Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1989, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1989, Blaðsíða 43
LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1989. 59 Afmæli Þorkell Bjamason ÞorkeU Bjamason hrossaræktunar- ráðnautur, til heimilis að Þröm á Laugarvatni, verður sextugur á mánudaginn. Þorkell fæddist að Straumi i Garðahreppi í GuUbringu- sýslu. Hann varð búfræðikandídat frá Hvanneyri 1952, var í ffamhalds- námi í hrossadómum hjá Gunnari Bjamasyni og í hrossarækt, tamn- ingu og reiðmennsku í Þýskalandi 1952-1953. Hann hefur verið fjár- og hrossab. á Þóroddsstöðum í Gríms- nesi frá 1953, var bústjóri 1954-1960, b. 1961-1966 og rak hestaleigu á Laugarvatni 1959-1974. ÞorkeU var erindreki 1956-1%1 og kenndi á námskeiðum Landssambands hestamanna og var í dómnefnd á landssýningum kynbótahrossa frá 1958. Hann var formaður Hesta- mannafélagsins Trausta 1960-1970, varaformaður Hrossaræktarsam- bands Suðurlands 1%1-1964 og ráðunautm- Búnaðarfélags íslands í hrossarækt frá 1%1. ÞorkeU kvænt- ist 27. desember 1952 Ragnheiði Est- er Guðmundsdóttur, f. 9. janúar 1927. Foreldrar hennar eru Guð- mundur Kristmundsson, b. í Litla-- Dal í Svínavatnshreppi, og kona hans, Elínbjörg Sigurðardóttir. Böm Þorkels og Ragnheiðar eru: Hulda Björk, f. 21. desember 1948, bókasafnsfræðingur og kennari í Keflavík, gift Herði Ragnarssyni viðskiptafræðingi: Guðmundur Birkir, f. 21. desember 1948, skóla- meistari Fjölbrautaskólans á Húsa- vík, kvæntur Bryndísi Guðlaugs- dóttur; Bjarni, f. 31. júU 1954, kenn- ari og tamningamaður á Laugar- vatni, sambýUskona hans er Mar- grét Hafliðadóttir; Þorbjörg, f. 26. nóvember 1955, sjúkraUði á Selfossi; ÞorkeU, f. 25. janúar 1957, tamninga- maður á Laugarvatni, sambýUs- kona hans er Sigríður Eiríksdóttir; Hreinn, f. 23. júlí 1959, íþróttakenn- ari og landsUðsmaður í körfubolta, kvæntur Auði Rafnsdóttur, og Gylfi, f. 24. maí 1961, kennari í Reykholts- skóla í Biskupstungum, sambýlis- kona hans er Anna María Óskars- dóttir. Systir Þorkels er Védís Bjarnadóttir, f. 16. október 1931, kennari á Húsavík, gift Vilhjálmi Pálssyni íþróttakennara. Foreldrar Þorkels voru Bjarni Bjarnason, skólastjóri ogalþingis- maður á Laugarvatni, og fyrri kona hans, Þorbjörg Þorkelsdóttir. Bjarni var sonur Bjama, b. á Búðarhóls- hjáleigu í Landeyjum, Guðmunds- sonar. Móðir Bjarna var Sigríður Guðnadóttir, systir ísleifs, langafa Ólafs ísleifssonar hagfræðings. Móðir Bjarna Bjarnasonar var Vig- dís ljósmóðir, systir Sigríðar, ömmu Braga fombókasala og Jóhönnu Kristjónsdóttur blaðamanns. Vigdís var dóttir Bergsteins, b. á Torfastöð- um í Fljótshlíð, Vigfússonar, b. á Grand í Skorradal, Gunnarssonar. Móðir Vigfúsar var Kristín Jóns- dóttir, b. á Vindási á Landi, Bjarna- sonar, b. á Víkingslæk, HaUdórsson- ar, ættfóður Víkingslækjarættar- innar. Móðir Bergsteins var Vigdís Auöunsdóttir, prests á StóruvöUum, Jónssonar, langafa Jóns, fóður Auð- ar Auðuns. Auðun var bróðir Arn- órs, langafa Hannibals Valdimars- sonar, föður Jóns Baldvins. Móðir Vigdísar var Kristín Þor- steinsdóttir, b. á Norður-Hvoli í Mýrdal, Magnússonar. Móðir Þor- steins var Sigríður Þorsteinsdóttir, systir Bjarna amtmanns, föður Steingríms Thorsteinssonar skálds. Bróðir Sigríðar var Þorsteinn, lang- afi Steinunnar, langömmu Jóhönnu Sigurðardóttur ráðherra. Móðir KristínarvarKristínHjartardóttir, • b. á Norður-HvoU, Loftssonar, bróð- ur Ólafs, langafa Ingigerðar, langömmu Páis, föður Þorsteins al- þingismanhs. Þorbjörg var dóttir Þorkels, tré- smiðs í Rvík, Hreinssonar, b. í Vatnskoti í Flóa, Þorkelssonar, b. á Ljótarstöðum í Landeyjum, Jóns- sonar. Móðir Þorkels var Guðný Þormóðsdóttir, systir Ólafs, afa Jóns Sigurðssonar frá Kaldaðar- nesi. Móðir Þorbjargar var Elín Magnúsdóttir, b. á Ljótarstöðum í Landeyjum, Björnssonar, bróður Þorvaldar á Þorvaldseyri. Þorkell tekur á móti gestum í Barnaskólanum á Laugarvatni á morgun, sunnudag, milli klukkan 15 og 18. Valdimar Thorarensen Valdimar Thorarensen, sjómaður og smiður, Gjögri III, Ámeshreppi í Strandasýslu, er áttatíu og fimm ára ídag. Valdimar fæddist að Gjögri og ólst þar upp. Hann stundaði sjómennsku með bræðrum sínum og föður á unglingsárunum en sótti svo sjó frá ísafirði. Hann var síðan á togurum frá Hafnarfirði og Reykjavík. Þegar Valdimar var ekki til sjós stundaði hann smíðar, m.a. á Djúpuvík. Hann hætti til sjós á stærri skipum í stríðslok en reri lengi eftir það á eigintrillu. Kona Valdimars var Hildur Páls- dóttir frá Kálfshamarsvík, f. 13.2. 1915, enhúnerlátin. Böm Valdimars og Hildar era Adolf Thorarensen, flugvallarstjóri á Gjögri, og Jóhanna Sigrún Thorar- ensen, húsmóðir á Gjögri. Valdimar á tvo albræður á lífi. Þeir era Axel Thorarensen, sjómað- ur og vitavörður á Gjögri, kvæntur Agnesi Gísladóttur, og Karl Thorar- ensen, jámsmíðameistari á Selfossi, kvæntur Regínu Thorarensen, fréttaritaraDV. Fjórar alsystur Valdimars eru all- ar látnar. Þær voru Olga Soffía, er átti Jón Sveinsson, kaupmann á Gjögri, Svava, Kamilla og Esther. Hálfsystkini Valdimars voru Jak- ob Thorarensen skáld, átti Borghildi Benediktsdóttur, og Jakobína Thor- arensen er áður var gift Guðjóni Brynjólfssyni en síðar Kristni Bene- diktssyni, kaupmanni á Hólmavík. Foreldrar Valdimars voru Jakob Jens Thorarensen, f. 24.10.1861, d. 5.10.1943, b. og vitavörður á Gjögri, og kona hans, Jóhanna Sigrún Guð- mundsdóttir frá Kjós, f. 4.2.1881, d. 12.1.1931. Jakob var sonur Jakobs Thorar- ensen, kaupmanns á Reykjarfirði, Þórarinssonar Thorarensen, versl- unarstjóra á Reykjarfirði, Stefáns- sonar, amtmanns á Möðravöllum í Hörgárdal, Þórarinssonar, sýslu- manns á Grand í Eyjafirði, Jónsson- ar, ættföður Thorarensenættarinn- ar. Móðir Jakobs kaupmanns var Katrín, systir Péturs amtmanns, föður Hannesar Hafsteins, skálds og ráðherra. Katrín var dóttir Jakobs Havsteen, kaupmanns á Hofsósi, Níelssonar, timbursmiðs við Hólm- inn í Kaupmannahöfn, Jakobsson- ar. MóðirKatrínarvarMaren Jó- . hannsdóttir Birch, beykis á Akur- eyri. Móðir Jakobs á Gjögri var Guðrún Óladóttir Viborg, b. í Ófeigsfirði, Jenssonar Olesen Viborg, beykis á Reykjarfirði frá Viborg á Jótlandi. Móöir Guðrúnar var Elísabet Guðmundsdóttir, b. á Hafnarhólmi, Guðmundssonar, og konu hans, El- ísabetar Magnúsdóttur, systur Guð- rúnar, langömmu Guðmundar, afa Alfred Jolson biskups. Guðrún var einnig móðir Jóhönnu, langömmu Sólveigar, móður Jóns Baldvins Hannibalssonar. Jóhanna var dóttir Guðmundar, b. í Kjós í Víkursveit, Pálssonar, b. á Kaldbak, Jónssonar, ættföður Pálsættarinnar. Móöir Guðmundar var Sigríður Magnúsdóttir, b. áHafnarhólmi, Jónssonar, og konu hans, Ingibjarg- ar Jónsdóttur „glóa“, galdramanns í Goðdal, Arnljótssonar, ættföður Glóaættarinnar. Móðir Jóhönnu var Guðríður Jónsdóttir, b. í Kjós, Þórólfssonar, b. á Óspakseyri í Bitru, Jóhannsson- ar, prests í Garpsdal, Þórólfssonar, b. áMúla í Skálmarnesi, Nikulás- sonar, bróður Guðrúnar, ömmu Eggerts Ólafssonar skálds. Móðir Guðríðar var Helga Hjálm- arsdóttir, b. í Kjós, Jónssonar, bróð- ur Einars, langafa Ragnheiðar, móður Snorra skálds og Torfa, fyrrv. tollstjóra og sáttasemjara Hjartarsona. Valdimar verður heima á afmæl- isdaginn. Elínborg Sigurðardóttir Þórdís Þorláksdóttir Þórdís Þorláksdóttir húsmóðir, Suðurgötu 68, Hafnarfirði, verður sextug á mánudaginn. Þórdís fæddist í Veiðileysu á Ströndum og ólst þar upp. Maður Þórdísar er Steindór Ara- son, f. á ísafirði, 1.5.1930, skipstjóri og sendibílstjóri, sonur Guðrúnar Ágústu Steindórsdóttur og Ara Hólmbergssonar Þórdís og Steindór eiga þrjú upp- komin börn. Foreldrar Þórdísar vora Þorlákur Guðbrandsson, b. í Veiðileysu á Ströndum, og kona hans Ólöf Sveinsdóttir. Þau hjónin Þórdís og Steindór taka á móti gestum sunnudaginn 21.5. nk. eftir klukkan 16.00 í JC- salnum í Glerborgarhúsinu, Dals- hrauni 5, Hafnarfirði. Elínborg Sigurðardóttir húsmóðir, Hólavangi 1, Hellu á Rangárvöllum, eráttræðídag. Elínborg fæddist á Skammbeins- stöðum í Holtahreppi og ólst þar upp í stórum systkinahópi. Elínborg giftist 20.5.1933 Bjarna Jóhannssyni sem ólst upp í Lunans- holti í Landsveit en foreldrar hans voru Jóhann Björnsson, verkamað- ur í Reykjavík, og Helga Tómas- dóttir. Ehnborg og Bjarni hófu búskap í Haga í Holtahreppi og bjuggu þau þar í fimm ár en fluttu 1938 að Ár- bakka í Landsveit þar sem þau bjuggu samfellt í fjörutíu og átta ár eða til ársins 1986 er þau fluttu að Hólavangi 1 á Hellu þar sem þau búa nú. Börn Elínborgar og Bjarna: Guð- ríður, f. 4.3.1934, verslunarmaður á Hellu, gift Arnþóri Ágústssyni, starfsmanni hjá Landgræðslunni, og eiga þau tvo syni; Jóhanna Helga, f. 23.5.1939, d. 25.2.1941; Jóhann, f. 18.4.1942, verktaki á Hellu, kvæntur Kristbjörgu Sigurjónsdóttur, hús- móður og starfsstúlku á Dvalar- heimilinu Lundi á Hellu, og eiga þau þrjú börn; Sigrún, f. 15.6.1944, kenn- ari á Hellu, gift Val Haraldssyni, deildarstjóra á skattstofunni á Hellu, og eiga þau þrjú börn; Pálmi, f. 26.11.1949, deildarstjóri hjá Sam- bandinu í Reykjavík, kvæntur Ólöfu Ásgrímsdóttur gjaldkera, og á Pálmi eittbarn. Elínborg átti sjö systkini og eru sexþeirraálífi. Foreldrar Elínborgar voru Sigurð- ur Jakobsson, b. á Skammbeins- stöðum, og kona hans, Guðríður Þorsteinsdóttir. Foreldrar Guðríðar voru Þor- steinn, b. í Holtsmúla á Landi, Þor- steinsson, b. þar, Jónssonar, og kona hans, Margrét, dóttir Runólfs, b. á Felli í Mýrdal, Runólfssonar, b. í Pétursey, Ólafssonar, og konu hans, Önnu Siguröardóttur, b. í Holti á Álftanesi, Nikulássonar. El- ínborg og Bjarni taka á móti gestum að Heiðvangi 10, Heflu, á afmælis- daginn. Ólafur Bertel Pálmason Ólafur Bertel Pálmason verkstjóri, Reynimel 88, Reykjavík, verður sex- tugurámorgun. ðlafur fæddist í Vestmannaeyjum og ólst þar upp. Hann byrjaði ungur til sjós og stundaði sjómennsku í fjölda ára en hóf síðan störf í Hamp- iðjunni 1959 þar sem hann starfaði til 1987. Þá hóf hann störf sem verk- stjóri hjá Fiskréttum hf. og starfar þar enn. Ólafur starfaði í trúnaðar- ráði Iðju um nokkurra ára skeið. Ólafur kvæntist 16.4.1960 Mörtu Sigurðardóttur, verkakonu og hús- móður, f. 4.8.1936, dóttur Sigurðar Jónssonar í Steinsbæ á Eyrarbakka, og Regínu Jakobsdóttur. Börn Ólafs og Mörtu eru Pálmar Sveinn Ólafsson, Regína Sigríður Ólafsdóttir og Hafdís Brandsdóttir. Foreldrar Ölafs eru bæði látin en þau voru Pálmi Kristinn Ingimund- arson og Sveinfríður Ágústa Guð- mundsdóttir. Til hamingju me ð afmælið 21. maí Gunnar Hallgrimsson, Dalbraut 18, Reykjavík. Hulda I. Guðmundsdóttir, Oddabraut 20, Þorlákshöfn. 85 ára Gunnar Björnsson, Langholtsvegi 186, Reykjavik. 50 ára 80 ára Mary Theresa Crawley, Óseyrarbraut 24, Þorlákshöfn. Ingibjörg Erla Jósefsdóttir, Bæjartúni 9, Kópavogi- Guðrún Þórðardóttir, Höfða, fíofshreppl Daniel Friðriksson, Suðurgötu 126, Akranesi. Anna Ólafsdóttir, Austurkoti, Hraungerðishreppi. 75 ára 40 ára Sigríður Breiðijörð, Kársnesbraut 56, Kópavogi. Þorsteinn S. Jónsson, Brakanda, Skriöuhreppi. Reynir Þór Friðþjófcson, Hæöarseh 20, Reykjavík. ' Maria Péturdóttir, , Marbakkabraut 10, Kópavogi. 70 ára Bjarni Jónasson, Hringbraut 56, Hafnarfirði. Jóhannes Jóhamtesson, Kannveig Eiðsdóttir, Borgarhóli, Svalharðsstrandarhreppi. Sigbjörn Magnússon, Árskóguxn 5, Egilsstööum. Greniteigi 11, Keflavík. Kristján Jóhannsson, Aftalstræti 63, Akureyri. Hólmfríöur A. Ingvarsdóttir. Kaplaskjólsvegi 62, Reykjavík. Tryggvi Tryggvason, Lækjarási 4, Garðabæ. Regina Guðjónsdóttir, 60 ára Jönína Guðbjörg Björnsdóttir. Yrsufelli 10, Reykjavlk. Efstasundi 84, Reykjavík. Einar Sigurbjörnsson, Skógum II, Vopnafirði. Guðbjörg Guðsteinsdóttir Guðbjörg Guðsteinsdóttir hús- freyja, Nesjavöllum í Grafnings- hreppi í Árnessýslu, er áttræð í dag. Guöbjörg fæddist að Kringlu í Grímsnesi og ólst upp í foreldra- húsum í Grímsnesinu og síðar í Maður Guðbjargar var Jón Sig- urðsson, b. að Nesjavöllum, f. 1909, d. 1976, sonur Sigurðar Jónssonar, hreppstjóraí Grafningi, oglngi- bjargar Þóru Jónsdóttur Guðbjörg og Jón hófu búskap að Litla-Hálsi í Grafningi 1935 en fluttu að Nesjavöllum 1937 og hefur Guö- björg búið þar síðan. Guðbjörg eignaðist átta börn og erusjöþeirraálífi. Foreldrar Guðbjargar voru Guð- steinn Jónsson, b. í Kringlu í Gríms- nesi og víðar, og Guðrún Bjarna- dóttir frá Herdísarvík. Guðbjörg tekur á móti gestum í Mötuneyti Nesjavalla eftir klukkan 17.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.