Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1989, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1989, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR’15. JÚLÍ 1989. Frjálst.óháÖ dagblaö Útgáfufélag: FRJÁUS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (1 )27022 - FAX: (1 )27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 900 kr. Verð í lausasölu virka daga 85 kr. - Helgarblað 100 kr. Ríkisstjórnin ergjaldþrota Tveir ráðherrar Alþýðuflokksins hafa nærri samtím- is lýst yfir, að gott sé, að ríkisstjórnin sé óvinsæl. Þeir héldu því opinberlega fram, að óvinsældir ríkisstjórnar- innar í skoðanakönnunum sýndu, að hún væri á réttri leið við sársaukafullar ráðstafanir og lækningar. Þeir virðast hafa heyrt um, að erlendis hafi risið upp mikhr þjóðarleiðtogar, sem hafi látið þjóðir sínar ganga gegnum hreinsunareld til að leggja grunn að nýrri fram- farasókn. Eitt nýjasta dæmið um þetta er forsætisráð- herra Bretlands, sem sífellt er að reyna að siða þjóðina. Þótt dæmi séu til um, að óvinsælar ráðstafanir gefist vel og að óvinsælar ríkisstjórnir reynist í ljósi sögunnar hafa staðið sig vel, er ekki þar með unnt að segja, að óvinsældir tryggi, að svo sé. Ríkisstjórnir geta líka ver- ið óvinsælar, af því að þær eru einfaldlega óhæfar. Ríkisstjórnin, sem nú situr, er óvinsæl, af því að hún er ófær um að valda hlutverki sínu. Hún er svo hræði- leg, að svita setur að fólki, þegar það fréttir, að ráð- herrarnir séu setztir við heilastormun á ÞingvöUum til að fmna upp á nýjum bjargráðum ofan á hin fyrri. í ríkisstjórninni sitja tveir hagfræðingar, hinir sömu ráðherrar og hafa lýst ánægju sinni yfir óvinsældum hennar. Samt hefur engin ríkisstjórn í þrjá áratugi ver- ið jafnlaus við hagfræðilega hugsun. Og greinilegt er, að hún hefur vonda ráðgjafa á hagfræðilegum sviðum. Hún hefur frá upphafi beitt einu ráði ótæpilega til að leysa öll vandamál á einfaldan hátt. Hún hefur grýtt peningum í þau. Hún byrjaði á milljörðum króna í at- vinnutryggingasjóð og hlutafjársjóð. Síðan keypti hún sér frið á vinnumarkaði fyrir nokkra mihjarða króna. Á milli hefur hún mátt vera að því að grýta milljörð- um í landbúnað umfram milljarðana á íjárlögum. Hún hefur grýtt fé í auknar útflutningsbætur og niðurgreiðsl- ur og er í þann veginn að grýta fé í loðdýrarækt. Hana dreymir um stórvirki í borun fjalla og skógrækt. Ef fjölskyldufaðir eða -móðir hagaði sér svona í íjár- málum, væri hann eða hún talin vitskert. Vinir og ætt- ingjar mundu flýta sér að reyna að ná fjárráðum af hinu gæfulausa fólki. En ríkisstjórnin fær að rótast eins og henni þóknast og jafnvel gorta af óvinsældunum. Ein afleiðinga stjórnarfarsins er, að útgjöld ríkisins fara sex milljarða króna fram úr fjárlögum á þessu ári. Að mestu leyti eru útgjöldin brot á stjórnarskránni, sem segir orðrétt, að „ekkert gjald má greiða af hendi nema heimild sé til þess í fjárlögum eða fjáraukalögum“. Að sjálfsögðu eru engir peningar til fyrir öllum þess- um stjórnarskrárbrotum. Þess vegna lætur ríkisstjórnin Seðlabankann prenta myndir á pappír og kallar pen- ingaseðla. Þessir seðlar eru ekki ávísun á nein verð- mæti, heldur útþynning á gjaldmiðli þjóðarinnar. Önnur afleiðing stjórnarfarsins er, að á bara þremur mánuðum hafa verið tekin erlend lán, sem nema 10 milljörðum umfram endurgreiðslur eldri lána. Á einu ári mundi sukk af slíku tagi hlaðast upp 1 40 milljarða, ef ekki fmnst leið til að stöðva brjálæðið. Þriðja afleiðing sfjórnarfarsins er, að ísland er farið að skera sig úr hópi þjóða, sem voru áður á svipuðu róh. Þetta eru lönd Efnahagsþróunarstofnunarinnar. í þeim öllum er aukinn hagvöxtur um þessar mundir, nema á íslandi, þar sem samdráttur ríkir og fer vaxandi. Þúsund Reykvíkingar hafa lýst sig gjaldþrota á fyrri hluta þessa árs. Tímabært er orðið, að ríkisstjórnin hætti að gorta af óvinsældunum og lýsi sig gjaldþrota. Jónas Kristjánsson Breittyfirágreining stjómarflokka í ísrael Samsteypustjórn stóru flokkanna í ísrael, Líkúdbandalagsins og Verkamannaflokksins, viröist ætla aö hjara þótt fáir teldu henni við bjargandi fyrir einni viku. Og lausnin er dæmigerð fyrir tví- skinnunginn sem frá upphafl hefur einkennt þetta stjórnarsamstarf höfuðkeppinautanna í ísraelskum stjórnmálum. Ráðherrar Líkúd ætla aö láta undan dragast að taka upp í ríkisstjórninni skilmála flokks síns fyrir kosningum meöal Palestínumanna á hernumdu svæðunum. í staðinn frestar Verkamannaflokkurinn um óá- kveðinn tíma miðstjórnarfundi um tillögu flokksforustunnar um stjórnarslit út af þessum skilmál- um. Jitshak Shamir, forsætisráð- herra og foringi Líkúd, fær nú úr- slitatækifæri til að sýna að hann sé sá stjórnmálarefur sem hann er sagður. Frá honum eru að forminu til komnar tiflögurnar um að Pa- lestínumenn kjósi sér fulltrúa til viðræðna við ísraelsstjórn um framtíð hernámssvæðanna. Og það var líka hann sem féllst á þá við- bótarskilmála keppinauta sinna í Líkúd sem gera í rauninni upphaf- legu tillöguna að engu. I vor lá Shamir undir þungum þrýstingi frá stjórn nýs forseta í Bandaríkjunum, að koma ekki í heimsókn til Washington án þess að hafa eitthvað nýtt fram að færa sem vakið gæti vonir um að enda mætti binda á uppreins Palestínu- manna á hemámssvæðunum og blóðsúthellingarnar sem henni fylgja. Varð það fangaráð Shamirs að gera að sinni tfllögu sem komin er upphaflega frá Jitshak Rabin landvarnaráðherra úr Verka- mannaflokknum. Eins og ísraelsstjóm gekk frá málum er tillagan á þá leið að Pal- estínumenn á Vesturbakkanum og Gazaræmunni gangi að kjörborði til að kjósa úr sínum hópi fulltrúa til viðræðna við ísraelsk stjórn- völd. Fyrsta verkefni þeirra við- ræðna verði að koma á takmark- aöri sjálfstjórn á hemámssvæðun- um og kosningum til hennar. Á eftir fari viðræður um „endanlega stöðu“ þessa lands. Ákvæðin eru almenn og óákveðin en segja má að þau séu' innan rammans sem settur var í sam- komulaginu um frið milli Egypta- lands og ísraels, kenndu við Óamp Erlend tídindi Magnús Torfi Ólafsson David. Reyndar greiddi Shamir á sínum tíma atkvæði á þingi gegn því verki Begins fyrirrennara síns. Tillögugerð Shamirs varð Banda- ríkjastjóm kærkomið tækifæri til að koma efnislegu innihaldi í við- ræðurnar sem upp voru teknar í fyrra við yfirstjórn Frelsissamtaka Palestínu í sárri óþökk ísraels- stjórnar, sér í lagi Líkúd. Eftir Washingtonferð Shamirs hefur færst líf í fundi Robert H. Pelletre- au, sendiherra Bandaríkjanna í Túnis, og nánustu samstarfsmanna Jassers Arafats í yfirstjórn PLO. Markmið Bandaríkjamanna er að sannfæra forustu samtakanna um að það sé í þágu málstaðar Palest- ínumanna að þau beiti áhrifum sín- um á hernámssvæðunum tfl að val á fulltrúum til viðræðna við ísra- elsstjórn fari þar fram. Jafnframt notaði James Baker, utanríkisráöherra Bandaríkjanna, tækifærið þegar hann ávarpaði gyðingasamtök í síðasta mánuði til aö minna skorinort á að ísraels- stjórn verði að leggja sitt af mörk- um eigi friðargerð að takast. Sér- staklega varaði hann við áfram- haldi á landnámi gyðinga á hernámssvæðunum og sló því föstu að ísrael yrði að viðurkenna lög- mæt réttindi íbúa þeirra. Hér er á feröinni hugmyndin um land fyrir frið sem lengi hefur ver- ið yfirlýst stefna Verkamanna- flokksins ísraelska. Hún felst í að hernámi verði aflétt að fengnum fullnægjandi friðarsáttmálum við Palestínumenn og arabaríki. Líkúdbandalagið er allt annars sinnis. Það gerir tilkall til yfirráða gyðinga yfir öllu því landi sem Mósebækur herma að Jahve hafi heitið ættfeðrunum í fymdinni. Til þess teljast ekki aöeins herteknu svæðin heldur einnig Jórdan. Shamir á sér einkum tvo harð- skeytta keppinauta um forustuna fyrir Líkúd, Ariel Sharon og Davíð Levy. Þeir notuðu sér nú rótgróna andúð í flokknum á að ljá máls á viðræðum um framtíö hernáms- svæðanna til að fá kallaðan saman miðstjórnarfund um málið. Fyrir fundinn þótti tvísýnt hvorum veita myndi betur, forsætisráðherranum eða fylgismönnum þeirra sem keppa um aö taka við flokksfor- ustunni af honum. Þegar á hólminn kom varð ekki úr að fylkingar skiptust. Shamir kvaðst fallast á kröfur þeirra Shar- ons og Levy um fjóra meginskil- mála fyrir að tillagan, sem hans eigin ríkisstjórn hafði afgreitt og hann síðan kynnt í Washington, verði að veruleika. Fyrsti skflmálinn er að íbúar Austur-Jerúsalem, þess hluta borg- arinnar sem Palestínumenn byggja, fái ekki að taka þátt í nein- um atkvæðagreiöslum landa sinna á hernumdu svæðunum. ísraels- stjórn þykist hafa innlimað Aust- ur-Jerúsalem og séu borgarbúar ísraelskir þegnar. Annað skilyrði er að engar kosn- ingar fari fram á hernumdu svæð- unum fyrr en Palestínumenn hafi með öllu látiö af intifada, uppreisn sinni gegn hernámsliðinu. Þetta er sama og að segja að aldrei verði kosið því yfirherstjórn ísraels hef- ur lýst yfir aö uppreisnin verði ekki kveðin niður með hervaldi, auk þess sem Palestínumenn gera sér vel ljóst að þrýstingurinn af henni er það sem sett hefur málefni þeirra á dagskrá fyrir alvöru. Þá áskilur Líkúd óskoraöan rétt gyðinga frá ísrael til landnáms á hernámssvæðunum og lýsir loks yfir að aldrei komi til greina að Israel láti af hendi nokkurn skika hertekins lands. Eftir þessa niöurstöðu-forustu- flokks ísraelsstjórnar ályktuðu for- ustumenn Verkamannaflokksins að leggja til við miðstjóm hans að slíta stjórnarsamstarfinu. Tals- menn PLO lýstu yfir að ekki yrði annað séð en að tihaun Banda- ríkjastjórnar til að koma á viöræð- um ísraelsstjórnar og fulltrúa Pal- estinumanna væri runnin út í sandinn. Talsmaður Bandaríkja- stjórnar sagði hins vegar að hún tæki aðeins mark á formlegri til- lögu ísraelsstjórnar sem stæði óbreytt. Inn í þessa atburöarás kom svo lát 14 manna þegar Palestínumað- ur úr ofsatrúarsamtökum setti langferðabíl út af vegi og niður í gfl á leiðinni frá Tel Aviv til Jerú- salem. Hafa þá 36 ísraelsmenn fall- ið frá því intifada hófst en 525 af Palestínumönnum samkvæmt tölum ísraelskra yfirvalda. Reiði almennings í ísrael yfir ör- yggisleysinu sem bíltilræðið ber vott um beinist gegn fomstumönn- um stjórnarflokkanna beggja. Þeir hafa því gert með sér þegjandi sam- komulag um aö láta ekki skerast í odda að svo stöddu út af sinni eigin tillögu. En í hlut Shamirs kemur að reyna að leysa stjórn sína úr klípunni. Shamir forsætisráðherra les af blöðum á miðstjórnarfundi Líkúdbanda- lagsins um leið og Sharon, höfuðfjandi hans í flokksforustunni, greiðir atkvæði að baki honum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.