Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1989, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1989, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 1989. Þriöjudaginn 4. júlí kom ég til fan- gaprests á skrifstofu hans. Ég þoröi ekki að hringja af ótta viö að þeir lfcgju á hleri. Og ég var ekki fyrr sestur en síminn glumdi. „Já, ég fann hann í viðtalsher- berginu i Síöumúla." „Þaö hefur enginn séð þennan miöa nema ég og Þórir Stephensen sem lét mig fá hann og var kallaður til 'nans...“ „Þú getur alveg treyst því, Arnar, að ég fer meö miðann sem trúnað- armál." Vá! Það er bara fíknó. Og það kókaínmálið! hugsaði ég. „Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ég hiröi eftir ykkur skjöl í viötals- herberginu í Síðumúla.“ Já, var það ekki! Sem sagt plagg er þeir skildu eftir á glámbekk. „En nú á ég hendur minar og æru að verja. Og afhendi ekki miðann nema í viðurvist Þorsteins A. Jóns- sonar í dómsmálaráðuneytinu." Það er ekkert annað! Týna leyni- gögnum um rannsókn sakamáls og verða að sækja þau í hendur fanga- prests, sem þeir saka um að hafa talaö á milli gæsluvarðhaldsfanga. Ég skal segja ykkur það! „Ég kem þá niður í ráðuneyti til hans Þorsteins." Samtali lokið. Klukkan er 13.50. Nú vildi svo unaðslega til að ég átti sjálfur smáerindi í dómsmála- ráðuneytið. Við fangaprestur urö- um samferða í þann herlega staö. Þorsteinn A. Jónsson heilsaði mér innvirðulega í ganginum enda hef- ur hann mætur á mér eins og aðrir góöir menn. Hvarf hann síðan með fangapresti. Margt er skrýtió í kókhausnum Sakadómur í ávana- og fíkniefna- málum úrskurðaði að séra Ólafur Jens Sigurðsson fangaprestur mætti ekki verða við samtalsbeiðn- um þriggja gæsluvarðhaldsfanga í kókaínmálinu. Sagt var að hann hefði borið upplýsingar á milli fanga. Átti þá ekki dómstóllinn að sanna ásakanir sínar? Ásgeir Frið- jónsson sakadómari segir í Morg- unblaðinu 1. júlí að dómurinn „fæh ekki í sér neina sakfellingu yfír prestinum af hálfu dómstólsins, heldur væri verið að vemda óbreytt ástand". Hvaö er að tama! Sálusorgari er „grunaður" um at- hæfi sem talið er svo alvarlegt að dómstóll meinar honum að gegna skyldum sínum. En það er ekki sakfelling! Bara nýjasta nýtt í rétt- læti, hvers tilbrigði eru í seinni tíð óútreiknanlegri en veörið. Hverjir eru nú sóðalegutu ærumorðin- gjarnir í landi voru? Eru það rithöf- undar og blaðamenn sem bera sannleikanum vitni? Og svo kemur rúsínana í pylsu- endanum. Þessi sömu séní og saka prestinn um trúnaðarbrot glata sjálfir mikilvægu skjali í rannsókn málsins og eru heppnir að það kom ekki á forsíðu DV eða New York Times. Og neyöast svo eins og sneyptir rakkar til að sækja leyni- plaggið í hendur klerks í votta við- urvist deildarstjórans i fangelsis- deild dómsmálaráðuneytisins. Og af öllum mönnum þurfti Sigurður Þór, músikgagnrýnandi með miklu meiru, endilega að standa þá að verki! Heyrði með sínum eigin tón- næmu eyrum er fangaprestur ræddi við skíthræddan Arnar Jensson, fulltrúa fíkiefnalögregl- unnar. Guð er húmoristi! Traust og vantraust Og nú ætti Sturla Þórðarson, deildarlögfræðingur Lögreglu- stjóra, að endurskoða viðhorf sín til þeirra sem hægt er að treysta og þeirra sem ekki er hægt að treysta: „Þessi prestur hefur verið úrskurðaður með dómi frá þessum gæsluvarðhaldsfóngum vegna þess að hann er talinn hafa brugðist því trúnaðartrausti sem talið er að slíkur maður verði að viðhafa," segir hinn fomi fræðaþulur á for- síðu Þjóðviljans 4. júlí. Þeir „telja“ margt hjá löggunni. Þeir „telja“ ekkert mál að eyðileggja æru manns með því að „telja“ að hann hafi gert rangt. En þeir „telja“ greinilega ekki neinu varða að Sigurður Þór Guðjónsson. sanna upp á hann sakir. Og um rétt fanganna til sálgæslu kveðst lögvitmngurinn „ekki geta sagt til um hvernig við yröi brugðist. - Það er þó ljóst að það verður að vera maður sem hægt er að treysta“. Fangaprestur á að þjóna fóngum en hvorki dómsyfirvöldum né lög- relgu. Og rekist hagsmunir fanga og yfirvalda á ber honum að sjálf- sögðu að verja rétt fanganna. Ef hann brygðist þeim, væri það sýnu verri yfirsjón en ef hann bryti lög eða reglur kerfisins. En það er engu líkara en Sturla Þórðarson telji að sá trúnaður, er presturinn eigi ða gæta, sé fyrst og fremst fylgispekt við yfirvöld. Fangaprestur sinnir ekki aðeins fóngum er inni sitja. Hann þjónar þeim ekki síður eftir að afplánun lýkur. Einnig gegnir hann dæmd- um mönnum sem eru á skilorði. Og aðstandendum afbrotamanna hvort sem þeir em inni eða úti. Ég hef þekkt hann lengi og rætt við hann meðal annars um málefni nokkurra einstaklinga. Séra Ólafur Jens hefur þó aldrei vikið einu orði að trúnaðarsamtölum sínum við þá. Og ég hef heyrt marga fanga og aðstandendur lýsa yfir fyllsta trausti til séra Ólafs Jens fanga- prests. Og það er trúnaðartraustið sem hér skiptir máh. Allir sem kynna sér óviöunandi málefni fanga á íslandi gera sér ljóst aö það leiðir af sjálfu sér aö fangapresti, sem kerfiö gæti treyst, gætu fangar og aðstandendur þeirra alls ekki treyst. Ekki heldur kristin kirkja sem nafn bæri með réttu. (Hún gleymdi reyndar að styrkja sinn þjón á tímum þreng- inganna.) Því betur sem fanga- prestur rækir skyldur sínar við guð í þágu fanganna, því verri verður hann auðvitað í augum fangelsis- yfirvalda. Þau ættu því enga ósk heitari en losa sig við hann. Þau dreymir um sérgóðan hugdeigan og guðlausan kerfisprest, er fyrst og fremst þóknaðist refsivaldinu í auðmýkt og hlýðni. Samsæri Þetta er kjarni málsins um sam- særi fíkniefnalögreglunnar gegn fangapresti. Hún vildi bola honum burtu af því að hann styrkir gæslu- varðhaldsfanga meira en góðu hófi gegnir til að þola andlegt álag. Hin raunverulega ástæða fyrir tilræð- inu við séra Ólaf Jens Sigurðsson er nefnilega allt önnur en látin var uppi. Mér vitaðist sem sé í draumi, en ég er ákaflega berdreyminn, að fangar í kókaínmálinu telja sig hafa verið beitta andlegum þvingunum til játninga við yfirheyrslur, enda rannsókn málsins sögð óvenju vönduð. Og Arnar Jensson í eigin persónu var æði gustmikill og ískyggilegur í þessari ljótu mar- tröð. En tilræðið við fangaprestinn mistókst. Ríkissaksóknari virti fíkniefnalögregluna ekki viðlits. En er málinu þar með lokið? Ber enginn ábyrgð á afglöpunum? Ábyrgð! Sem kynni að leiða til þess að Arnar og Ásgeir færu á Hraunið eins og hverjir aðrir smákrimmar til lyflæknanna sem breyttu þeim með dópi í hreina hálfvita! Ábyrgð!! Guð sé oss næstur! Um hana er betra að þegja um en segja um. En almenningur lærir sína holiu lexíu. Hann treystir aldrei framar lögreglumönnum, sem gæta ekki starfa sinna betur en svo, að æru- sviptir menn hirða eftir þá leyndar- málin í viðtalsherberginu eða kannski á kamrinum í Síðumúla. Við tökum ekki minnsta mark á svoleiðis labbakútum! Sigurður Þór Finnur þú fimm breytingai? 11 ©PIB COPENHAGEN Nú veit ég! Ég held honum á meðan þú sprautar! Nafn:......... Heimilisfang:. Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ljós að á myndinni til hægri hef- ur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á hægri mynd- inni og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimil- isfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sig- urvegara. 1. H.C.M. stereoferðatæki með tvöföldu segulbandi að verðmæti kr. 5.785,- 2. E.T.G. útvarpsklukka að verðmæti kr. 1.400,- Verðlaunin koma frá Sjón- varpsmiðstööinni hf., Síðu- múla 2, Reykjavík. Merkið umslagið með lausn- inni: Finnur þú fimm breytingar? 11 c/o DV, pósthólf 5380, 125 Reykjavík Sigurvegarar fyrir níundu getraun reyndust vera: 1) Bryndís Dyrving, Gíslholti, Holtum, 851 Hella. 2) Þóra Guðný Sigurð- ardóttir, Áshömrum 3f, 900 Vest- mannaeyjar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.