Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1989, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1989, Blaðsíða 12
LAUGARDAGUR 15. JÚLf 1989. I ■ ' ' • c,f-■ ■■■ '• 1 Sælkerinn f Viðeyj arstofu Lítiö er um gamlar byggingar hér í Reykjavík og sárafá „gömul" veit- ingahús eru til. Það er þá helst Hótel Borg. Það var því mjög jákvætt þegar Torfan var endurbyggð og er mikil prýöi að þeim húsum. Viðey er í hugum allra Reykvík- inga „perla“ í Kollafirðinum. Bygg- ingar í Viðey hafa verið í hálfgerðri niðurníöslu undanfarin ár en nú hef- ur verið bsett myndarlega úr því og húsin lagfærð. Nú geta Reykvíkingar og aðrir landsmenn heimsótt Viðey, skoðað hina athyglisveröu náttúru, notið útsýnisins og þegið góðar veit- ingar. Já, Viðey er svo sannarlega algjör perla og örugglega ein fall- egasta eyjan hér við land og sögulega með þeim merkari. Búið hefur veriö í Viðey frá því á 10. öld. Árið 1226 var vígt munka- klaustur í Viðey en áður hafði verið reist þar kirkja. Byggingu Viðeyjar- stofu var lokið árið 1755 og var hún fyrsta steinhúsið sem reist var á ís- landi. Stofan er elsta hús á íslandi sem enn stendur í sinni upprunalegu mynd. Viðeyjarkirkja var vígð árið 1774 og er hún næstelsta kirkja landsins og geymir elstu uppruna- legu kirkjuinnréttingar sem til eru hér á landi. Það er margt að skoða í Viðey. Þar hafa fundist hreiöur 30 fuglategunda ogJ56 tegundir háplantna. f dag er í Viðeyjarstofu hinn ágæt- asti veitingastaður. Vart er hægt aö hugsa sé veitingastað í fallegra um- hverfi né sögufrægari stað. Eins og áður sagöi er það vel þess virði aö eyða dagstund í Viðey. Góðar sam- göngur eru við eyjuna úr Sundahöfn. Starfsfólk Viðeyjarstofu leggur sig allt fram við að veita góða þjónustu enda hlýtur þetta umhverfi aö hafa góð áhrif á þá sem þar starfa. Matseð- illinn er ekki beint frumlegur en þó traustur. Súpur og forréttir eru sex, fiskréttir eru fjórir, kjötréttir sex og eftirréttir þrír. Þá er boðið upp á „veislu Skúla fógeta“ sem er sex rétta samvalinn matseðili eða það besta hverju sinni. Matseðillinn er því ekki viöamikill. Matreiðslan er vand- virknisleg og virðist aðeins vera not- að úrvals hráefni. Kjötréttirnir eru áhugaverðari en fiskréttirnir. Mætti nefna glóöaða lambasteik „a la Pro- vencale" þ.e.a.s. með hvítlauk. „Há- vellubringur“ (svartfugl), - pönnu- steiktar í smjöri, frambornar í rjóma- lagaðri sósu með villtum sveppum og „Reyktar skelfiskfylltar grísa- lundir“. Ljómandi eftirréttur er súkkulaði „fondue“ með ferskum ávöxtum og heimalöguðum rjómaís. Að mati Sælkerasíðunnar er Við- eyjarstofa ekki beint ódýr staður en sé hins vegar miðaö við þjónustu, gæði hráefnis og verðlag á veitinga- stöðum í Reykjavík er verðið sann- gjarnt. Fallegt umhverfi, sögufrægur staður og góður matur gerir Viðeyj- arstofu að áhugaverðari veitinga- stöðum á landinu í dag. Veitingahús- ið í Viöeyjarstofu hefur ekki starfað lengi og því ekki auðvelt aó fella neina dóma en byrjunin lofar góðu. Furðulegar auglýsingar á lambakjöti Eitt hettta hráefni sem ég hef mutreitt úr er íslenskt Inmhukjöt. Nú er komid ú murkaöinn sérstaklepa vaiid úrvuls kjöt, sem skoriö hefur veriö niður eftir öllum kúnstarinnar reglum. Kjötið er fituminnu en annað lamhakjöt en samt holdmikid. 1‘epar þetta kjöt er fryst, liefur þaö nöeins hanjpð t atuttan tímu »vo að ef þú vilt fú þnö nllra hesta út úr því skaltu tuku það úr frysti 4—6 <löf(um áður en matreiðslan á því fer fram. Ef kieliskápurinn þinn heldur 2—3°C hitustip uð jufnuði, má geyma kjötið á þennun hútt í ullt uð 10 dugu. Ef skúpurinn hefur meðulhitustig, stytti tíminn. Kjöt sem / lafit er í krydd- f i lög, má uldrei f sulta úður ofi notið ekki krydilhlöndur sein innihulda sult. Sultið ilre^pir vökvannS. úr kjötinu. Sultið á meðan ú glóúunttrikingu stendur eðu á eftir. Ihlmar H. Jónssoa, Mairn/islushólanum okkur MARKAÐSNEFND Svona lítur þessi frægi bæklingur út. Hvernig væri að útgefendurnir sendu sauðfjárbændum þennan bækling? Það ætti að varpa Ijósi á þá staðreynd að stöðugt dregur úr neyslu lambakjöts hér á landi. Það á ekki af íslenskum bændum aö ganga. Vandræðarástand virðist' ríkjandi í flestum greinum land- búnaðar. Sauðfjárbændur hafa reynt eftir megni að kynna vörur sínar. Eitt er víst og það eru líklegast allir sammála um aö íslenska lambakjötiö er úrvals vara. Framleiðslufyrirtæk- in svokölluðu, þ.e.a.s. Afurðasalan og Sláturfélag Suðurlands, auglýsa töluvert sínar afurðir. Nýlega kom á markaðinn eöa átti aö koma sérstaklega vahð úrvals lambakjöt, fituminna en annað lambakjöt. Af þessu tilefni var bækl- ingi dreift í verslanir. Hann var í umslagi sem á var letraö „úrvals flokkur, besta fáanlega lambakjötið“. Þegar betur var að gáð kom í ljós bæklingur sem er skólabókardæmi um hvernig ekki á að, kynna hið ágæta lambakjöt fyrir landsmönn- um. Það skal samt tekið fram að uppskriftinar eru vel gerðar og áhugaverðar enda líklegast gerðar af góðum fagmanni. Það sorglega við þennan bækling er að þessar annars ágætu uppskriftir koma almenningi ekki að miklum notum. Bæklingur þessi er nefnilega þannig upp byggð- ur að í honum eru sjö uppskriftir, þ.e.a.s. ein uppskrift fyrir hvern dag vikunar. Hvað á svo fólkið í landinu að borða? Jú, á sunnudögum á þjóðin aö snæða lambahryggsneiðar með Dijon-sinnepssósu. A mánudögum er það kjötsúpa sem tekur væntanlega um 2 klukkutíma að sjóða. Á þriðju- dögum skal það vera lambakjöt með súrsætri sósu en í þann rétt þarf aö nota ein 15 mismunandi efni. Á mið- vikudögum eru það svo lambabóg- sneiðar að hætti Torino-búa. í þenn- an góða rétt þarf m.a. 1 dl af þurrum vermút. Á fimmtudögum er mælt með lærissneiðum á grillið en í kryddlöginn þarf '/» dl sætt sérrí og kjötið þarf að liggja í kryddleginum í 10 til 12 tíma. Á fóstudögum er aftur „grillaö" en þá glóðarsteikt kafíi- kryddaö lamb. í þann rétt þarf m.a. 1 dl Kahlua kafíilíkjör. Á laugardags- kvöldi er það svo fyllt lambalæri sem Sælkerinn Sigmar B. Hauksson tekur sennilega þrjá tíma að mat- reiöa. Eftir lestur þessa bæklings varð Sælkerasíðunni spurn: í hvaða veru- leika lifa þeir menn sem láta gefa út svona bækhng? Hvað margar fjöl- skyldur hér á landi eiga sætt sérrí, þurran vermút og kaffílíkjör á lager? Hvað margar fjölskyldur hafa tíma th að verja allt að þremur klukku- tímum á dag á virkum degi til að matreiða? Vitið þiö ekki, herrar mínir (varla hefur hin hagsýna húsmóðir komiö nálægt þessari bækhngagerð), að matarinnkaup hverrar fjölskyldu eru einn dýrasti útgjaldaliðurinn og þar reyna flestir að spara eins og unnt er, í þaö minnsta í miðri viku. Vitið þið ekki aö nú vinna yfirleitt bæði hjónin úti og lítill tími er til matargerðar á virkum dögum? íslenska auglýsingastofan hannar þennan bækling og virðist fyrirtækið ekki hafa getað upplýst útgefendur um raunverulega lífshætti fólks enda kannski ekki verið til þess ætlast né um það samið. í ágætum aöfaraorðum, sem Hilm- ar B. Jónsson skrifar, segir hann m.a.: „Þegar þetta kjöt er fryst hefur það aðeins hangið í stuttan tíma svo ef þú vilt fá það allra besta úr því skaltu taka þaö úr frysti 4-6 dögum áður en matreiðslan fer fram.“ Svo mörg voru þau orð. Til að fá fyrsta flokks vöru þarf að geyma kjötiö í allt að 6 daga í kæli- skáp. Hvernig væri nú að fara að selja alvöru úrvalskjöt, þ.e.a.s. láta kjötið hanga áður en það er sett á markað? Hverjir haldiö þið, lesendur góðir, að standi á bak við þessa útgáfu? Jú, Afurðasalan, Sláturfélag Suðurlands og Markaðsnefnd landbúnaðarins. Það á ekki af íslenskum bændum að ganga. Aö undanfómu hefur veriö hægt aö fá fersk jarðarber í verslunum. Yflrleitt eru jarðarber ekki mikið matreidd. Frakkar matreiöa þó jarðarber á ýmsa vegu, m.a. djúp- steikja þeir þau. Djúpsteikt jarðar- ber eru ótrúlega góð og það er alls ekki erfitt aö matreiöa þau. Hæfi- legur skammtur eru 6 væn ber á hvem mann. Fyrst eru berin hreinsuö og svo er búiö til deig sem í þarf: 2,5 dl hveiti 'A tsk. salt rifinn börkur af ■/» sítrónu 1 msk. hvítvín eöa sítrónusafi vatn Þessu er blandað saman óg vatni bætt í á meðan hrært er. Deigið á að vera svipaö aö þykkt og pönnu- kökudeig. Stifþeytið nú tvær eggja- hvítur og blandið þeim varlega samanviðdeigiö. Stingið prjónieöa gafíli í hvert jaröarber og þeim er síðan dýft í deigiö og svo i heita matarolíuna. Halda má beijunum heitum í ofni smástund.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.