Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1990, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1990, Blaðsíða 28
36 FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 1990. Kvikmyndir Stjömubíó - Fjölskyldumál ★ ★ lA Fjölskylduvanda- mál á ameríska vísu Sjálfsagt þrá engin hjón jafnheitt aö eignast barn og þau sem ekki geta eignast þaö af sjálfsdáðum. Um þessa þrá og sterka móðurtilflnningu flallar Fjöl- skyldumál (Immediate Family) sem leikstýrt er af Jon- athan Kaplan en kvikmynd hans, The Accused, vakti mikla athygli fyrir tæpum tveimur árum. Kaplan hefur undir sinni stjórn úrvalsleikarana Glenn Close og James Woods sem leika hjónin Lindu og Michael Spector er hafa árangurslaust reynt aö eignast barn í tíu ár. Þegar þau loks hafa gefið upp alla von um að geta eignast barn af sjálfsdáðum ákveða þau að ættleiða bam á þann veg að taka við því ný- fæddu frá móðurinni. Móðirin, sem verður fyrir valinu, er hin sautján ára Lucy Moore sem er fátæk en vönduð stúlka sem ekki sér fram á að geta annast barn sitt sjálf. Fer vel á með Spector-fiölskyldunni og Lucy og kærasta hennar, Sam, enda öll flögur ágætis fólk sem býr við misjöfn lífsskilyrði. Þegar kemur að fæðingunni eru Spector- hjónin viðstödd en málið tekur fljótt aðra stefnu þegar Lucy hefur litið bam sitt augum... Fjölskyldumál er raunsæ kvikmynd, eins raunsæ og hægt er að ætlast til frá framleiðendum þar sem fyrst er hugsað um hvort græða megi á myndinni áður en innihaldið fær nánari skoðun. Glenn Close og Ja- mes Woods eru einkar aðlaðandi millistéttarfólk, hjón sem hafa allt til alls, nema hvað þau eru barnlaus. Sérstaklega sýnir Close sannfærandi leik og þótt ekki sé hávaðanum fyrir að fara í leik hennar þá skín örvæntingin í gegnum hvert orð þegar hún reynir að telja sjálfri sér trú um að hægt sé að lifa hamingju- sömu flölskylduhfi án bams. Glenn Close og James Woods leika barnlaus hjón Fjölskyldumálum. I heild hefur Fjölskyldumál frekar slakandi áhrif á áhorfandann þrátt fyrir alvarlegan undirtón og mikla tilfinningabaráttu. Myndin líður í gegn án mikilla átaka á yfirborðinu en í lokin sleppur hún ekki við melódramatískan endi og verður um leið nokkuð væmin. Fjölskyldumál (Immediate Family). Leikstjóri: Jonathan Kaplan. Aðalhlutverk: Glenn Close, James Woods, Mary Stuart Mast- erson og Kevin Dillon. Hilmar Karlsson ^ Jarðarfarir Guðmunda Á. Jónsdóttir frá Þing- eyri lést 30. júní sl. Guðmunda fædd- ist í Dýrafirði 19. ágúst 1901. Hún var dóttir Guðrúnar Steinþórsdóttur frá Brekku í Dýrafirði og Jóns Jóhanns- sonar á Þingeyri. Guðmunda giftist Ágústi Jónssyni frá Granda í Dýra- firði árið 1925 og varð þeim fimm barna auðið. Guðmunda verður jarð- sungin frá Akraneskirkju í dag, 5. júlí, kl. 14. Kristinn Brynjólfsson bóndi, Gelti, Grímsnesi, er lést aðfaranótt 27. júní, verður jarðsunginn frá Stóru-Borg- ^ arkirkju fóstudaginn 6. júlí kl. 14. Útför Jens Hanssonar, Eiríksgötu 13, Reykjavik, fer fram frá Bústaða- kirkju fostudaginn 6. júlí kl. 14. Trausti Sigurlaugsson forstöðumað- ur í Sjálfsbjörg, Skólagerði 48, Kópa- vogi, sem lést aðfaranótt 30. júní, verður jarðsunginn frá Hallgríms- kirkju fostudaginn 6. júlí kl. 13.30. Benedikt Guðmundsson frá Eski- firði, Hraunbæ 110, Reykjavík, sem lést 29. júní verður jarðsunginn frá Árbæjarkirkju fóstudaginn 6. júlí kl. 15. BILASPRAUTUN ÉTTINGAR Varmi Auðbrekku 14, sími 64-21 -41 Sigurður R. Halldórsson frá Hraun- gerði andaðist þann 26. júní sl. Sig- uröur fæddist 9. febrúar 1909, sonur hjónanna Halldórs Guðmundssonar, bónda í Hraungerði í Álftaveri, og Sigrúnar Þorleifsdóttur. Sigurður verður jarðsunginn frá Fossvogskap- ellu í dag, 5. júlí, kl. 13.30. Andlát Kristján Þórarinn Ingibergsson skip- stjóri, Hamragarði 9, Keflavík, lést 3. júlí. Pálína K. Guðjónsdóttir, Skipasundi 6, er látin. Kristjana G. Þorvaldsdóttir Dvalar- heimilinu Höfða, Akranesi, lést 3. júlí. Tilkynningar Ný staðfræðikort af Reykjanesskaga Landmælingar íslands hafa gefið út níu staðfræðikort í mælikvarðanum 1:25000 af Reykjanesskaga. Áður hafa komið út í sama mælikvarða átta kort af Reykjavík og nágrenni. Kortin eru unnin eftir nýj- um samræmdum reglum um skráningu upplýsinga á kort. Staðfræðikortin, sem nú koma út, ná yfir Reykjanesskagann vestan Straumsvíkur. Hvert kortblað þekur 168,5 km- en kortblöðin níu þekja 1516 km2. Kortin eru prentuð á vandaðan pappír og er hver örk 84 cm á lengd og 59,4 cm á breidd. Staðfræðikortin eru prentuð í flmm litum, svörtum, bláum, brúnum, grænum og rauöum. Alls eru 164 tákn notuð á kortunum, meðal ann- ars eru öll mannvirki sýnd, svo sem byggingar, vegir, veitur o.fl. Hæðarlínur eru með fimm metra millibili. Kortin eru seld almenningi í kortaverslun Land- mælinga íslands að Laugavegi 178, 2. hæð. Húsfreyjan 3. tbl. tímaritsins Húsfreyjan er komið út. Meðal efnis er grein um músík- kennslu heyrnarlausra, handavinnuþátt- ur og smásaga, auk fjölda annarra greina. Listhús að Vesturgötu 17 opnar samsýningu í dag, fimmtudag, kl. 16. Sýnd verða málverk eftir 4 listmálara, þá Einar Þorláksson, Elias B. Halldórs- son, Hrólf Sigurðsson og Pétur Má Pét- ursson. Sýningin verður opin frá kl. 14-18 alla daga fram til 31. júlí. Fjölmiðlar Svo æsispennandi var leikur Eng- lendinga og Vestur-Þjóðverja í und- anúrslitum heimsmeistarakeppn- innar í gærkvöldi að hann hlaut að valda spennufalli hjá sjónvarps- áhorfendum loksíns þegar upp var staðið eftir framlengingu og víta- spyrnukeppni. Hefðbundnu sjónvarpsefni, sem á eftir kom, tókst svo að endurspegla spennufallið þvi dagskráin var meö daufasta móti á báðum stöðvum. Ég hef nú orðið lúmskt gaman af Grænum fingrum Hafsteins Haf- líðasonar garðyrkjufræöings. Þátt- um hans er ætlað aö veita fólki inn- sýn í skipulagningu á görðum en Hafsteinn viil helst ekkert skipu- leggja þegar garðar eru annars veg- ar enda aöhyllist hann augljóslega einhvers konar náttúrufræðilegan kaosisma í sínum skipulagsíræðum. En sennilega er skipulagt kaos ekk- Sviðsljós DV Mimi Rogers hefur leikið i nokkrum kvikmyndum og þykir hafa staðið sig ágætlega. Fyrrverandi eiginkona Toms Cruise: Líkar einveran vel Mimi Rogers, sem gift var Tom Cruise, líkar vel að búa ein í Holly- wood. Hún og Tom eru nýlega skil- in en hún vill sem minnst um sam- band þeirra segja. Mimi finnst gott að búa í Hollywood því þar getur hún verið útivið og stundað áhuga- mál sín, svo sem tennis og sund. Mimi segist æfa til að halda sér í formi. Hún byrjaði ung á því að æfa reglulega og líkaminn gleymi því ekki svo auðveldlega. Hún tek- ur sér samt frí frá æfingum ef hún er á ferðalögum eða annars staðar þar sem engin æfmgaaðstaða er. Rogers slappar best af í góðra vini hópi. Hún á marga vini í Hollywood en segir vera mikið um slúðursög- ur á þeim bænum. Frá félagi eldri borgara Opið hús í Goðheimum, Sigtúni 3, í dag. Kl. 14. frjáls spilamennska, kl. 19.30 fé- lagsvist, kl. 21 dansaö. Göngu-Hrólfar hittast að Nóatúni 17 kl. 10 nk. laugar- dag. Dagsferð, Suðurlandsferð, 12. júlí. Nánari upplýsingar á skrifstofu. Sjálfboðaliðasamtök um náttúruvernd hafa nú ákveðið dagskrá sumarsins 1990 en samtökin skipuleggja vinnuferðir þar sem unnið er að náttúruvemd. Starfað er á friðlýstum svæöum og öðrum þeim svæðum sem sérstæð em að náttúrufari. Tilgangurinn er fyrst og fremst sá að vemda náttúruna en auk þess að stuðla að bættri og auðveldari umferð fólks. Með starfi sínu efla samtökin jafnframt umræðu um gildi náttúravemdar. Á dag- skrá sumarsins em nokkrar spennandi ferðir: 13.-15. júlí Skógar, 27.-30. júlí Snæ- fellsnes, 17.-19. ágúst Hrafntinnusker. Fólk er hvatt til að leggja málefninu lið með þátttöku sinni. Formaður samtak- ana er Jóhanna B. Magnúsdóttir, simi 680019. Aðrir sem sjá um að veita upplýs- ingar og skrá þátttakendur em Sólrún Harðardóttir, sími 14815, Sólveig Bald- ursdóttir, sími 46165, og skrifstofa Nátt- úmverndarráðs, s. 27855. Heimilisfangið er pósthólf 8468. Tapað-fundið Óskilahundur Lítill svartur hvolpur er i óskilum hjá Hundaeftirliti Kópavogs. Sími 41171. Tónleikar Porthátíð útideildar verður haldin í portinu við Tryggvagötu 12 í dag, fimmtudaginn 5. júli. kl. 18-21. Töfrabrögö og veitingar. Fram koma hljómsveitirnar Sjálfsfróun, Strigaskór nr. 42, Flintstones, Rotþró og Bara eitt- hvað. Allir velkomnir, ókeypis aðgangur. ert verra en hvert annað skipulag. Auk þess er Hafsteinn vel máli far- inn og hinn áhey rilegasti Á eftir Hafsteini í Ríkissjónvarp- inu kom þáttur um hjartaknúsar- ann góðkunna, Cary Grant, sem fæddur var i Bristol á Englandiog átti erfiða bernsku. Síðan var hann frægur í Ameríku eins og allír vita, kvæntist nokkrum sinnum og eign- aðist eina dóttur á sínum efri árum. Svona æviþættir um gengin stór- stirni eru yfirleitt svo væmnir og yfirborðskenndir að þeir minna ■ helst á íslenskar minningargreinar og er þá mikið sagt. Þátturinn í gærkvöldi var einmitt fráleilur aö þessuleyti. Svo var haldið áfram að níðast á minningu þessa ágæta leikara og nú með kvíkmynd kvöldsins sem var áreiðanlega súlélegastaafþeim sjötíu myndum sem Cary karlinn lékí. A Stöð 2 var breskur þáttur um huglækningar og 1 kjölfar hans umræður um málefnið. Valgerður Matthíasdóttir stjómaði umræð- unni og fékk til liös við sig þrjá ein- staklinga sem virtust vera hjartan- lega sammála og einnig sammála öllu því sem fram kom i þættinum. Það kom líka á daginn að umræðan varð tilþrifalítil og gagnrýnislaus þótt málefnið sé bæði umdeilt og áhugavert. Kjartan Gunnar Kjartansson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.