Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1989, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1989, Blaðsíða 9
studio-linie Polygon, postulíns- boröbúnaöur frá Rosenthal Hinn há-arkitektiski, fallegi still Finnans Tapio Wikkala. Hornkringlótt form skiptist skemmtilega j þessum borðbúnaði. Margir og góðir auka- hlutir. Rosenthalverslunin, Laugavegi 91, s. 18400. LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1989. komast í kyrrara loft. Lætur flugum- feröarstjóm vita af hæðarbreyting- unni því allar breytingar á flugi em tilkynntar til flugumferöarstjómar. Þaö þarf einnig að tilkynna vélina á ákveðnum stöðum. Mér finnst það ákaflega traustvekjandi þegar ég frétti það og ímynda að flugumferð- arstjóm viti þá í raun og veru alltaf hvar véhn er stödd á hveijum tíma. Skýjafar Kristján bendir mér á skýin á him- inhvolfinu og segir að það sé nokk- um veginn hægt að vita hvar ókyrrð sé í lofti með því að fylgjast með skýjafari. Það sé hlutur sem nemend- ur átti sig smám saman á en sé afar mikilvægt að kunna skil á. Ég tek aftur við stýrinu og finnst ég eiga fullt í fángi með að passa að vélin lækki ekki flugið eða hækki sig og reyni að halda réttri stefnu. Þegar við fljúgum yfir nýju Ölfus- árbrúna spyr ég Kristján hvort eng- inn hafi tapað sér af flughræðslu í tíma hjá honum. Hann segir mér að það hafi ekki komið fyrir en hann hafi einu sinni verið að fljúga með konu á milli staða sem hefði orðið svo hrædd að hann hefði orðiö að snúa við með hana. Við snúum til baka hjá Eyrarbakka og tökum stefnuna á Ölfusið og fljúg- um fram hjá Hveragerði og upp yfir Hellisheiði. Kristján bendir mér á flugvölhnn á Sandskeiðinu og æf- ingasvæðið þar. Bendir mér á skýin yfir Esjunni og segir að þau boði ókyrrð í lofti. Svo segir hann mér að taka stefnuna á Vifilsstaði og við nálgumst Reykjavík á nýjan leik. Véhn lækkar flugið og fer í aðflug. Kristján tekur við stjóminni og lend- ir véhnni heilu og höldnu. Þegar búið er að leggja vélinni er enn á ný „tékkað“ á því að aht sé í lagi og fyrsti flugtíminn er að baki. Ákaflega gaman Maður lærir ekki nein ósköp í fyrsta tímanum en maður kemst yfir ákveöinn þröskuld, aha vega verður maður ekki jafnhræddur að stíga upp í flugvél á nýjan leik. Þegar upp var staðið var þetta ákaflega gaman og ég fer strax að hlakka th að komast í næsta tíma. Kokhreystin eykst sem sagt að miklum mun þegar ég hef fast land undir fótum. Um leið og ég yfirgef Flugskólann fæ ég í hendum- ar flugdagbók (Phot Logbook) þar sem fyrsti flugtími minn er skráður. Og mér höur eins og ég hafi komist á spjöld sögunnar. -J.Mar Panasonic JAPIS AD BRAUTARHOLTI JAPISS BRAUTARHOLTI 2 Sumarsýning JAPIS hefst laugardaginn 20. maí kl. 10:00. Kynntar verða ævintýralegar tækninýjungar frá Sony og Panasonic: Vídeó- myndavélar, mynd- bandstæki, sjónvörp, geislaspilarar, fullkom- inn móttókubúnaður fyrir gervihnatta- sendingar o.fl. Einnig sýnum við búnað frá Sony fyrir myndver og sjónvarpsstóðvar. Sýn- ingin verður bæði laug- adag og sunnudag kl. 10:00-16:00; höfð- ingleg sýningartilboð. Sýning sem gæti borgað sig að fara á. Panasonic vídeómyndavél Panasonic er í fararbroddi í þróun vídeómyndavéla, á' sýningunni hjá okkur er til dæmis SUPER VHS mynd- bandstökuvélin NV-MS1 og NV-MS50, sem var fyrsta SUPER VHS-C vélin í heiminum með HiFi sterfó hljóðupptöku. Atvinnubúnað SONY er stærsti aðilinn í heiminum í framleiðslu tæknibúnaðar fyrir sjónvarpsstöðvar. Móttðkubúnað fyrir gervihnattasendingar Þessi móttökubúnaður er tæknilega mjög fullkominn. Við getum nefnt umpólara fyrir lárétta og lóðrétta móttöku, framúrskarandi hljóð- og myndgæði, 20 rása minni og að sjálfsögðu þráðlausa fjarstýringu. Verðið bendir eindregið til að móttökubúnaður fyrir gervihnattasendingar verður brátt almenningseign. Við kynnum meðal annars: Sony 8mm vfdeómyndavél Frá Sony, ný 8mm vídeómyndavél fyrir fjölskylduna, CCD-F-335. Ljósnæmi er 7 lux og verðið er ótrúlega gott. Panasonic myndbandstæki '89 línan f Panasonic VHS myndbandstækjum. Tækin sem við sýnum eru meðal annarra NV-F70 HiFi tækið, sem hlotið hefur afburða dóma í fagtímaritum um allan heim. Sony geislaspilara Nýr og enn fullkomnari geislaspilari frá SONY, tærasti hljómur sem völ er á að geislaspilari geti gefið frá sér og þá er mikið sagt - en svona er það. Sony sjónvðrp Sony hefur verið skrefi á undan öðrum sjónvarpsfram- leiðendum um árabil. Við nefnum trinitron mynd- lampann sem Sony hefur einkaleyfi á og flötu hornréttu skjáina. Á sýningunni gefur að Ifta flaggskip SONY sjónvarpa, 29 tommu stafræna sjónvarpstækið, auk annarra sjónvarpa frá Sony.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.