Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1988, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1988, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 1988. Útlönd Bush fetar í fótspor Dukakis Steinunn Böövarsdóttir, DV, Washington; Báöir forsetaframbjóöendurnir í Bandaríkjunum nota hvert tækifæri sem gefst til að ná eyrum kjósenda nú þegar rétt vika er til kosninga. Michael Dukakis, frambjóöandi demókrata, reið á vaöið með loka- sókn sína í síðustu viku þegar hann samþykkti aö veita nokkur blaða- og sjónvarpsviðtöl. Til að reyna aö vinna upp 8 til 11 prósent forskot andstæðings síns kemur Dukakis nú fram í hveijum viðtalsþættinum á fætur öðrum. George Bush, frambjóðandi repú- blikana, fetar nú í fótspor Dukakis og ræðir nú í fyrsta sinn í margar vikur við blaða- og fréttamenn. í viö- tah við dagblaðiö Washington Post, sem birt var í morgun, kveðst Bush iórast einskis í þessari kosningabar- áttu. Slagur þeirra Bush og Dukakis um forsetaembættið hefur veriö allt annað en prúðmannlegur og hefur einkennst af haröoröum, persónu- legum árásum. I viðtalinu sagðist Bush telja að ekki kvæði viö neikvæðari tón í þess- ari kosningabaráttu en verið hefur áður í baráttu um forsetaembættið. Hann neitaði því að kosningaherbúð- ir sínar hefðu verið harðskeyttari í sjónvarpsauglýsingum en herbúðir Dukakis og varði notkun persónu- legra auglýsinga. Hann neitaöi einn- Bush kynnir barnabörn sin fyrir stuðningsmönnum á kosningafundi. Símamynd Reuter Baráttan um forsetaembættiö i Bandarikjunum hefur einkennst af harðorð- um, perónulegum árásum, sérstakiega í sjónvarpsauglýsingum. Teikning Lurie. LURIE'S W®RLD ig öllum ásökunum um að hafa blandað kynþáttahatri í þessa kosn- ingabaráttu og sagði að Bandaríkja- mönnum væri kunnugt um að hann hefði engar slíkar tilhneigingar. Þrátt fyrir aö skoðanakannanir síðustu daga sýni að Bush leiðir með 8 til 11 prósent forskot kveðst hann ekki vera of sigurviss. Hann segist ekki vilja skipuleggja baráttu sína lengra fram í tímann en 8. nóvemb- er, kosningadaginn. í gær notaði Bush tækifærið og hamraði enn á ný á fijálslyndi and- stæðings síns. Dukakis lýsti sjálfum sér sem fijálslyndum demókrata í fyrsta sinn í marga mánuði síðastlið- inn sunnudag og kvaöst hreykinn af því að vera fijálslyndur í anda Harr- ys Truman og Johns F. Kennedy for- seta. Bush hæddi þessa nýju stefnu Dukakis en árásir varaforsetans á frjálslyndi Dukakis, sem hann hefur látið ósvarað hingað til, hafa komið demókrötum í klípu. Dukakis háði kosningabaráttu sína í gær með tilliti til kvenna. Hann hélt af stað með 26 prósent meira fylgi meðal kvenna í þessari kosn- ingabaráttu en Bush en síðustu skoð- anakannanir sýna nú jafnt fylgi beggja frambjóöendanna meðal kvenfólks. Dukakis styöur rétt kvenna til fóstureyðinga en Bush hafnar honum. í gær benti hann enn á það og útlistaði mismunandi við- horf frambjóðendanna tii ýmissa málefna er varða konur og fjölskyld- ur. Hann lofaöi úrbótum í dagheimil- ismálum og jafnrétti kynjanna i launamálum. Gagnrýnir Bandaríkin Steinuim Böð vaisdóttir, DV, Washington; Samtökin Heilagt stríð í Líbanon birtu í gær myndband þar sem Terry Anderson, annar tveggja gísla í haldi samtakanna, ásakar ríkisstjóm Ronalds Reagan um að standa í vegi fýrir lausn hans úr tæplega fiögurra ára gíslingu. Hann kvað þaö sér óskiljanlegt að banda- rísk yíirvöld hefðu beitt áhrifUra sínum til aö hindra samninga- umleitanir síðustu tveggja ára sera hefðu getað leitt til lausnar hans. Anderson sakaöi Bandaríkja- sfjóm um að gera of lítið til að tryggja lausn sextán vestrænna gísla í haldi öfgasamtaka hliðholla Iran 1 Líbanon. Hann sagði að for- setinn og George Bush varaforseti hefðu fyrr átt í samninga viöræðum um lausn gíslanna. Hann nefiidi íran og vopnasöluhneyksliö en þá reyndu bandarískir embættismenn að kaupa frelsi gísla í Líbanon gegn sölu á vopnum til írans. Hann sagði einnig aö George Bush hefði átt þátt í samningavið- ræðum við hryðjuverkamenn sem rændu bandarískri farþegaflugvél áriö 1985. í sjónvarpsviötali í gær- kvöldi vísaði varaforsetinn þessari staðhæfingu á bug og kvaðst ekki hafa samið við ræningjana tun lausn farþeganna. Gislinn Terry Anderson gagnrýndi I gær bandarísk yfirvöld á mynd- bandi sem athent var alþjóðlegri fréttastofu I vesturhluta Beiruts I Lfbanon. Simamynd Reuter Ekki er Ijóst hvort Anderson tal- aði frá eigin bijósti á myndbandinu. Reagan forseti kvaðst fiúlviss um að manmæningjar Andersons hefðu neytt hann til að lesa undir- búinn texta. Forsetinn sagði einnig aö ríkisstjóm sín myndi ekki semja viö mannræningjana um lausnar- gjald af neinu tagi fyrir frelsun gísl- anna. Talsmaður Reagans, Marlin Fitz- water, sagði á blaðamannafundi í gærdag að birting myndbandsins væri tilraun mannræningjanna til að hafa áhrif á forsetakosningam- ar sem fram fara í Bandaríkjunum eftir rétta viku. Perez de Quellar tekur hér i hönd Velayati, utanríkisráðherra íran, við upphaf fundar þeirra i gær. simamynd Reuter Nýjar viðræður Aðalritari Sameinuðu þjóðanna segir að íran og írak séu tilbúin til að setjast af alvöra við samninga- borðiö og reyna að binda enda á átta ára stríð sitt. Fulltrúar ríkjanna setj- ast að samningaborðinu í dag tíl þriöju lotu samningaviðræðna. Javier Perez de Quellar hitti í gær utanríkisráðherra beggja ríkjanna í sitt hvora lagi í Genf. Sagði hann að báöir hefðu verið áhugasamir um að byija á alvarlegum viðræðum. í dag munu utanríkisráðherramir hittast í fyrsta sinn á fundi síðan þeir hittust í New York fyrir einum mánuði. Reuter Nauðungaruppboð á eftirtöldum fasteignum fer fram í dómsal embættisins, Skógarhlíð 6,3. hæö, á neðangreindum tima: Lindargata 42, kjallari, þingl. eig. Ein- ar Pétursson, fimmtud. 3. nóv. ’88 kl. 10.00. Uppboðsbeiðandi er Gjald- heimtan í Reykjavík. Lindargata 47, kjallari, þingl. eig. Magnús Arinbjömsson, fimmtud. 3. nóv. ’88 kL 10.00. Uppboðsbeiðandi er Veðdeild Landsbanka íslands. Ljárskógar 20, þingl. eig. Komelíus Traustason, fir.imtud. 3. nóv. ’88 kl. 10.00. Uppboðsbeiðandi er Róbert Ámi Hreiðarsson hdl._____________ Logafold 75, þingl. eig. Ásmundur Jóhannsson, fimmtud. 3. nóv. ’88 ld. 10.15. Uppboðsbeiðandi er Gjald- heimtan í Reykjavík. Logafold 152, þingL eig. Guðbergur P. Guðbergsson, fimmtud. 3. nóv. ’88 kl. 10.15. Uppboðsbeiðandi er Gjald- heimtan í Reykjavík. Logafold 141, þingl. eig. Öm Guð- mundsson, fimmtud. 3. nóv. ’88 kl. 10.15. Uppboðsbeiðendur em Ásgeir Thoroddsen hdl., Verslunarbanki ís- lands hf., Veðdeild Landsbanka ís- lands, Klemens Eggertsson hdl., Gjaldheimtan í Reykjavík og Jón Ing- ólfsson hdl. Maríubakki 18,2. hæð t.h., þingl. eig. Gylfi Traustason, fimmtud. 3. nóv. ’88 kl. 10.15. Uppboðsbeiðandi er Gjald- heimtan í Reykjavík. Ránargata 10, jarðhæð, þingl. eig. Guðjón Benediktsson, fimmtud. 3. nóv. ’88 kl. 10.45. Uppboðsbeiðendur eru Símon Ólason hdl. og Lögmenn Austurströnd 3. Réttarsel 7, þingl. eig. Lovísa Viðars- dóttir, fimmtud. 3. nóv. ’88 kl. 10.45. Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. Seljavegur 23, þingl. eig. Kristján Þorsteinsson, fimmtud. 3. nóv._ ’88 kl. 11.00. Uppboðsbeiðandi er Útvegs- banki íslands hf. Síðumúli 3-5, hluti, þingl. eig. Svavar Höskuldsson og Kristrún Kristjáns, fimmtud. 3. nóv. ’88 kl. 11.00. Uppboðs- beiðendur eru Gjaldheimtan í Reykja- vík og Landsbanki íslands. Skólavörðustígur 23, 1. hæð, þingl. eig. Borgarfell hf., fimmtud. 3. nóv. ’88 kl. 11.00. Uppboðsbeiðandi er Gjald- heimtan í Reykjavík. Skúlagata 42, þingl. eig. Lakk og málningarverksm. Harpa hf., fimmtud. 3. nóv. ’88 kl. 11.15. Uppboðs- beiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. Stíflusel 14, 3. hæð 3-2, þingl. eig. Helga Katrín Gísladóttir, fimmtud. 3. nóv. ’88 kl. 11.15. Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. Suðurhólar 26,2. hæð 0203, þingl. eig. Guðlaug Helga Sveinsdóttir, fimmtud. 3. nóv. ’88 kl. 11.30. Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. Súðarvogur 24, hluti, þingl. eig. Leik- félag Reykjavíkur, fimmtud. 3. nóv. ’88 kl. 11.30. Uppboðsbeiðandi er Gjald- heimtan í Reykjavík. Vesturbeig 78, hluti, þingl. eig. Elíar D. Dagbjartss. og Bjamey Júh'usd., fimmtud. 3. nóv. ’88kl. 11.45. Uppboðs- beiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. Yesturgata 53, 2. hæð, þingl. eig. Ágúst Vemharðsson, fimmtud. 3. nóv. ’88 kl. 13.30. Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. ___ Vindás 2, íb. 0201, talinn eig. Ólafiir Karel Jónsson, fimmtud. 3. nóv. ’88 kl, 13.30. Uppboðsbeiðandi er Veð- deild Landsbanka íslands. Ægisíða 101, þingl. eig. Bjami Jóns- son, fimmtud. 3. nóv. ’88 kl. 13.45. Uppboðsbeiðandi er Útvegsbanki ís- lands hf. Ægisíða 115, risíbúð, þingl. eig. Gerð- ur Bemdsen, fimmtud. 3. nóv. ’88 kl. 13.45. Uppboðsbeiðandi er Gjald- heimtan í Reykjavík. BORGARFÓGETAEMBÆTID í REYKJAVÍK Nauðungaruppboð þriðja og síðasta á efttrtöldum fasteignum: Bíldshöfði 16, hluti, þingl. eig. Engi hf., fer fram á eigninni sjálfri fimmtud. 3. nóv. ’88 kl. 17.30. Uppboðsbeiðendur em Eggert B. Ólafsson hdl. og Gjald- heimtan í Reykjavík. Blesugróf 38, þingl. eig. Guðbeigur Sigurpálsson, fer fram á eigninni sjálfri fimmtud. 3. nóv. ’88 kl. 16.30. Úppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. Dúfriahólar 2, 7. hæð C, þingl. eig. Þóra Ámad. og Jónas Guðmundsson, fer fram á eigninni sjálfri fimmtud. 3. nóv. ’88 kl. 15.45. Uppboðsbeiðendur eru Gjaldheimtan í Reykjavík, Veð- deild Landsbanka íslands, Jón Ing- ólfeson hdl. og Útvegsbanki íslands hf. Háberg 3, íbúð merkt 0204, þingl. eig. Hallgrímur Æ. Másson, fer fram á eigninni sjálfri fimmtud. 3. nóv. ’88 kl. 15.00. Uppboðsbeiðendur em Ólaf- ur Axelsson hrl., Landsbanki íslands, Gunnar Jónsson hdl., Gjaldheimtan í Reykjavík og Veðdeild Landsbanka íslands. BORGARFÓGETAEMBÆTTIÐ í REYKJAVÍK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.