Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1990, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1990, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 1990. Breytingar á Forsætisráöhei'ra Póllands, Tad- eusz Mazowiecki, mun kynna breytingar á ríkisstjóm landsins á morgun, föstudag. Hann mun gera þaö í ræðu á pólska þinginu nú þegar tíu mánuðir era liðnir frá þvi að hann varö fyrsti forsætisráð- herra í pólskri ríkisstjóm 1 rúm 40 ár sem ekki er skipuö kommúnist- um. Ríkisstjóm Mazowieckis stendur andspænís ýmsum vandamálum en hún hefur verið undir miklum þrýstingi um frekari umbætur á stjórnkerfinu og að lýöræöísþróun veröi hraðaö. Þykir sýnt að stjórn- málaleg kreppa sé í aðsigi verði ekki einhverjar breytingar gerðar. Valdabaráttan viö Samstöðuleið- togann Lech Walesa hefur og veikt stöðu forsætisráðherrans. Talið er að að minnsta kosti þrír ráðherrar ríkisstjómarinnar verði látnir fiúka. Forsætisróðherra eusz Mazowiecki. Póllands, Tad- Teikning Lurie. Kýpur sækir um inngöngu í EB Kýpur sótti í gær um aðild að Evrópubandalaginu. Talið er aö deilur milli grískra og tyrkneskra Kýpurbúa muni hindra að ríkið fái inn- göngu. Kýpur hefúr skipst í tvennt allt frá árinu 1974 er tyrkir geröu innrás á norðurhluta landsins. Utanríkisráðherra Kýpur, George lacovou, hafði áður sótt um aðiid að bandalaginu til ráðherranefndar Evrópubandalagsins. Framkvæmda- nefnd bandalagsins mun taka umsókn Kýpur fyrir ennefndin hefur þeg- ar vísaö frá umsóknum Austurríkis og Tyrklands. Ástæða þessa er að Evrópubandalagið hyggst fyrst einbeita sér að undirbúningi fyrir sameig- inlegan markað áriö 1992 áöur en það tekur fyrir umsóknír ríkja um inn- göngu í bandalagið. Forseti landsins, George Vassiliou, hefur lýst því yfir að Kýpurmenn séu ekki vongóöir um að fá inngöngu nú en segist vona að ríkið hafi sam- einast að nýju áður en Jangt um Jíður. Doe afþakkar aðstoð Bandaríkjanna Upprelsnarmenn halda enn áfram árásum sinum í Monrovíu. Sfmamynd Reuter Forseti Líbcríu, Samuel Doe, hefur afþakkað aðstoð Bandaríkjanna viö að flýja uppreisnarmenn sem staöið hafa fyrír árásum í höfuðborg- inni Monróvíu undanfarna daga. Eftir nokkrar viðræður við sendiherra Bandaríkjanna 1 Líberíu ákvað forsetinn að bjarga sér sjálfur og viJdi ekki gefa frekarí skýringar á þeirri ákvörðun. i gær héldu áfram árásir uppreisnarmanna og er ástandiö orðið mjög slæmt í borginní. Enn er rafmagns- og vatnslaust og eru allar matvöru- verslanir lokaðar. Þrátt fyrir að forsetinn sitji enn inní i höll sinni hafa helstu ráðherrar og embættismenn ríMsstjómarinnar flúið Jandið. Mandela og Thatcher funduðu Blökkumannaleiötoginn Nelson Mandela hélt ánægður áleiöis til Uganda frá London í gær. Hann áttí þriggja klukkustunda túnd með Margareti Thatcher, forsætis- ráðherra Bretlands, í London og var hann ánægöur með þann fúnd. Mandela sagðist haida burt von- góður um evrópskan stuðning í baráttunni við aðskilnaðarstefnu suður-aírískra stjómvalda. Sagði hann þó að hann og Thateher hefðu verið ósammála um aðferöir viðaö mótmæla og aö Thatcher heföi ekki Nelson Mandela og Margaref hvikað frá afstöðu sinni til refisað- Thateher eftir fund þelrra I London gerða. I gaer. Simamynd Reuter Útlönd Sameining gjaldmiöla þýsku rlkjanna: Gleðivíman víkur - blákaldur raunveruleikinn blasir við Gleðivíma Austur-Þjóðveija vegna gjaldmiðlasameiningar þýsku ríkj- anna fyrir fjórum dögum hefur nú vikið fyrir bláköldum raunveruleik- anum; vaxandi atvinnuleysi, minni framleiðslu og auknum óróa á vinnu- markaðnum. Skyndiverkföll tug- þúsunda verkamanna um allt Aust- ur-Þýskaland færast í aukana en hinn vinnandi maður er mjög ugg- andi um framtíð sína. Samkvæmt opinberum tölum jókst atvinnuleysi um íimmtíu prósent á einum mánuði í Austur-Þýskalandi og vora 142 þúsund á atvinnuleyis- skrá í júní. Talið er að allt að tvær milljónir manna, fjórðungur vinnu- afls Austur-Þýskalands, bætist í hóp- inn áður en árið er á enda. Iðnframleiðsla hefur dregist saman um fimm prósent miðað við sama tíma í fyrra. „Þetta er bara byrjun- in,“ sagði Manfred Melzer, austur- þýskur efnahagssérfræðingur. Það sein þótti sjálfsagður hiutur á valda- tíma kommúnista - atvinnuöryggi, lágt verðlag og miklar niðurgreiðslur - hefur horfið af sjónarsviðinu í einu vetfangi. Þúsundir verkamanna, lækna og annarra hafa lagt niður vinnu til að krefiast hærri launa, styttri vinnutíma og tveggja ára launatryggingar. Búast má við að allt að þriðjungur verksmiðja í landinu leggi upp laupana og fiöldi annarra þurfi að fækka starfsfólki. Sfiórnmálamenn telja að skyndi- verkföll haldi áfram á meðan Aust- ur-Þjóðveijar fái allt að þrisvar sinn- um lægri laun en Vestur-Þjóöverjar í sömu stöðum. Síðastliðinn sunnudag létu Aust- ur-Þjóðveijar löndum sínum vestan landamæranna í té yfirráð yfir efna- hag sínum og fiármálum sem undan- Nu blasir raunveruleikinn við Austur-Þjóðverjum í kjölfar þess að gjaldmiðl- ar ríkjanna voru sameinaðir. Símamynd Reuter fara pólitískrar sameiningar Þýska- dansað á götum úti. En nú hefur lands. Þá var skálað í kampavíni og raunveruleikinntekiðvið. Reuter Landamæradeilur Póllands og Þýskalands: Pólverjar skipta um skoðun Pólsk yfirvöld hafa fallið frá kröfu sinnu um að Pólland og þýsku ríkin undirriti sáttmála um landamæri ríkjanna áður en til sameiningar Þýskalands kemur. Utanríkisráðhðrra Póllands sagði í gær að slíkur sáttmáh gæti beðið þar til að sameiningu lokinni. Þing Þeggja þýsku ríkjanna hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem landamærin, sem miðast við árnar Oder og Neisse, eru viðurkennd. En Pólland sagði á þeim tíma að slík yfirlýsing kæmi ekki í stað sáttmála. Pólveijar óttast að Þjóðverjar geri tilkall til lands sem áður til- heyrði Þýskalandi en er nú undir pólskri stjóm. Utanríkisráðherra Austur-Þýskalands hefur lýst því yfir að landamæri Póllands og Þýskalands verði tryggð með und- irritun sáttmála en hefur ekki sagt hvenær slíkur sáttmáli muni hggja fyrir. Reuter Enn deilt um aðstoð til Gorbatsjovs Utanríkisráðherra Vestur-Þýska- lands, Hans-Dietrich Genscher, hvatti í gær Vesturlönd til að veita' Sovétríkjunum efnahagsaðstoð nú þegar og kvaðst telja það Vesturlönd- um í hag að tryggja stöðu Gor- batsjovs Sovétforseta. Genscher sagði þaö ekki mögulegt fyrir Sovét- menn að breyta úr miðstýrðum efna- hag yfir í markaðshagkerfi án efna- hagsaðstoðar. Þá sagði ráöherrann að ef slík aðstoð yrði ekki veitt gæti það grafiö undan stöðu Gorbatsjovs. Ráðherrann lét þessi ummæli falla á fundi utanríkisráðherra 24 vest- rænna iðnríkja í Brussel. Fundurinn var haldinn til að ræða efnahagsað- stoð til þeirra ríkja Austur-Evrópu sem hafa snúiö baki við kommún- ismanum og vilja koma á markaðs- hagkerfi. Aðildarþjóðimar sam- þykktu að styðja við bakið á ríkjun- um að Rúmeníu undanskilinni. Hans-Dietrich Genscher, utanrikis- ráðherra Vestur-Þýskalands, telur það Vesturlöndum i hag að tryggja stöðu Gorbatsjovs Sovétforseta. Simamynd Reuter En á fundinum var einnig tekin til umfiöllunar hugsanieg efnahagsleg aðstoö við Sovétríkin. Vestur-Þjóð- verjar og Frakkar vilja að Vesturl- önd leggi Gorbatsjov lið í umbótaher- ferð sinni og baráttunni fyrir mark- aðshagkerfi. Bretar eru andvígir slíkri aðstoð án strangra skilyröa um efnahagslegar úrbætur. Bandaríkin hafa og vísað á bug hugmyndum um tafarlausa efna- hagsaðstoð við Sovétríkin. Banda- ríski utanríkisráðherrann sagði í gær að of snemmt væri að veita Sov- étmönnum aðstoð á meðan framlög til hermála væru jafnhá og raun bæri vitni í Sovétríkjunum og efn- hagslegar umbætur hefðu ekki náð fótfestu. Þá sagöi Bush Bandaríkja- forseti í gær að niðurskurður á fram- lögum til hermála í Sovétríkjunum myndi liðka fyrir efnahagslegri að- stoðfráVesturlöndum. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.