Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1989, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1989, Blaðsíða 13
LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1989. 13 Uppáhalds matur ::. ;i :: vNv y* Málmfríður Sigurðardóttir alþingismaður býður lesendum upp á fiskgratín sem hægt laxi eða silungi. er að búa til með ýsu, DV-mynd Hanna Fiskgratín Málmfríðar Sigurðardóttur Málmfríður Sigurðardóttur, þing- kona Kvennalistans, er aldeilis ekki óvön að matreiða því lengi eldaði hún ofan í heilu vegavinnuflokkana. Nú hefur hún hins vegar söðlað um og lætur sig pólitíkina öllu máli skipta. Að minnsta kosti var nóg að gera hjá Málmfríði í vikunni við ýmiss konar nefndarstörf fyrir Al- þingi. Þrátt fyrir það gaf hún sér tíma til að setjast niður og finna uppskrift fyrir lesendur DV og það er fisk- gratín sem hefur orðið ofan á. Léttur og góður réttur sem öllum ætti að líka. Það sem þarf 4-500 g soðinn fiskur 60 g smjörlíki 60 g hveiti 2-3 dl mjólk 4 egg salt, pipar, múskat Aðferðin Hveiti og smjörlíki er hrært saman í potti, þynnt með mjólkinni. Sósan á að vera þykk og þarf því ef til vill ekki alla mjólkina. Þá er sósan kryd- duð og betra að hafa hana bragð- sterka. Sósan er síðan kæld og eggja- rauðurnar síðan hrærðar út í og loks eru fiksbitar settir í. Að lokum eru eggjahvíturnar stífþeyttar og þeim hrært gætilega samanvið. Rétturinn er settur í eldfast mót sem er vel smurt og stráð raspi. Einn- ig er raspi stráð ofan á. Ofninn er hitaður í 175 gráður og réttinum stungið inn og hann bakaður í 45 mínútur. Með gratíninu eru bomar fram soðnar kartöflur, hrært smjör og grænmetissalat. Að sögn Málmfríðar er einnig gott að nota silung eða lax í staðinn fyrir ýsu. Þá er gott að krydda sósuna með sinnepi, estragon eða graslauk - eða graslaukur er hrærður með smjöri sem borið er með réttinum. -ELA ENSKUSKÓLARí ENGLANDI Ef sótt er um strax eru enn möguleikar á að komast með 24. júní. Uppl. hjá Sölva Eysteinssyni, s. 14029. i/grslqnin sePir® Tökum í umboðssölutil dæmis. Húsgögn,I.jósritunarvélar,tölvur og annað þess háttar. Sem sagt allt fyrir skrifstofuna.j Sækjum á staðinn. 627763 KI.9.30-18.00 W§ BARNASKOLINN A SELFOSSI Staða skólastjóra við barnaskólann á Selfossi er laus til umsóknar Umsóknarfrestur er til 1. júní. Við barna- skólann á Selfossi vantar einnig íþróttakennara í heila stöðu og heimilisfræðikennara í hálfa stöðu. Upplýsingar gefur formaður skólanefndar, Sigríður Matthíasdóttir, Árvegi 4, Selfossi, í vinnusíma 98-21467 og heimasíma 98-22409. Umsóknir sendist til formanns skólanefndar. Skólanefnd Sandvíkurskólahverfis Æ\ KENNARA- HÁSKÓLI ÍSLANDS ALMENNT KENNARANAM TIL B.ED.-PRÓFS Umsóknarfrestur um þriggja ára llmennt kennara- nám við Kennaraháskóla Islands er til 5. júní. Um- sókn skal fylgja staðfest afrit af prófskírteinum. Um- sækjendur koma til viðtals dagana 8.-14. júní þar sem þeim verður gefinn kostur á að gera grein fyrir umsókn sinni. Inntökuskilyrði eru stúdentspróf eða önnur próf við lok framhaldsskólastigs, svo og náms- og starfsreynsla sem tryggir jafngildan undirbúning. Stúdentsefni frá í vor láti fylgja umsókninni stað- festingu frá viðkomandi framhaldsskóla um rétt þeirra til að þreyta lokapróf. Nánari upplýsingar ásamt umsóknareyðublöðum fást á skrifstofu skólans, Stakkahlíð, 105 Reykjavík, sími: 91 -688700. Rektor Æ\ KENNARA- HÁSKÓU ÍSLANDS NÁM í UPPELDISGREINUM FYRIR VERKMENNTAKENNARA Á FRAMHALDSSKÓLASTIGI Nám í uppeldis- og kennslufræðum til kennslurétt- inda fyrir list- og verkmenntakennara á framhalds- skólastigi hefst við Kennaraháskóla Islands haustið 1989. Umsækjendur skulu hafa lokið tilskildu námi í sér- grein sinni. Námið fullnægir ákvörðun laga nr. 48/1986 um lög- verndun á starfsheiti og starfsréttindum grunnskóla- kennara, framhaldsskólakennara og skólastjóra og samsvarar eins árs námi eða 30 einingum. Náminu verður skipt á tvö ár til að auðvelda þeim sem starfa við kennslu að stunda námið. Inntaka miðast við 30 nemendur. Námið hefst með námskeiði dagana 25. til 29. ágúst 1989 að báðum dögum meðtöldum og lýkur í júní 1991. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu Kenn- araháskóla íslands við Stakkahlíð. Umsóknarfrestur er til 9. júní 1989. Rektor

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.