Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1989, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1989, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1989. Popp Gömlu mennirnir á faraldsfæti vestra í sumar CARDCOLOUR Liðsmenn The Who hafa engar áætlanir uppi um plötuupptökur. Þeirra hljómleikaferð er eingöngu farin í tilefni aldarfjórðungs afmælis hljómsveit- Að minnsta kosti tvær fomfrægar hljómsveitir, sem gerðu garðinn frægan í kjölfar The Beatles á sjö- unda áratugnum, ætla aö fara í hljómleikaferðir í sumar og haust. Vitaskuld hljómsveitimar The Who og Rolling Stones. Nokkrar gamai- grónar til viðbótar munu hugsa sér til hreyfings vestra á næstu mánuð- um. Þremenningarnir sem eftir em í Who, Pete Townshend, Roger Dal- trey og John Entwhistle, ætla með sinni ferð að halda upp á að 25 ár eru liðin í ár síðan hljómsveitin var stofnuð. Ferð The Who hefst 27. júní í Radio City Music Hall í New York borg. Þar flytur hljómsveitin rokkó- peruna Tommy. Agóðinn af hljóm- leikunum rennur til einhverfra bama. Hljómsveitin áætlar jafnframt að flytja Tommy einu sinni til við- bótar í sumar. Á útihljómleikum í Los Angeles. Kenny Jones lék á trommur með The Who allt frá því að Keith Moon lést þar til hljómsveit- in hætti endanlega. Hann vill ekki taka þátt í að endurreisa hana. Simon PhiUips tekur sæti hans. Þá verður gamall kunningi, John „Rabbit“ Bundrick, fenginn til að leika á hljómborð og nokkrir blásarar verða með í ferðinni. Þá hefur Joe Walsh sem í eina tíð lék á gítar með Eagles verið orðaður sem gítarleikari í ferð- inni með Townshend. The Who send- ir ekki frá sér nýja plötu í tilefni af endurreisninni. Hins vegar kemur sólóplata Townshends, Iron Man, út síðla í júní. Þá hefur Daltrey hljóðrit- að fjögur lög fyrir „Mack The Knife“, kvikmyndaútgáfu Túskildingsóper- unnar. Plata með þeim lögum kemur út síðar á árinu. Hljómleikaferð The Who um Bandaríkin hefur verið skipulögð til fyrsta september. í haust er möguleiki á að hljómsveitin leiki í Evrópu. Ekkert hefur verið staðfest um þaö ennþá. Plata og ferð Liðsmenn Rolling Stones allir fimm hafa að undanfornu verið önnum kafnir við að hljóðrita nýja plötu á eynni Montserrat í Karabíska haf- inu. Vinnu við hana á að ljúka í næsta mánuði. Platan kemur síðan út í ágúst. Fjandvinirnir Mick Jagger og Keith Richards komu sér fyrir á eynni Barbados nú snemma vors og sömdu saman svo sem tólf lög. Hinir þrír, Ron Wood, Charhe Watts og Bih Wyman, slógust svo í hópinn og tóku nokkrar léttar æfingar áður en allur hópurinn flutti sig yfir th Montserrat og lagði undir sig Air hljóðverið þar. Hljómleikaferð Sto- nes hefst í haust. Sögusagnir eru uppi um að kanadískur tónleikahald- ari, Michael Cohl aö nafni, hafi tryggt Rollingunum 65 70 mihjónir dollara fyrir ferðina. Hvemig svo sem geng- ur. Talaö hefur verið um að Guns n’ Roses, INXS og Living Colour verði upphitunarhljómsveitir á ferð- inni. Svo langt er um hðið síðan Roh- ing Stones fóru síðast í hljómleika- ferð að vissast þykir aö bjóða yngstu tónleikagestunum upp á eitthvaö sem þeir kannast almennilega við! arinnar. Rolling Stones Ijúka plötu nú í sumar og ætla að stíga á stokk viða í kjölfar útkomu hennar. Af öðrum gamalgrónum sveitum sem sumar hverjar hafa legið alllengi í dvala má nefna Doobie Brothers, Jefferson Airplane, Allman Brothers Band með Gregg Állman og Dickey Betts innanborðs, Beach Boys og Chicago saman, America, The Kinks, Three Dog Night, The Jacksons, Monkees og Bee Gees. Þá verður Paul McCartney á ferðinni svo og Elton John, Billy Joel Diana Ross og Rod Stewart svo að nokkrir séu nefndir. Sykurmolarnir fá því harða samkeppni gamlingja á hljómleika- ferð sinni með New Order og PiL í sumar. ÁT Ríck Danko og Robbie Robertson i forgrunni ásamt liðsmönnum Blue Rodeo. Garth Hudson er fallnn á bakvið. Ný plata í smíðum með Robbie Robertson Robbie Robertson er byrjaður aö leggja drög að næstu sólóplötu sinni. Ekki seinna vænna. Sú fyrsta kom út áriö 1987 og fer nú senn aö teija8t gömul. Viö gerö síöustu plötu sinnar naut Robertson að- stoðar Daniels Lanois við upptöku- stjómina. Lanois er maðal annars þekktur fyrir að hafa átt viö takk- ana viö upptökur nokkurra platna U2. Nú verður annar viö sljóm- völinn, enginn annar en Steven Hague. Hann hefur meðal annars gert garðinn Crægan með OMD og Pubhc Iraage Limited. „Steve sótti það svo fast að fá starflö að ég gat ekki neitaö honum um það,“ segir Robbie Robertson. Gamla gítargoö- ið hefur fleiri járn f eldinum þessa dagana en næstu plötu sína. Hann er að vinna með kvikmyndaleik- stjóranum og gamla vininum Mart- in Scorsese aö verke&ú og er með 1 að skrifa bók með rithöfúndinura James Bruff. Þá má ekki gleyma því að Robbie Robertson tók iagiö meö gömlum félögum úr The Band á dögunum. Það gerðist á hátíð þar sem kanadísku Juno verðlaunin voru afhent. Þau samsvara Grammyverðlaununum í Banda- ríkjunum. Rick Danko og Garth Hudson mættu ásamt Robertson og saman léku þeir The Weight með dyggilegri aðstoð hijómsveitarinn- ar Blue Rodeo. Levon Helm komst ekki en sendi kveðju sína á mynd- bandi Fimmti Bandmaöurinn, Ric- hard Manuel, er látinn. Böm hans mættu hins vegar og dóttir hans mælti nokkur orð. Gömlu banda- mennimir höfðu gaman af því aö taka lagið saman að nýju en kátast- ir allra vom hðsmenn Blue Rodeo sem aldrei hafði dreymt um að fá aö spha með öðrum eins þjóðsagna- persónum og gömlu mönnunum úr The Band. David Bowie er genginn í hljómsveit Hljómsveitin Tin Machine; Hunt Sales, Tony Sales, Reeves Gabriels og David Bowie. Sveitin heitir Tin Machine og í henni em með Bowie þeir Reeves Gabriels gítarleikari og bræðumir Tony og Hunt Sales. Tony Spilar á bassa. Hunt á trommur. Bræðurnir unnu með David Bowie að plötunni Lust For Life með Iggy Popp fyrir rúmum áratug. „Það er gaman að vera farinn aö semja tónlist með öðmm að nýju,“ sagði David Bowie í blaðaviðtah fyrir nokkm. „Okkur langaöi einfaldlega til að semja þess háttar tónhst sem við höfum gam- an aö ahir fjórir." Fyrsta plata hljómsveitarinnar (og kannski sú síöasta líka) heitir eftir hljómsveit- inni, Tin Machine. Hún kemur út í þessum mánuði og er ef til vill þegar komin á markaðinn er þetta birtist. Reyndar hefði platan meö góðu móti getað orðið tvöfóld. Fjór- menningarnir í Tin Machine hljóð- rituðu um þrjátíu lög og völdu síð- an úr bunkanum. Enn hefur ekkert verið ákveðið um hljómleikahald. „Ef við sphum opinberlega ætlum við að halda okkur við htla hljóm- leikasah,” segir David Bowie. Ekk- ert efni af plötum Bowies frá síð- ustu tveimur áratugum verður á prógramminu. „Hljómsveitin okk- ar er ekkert annaö en tónlistin sem við höfum sett saman og hljóðritað. Það er engin ástæða fyrir Tin Mac- hine að spila neitt annað en sjálfa sig.“ Sykurmolunum spáð góðu gengi vestra Sú hljómleikaferð yngri tónlistar- manna um Bandaríkin sem beðið er með hvað mestri eftirvæntingu er ferð New Order, Pubhc Image Lim- ited og Sykurmolanna. Hljómsveit- irnar fara um í sumar og spila á tón- leikastöðum af mhlistærð sem taka um tuttugu þúsund gesti. Að sögn blaðamanns Rolhng Stone tímarits- ins á þessi ferð áreiðanlega eftir að ganga vel. Fyrst og fremst vegna þess að þeir sem sækja konserta með hljómsveitum eins og Sykurmolum, New Order og PiL hafa engan áhuga á hljómsveitum á borð við Stones og Who. Og í Rolling Stone kemur fram að ferðin leggist bara vel í John Ly- don, fyrrum Johnny Rotten, aðal- manninn í PiL. Honum þykir að vísu lítið til New Order koma en segist vera einlægur aðdáandi Bjarkar, söngkonu Sykurmolanna. Betra að hafa Johnny meö sér en á móti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.