Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1989, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1989, Blaðsíða 29
LAUGARDAGUR 15. JÚLl 1989. Knattspyma unglinga Þetta er hinn glæsiiegi hópur sem dvaldi að Laugarvatni. Hinir Ijósklæddu eru strákarnir sem sóttu skólann að þessu sinni. Þeir dökkklæddu til hægri eru núverandi drengjalandshðsmenn og eiga þeir ærið verkefni fyrir höndum þar sem er sterkt mót í Ungverjalandi í lok mánaðarins og í beinu framhaldi af því er þátttaka í Norðurlandamótinu. í haust biður þeirra síðan Evrópukeppnin. - Það var samdóma álit allra þeirra pilta, sem unglingasiða DV tók tali, að dvölin að Laugarvatni væri meiriháttar viðburður sem þeir myndu seint gleyma. Fleiri myndir frá knattspyrnuskó- lanum verða að bíða betri tíma. DV-mynd Hson Knattspymuskóli KSÍ á sér enga hliðstæðu í íslensku íþróttastarfi Þegar unglingasíða DV kom við á Laugarvatni sl. sunnudag var þar heldur betur líf í tuskunum því knattspyrnuskóli KSÍ var kominn á fullt skrið, fjórða árið í röð, og hefur hann staðið yíir í viku ár hvert. Skólastjóri frá upphafi hefur verið Lárus Loftsson, unghngaþjálfari KSÍ, og hefur hann sinnt því starfi af elju- semi og miklum dugnaði. Þau ung- menni sem sækja skólann hveiju sinni koma til með að skipa drengja- landsliðið árið eftir. Hér er því um að ræða hóp drengja sem eiga eftir að verða mjög áberandi í íslenskri knattspymu á komandi áram. í skólanum er þeim veittur ýmis fróðleikur, ekki bara hvernig á að sparka bolta, því teknir eru fyrir aðrir þættir sem skipta afar miklu máli, svo sem hegðun leikmanna, hvernig forðast eigi meiðsli, dóm- gæsla, mataræði og síðast en ekki síst að ástunda heilbrigt líferni. Allt þetta og meira til var námsefni skól- ans aö þessu sinni. Drengjalandsliðið 1989, strákar sem sóttu skólann í fyrra, komu í heimsókn og dvöldu tvo fyrstu dagana. Óhætt er að fullyrða að hið mark- vissa uppeldisstarf afreksmanna, sem skóhnn sinnir, eigi sér fáar ef nokkra hhðstæðu í íslensku íþrótta- starfi. Næg verkefni fyrir drengjaiandsliðið Sveinn Sveinsson, formaður drengjaiandshðsnefndar, sagði í við- tali við unghngasíðu DV að næg verkefni væru framundan hjá dren- gjalandsliðinu, U-16 ára. „Það verð- ur farið í keppnisferð til Ungverja- lands 23.-31. þ.m. og spilað í afar sterku móti. Eftir það verður haldið beint á Norðurlandamótið og hefur Þórði Lárussyni, unglingaþjálfara hjá Stjörnunni, verið boðið með vegna áhuga hans á starfinu. Þetta er nýjung og verður sá háttur hafður á í framtíðinni að einhveijum áhuga- sömum þjálfara verður boðið með í shka ferð. Þessi tvö mót ættu að verða góð æfing fyrir Evrópukeppnina í haust. Drengjalandshðið nú er skipað hæf- um einstakhngum sem ahtaf reyna sitt besta og gerum við okkur góðar vonir um frammistöðu þeirra. En eins og ég sagði er stílað inn á að strákamir verði í sínu besta formi í haust þegar alvöruleikirnir verða í Evrópukeppninni. U—18 ára liðið til ísrael Minna verður um að vera hjá ungl- ingalandsliðinu (U-18). Þó er ákveðið að það taki þátt í sterku móti í ísrael úm áramótin en þangað hefur okkur verið boðið áður og gengið bara vel. Það er þó afar slæmt að 18 ára liðið skuh ekki vera með í Evrópukeppn- inni í ár. En það stendur vonandi til bóta. Uppbyggingarstarfið verður helst aö vera í fullum gangi á öhum vígstöðvum ef við ætlum að standa okkur sómasamlega gegn erlendum stórliðum í framtíðinni. Knatt- spyrnuskóhnn og allt starfið í kring- um unghngalandshðin er að sjálf- sögðu undirstaða þeirrar uppbygg- ingar,“ sagði Sveinn að lokum. 11 leiðbeinendur Ahs voru leiðbeinendur 11 í skólan- um að þessu sinni. Við þjálfun voru þeir Lárus Loftsson, sem var alla dagana, en eftirtaldir þjálfarar skiptu með sér vikunni Lárusi th aðstoðar: Þórður Lárusson, Sigurður Helgason, Ásgeir Ehasson, Gylfi Þ. Gíslason, Ath Helgason og Pólverj- inn Gregor Bilotowitzh, sem verið hefur unglingaþjálfari í Vestmanna- eyjum undanfarin ár, sá um þjálfun markvarða. Grímur Sæmundsen læknir ræddi um meiðsli og forvarn- arstarf en Jón Gíslason næringar- fræðingur talaði við drengina um hollustu í mataræði. Auk þess fræddi Sveinn Sveinsson knattspyrnudóm- ari strákana um málefni sem varða dómgæslu. Hson Lárus Guðmundsson er leikmaður með 4. fl. Hauka frá Hafnarfirði. Hann er fyrsti Haukapilturinn sem sækir Knattspyrnuskólann frá því starfsemi hans hófst. Þetta er óneit- anlega mikill heiður, bæði fyrir drenginn og hans félag. Lárus er ákaflega leikinn og snarpur leik- maður, svo valið kemur ekki á óvart. í stuttu spjalli við DV sagði hann að þetta væri alveg stórkostlegt. „Að fá tækifæri til að vera innan um alla þessa góðu stráka er mjög lær- dómsríkt, og svo kynnist maður svo mörgum. Ég lit hlutina allt öðrum augum eftir veruna í skólanum, það er alveg klárt. Svo ég taki sem dæmi, þá er mataræði ekki atriði, sem maður hefur velt mikið fyrir sér til þessa,“ sagði hinn geðþekki Haukapiitur. DV-mynd Hson Hér eru þrir knáir piltar utan af landi sem valdir voru í Knattspyrnuskólann. Frá vinstri: Sigurbjörn Hreiöarsson frá Dalvík og er þetta i fyrsta skipti sem drengur sækir skólann úr því byggðarlagi, Daði Pálsson og Ingvi Borg- þórsson, báðir frá Tý, Vestmannaeyjum. Það var samdóma álit þessara pilta að veran að Laugarvatni væri hreint út sagt stórkostleg. Rigningarsuddi var þó þessa stundina og völlurinn mjög blautur svo brugðið var á það ráð að setja í gang innanhússmót milli herbergja. Eftir tvísýna og harða keppni sigruðu strákarnir í herbergi númer 8. DV-mynd Hson Eftirtaldir drengir spyrnuskóla KSÍ 1989: Brynjólfur Sveinsson, KA Karl Ólafsson, KA Helgi Arason, KA Ómar Kristjánsson, Þór. Ak., Sigurbjöm Hreiðarsson, Dalvík Hrafnkell Kristjánsson, FH Guðmundur Karlsson, FH Jón G. Gunnarsson, FH Erlendur Ástgeirsson, Selfossi Guðjón Jóhannsson, IBK Sverrir Þ. Sverrisson, ÍBK Atli Knútsson, KR Örvar Ólafsson, KR Eiríkur Valdimarsson, KR Þorsteinn Bogason, KR Ásmundur Haraldsson, KR Daði Haiþórsson, Fram Kristinn Hafliðason, Víkingi Kjartan Hjálmarsson, Val Hilmar Ramos, Val Álfgeir Kristjánsson, Val Einar Magnússon, Val Ólafur Brynjólfsson, Val Guðmundur Brynjólfsson, Val Lárus Guðmundsson, Haukum Daöi Pálsson, Tý Yngvi Borgþórsson, Tý Árni G. Ámason, ÍA Alfreð Karlsson, ÍA Amar Geir Magnússon, ÍA Rögnvaldur Johnson, Stjörnunni Bjarki Stefánsson, ÍR 32 nemendur sóttu Knatt- Drengjalandsliðið 1989 16 manna hópurinn: Friðrik Þorsteinsson, Fram Viðar Guðmundsson, Fram Sturlaugur Haraldsson, ÍA Pálmi Haraldsson, ÍA Kristinn Lárusson, Stjömunni Matthías Ásgeirsson, Stjömunni Rúnar Sigmundsson, Stjömunni Óskar H. Þorvaldsson, KR Flóki Halldórsson, KR Davíð Þór Hahgrímsson, Tý Rútur Snorrason, Tý Þór Sigmundsson, Selfossi Hákon Sverrisson, UBK Guðmundur Benediktsson, Þór, Ak. Eggert Sigmundsson, KA Þórður Guðjónsson, KA Drengjalandshðsnefnd skipa þeir Sveinn Sveinsson form. og Helgi Þorvaldsson. Æskulýðsnefnd KSÍ Ragnar •Marinósson form., Sveinn Sveinsson og Gylfi Orrason.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.