Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1989, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1989, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 1989. Veiðivon Veiðin í Laxá í Kjós hefur verið góð síóustu daga og á myndinni rennir Gunnar Gunnarsson fyrir laxa í Kvíslarfossinum, en þeir tóku ekki. DV-mynd G.Bender Það er ekki aldurinn heldur áhuginn í veiðinni: Ungi veiðimaðurinn veiddi 6 punda bleikju Silungsveiði getur verið skemmti- leg og veiðin oft ágæt, þó heldur mætti nú silungurinn vera stærri í vötnum landsins. En silungamir eru MitmmiiimmvmfmiKW Steingrímur Hermannsson forsætis- ráðherra hefur farið í nokkrar veiði- ár til veiða þaö sem af er sumri eins og Norðurá, Laxá í Kjós og Haffjarð- ará. Steingrímur hefur fengið nokkra laxa og hér er hann við Laxfossinn í Kjósinni. DV-mynd JAK til stórir og þeir taka stundum agn veiðimanna. Tveir feðgar voru fyrir skömmu við veiðar í Elliðavatni og veiðin var treg. Sá eldri og reyndari var meö fluguna og bað þann yngri að vera ekki fyrir, hann yrði að gefa eftir stórt svæði. „Farðu inn með víkinni og reyndu þar, silungurinn gæti tek- ið þar,“ sagði sá eldri og sá yngri fór eftir öllum fyrirmælum. Enda var hann ungur að aldri og hafði ekki veitt nema tvo smásilunga um ævina á maðk og flotholt. Vinurinn fer inn í víkina og rennir en eriginn silungur bítur en sá eldri kastar ýmsum flug- um en ekkert gengur. Tíminn líður og sá yngri fær nokk- ur högg en silungurinn festist ekki á. Hann hefur fært sig nær þeim eldri og allt í einu fær sá yngri feikna- högg, silungur hefur tekið. Þetta var engin smásilungur, stórfiskur á Ell- iðavatnsmælikvarða. Hann kallar á fóður sinn og spyr hvað hann eigi að gera, faðir hans segir honum að þreyta fiskinn. En ungi veiðimaður- inn var ekkert að hika, heldur setti stöngina á öxlina óg hljóp með fisk- inn í land. Og þar var hann rotaður og plastaður, 6 punda bleikja. Veiði- mennimir skiptu um veiðistað skömmu seinna, en þessi feikna faU- egi silungur var sá eini sem veiddist þennan daginn. Næst var ungi veiði- maöurinn skilinn eftir heima en sá eldri veiddi ekki neitt. G.Bender Veiðin er ekki bara iax og silungur, hér hefur þorski verið landað á bryggj- unni á Grenivík. DV-mynd SK Gunnar Magnússon við veiði úr ármótum Austurár og Núpár í Miöfirði fyr- ir skömmu. DV-mynd Eyjólfur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.