Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1989, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1989, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1989. 3 dv Fréttir Manneldismál: Viðamikil neyslu- könnun á döfinni Ríkisstjómin hefur samþykkt, að tilhlutan menntamálaráðherra, til- lögu um mótun manneldis- og neyslustefnu. í flárlögum ársins 1989 er fjárveit- ing til að hefja neyslukönnun og er gert ráð fyrir að um verði að ræða mun viðameiri og nákvæmari könn- un en áður hefur verið gerð hér á landi. Frá og með 1. janúar hefur Laufey Steingrímsdóttir næringarfræðingur verið ráðin til að sjá um neyslukönn- unina. Hún er ráðin tímabundið í starfið og eingöngu til að sinna þessu verkefni. Laufey er doktor í næring- ar- og lífeðlisfræði. Gert er ráð fyrir að neyslukönnun- in verði undirbúin á þessu ári og þá. fari fram tilraunakönnun til undir- búnings. Aðalkönnunin á að fara fram á næsta ári en úrvinnsla gagna fer fram árið 1991. Auk þess sem könnunin verður unnin í samvinnu við Manneldisráð er gert ráð fyrir náinni samvinnu við Rannsókna- stofnun landbúnaðarins um gagna- öilun og gagnavinnslu. -SMJ Innkaupsverð hátt á gler- augnagleri Innkaupsverð á gleraugnagleijum er að meðaltah 2,5 sinnum hærra til íslands en til Finnlands og 2,3 sinn- um hærra en til Svíþjóðar. Þar sem minnstu munaði var innkaupsverðið 50% hærra til íslands en þar sem mestu munaði var það 240% hærra. Þetta kemur fram í verökönnun sem Verðlagsstofnun gerði í sam- vinnu við verðlagsyfirvöld í Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku. Tilgangur hennar var meðal annars sá að kanna verð og verðmyndun á gler- augnaglerjum. Liðurinn álagning og vinna var að jafnaði um 35% hærri í Finnlandi en á íslandi en í Svíþjóð var þessi liður 20-30% lægri en hér á landi. Smásöluverðið var í flestum tilfell- um hærra í Finnlandi en hér á landi en í Svíþjóð var það í flestum tilvik- um 25-30% lægra. Verðdreifing á gleijum er allnokk- ur hérlendis og getur munurinn orð- ið allt að 50%. Það getur því borgaö sig fyrir neytendur að gera verðsam- anburð áður en þeir kaupa sér gler. -J.Mar Akureyri: Templarar seldu Hótel Varðborg Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri; Ferðaskrifstofa Akureyrar, Flugfé- lag Norðurlands og fleiri aðilar á Akureyri hafa keypt Hótel Varðborg af templurum í bænum og hyggjast reka hótehð áfram en undir nafninu Hótel Norðurland. Hinir nýju eigendur hafa þegar tek- ið við hótelinu en lokuðu því strax og hafa hafið vinnu við gagngerar endurbætur og breytingar innan- húss þar sem m.a. verður skipt um gler í öllum gluggum, herbergi teppa- lögð og búin nýjum húsgögnum svo eitthvað sé nefnt. Höldur kaupir flugskóla Gylfi Kristjánsaon, DV, Akureyri; Nýtt fyrirtæki hefur tekið við rekstri flugskólans Flugtaks í Reykjavík en það er fyrirtækið Höld- ur sf. á Akureyri sem hefur keypt flugskólann. Skóhnn hefur hlotið nýtt nafn og heitir nú Höldur sf. - Flugtak. Fyrir utan flugnám, sem þegar er hafið undir stjóm hinna nýju eigenda, mun fyrirtækið einnig annast leigu- flug. Alls verða 7 flugvélar notaðar við kennsluna og að auki verða þrjár stærri vélar notaðar í leiguflugið. SONY XO-D20 Hljómtækjasamstæða 2x30 watta m/skáp og KEF hágæðahátölurum. Kr. 49.700,- stgr. SONY CCD-F330 Videomyndavél 8 mm alsjálfvirk fjölskyldumyndavél sem hefur hlotið frábæra dóma. Kr. 69.920,- stgr. SONY CDP-450 Geislaspilari m/fjarstýringu, 20 laga minni og fjórföldu leiðréttingakerfi. " Kr. 18.690,- stgr. Bjóðum nýjar vörur ó sérstöku kynningarverði. Takmarkað magn. SONY CFS-210 Ferðatæki steríó m/segulbandi. Kr. 6.980,- stgr. SONY CFS-D20 Ferðatæki steríó m/segulbandi (auto reverse) og „megabass". Kr. 9.950,- stgr. SONY ICF-750 Ferðaútvarp mónó m/LW, FM, MW. Fyrir rafmagn og rafhlöður. Kr. 3.450,- stgr. PANASONIC NVM-C6 Videómyndavél VHS-c kerfi. Lítil og nett. Ljósnæmni 10 lux. Kr. 69.920,- stgr. SONY IOxHF-60 Hljóðkassettur 60 mín. (normal) 10 kassettur í kassa. Kr. 995,- stgr. PANASONIC NVM-7 Videómyndavél VHSkerfi. Tilvalin fyrir félagasamtök og þá sem vilja nota VHS spólu í fullri stærð. Kr. 99.900,- stgr. JAPISS BRAUTARHOLTI 2, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG STUDEO KEFLAVÍK Umboðsaðilar: Bókaskemman Akranesi, Kaupfélag Borgfirðinga Borgarnesi, Einar Guðfinnssonn hf. Bolungarvík, Póllinn ísafirði, Radíólínan Sauðárkróki, Radíóvinnustofan Akureyri, Tónabúðin Akureyri, Kaupfélag Héraðsbúa Egilsstöðum, Seyðisfirði og Eskifirði, Mosfell Hellu, Vöruhús KÁ Selfossi, Kjami Vestmannaeyjum, Bókaverslun Þórarins Stefánssonar Húsavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.