrigðis- og félagsmálastofnunum og sjálf- stæðum samtökum einstaklinga. í fjórða lagi er tillaga um námskeið fyrir lögreglumenn og starfsfólk heil- Skýrsla nauðgunarnefndar kynnt á fundi í gær, DV-mynd KAE brigðisþjónustu sem þessir hópar muni sækja í sameiningu þar sem kynferðisafbrot hafi vissa sérstöðu meðal annarra brota og krefjist sér- stakrar þekkingar og þjálfunar af mönnum sem um þau fjalla. Lauslega áætlaður heildarkostnað- ur við framkvæmd tillagnanna á ári verði rúmar 7,5 milljónir, auk stofn- kostnaðar upp á hálfa aðra milljón. Skýrsla nauðgunarnefndar er upp á mörg hundruð síöur þar sem nánar er farið ofan í kjölinn á tillögunum og fræðilegur bakgrunnur þeirra er tíundaöur í rannsóknarskýrslum einstakra nefndarmanna. -hlh Sleppibúnaður gúmbjörgimarbáta: Ekki réttmæt gagnrýni hvað okkar gálga varðar - segir Karl Olsen, firamleiðandi Olsensgálgans „Ég tel að þessi gagnrýni á okkar framkvæmdastjórann, Garðar sleppibúnaö sé óréttmæt. Það var Gíslason, sem dvelst erlendis og vitað að fyrstu árin var gormurinn, hefur því ekki séð niðurstöðurnar. sem hleypir gálganum fram, oft Sigmund Jóhannsson, sem fann brotinn. Þar sem hann var í upp gálgann, sagði að hann heföi ákveðnu hylki haíöi það ekkert að aðeins fundið þetta tæki upp en segja hvaö hæfni gálgans varðar. framleiðslan væri sér alveg óvið- Skoðunarmenn Siglingamálastofh- komandi. unar visau þetta en skráöu búnað- Eins og skýrt var frá í DV síðast- inn aftur á móti ekki í lagi ef gorm- liðinn laugardag var útkoman við urinn var brotinn. Nú er nokkuö skoðun þessara gálga heldur slæm. liðið siðan þessu var kippt í lag Árin 1984 og 1985 voru 68 Sig- enda reyndust 83 prósent okkar mundsbúnaðir skoðaðir og reynd- búnaðar í lagi í fyrra og ástandið ust 44 prósent þeirra í lagl Á sama er enn betra í ár,“ sagði Karl 01- tíma voru 33 Olsensgálgar prófaðir sen, framleiöandi Olsensgálgans, og voru 67 prósent í lagi. umniðurstöðurskoðunarSiglinga- Árið 1986 voru 92 Sigmunds- málastothunar og gagnrýni sem búnaöir skoðaðir og voru 53 pró- komið heftir fram á ástand björg- sent í lagi en af 339 Olsensgálgum unarbúnaðarins bæði frá Sigmund voru 65 prósent í lagi. ogOlsen. Áriö 1987 voru 130 Sigmunds- Sigmundsgálginn er framleiddur búnaðir skoðaðir og voru 68 pró- hjá Vélsmiðjunni Þór í Vestmanna- sent í lagi en af 520 Olsensgálgum eyjum. Þar vildu menn ekkert um voru 83 prósent í lagi. niðurstöðumar segja en vísuöu á ; -S.dór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.