Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1989, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1989, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 1989. Reynir að endurheimta kærustuna unnið að nýrri sjónvarpsmynd Unnið að lokaatriði myndarinnar. „Virkið" eða Grímsstaðir stendur tignar- legt. En ætli það hafi fallið eða ekki? Róbert Arnfinnsson leikur föður stúlkunnar en Ylfa Edelstein stúlkuna sem allt gengur út á. Hér reynir faðirinn að varna piltunum tveimur inngöngu. Dóttirin fylgist með. „Tveir ungir menn ákveða að fara út úr bænum um miðja nótt. Dauða- drukknir komast þeir í leigubíl og er ferðinni heitið á Grímsstaði í Borgarfirði. Ætlunin er að endur- heimta fyrrverandi sambýhskonu annars þeirra sem hefur flúið sam- búðina og dvelur á býh föður síns. Stúlkan hafði farið burt án nokkurra skýringa og er það vinur þess hrygg- brotna sem dregur hann með sér til að sækja hana.“ Þetta gæti verið lýsing úr raun- veruleikanum en um er að ræöa efni kvikmyndar sem tökur hafa nýverið farið fram á. Það er handritshöfund- ur og leikstjóri myndarinnar, Ás- grímur Sverrisson, sem lýsir efni myndarinnar. „Sagan fjallar svo um uppgjör á milli alls þessa fólks. Leikurinn æsist og spennan magnast en þetta er hörku „drama“. Myndin er gerð af kvikmyndafyrirtækinu Alvara í samvinnu við Thule-film og TV í Noregi og er ætluð fyrir sjónvarp.“ Myndatökur stóöu yfir í eina viku nú í byijun júlí. Hress og samstilltur 25 manna hópur hélt til Borgarfjarö- ar og vann dag og nótt. „Þetta var frábær hópur. Þeir sem tóku þátt í kvikmyndagerðinni eru flestir einstaklingar sem ég hef kynnst í gegnum starf mitt hjá Sjón- varpinu og gamhr félagar sem hafa verið að grúska í kvikmyndagerð í gegnum árin,“ segir Ásgrímur. „Það hafði geysisterk áhrif á okkur borg- arbömin, sem þama vomm, að upp- lifa náttúmna á þann hátt sem við gerðum. Við unnum allan sólar- hringinn en dagur og nótt rann næst- um saman.“ Ásgrímur er ungur að ámm, 24 ára gamall, en hefur verið á kafi í kvik- myndagerð í mörg ár. Fyrstu kvik- myndina gerði hann 13 ára gamah í Lækjarskóla í Hafnarfirði. Síðan hef- ur hann unnið við ýmiss konar aug- lýsinga- og myndbandagerð. Síðast- hðin tvö ár hefur Ásgrímur starfað hjá Sjónvarpinu við gerð sjónvarps- þátta. Af verkum hans fyrir sjónvarp má nefna Steinamir tala, heimildar- mynd um Guðjón Samúelsson, og er mörgum eflaust í fersku minni hressileg mynd sem hann geröi í samstarfi við Káta pilta. Þeir sem fara með aðalhlutverk í þessari nýju mynd Ásgríms, sem- hefur hlotið nafnið Virkið fellur, eru Ylfa Edelstein, Þormar Þorkelsson, Skúh Gautason og Róbert Amfinns- son. Myndin verður hálfrar stundar löng ogverður væntanlega tilbúin til sýningar um næstu áramót. -RóG. Það eru ýmsar aðferðirnar sem notaðar eru viö kvikmyndaupptökur. Hér er verið að taka upp upphafsatriði myndarinnar. Virkisfáni blasir við þegar komið er að bæjarstæðinu. Fána hefur verið komið upp þar sem áður var gömul mylla. Hér er leikið að táknum en fáninn er tákn virkisins. Skúli Gautason, næstur á myndinni, leikur vin þess hryggbrotna. Þormar Þorkelsson er náunginn sem vill endurheimta sambýliskonuna. Hér leggja þeir á ráöin um hvernig þeir eigi að ráðast til atlögu á bóndabæinn þar sem stúlkan dvelst hjá föður sínum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.