Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1990, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1990, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 1990. Viðtalið Pólifík og útivist Nafn: Gestur Geírsson Starf: Framkvæmdastjóri landsmóts skáta Aldur: 23 ára Landsmót skáta stendur nú yfir að Úlfljótsvatni. Annar tveggja framkvæmdastjóra mótsins er Gestur Geirsson. „Þetta hefur gengið vel það sem af er. Veðrið hefur verið mjög gott og nú þurf- um við að glíma við nýtt vanda- mál sem er rykið. Búið var að gera ráðstafanxr til aö fá lánuð lyftarabretti ef allt færi á flot en eíns og útlitiö er þurfum við ekki að hafa áhyggjur af vætu,“ sagði Gestur. „Undirbúningur hefur staöið lengi en mótsstjórn kom fyrst saman íyrir 2 árum. Ég er ráðinn frá áramótum og hef verið á fullu síðan en margir hafa lagt hönd á plóginn. Við búumst við á þriðja þúsund gestum þegar mest verður í lok vikunnar. Auk íslendinga koma um 350 skátar erlendis frá, lengst að frá Ástralíu." Aurasálfræði Gestur hefur búið i Garðabæ mestan hluta ævinnar. Hann stundaði nám þar og lauk stúd- entsprófi frá Fjölbrautaskólan- um í Garöabæ. Síðan hefur Gest- ur komiö víða við, unnið við verslunarstörf, á_ skíðasvæði og stundað nám í HÍ. „Ég komst að því að hagfræðin í HÍ var ekki eins og ég haföi búist við og hætti eftir ár. Ég stefni á eitthvert nám og liklega verður það aurasálfræði, hvort sem það verður hagfræði eða við- skiptafræöi. Áhugamál mín tengjast útivist. Ég er haldinn svokallaðri veiði- dellu en í sumar hefur lítill tími gefist til veiða. Svo hef ég starfaö meö skátunum frá 7 ára aldri. 16 ára byijaöi ég í Hjálparsveit skáta í Garðabæ. Starf með hjálpar- sveitinni sameinar áhugamálin og svo fylgir þessu oft mikil spenna og maður er alltaf að prófa eitthvað nýtt.“ Gestur hefur aðeins komiö ná- lægt stjórnmálum og tvisvar hef- ur hann verið á lista Alþýðu- flokksins í Garðabæ fyrir bæjar- stjómarkosningar. „Thninn sker úr um hvað langt ég fer í stjóm- málum. Það tíðkast ekki að gefa stórar yíirlýsingar um það.“ Gestur hefur setið i íþrótta- og tómstundaráði í Garðabæ og kveðst hafa kynnst annarri hlið mála þar. „Ég hef ferðast þónokkuð um landið og séð stóran hluta þess, bæði hringveginn og hálendið. Hjálparsveitinni fylgja mikil ferðalög en ég er búinn að vera varaformaður Hjálparsveitar skáta í Garðabæ í 4 ár. Líklega fer ég í viku veiðiferð um landið raeð félögum mínum seinna í sumar. Við stefnum að þvi að fara vítt og breitt um landíð og veiða hér og þar. Ég á mér engan uppáhaldsveiðistaö en finnst alltaf gaman aö veiöa í Veiðivötnum á Arnarvatnsheiöi og í Elliðavatni,“ sagði Gestur að lokum. Gestur er ógiftur og barnlaus. -hmó • ••••••••• • •••••«••• • •••«•»••• m m m m m m m E1 ■UROCAK3 4 mánaða raðgreiðslur 25% VERÐLÆKKUN FJALLAHJÓL DRENGJA 9-12ÁRA (24 TOMMA). ÖTSÖLUYERÐ FRÁ KR. 23.100 10 GÍRA HJÓL. ÚTSÖLUVERÐ FRÁ KR. 21.900 3 GÍRA KVENHJÓL MEÐ FÓTBREMSU. ÚTSÖLUVERÐ FRÁ KR. 24.200 JOFUR HF ÞEGAR ÞÚ KAUPIR HJÓL NÝBÝLAVEGI 2 • SÍMI 42600 • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • # • • • • • « • • • • • • • • • • * • • • • m • « • • » • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • 9 • • • • • • • • • « • • • • « • « • • « • • • • • • • » • • • ••••••• •••••••••••••••••••• • •••••••••••••-••••••• ••••••••••• • ••«•••••••-•« « ••••••••••••«•••• • «•••«•••••»• •«•••••••••#••••••« EkTA-ISC VCR 8025 HQ MYNDBANDSTAKl Á ÓTRÚLEGA LÁGU VERÐI Vegna sérstakra samninga við ELTA í Vestur-Þýskalandi getum við stoltir boðið takmarkað magn ELTA-ESC 8025 HQ myndbandstæki ,,á ótrúlega lágu verði“. • Þráðlaus fjarstýring • 14 daga upptökuminni • HQ hágæða mynd (High Quality VHS) • Hæg-spilun (Slow motion) • Sjálfvirk endurspilun • Kyrrmynd • Mjög hljóðlátt VERÐ AÐEINS hr. 27.9S0,- stgr. BLÁFELL E ■UROCAAO Faxafeni 12. sími 670420 MAGEN'

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.