Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1989, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1989, Blaðsíða 21
LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1989. 21 Vísnaþáttur Hver er munur á þrám karla og kvenna? spurði Hannes Hafstein Ef vel ætti að vera þyrftu vísna- og kvæðaþáttastjórar að vera vel að sér í ævisögum þeirra sem þeir fjalla um, ekki síst þegar um er að ræða skáld eins og Hannes Hafstein, sem lifði örlagaríku einkalífi og var mikil- hæfur þjóðmálaskörungur eins og allir vita. Það hlýtur að skipta miklu máli Mort einstök kvæði hans eru ort á átakatímum, þegar meðvindur er eða hið gagnstæða. En Hannesar- bók var fyrst útgefln 1893, síöan 1916, aðrar útgáfur og úrvöl að honum látnum (f. 1861, d. 1922). Sögu hans í þremur bindum hefur Kristján Al- bertsson ritað, önnur útgáfa nýlega komin aukin. Fyrsta sýslumannsembætti Hann- esar Hafsteins var í Dalasýslu 1886, þá nýútskrifaður, sat á Staðarfelli. í bréfi til Matthíasar Jochumssonar er þessi vísa. Hér á Stað und státnu Felli staulast ég nú langan dag, lífsins ræfil ríf úr svelli, raula á milli stundum brag. Honum mun hafa þótt þetta líf við- brigði frá ævi sinni í Höfn en feginn þó að losna, prófeinkunnin var ekki há. En um það stríð hafði hann ort: Á litlum lærdómshesti ég legg í prófsins hyl. Þótt allt mig annað bresti, ég eitt á samt; ég vil. Þótt lítt sé lærdómsnesti í léttum viskumal, . ^ þá er þar bitinn besti, sá bitinn er: ég skal. áttinni og ekki get ég sagt um hvenær Hannes orti þær: Fimm stökur Eftirfarandi vísur eru sín úr hvorri Karlmanns þrá er, vitum vér, vefja svanna í fangi. Kvenmannsþráin einkum er: að hann til þess langi. Fegurð hrífur hugann meira, ef hjúpuð er, svo andann gruni ennþá fleira en augað sér. Að drepa sjálfan sig er synd gegn lífsins herra. Að lifa sjálfan sig er sjöfalt verra. Þegar sólin ljúfa lækkar og leggst við Ægis kaldan barminn, aftur máninn heiði hækkar og hlær á laun við skýjahvarminn. Fornkveðið sannleikssafn seint hér í landi þrotni. Heiður er hálft þitt nafn hálft leitt af sjálfum drottni. Þessa vísu mun skáldið hafa ort til Ragnheiðar konu sinnar. Vorvísur Heill þér ylur, heill þér ljós, heill þér vorsins andi. Heill til flalls og heill til sjós. Heili sé öllu landi. Blessað sértu, blessað vor, blessun öllum gefðu. Rek í fjörðu fiskamor, foldina gróðri vefðu. Eitt þó blessist allra mest æ með hverju vori. Drottins gjöfin drýgst og best: dugar með kjark og þori. Mismunandi tíma tekur það eftir atvikum að setja saman þessa þætti, Vísnaþáttur árstíðirnar geta sett á þá sitt mark og vorið átti að gefa þessu nokkurn svip. En sá Ijómi, sem því venjulega fylgir, hefur að mestu brugðist að þessu sinni. Við það bættist óvenju- mikil og jafnvel óvænt átök í þjóð- félaginu, svo vonbrigði með veður- farið verða þungbærari en ella. Þess vegna er eftirfarandi hugvekja: Verkfallsvopnið ofnotað? Hálfdapurlega verkar það á aldr- aða verkalýðssinna, sem hafa aö mestu með handafli unnið sig upp úr hinni undirokuðu stétt, að horfa á það að samtakamáttur alþýðunnar komi því launafólki helst að gagni sem þjóðin hefur stutt til menntunar með mestum tilkostnaði og að launa- réttlætisrök lágstéttanna geri emb- ættaliði kleift að klifra upp sam- keppnis- og sérhagsmunastiga bra- skaralýðs sem fyrir póhtíska þjón- ustu getur skammtað sér hærri laun en samtakastéttirnar. Ég held að það hafi aldrei komið eins berlega í ljós og í þeim átökum, sem átt hafa sér stað að þessu sinni, að skipulagi verkalýðshreyfmgar- innar er meir en lítið ábótavant. Átökin eru ekki lengur á milli at- vinnuveitenda, sem svo hafa lengi verið kallaðir, og þeirra sem verkin vinna. Hér eiga hlut að máh hið opin- bera og lærðir réttindamenn, mis- jafnlega skólagengnir og ráðnir til mismunandi þýðingarmikilla starfa. Auk þeirra allir hinir sem ekki hafa teljandi menntun til sinna starfa, ó- teljandi hópar sem hefð hefur skapað aðstöðu og verið skömmtuð laun af handahófi og eftirspurn. sem er breytileg eftir atvikum. Með hverju árinu sem líður verður þetta æ meiri og augsýnilegri hringavitleysa; til- viljanir og þó fyrst og fremst póli- tískar hræringar í landinu ráða gengi einstaklinga og stétta. Og langt mál væri að ræða þetta hér. En mér fannst að ég þyrfti aö víkja að þessum efnum hér í þættin- um. Ég ætlaði að láta eina eða tvær stökur duga. En þá vandaðist málið. Hljómur og efni varð annað en ég vildi og flest lenti í ruslakörfunni. Hér kemur sýnishorn. Fyrst orti ég um sjálfan mig: Ljóð skal kveikja ljós í geði, lífsfögnuðinn góöa styrkja. En þaö mun vekja Þórðargleði þegar ég sjálfur fer að yrkja. Og af hinum vísunum, um hið eig- inlega bardagaefni, er þessi sem dæmi, hvorki betri né verri en þær sem ég kastaði. Var það löngum, er svo enn, Edduþjóð mín kæra, á leið til grafar menntamenn margt hafa þurft aö læra. Hér var sem sagt enginn vettvang- ur til þess að gera þessum efnum skil og þótt ég þættist hafa meðal- mannsvit á vandanum átti það greinilega ekki fyrir mér að liggja að láta það til mín taka. Ég varpa aðeins fram að þessu sinni þeirri alvarlegu spurningu, sem brennur á fleiri vör- um en mínum: Er skipulag stéttabar- áttunnar orðið ein allsherjar hringa- vitleysa sem verður að fara að bylta og endurnýja? Hvítasunnumorgunn 1989 Heldur var ég framlágur þegar ég var aftur kominn í rúm mitt eftir venjuleg morgunverk á helgum degi með áreynsluverk fyrir brjósti, gam- all maður að fletta hvítasunnu- mogga. Enn var kominn snjór á jörðu og dimmt yfir þótt vera ætti bjartur dagur. Sæl eru þau lömb, hugsaði ég, sem enn eru ófædd, en sveitafólkið ekki öfundsvert né laxfiskar í kvíum, sem ekki fá matarskammt sinn sök- um hástéttarverkfallsins sem nú hef- ur ráðið ríkjum vikum saman þótt hér eigi þó að sitja að völdum svo- kölluð vinstri stjórn. Á meðan ég drakk kaffið mitt hnoðaði ég saman þessari vísu: Ó sál mín, sál mín, sárt er lífsins hokur. Sit ég við Moggans frosnu andaskarir. Hörð eru vorin, aðeins þurrð og okur. Ei htar geisli ský. Samt birtir fyrr en varir. Jón úr Vö ' G/obusa Lágmúla 5, sími 681555. Nú fer hver að verða síðastur að tryggja sér Citroén AX árgerð 1989 á tilboðsverði. Ódýrasta gerðin er uppseld, nokkrir bílar eru eftir af öðrum gerðum, allt að 72 þúsund króna afsláttur. Ódýrasta gerðin sem við eigum núna(AX11TRE) kostar aðeins Eigum einnig nokkra AXsportbíla á mjög góðu verði. Greiðslukjör við allra hæfi. Opið í dag kl. 1 - 5. Citroén AX hefur unnið hug og hjörtu eigenda sinna, jafnt á íslandi sem annars Skoðanakönnun Hagvangs sýnir að íslenskir kaupendur (93% aðspurðra) eru hæstánægðir með AX-inn sinn. Enda er hann bæði sprækur og sparneytinn fjölskyldubíll á verði sem erfitt er að keppa við. Og ekki spilljr franskt og freistandi útlitið. staðar. FALLEGUR OG FREISTANDI CITROÉN AX ÁRGERÐ1989 SUMARTILBOÐI!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.