Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1990, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1990, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 1990. 7 Sandkom Ameðan íþróttafrétta- mennvoru upptekniraf heimsmeist- arakeppninnií knattspyniu voruþeir „skúhbaðir1' úr óvæntri átt. í dulki sinum um karlmenn i sunnudags- blaði Moggans birti Bryndis Schram utanríkísráðherraff ú þannig úrslit Hálandaleikanna í kraftaþrautum en íslendingai’ með Jón Pál Sigmarsson í broddi fylkingar lögðu þar Skota. Reyndar má ekki greina frá úrsiitum þessarar keppni þar sem þeir sem kaupa sýningarréttinn af keppninni eíga að greina fyrstir frá þeim. Bryndis lætur það híns vegar ekkert á sig fá, eins og góðum blaðamanni .sæmir. : Metnaðarkvötinn Þaðerein- kennilegtað þráttfyrírað ríkissjónvai-pið sóorðiðkvart- aldargamaltþá teljastarfs- mennþessenn aöþeireigi heiðurskilitm fvriraðhalda úti útsending- umPeirvirð- ast til dæmis hafa fyllt metnaðar- kvótann með þvi að sýna beint frá heimsmeístarakeppninni og láta þar við sitja. Á meðan aðrar sjónvai-ps- stöðvar eru með fréttir af raótinu, sýna aftur helstu atriöi leikjanna, fjalia um frammistöðu einstakra ieik- manna, vafasama dóma og svo fram- vegis þá láta starfsmenn Sjónvarps- ins beinu útsendingamar nasgja. Þetta minnir um margt á kosninga- vöku Sjónvarpsins þar sem frétta- menn klöppuðu sér látlaust á bakið fymir að hafa haldið úti flögurra tíma dagskrá sem þó fólst ekki í öðru en talnaupplestriogtölvugrafík. Meira að segja beinu sendingarnar utan af landi voru ógeðslegar; einhvetjir jakkafatakarlar að lesa upp tölur á meðan fólk ýmist ærðist af gleði eða sorgínæstuhúsum. antisportista Reyndarvirð- ast starfsmenn íþróttadeildar- innarhálfkúg- aðirafein- hverjumanti- sportistumá fréttadeildinni því þeir viröast dauðskelkaðir efleikireru framlengdir framyfmaug- lýstan fréttatíma. Þeir fá heldur aldr- ei inni í fréttatímum með neitt sem viðkemur heimsmeistarakeppninni og þora ekki annað en sýna fimleika, hross ogsund í Iþróttaþáttum sínum á kvöldin. Þó allir fjölmiðlar í hetmin- um geri héimsmeistarakeþpninni góð skil eins og öðru fréttaefni þá flokkar Sjónvarpið koppnina sem efni fyrir sérlundaða en ekki sem efni sem hef- uralmenntgildi. Kaffiveita Reykjavíkur Núþegarbúið eraörífastóru hitaveituúmk- anaáöskjuhlíð virðisi goðlmu- myndfyrirbí. Húnvarað stofnaKaffi- veitu Reykja- víkurogláta hanafátank- ana. Þar væri hægtaðgeyroa íslenska uppáhellingu og leíða hana síðan í hús. I stað þess að Reykvíking- ar væru hver í sínu homi að helia upp á sitt kaffi gætu þeir einfaldlega skrúfað frá krana í eldhúsinu. Þar væru þrír kranar fyrir ofan hvem vask; heitt og kalt vatn og kaffi. Umsjón: Qunnar Smári Egllsson __________________________Fréttir Kapphlaupið um staðsetningu nýs álvers: Keilisnes, Dysnes eða Reyðarfjörður? Keilisnes á Vatnsleysuströnd er einn þriggja staða sem helst hafa verið nefndir varðandi nýtt álver. Allir hafa staðirnir ýmislegt til síns ágætis en galla má einnig finna á þeim öllum. DV-mynd BG Mikið hefur verið rætt um hvar væntanlegt álver verður reist. Þrír staðir eru nú einkum taldir koma til greina: KeUisnes á Vatnsleysu- strönd, Dysnes við Eyjafjörð og Reyðarfj örður. Allir hafa þessir stað- ir eitthvað til síns ágætis en galla má einnig finna á þeim öllum. Höfnin er dýrust í Keilisnesi en ódýrust á Reyðarfirði sem einnig liggur best við flutningum. Hvað mannafla varðar er Keilisnes besti kosturinn en Reyðarfiörður sístur. Lóðakostnaður og vatnskostnaður verður mestur í Eyjafirði en fast- eignagjöld verða væntanlega eins. Hvað mengun varðar er KeUisnes talið hagkvæmasti kosturinn. Höfn og flutningar Höfnin í Reyðarfirði virðist hag- kvæmust en óhagkvæmust á Keilis- nesi. Höfnin á Reyðarfirði er talin kosta um 270 milljónir, á Dysnesi í Eyjafirði er hún talin kosta um 450 milljónir en dýrust verður hún á KeiÚsnesi. KeUisnes stendur fyrir opnu hafi og þarf því að byggja ytri mannvirki, brimbrjóta og annað slíkt sem talið er kosta að minnsta kosti um 200 milljónir aukalega. Þótt hafn- arkostnaður sé mikUl er reiknað með að hafnargjöld greiði hann niður á t.d. 25 árum. Hráefnið eða súrábð mun væntan- lega koma frá Karíbahafinu en það fer eftir þeim innkaupasamningum sem fyrirtækin þrjú í ATLANTAL- hópnum eiga við hin ýmsu lönd. Hvert þessara þriggja fyrirtækja kemur með sitt hráefni og flytur af- urðirnar út aftur. Þetta verður því eins konar bræðslufélag. Það hefur í fór með sér viss vandkvæði og spurn- ing hvort það gengur til lengdar að nota mismunandi hráefni. Þeir reyna væntanlega að sameina innkaup þeg- ar fram líða stundir. Afurðirnar fara síöan væntanlega tíl meginlands Evrópu, tíl Svíþjóðar, HoUands, Þýskalands, Belgíu, Lúx- emborgar, Frakklands og Bretlands. Varðandi flutninga eru því Eyfirð- ingar verst settir. En þó að Keilisnes sé næst hráefninu en lengst frá mörkuðum jafnast sá munur ekki út. Afurðaflutningamir eru mun mikUvægari því þangað eru ferðirn- ar mun tíðari og fara með fraktskip- um. Hráefnið kemur hins vegar með stórum skipum og sjaldnar. Varð- andi skipaflutninga standa því Reyð- firðingar best að vígi. Mannafli og vinnusókn Þegar talað er um mannafla og vinnusókn lítur dæmið þveröfugt út. Þá stendur KeUisnes best að vígi en Reyðarfiörður lakast. Margfeldis- áhrif á höfuðborgarsvæðinu eru tal- in nema 1935 ársverkum, 1480 fyrir norðan og 1290 fyrir austan. Væntanleg röskun vegna nýs ál- vers verður minnst á Suðurlandi þar sem mannfiöldinn er mikiU. Ljóst er að flytja þarf fólk til Eyjafiarðar en röskunin verður langmest á Reyðar- firði. Byggðasjónarmið koma ekki inn í mat ATLANTAL-hópsins. Síðar verður hins vegár rætt við íslensk stjórnvöld sem geta haft áhrif á nið- urstöðuna. Ákvörðunin verður tekin sameiginlega að lokum þegar afiar forsendur hggja fyrir. Fasteignagjöld og önnur gjöld Lóðakostnaður er mismikUl eftir stöðum. Kostnaður á Eyjafirði verð- ur væntanlega mun meiri en á hin- um tveimur stöðunum. Þar reikna menn með jarðvegsskiptum sem geta kostað um einn mUljarð. Þó verður að athuga að í Eyjarfirði hafa farið fram langítarlegastar rannsóknir. Þar hefur staðarvals- nefnd verið með rannsóknir frá 1981 og norskir aöilar voru komnir langt með áætlanagerð 1982 þegar þeir hugðust reisa þar 130.000 tonna ál- ver. KeUisnes stendur hins vegar á hrauni sem ekki hefur verið borað í en kannanir hafa verið gerðar á yfir- borðinu. Hraunið þarf að sprengja og rippa og enn nokkuð óvíst hvað það kemur til með að kosta. Kostnað- ur vegna lóðar er áberandi hagstæð- astur fyrir austan. Sveiíarfélögin þurfa að útvega mik- ið af vatni til þess að kæla ofnana. Nóg er af vatni á Reyðarfirði og á Keilisnesi en það er erfiðara á Dys- nesi. Þar er lengst að ná í vatn. Það þarf að bora eftir því og flytja það langar leiðir. Reiknað er með að bora eftir því við Hörgáreyrar. Fyrir aust- an hafa komið fram athyghsverðar hugmyndir um að endurnota vatnið sem hitaveituvatn. Varðandi fasteignagjöldin eru margir óvissuþættir. Erlendu aðU- amir hafa spurt sveitarfélögin hvert fyrir sig hve mikið þau geti slegið af prósentútölunni eða hversu mikill hluti fasteignanna komi inn í fast- eignagrunninn sem tekjustofn. Iðn- aðarráðuneytið hefur sagt að vænt- anlega verði lagt fil að prósentustig fasteignaskattsins verði lækkaður úr 1% í 0,75%. Hér er verið að tala um risavaxið fyrirtæki og því talið rétt- lætanlegt að lækka fasteignaskatt- inn. Mengunarvarnir Mengun frá álverum er einkum þrenns konar: flúormengun, brenni- steinsdíoxíðmengun (SO-2) og ryk- mengun. Þessi mengun getur verið skaðleg gróðri, búfénaði og heilsu manna og er því reynt að draga úr henni með hreinsibúnaði. Einnig mun á einhverjum stöðum, aðallega Eyjafirði, þurfa að stýra landbúnaö- arstarfseminni í næsta nágrenni við álverið og jafnvel leggja búskap af á sumum stöðum. Reiknað er með því að álverið fuU- nægi kröfum um mengunarvarnir, hvar sem þaö verður reist, með þeim búnaði sem almennt er settur í ál- ver. Þá er átt við svokallaðan þurr- hreinsibúnað. Þurrhreinsibúnaöurinn verkar í raun eins og kaffisía. Mörg lög af filt- erum eru sett fyrir útblásturinn og taka út fóstu efnin: flúor og ryk. Efn- in eru síðan endurunnin og notuð aftur í vinnslunni. Fréttaljós Pálmi Jónasson Ef hins vegar á að hreinsa brenni- steinsdíoxíð úr útblæstri þarf svo- kaUaðan blauthreinsibúnað. SlUcur búnaður er notaður á nokkrum stöð- um í heiminum, m.a. á Norðurlönd- unum. Sérstaklega er hann notaður þar sem byggð er nálægt álverum, viðkvæmur gróður eða há fiöU af- marka svæðið. Sjó er dælt í gegnum kerfið og salt- bindur SO-2 agnir sem síðan er dælt út í sjó. Með þessu er komið í veg fyrir súrt regn þar sem þetta berst ekki út í andrúmsloftið og fellur til jarðar. Kostnaður við þessar meng- unarvarnir er hins vegar mikill, allt að 120 mUljónum króna, auk rekstr- arkostnaðar, en sjódælingin er nokk- uö dýr. Varðandi mengunarvarnir stendur því Keilisnes best aö vígi. Fátt fólk býr í grenndinni, þar er veðrasamt og ríkjandi vindátt er út á sjó. Einnig er htið um búskap og gróður. GANGLERI Jívað er vitund? 9-ívað er íífeða dauði? Vitum við eífifátt með vissu? Hvaða mÖ£uíeikar 6úa í manninum? í 63 ár hefur tímaritið Qangíeri 6irt£reinar um andíeg, sáCfrczðiícg, íeimspeíqfeg og vísindaíeg efni MeðaCefnis í síðasta fiefti: Qrein um undramanninnSai Haba MCutverkdrauma í þrosfca mannsins Sfeimsmynd sjáenda ‘Viðtaí við fieimspeking Qangferi femur út tvisvar á ári, hvort fiefti 96 síður, ásfcrifterkr. 1070- QangCeri, ritfyrir þá sem spyija Sími 39573

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.