Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1989, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1989, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1989. 15 Nú upphefst bjórdagur Deilumar um bjórinn hafa hjaðnaö í bili. Þessi Ijúfsári mjöður hefur vakið mikla storma og stríð. Bjórvinir hafa lengi viljað fá sinn sterka bjór en bindindismenn og aðrir bjórfjendur hafa staðið fast á móti og ráðið ferðinni. Á því er að verða breyting. Samþykkt hefur verið aö heíja bjórsölu fyrsta næsta mánaðar. Það e'r því 1. mars sem verður bjórdagurinn. Brennivínsaldirnar Áfengir drykkir hafa verið hafðir hér um hönd allt frá landnámi. Þetta var úr ýmsum áttum og sumt heimafengið. Með aukinni erlendri verslun varð áfengi brátt algeng söluvara og bar mest á brennivíni. Þegar Danir tóku hér öll völd og einokuðu verslun notuðu þeir brennivínssöluna til að féfletta landsmenn. Oftast var nóg brennivín á boð- stólum þótt matvöru og aðrar nauðsynjar vantaði í verslanir ein- okunarinnar. Samfara stjóm Dana komst á dýrkun á brennivínstunn- unni. Þetta mætti kalla brennivíns- trú. Ýmsir efnaðir bændur og emb- ættismenn keyptu árlega brenni- vínstunnu. Þeir notuðu sjálfir vín óspart og veittu öðrum. í eymdinni og volæðinu á liðnum öldum varð brennivínsglasið mörgum huggun. Sérstaklega átti þetta við um presta og sýslumenn og aðra ráðamenn. Em af þvi margar sögur. Vínbannið Þegar farið var að snúast hér á landi gegn danska brennivíninu var það hluti af sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Mörgum oíbauð að sjá erlenda menn féfletta þjóðina og skapa eymd sem engan enda ætlaði að taka. Upp úr seinustu aldamót- Kjallariim Lúðvík Gizurarson hæstaréttarlögmaöur um fengum við nokkra heima- stjóm og ráðherra. Það var því ekki tilviljun að í framhaldi af því var stuttu seinna samþykkt vín- bann. Þótt vínbannið kæmist á var það aldrei alveg í gildi, ef svo má segja. Stjómvöld lokuðu augunum að nokkm þegar ólögleg vínsala átti sér stað. í fyrstu seldu mörg apótek brennivín óátalið þrátt fyrir vín- bannið. Þetta vom í mörgum tilfell- um danskir lyfsalar en þeir ráku og áttu apótekin en þetta hélt áfram þótt innlendir tækju við. Þegar þessi ólöglega en opna brennivínssala var heft kom í staö- inn vínsala í apótekunum sam- kvæmt lyfseðli læknis. Við þetta bættist svo ólöglega innlenda fram- leiðslan í sveitunum sem hlaut nafnið „landi“. í dag væri þetta orðað svo aö framleiðsla á landa hafi á þessum árum verið útbreidd og mjög ábatasöm aukabúgrein. Vínbannið var svo afnumið fyrir rúmlega hálfri öld. Margar ástæð- ur vom til þess. Spilling var sam- fara ólöglegri vínsölu og nokkrir efnuðust vel á henni. Það var þvi eðlilegra að láta þetta fé renna í ríkissjóð og hafa áfengis- söluna fyrir opnum tjöldum, þar sem vínbannið var í raun og vem aldrei algjört. - Einnig höfðu póht- ískar ástæður vínbannsins hjaðnað og okurverslun erlendra kaup- manna með brennivín var að nokkm gleymd. Bjórbannið Þegar bannið var afhumið og vín- sala leyfð var gegn því mikil and- staða af hendi bindindismanna. Þeir létu þó af andmælum sínum að hluta en á móti var sala á sterku öli áfram bönnuð- Áfengi bjórinn fékkst fyrir vín- bann og ætlunin var að leyfa hann aftur en hætt var við þau áform vegna bindindismanna. Hér var því um póhtíska málamiðlun að ræða og mjög umdeildan hlut þar sem „Það mætti þó vona að eftir bjórdaginn taki við meiri neysla á mildum bjór og léttu vini en trúin á brennivínið, helst óblandað, verði látin víkja.“ Af skemmt- anaskatti og leiðindaskatti „Ennþá er hér í landi gömul brennivínsdýrkun frá tíma Dana og alit kallað gutl sem veikara er“, segir m.a. í greininni. skoðanir og sjónarmið aðila voru ekki auðveldlega sættanleg. Hvort þetta var besta lausnin má svo endalaust ræða um. Þeir vilja því frekar láta selja brennivín og má vera ómælt, held- ur en sterka bjórinn. Víst er það rétt að syndin er lævís og lipur, eins og skáldið orðaði það. Brennivínstrúin Eftir nokkrar vikur hefst sala á sterku öli og er mörgum spum hvemig til muni takast. Það kemur í ljós eins og annað. Ennþá er hér í landi gömul brennivínsdýrkun frá tíma Dana og allt kallað gutl sem veikara er. Þetta hefur breyst með ferðalögum til Suöurlanda þar sem létt vín em um hönd höfð. Svo em þeir sem hatast við sterkan bjór þótt hann sé veikasta áfengiö. Telja þeir hann meiri freistingu og erf- iðara að varast hann en sterkt vín. Bjórdagurinn Eins og rakið hefur verið hér að framan hafa mörg sverð verið á lofti í áfengismálum. Okkur hefur ekki tekist að sigrast á vandanum og verður líklega seint eða aldrei. Það mætti þó vona að eftir bjórdag- inn taki við meiri neysla á mildum bjór og léttu víni en trúin á brenni- vínið, helst óblandað, verði látin víkja. Lúðvik Gizurarson Nú um skeið hefur um fátt verið meira talað en funda(her)ferð for- manna A-flokkanna. Það sem mörgum virðist hggja þyngst á hjarta varðandi þetta merkilega samkomuhald er fjármögnun þess. Því hefur stundum verið haldið fram að þeir sem best kunna lög og reglur komist gjama betur frá því að greiða ýmiss konar gjöld heldur en hinir sem htið kunna fyrir sér í þessum efnum. Ekki veit ég í hvaða stjómmála- flokki maöurinn var sem hélt því fram að hægt væri aö stela löglega undan skatti. Auðvitað vita allir að ekki er hægt að stela löglega en fólk trúir því gjama að reglur megi í það minnsta beygja þótt ekki séu þær brotnar. Ekki efa ég að fjár- málaráðherra, fyrrverandi og nú- verandi, viti meira um skatta og skyldur en gengur og gerist en er það nú ekki fulhangt gengið þegar þeir gera í því leynt og ljóst að finna út hvernig helst sé hægt að komast hjá því aö þyngja ríkiskassann með smá skemmtanaskatti. Reyndar las ég það í blaði nýver- ið að menntamálaráðherra áhti að ekki ætti að borga skemmtanaskatt af svona skemmtanahaldi sem gæti svo sem aht eins verið af því að KjaUaiinn Guðmundur Axelsson framhaldsskólakennari hann áhti þetta ekki skemmtanir heldur hrein og bein leiðindi. Smáir hagsmunir og stórir Mér finnst það í sjálfu sér ekkert stórmál hvort greiddur er skemmt- anaskattur af þeim tekjum sem inn koma á fundum flokksforingja og ráðherra enda um að ræða mjög htla eiginhagsmuni þeirra. Það sem ég óttast á hinn bóginn er að ef um væri að ræða stærri hags- muni gæti farið iha þegar farið væri að leita úrræða th að komast hjá greiðslum th skattyfirvalda. Ég verð líka að viðurkenna að ég þarf að beita sjálfan mig töluvert meira harðræði eftir þessa funda- ferð en áður th þess að trúa öhu sem þessir herramenn segja en ég trúi þeim auðvitað ahtaf á endan- „Ýmsir sitja yfir þessu sér til ama og leiðinda", segir greinarhöfundur. „A-flokka formenn kunna ekki ráö handa fleirum en sjálfum sér til þess aö koma í veg fyrir „ótímabæra“ þyng- ingu ríkiskassans.“ um. Svo er náttúrlega Amundi sjálfur skipuleggjandi og „primus mótor“ í öhu stússinu sem óneitan- lega gefur öhu heha trallinu trú- veröugan, virðulegan og umfram aht traustvekjandi blæ og aldrei hefur honum dottið í hug að reyna að hafa skemmtanaskatt, hvað þá aðra skatta, af hinu opinbera. Tími skattskila Sjálfsagt er það umhugsunarvert fyrir okkur sem eigum bráðlega að fara að skha skattskýrslunum okk- ar að viðlögðum drengskap og án ahra undanbragða að athuga hvort þeir hinir vísu A-flokkaformenn kunna ekki ráð handa fleirum en sjálfum sér til þess að koma í veg fyrir „ótímabæra" þyngingu ríkis- kassans. Af reynslunni veit ég að mörgu fólki er eftirsjá að þeim tíma sem það notar í skattskýrslugerð. Ýmsir sitja yfir þessu sér th ama og leiðinda og reyna að gera skýrsl- una sína með aðstoð leiðbeininga sem eru meira og minna óskhjan- legar venjulegu fólki og við megum áreiðanlega vera þakklát forsjón- inni meöan það fólk sem semur leiðbeiningar um skattskýrslugerð er ekki fengið til þess að semja leið- beiningar um lífgun úr dauðadái, viðbrögð á slysstað, brunavamir og annað þess konar. Undanþágur frá skatt- greiðslum Yfirvöld hafa rétthega komist að því að sumir þjóðfélagshópar búa almennt við erfiðari kjör en ýmsir aðrir. Einn þessara hópa er ein- stæðir foreldrar. Ég hef stunduni heyrt því fleygt að einstaka manni þyki ofgert í skattaívhnunum fyrir þessa hópa. Sjálfsagt heyrast raddir af þessu tagi aðeins vegna þess að þeir seln svona hugsa geta ekki og reyna ekki að setja sig í spor þeirra sem verið er aö aðstoða. En á þessu máh er einnig önnur hhð. Það er að segja sá hópur fólks sem lifir í sambúð og sér sér hag í því vegna þess að það þýðir t.d. lægri skatta, hærri námslán og hver veit hvað. Kannske eru þeir sem gagnrýna það sem gert er th stuðnings þessu fólki kunnugir dæmum af þessu tagi og alhæfa svo meira en nokkur sanngimi er í. Guðmundur Axelsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.