Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1989, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1989, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1989. Fréttir fynrliM Þegar verslunarkeðjan Aldi í Þýskalandi hefur hætt aö kaupa niöurlagða rækju M íslandi liggur íyrir aö tapaður er markaður upp á 430 milijónir króna. í Þýskalandi hafa þá tapast markaöir vegna hvalveiðisteöiu okkar upp á 600 milljónir króna, að því er Theodór S. Halldórsson, Mmkvæmdastjóri Sölustofhunar lagmetis, sagöi í samtali við DV. Sjávarafurðadeild Sambandsins segist hafa tapaö mörkuöum fyrir frystan fisk í Bandaríkjunum sem nemur 600 miljjónum króna og sem nemur 200 milljónum króna i Þýskalandi vegna þessa sama máls. Talsmenn Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna segja tapið hjá þeim vera álíka og hjá Sambandinu. Þama er því um að ræða markað- stap upp á 2,4 milljarða króna. Útflutningsverðmæti hvalaaf- uröa áriö 1987 námu samkvæmt þvi sem Hagstofa íslands skýröi DV M í gær 301,1 milfjón króna. Fyrstu 11 mánuði ársins 1988 nam útflutn- ingsverðmætiö 21,1 milljón króna. Ijóst er aö þar eru ekki öll kurl komin tfl grafar. Eftir er aö senda út kjöt og rengi tfl Japans úr fram- leiöslu síðasta árs. Þama er um aö ræöa beinar út- flutningstölur. Sjávarútvegsmála- ráöherra, Halldór Ásgrímsson, hef- ur hafnað því aö dæmið sé sett þannig upp. Hann heldur því fram að meta verði gildi þeirra hvalar- annsókna sem í gangi eru. Ámi Gunnarsson alþingismaður hafnar því og spyr hve miklum verömæt- um menn ætli aö fóma fyrir hval- veiöarnar? -S.dór Þrjár konur tóku sæti sem varamenn á Alþingi þegar þing hófst að nýju eftir jólaleyfi. Þær hafa ekki tekið sæti á þingi áöur. Auöur Eiriksdóttir, t.v., kemur inn fyrir Stefán Valgeirsson, Sigríður Hjartar fyrir Guðmund G. Þórarins- son, Framsóknarflokki, og Jóhanna Þorsteinsdóttir, t.h., fyrir Málmfriöi Siguröardóttur, Kvennalista. DV-mynd GVA Neytendasamtökin óska rannsóknar: Lögbrot við verð- lagningu á kartöflum „Það er furðulegt aö kartöflufram- leiöendur skuli komast upp með aö haga sér á þennan máta,“ sagöi Jó- hannes Gunnarsson, formaður Neyt- endasamtakanna, en þau hafa nú óskaö rannsóknar á meintu lögbroti heildsöluaðfla og framleiðenda kart- aflna. Gengið var á fund landbúnað- arráöherra fyrr í vikunni og þessi ósk lögð þar fram. Mun þetta vera í fyrsta skipti að Neytendasamtökin beita þessari aöferö. Aðdragandi þessa máls er aö á síð- asta ári óskuðu kartöfluframleiðend- ur eftir aö sex manna nefnd ákveddi verð á kartöflum tfl framleiðenda, samkvæmt lögum um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvönun. Sex manna nefndin ákvaö þann 3. októb- er aö verö á 1. flokks kartöflum til framleiðenda skyldi vera 42,37 kr. á kiló. Segja fulltrúar Neytendasamtak- anna aö sumir heildsöluaðilar kaupi kartöflur frá framleiðendum á hærra veröi en sex manna nefndin ákvað. Það sé því Ijóst að sumir kartöflu- franfleiðendur hafi notað verð nefnd- arinnar eingöngu sem grundvöll tfl að semja um enn hærra verð við heildsöluaðila. Teija samtökin að verð á kartöflum sé óvenju hátt og hafi hækkað óeðlilega mikið á síð- ustu árum. Verð á einu kílói af kart- öflum frá stærstu hefldsöluaðilum sé nú á bilinu 110 tfl 145 kr. í smásölu. Hefur það samkvæmt framfærslu- vísitölu hækkað um 88,3% á undan- íornum 12 mánuðum á meðan fram- færsluvísitalan hefur í heild hækkað um 18,3%. Samtökin hvetja ráðherra til að rannsaka hvort heildsölu- og dreif- ingarkostnaður þessarar nauðsynja- vöru sé óeðlilega hár. Jafnframt er ráðherra beðinn um að hraða rann- sókn á þessu meinta broti á áður- nefndum lögum og að þeir sem hafi gerst brotlegir verði látnir sæta ábyrgð. -SMJ Fjórði varamaður tók sæti Kristínar - þingforseti g Kristín Einarsdóttir, þingkona Kvennalistans, óskaði eftir leyfi á Alþingi í gær vegna opinberra ferða- laga. I stað hennar settst á þing Sig- rún Helgadóttir líffræðingur. Hún er fjóröi varamaður Kristínar en fyrsti, annar og þriðji varamaður sóttu all- ar um leyfi vegna þess að þær væru uppteknar við önnur störf. Það voru þær Guðrún Halldórsdóttir, Sigríöur Lflý Baldursdóttir og María Jóhanna Lárusdóttir. Eftir að kjörnefnd hafði samþykkt kjörbréf Sigrúnar gerði forseti sam- einaðs þings, Guðrún Helgadóttir, athugasemd. Guðrún sagði að engar annir aðrar gætu komið í veg fyrir að kjömir fulltrúar gegndu störfúm sínum á Alþingi. Sagði Guðrún að það væru kjósendur hverju sinni sem tækju ákvörðun um það hveijir sætu á Alþingi en ekki þingflokkar. -SMJ athugasemd Sigrún Helgadóttir liffræðingur tók sæti Kristínar Einarsdóttur, sem einnig er líffræðingur, á Alþingi í gaer. DV-mynd GVA I dag mælir Dagfari Nagaðir blýantar Sérkennileg deila kom upp á Al- þingi um daginn. Friðrik Sophus- son vfldi leggja fram fyrirspum tfl viðskiptaráðherra um hvort hann væri sammála utanríkisráðherra um þá fullyröingu að hundrað og fimmtíu starfsmenn Seðlabankans hefðu ekki annað að gera en naga blýanta. Guörún Helgadóttir þing- forseti vísaði þessari fyrirspum á bug á þeirri forsendu að fyrir- spumin væri fyrir neðan virðingu Álþingis. Friðrik mótmælti þessum úrskurði forseta og vísaði málinu tfl atkvæðagreiðslu. Svo fór að meirihluti þingheims tók undir þá skoðun Guðrúnar að fyrirspumin væri ósamboðin virðingu Alþingis og vísaði henni frá. Nú er það eitt hvort hér sé rétt með farið hjá utanríkisráðherra að starfsmenn Seðlabankans hafi ekki annað fyrir stafni en að naga blý- anta. Það er líka annað hvort við- skiptaráðherra sé sammála utan- ríkisráðherra. Og enn er það hvort þingheimur hafi annað betra að gera en ræða einmitt um vinnutfl- högun i Seðlabankanum. En aöal- spumingin er þó hvað það sé sem stefnir virðingu Alþingis í voða. Er það klám og kjaftaæði sem virðulegur utanríkisráðherra læt- ur út úr sér? Eða er þaö ekki virð- ingu viðskiptaráðherra ósamboðið að ræöa um það sem kollegi hans segir? Er starfsfólki Seðlabankans sýnd óvirðing með því að Alþingi telji þá starfsmenn sem naga blý- anta? Og síöast en ekki síst hlýtur sú spuming aö vakna hvar mörk velsæmis og vanvirðu liggja í þing- inu. Sagt er að hundraö sextíu og sex starfsmenn vinni í Seðlabankan- um. Þegar Jón Baldvin utanríkis- ráðherra telur hundrað og fimmtíu þeirra naga blýanta em sextán eft- ir sem ekki naga blýanta. Þaö væri nógu fróðlegt að vita hverjir þessir sextán em sem mega ekki vera að því að naga blýanta. Er þaö vegna þess að þeir em að gera eitthvað annað af sér eða er það vegna þess að þeir mæta alls ekki tfl vinnu? Engum kemur á óvart að obbinn af starfsmönnum Seðlabankans skuli naga blýanta. Það sem vekur mesta athygli er að þar skuli finnast sextán sem ekki gera það. Hvemig hefur utanríkisráðherra haft uppi á þeim? Lá hann á gægj- um í fjármálaráðuneytinu og eyddi tíma sínum í að telja þá í Seðla- bankanum handan götunnar sem nöguðu blýantana? Dagfari er enginn sérstakur aðdáandi Seðlabankans en telur það þó ómaksins vert að starfs- menn bankans fái tækifæri tfl að hreinsa mannorð sitt, sérstaklega þeir sextán sem ekki em taldir meö hjá ráðherra. Hvers eiga þeir að gjalda að fá ekki að bera hönd fyrir höfuð sér og sanna að þeir mæti í vinnuna líka tfl að naga blýanta? Þingheimur á rétt á því aö fá þess- ar upplýsingar og ef þetta er skoð- un Jóns Baldvins sem formanns Alþýöuflokksins þá er auðvitað rétt og skylt að fá úr því skorið hvort Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra er sammála þessari flokksstefnu. Og era aðrir flokkar ósammála þessari starfsaðferð í Seðlabankan- um? Ef starfsmenn Seðlabankans hafa ekki annað aö gera en naga blýanta og mega það ekki lengur vegna afskipta ráðherra, hvaö eiga þeir þá að gera? Sofa eða spfla bridge? Tfl hvers ætlast ráðherrar af samviskusömu fólki í bankakerf- inu sem ekkert hefur aö gera og telur betra að naga blýantana sína heldur en aö slæpast og gera ekki neitt? Miðað við ýmislegt sem rætt er á Alþingi mætti ætla að spumingar og svör um Seðlabankann og blý- antana þar væm jafnáríðandi og hvað annað. Þingheimur á ekki að taka sig svo alvarlega aö hann geti ekki einu sinni rætt um algengustu afþreyingu opinberra starfsmanna í vinnutímanum sem greidd er af hinu opinbera. Þótt þingforseti hafi ekki mikið álit á utanríkisráðherra og telji sig ekki varða um þaö hvað viðskiptaráðherra finnst um skoð- anir utanríkisráöherra þá snýst þetta mál ekki um ráðherrana heldur þá sextán sem fullyrt er að ekki nagi blýantana sína. Þetta varðar starfsheiður þeirra og enda þótt alþingismönnum þyki lítið tfl almennra kontórista koma þá eiga þeir ekki að telja það fyrir neöan sína virðingu að ræða um þá. Allir vita að Guörún þingforseti er ekki venjulegur kontóristi en hún getur aö minnsta kosti haldið áfram að tala niður til þeirra. j. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.