Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1990, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1990, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 5.! JÚLl 1990. 9 Utlönd Leiötogar hinna sextán aðildarríkja NATO, sem hefja tveggja daga fund sinn í London í dag, munu fjalla um nýjar tillögur Bandarikjaforseta sem lagðar voru fram i síðustu viku. Simamynd Reuter Fundur Atlantshafsbandalagsins hefst í dag: Framtíð NATO efst á baugi Leiðtogar aðOdarríkja NATO, Atl- antshafsbandalagins, heíja í dag einn mikilvægasta fund sinn frá stofnun bandalagsins. Leiðtogamir sextán eru staðráðnir í aö sýna stjómvöld- um í Moskvu að í augum Vestur- landa er kalda stríðinu að fullu lokið og að aðild sameinaös Þýskalands ógni ekki öryggishagsmunum Sovét- manna. Þá vilja þeir einnig sýna löndum sínum að°bandalagið hafi enn viðamiklu hlutverki að gegna á alþjóðavettvangi. NATO stendur á krossgötum í dag. Nú, í fyrsta sinn frá stofnun banda- lagsins árið 1949, munu leiðtogamir ræða um viðamikla uppstokkun og breytingar á stefnu bandalagsins, störfum þess og markmiðum í kjölfar þeirrar miklu lýðræðisbylgju sem flætt hefur yfir austanverða Evrópu og þeirra breytinga sem átt hafa sér stað í Sovétríkjunum. Á fundinum munu aðildarríkin leita leiða til að draga úr hemaðar- legu mikilvægi bandalagsins og auka við póhtískt hlutverk þess og mark- mið. Varnarstefna bandalagsins verður tekin til endurskoðunar og nýjar tillögur Bandaríkjanna verða ræddar. Þessar tillögur, sem Banda- ríkjaforseti lagði fram í síðustu viku, gera ráð fyrir aö kjamahleðslur í stórskotaliðsvopnum bandaríska hersins í Vestur-Evrópu verði fjar- lægðar. Það þýðir í raun brottflutn- ing helmings kjamorkuvopna bandalagsins í vesturhluta álfunnar. Þá er einnig gert ráð fyrir breytingu á orðalagi kjamorkustefnu banda- lagsins í þá veru að kjamorkuvopn- um verði ekki beitt fyrr en í síðustu lög. Verði þessar tillögur samþykktar munu þær hafa í för með sér breyt- ingu á þeirri hemaðarstefnu sem bandalagið hefur fylgt síöustu ára- tugi. Þá segja embættismenn NATO að þær gætu einnig haft mikið að segja í viðræðunni um hernaðarlega stöðu sameinaðs Þýskalands til að draga úr ótta Sovétmanna við aðild sameinaðra þjóða Þýskalands að NATO. Sovétmenn hafa ítrekað lýst yfir andstöðu sinni við aðild samein- aðs Þýskalands að NATO og er það nú ein helsta hindran í vegi samein- ingar. Þá verður framtíðarskipan örygg- ismála í Evrópu einnig ofarlega á baugi á fundi leiðtoganna. Fastlega er búist við að þeir ákveði leiðir til að styrkja RÖSE, ráðstefnu um sam- vinnu og öryggi í Evrópu, en í henni eiga sæti öll ríki Evrópu, að Albaníu undanskilinni, auk Bandaríkjanna og Kanada. Sovétríkin hafa sagst hlynnt því að RÖSE verði grundvöll- ur samevrópskrar öryggisstofnunar sem myndi koma í staðinn fyrir bæði hemaðarbandalögin, NATO og Var- sjárbandalagið. Ólíklegt er talið að á þessum fundi verði rætt um hugsanlega efnahags- lega aðstoð við Sovétríkin þar sem NATO-ríkin ræða sárasjaldan um efnahagsleg málefni á fundum sín- um. Deilan um aðstoð við Sovétríkin, sem hefur skipt þjóðum hins vest- ræna heims í tvær fylkingar, verður hins vegar án efa til umræðu á fyrir- huguðum fundi sjö helstu iðnríkja heims sem hefst í Bandaríkjunum í næstu viku. Reuter Ósigur Englands á HM: Gengu berserksgang eftir ósigurinn í gær Hópar drukkinna ungmenna gengu berskerksgang víðs vegar um England í gærkvöldi eftir að ljóst var að knattspymulið þeirra hafði falhð út úr heimsmeistarakeppninni í knattspymu eftir tap gegn Vestur- Þjóðverjum. Rúður voru brotnar og þýskir bfiar skemmdir. Á sumardvaiarstaðnum Brighton réðust hundrað enskra unglinga á þýsk ungmenni sem urðu á vegi þeirra. Lögreglan segir fjölda fólks hafa verið handtekinn í ýmsum hlutum landsins. Ungt fólk tók að streyma út af bör- um Englands í gærkvöldi eftir ósigur Englendinga eftir vítaspymukeppni í leiknum við Vestur-Þjóðverja. Állt steini léttara sem varð á vegi þess var látið fjúka í næstu rúður og bíla. Mestu lætin voru á. suðurströnd Englands sem og í miðju landinu. Svipað uppistand átti sér stað um síðustu helgi þegar Englendingar sigraðu hð Kamerún. Fögnuöur vegna sigursins breyttist fljótlega í stríðsástand með tilheyrandi látum og ofbeldi í fjölda borga á Englandi. Reuter Meira vinnur vit en strit Notaðu Manuvit Nýbýlavegi 8, 200 Kópavogi, s. 91-44144 TOYOTA I 25 ÁR Á ÍSLANDI Tunnutrillan frá Manuvit er sú eina sinnar tegundar sem lagar sig á skjótan og sjálf- virkan hátt að stál- og plast- tunnum. Á augabragði má losa, hlaða eða færa tunnuna til - án erfiðis. Hægt er að fá þriðja hjól ið undir trilluna en það er með mjúkri fjöðrun. Tunnutrillan getur borið allt að 350 kg. TOYOTA I 25 ÁR Á ÍSLANDI Vörulyftari með stillan- legu gaffalbili. Með aukabúnaði má nota hann sem kassa- og tunnusneril, sem er ómissandi þegar flytja þarf, snúa eða hvolfa kössum og tunnum. Vörulyftari getur lyft allt að 600 kg. þunga. USA - USA - USA TILB0Ð TILB0Ð TILB0Ð Seljum nokkra framhjóladrifna Mercury Topaz bíla á tilboðsverði Tækifæri sem ekki kemur aftur - aðeins nokkrir bílar eftir Mercury Topaz GS 4dr Verð:________________Sértilboð Kr.1>6»rÖ0Ó' 1.198.000 Aukagjald fyrir ,,metallic“ liti kr. 16.000 16.000 Innifalið m.a.: Framhjóladrif * 2300 cc vél m/beinni innspýtingu, 98 hö. * Sjálfskipting * Vökvastýri * Aflhemiar * Sjálfstæð Qöðrun * AM/FM stereo kassettuútvarp * Rafdrifnar hurðalæsingar * Rafdrifnir speglar * Klukka, stafræn * Þurrkutöf * Skyggðar rúður * Stórir hjólkoppar * Halogen ökuljós * 185/70x14 hjólbarðar * Krómrammar um rúður * Lúxus innrétting * Snúningshraðamælir * Öflug miðstöð * Rafhituð afturrúða * Læsing á smámunageymslu * Qleymskubjalla v/sætabelta og ræsilykils * Mercury Topaz AWD 4dr 4x4 Verð:_______________________________Sértilboð Kr. Aukagjald fyrir ,,metallic“ liti Kr. UPPSELDIR Söludeildin er opin: mánud.-föstud. kl. 9-18/laugard. kl. 10-17. Bíllinn sem endist og endist Sveinn Egilsson hf. Sími 685100 Framtíð við Skeifuna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.