Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1990, Síða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1990, Síða 5
FIMMTUDAGUR 26. JÚLl 1990. 5 I>v Vidtalid rata um pappírana Nafn: Magnús B. Jónsson Starf: Sveitarstjóri á Skagaströnd Aldur: 38 ára „Nýja starílð leggst vel í mig. Það þarf aö takast á við mörg vanda- mál sem upp koma. í starfinu felst ákveðin stjórn á vissum málum og að framkvæma ákvarðanir hreppsneíhdar,“ seg- ir Magnús Björn Jónsson sem ráðinn hefur verið sveitarstjóri á Skagaströnd. Tværhlíðar höfuðborgarinnar Magnús er fæddur og uppahnn á Skagaströnd. „Hér hef ég buið lengst af og líkar það vel. Annars væri maður ekki hér.“ Magnús hefur líka búið í höfuð- borginni, hann lauk stúdents- próö frá Menntaskólanum í Reykjavík. „Mér líkaöi ágætlega í Reykjavík. En það er hægt að hkja því að búa í Reykjavík við máltakið um aö tvisvar sé sá feg- inn sem á steininn sest; það er bæði gott aö koma þangað og að fara þaðan. Alltaf er það viss létt- ir að koma í dreifbýlið aftur. Ég fer reglulega til Reykajvíkur, það fylgir starflnu. Þangað fer maður lika í menningarreisur og fleira. Við á landsbyggðinni erum líka stoltir af höfuðborginni okkar.“ Magnús kveðst eiga sér mörg áhugamál. „Ég hef gaman af því að fara á skíði og fer þegar ég kemst Skíðaaöstaðan hér er sæmileg þótt hún mætti vera betri. Það er nokkuð stór hópur hér sem stundar skiði en við höf- um eina 500 metra lyftu. Éghef gaman af að lesa bækur og þá alla vega bækur. Leiklistin er líka mitt áhugamál. Ég geri of lítið af því að fara í leikhús en hef gaman af því þegar ég fer. Ég tek vírkan þátt í ieíkfélagi staðar- ins og lék áður með. Eftir að maöur byrjaöi afskipti af póhtík hefur minni tími gefist.“ Ungur i vinnu Magnús var ekki nema fimmt- án ára gamaU þegar hann kynnt- ist sjómennsku af eigin raun. „Ég var á sjónum meö skólanum þangaö til ég varð nítján ára. Þá byrjaði ég að vinna á jarðýtu og vann við þaö jafnframt námi. Svo hef ég verið kennari og ffarn- kvæmdastjóri verktakafyrirtæk- is. Nú síðast vann ég sem gjald- keri iijá Búnaðarbankanum og kenndi lítið eitt með. Ég hef gam- an af því að kenna, það er hress- andi að byija daginn á því að kenna krökkum dönsku og ís- lensku. En með þessu nýja starfi kenni ég ekki.“ { hreppsnefnd hefur Magnús setið í átta ár. Nú er hann að sökkva sér niður í hið nýja starf og kynnast því. „Það hjálpar að hafa verið í sveitarstjóm, ég þekki málefnin. En ég þarf að læra dagleg störf og að rata um pappírana,“ segir nýi sveitar- stjórinn á Skagaströnd. Guðbjörg Viggósdóttir er eigin- kona Magnúsar. Böm þeirra eru Viggó sem er 19 ára, Baldur, 16 ára, og Jón AtU sem er 2ja ára gamaU. -hmó Fréttir Ríkisvaldiö, launþegasamtökin og vinnuveitendur sameinast: BHMR fórnað á altari þjóðarsáttar - kjaramál háskólamanna komin í verri hnút en nokkru sinni áöur Á sama hátt og Páll Halldórsson, formaður háskólamanna hjá ríkinu, pipir á þjóðarsátt annarra launþegasamtaka pípa forsvarsmenn þeirra á Pál. Þeir eru tilbúnir að hleypa hér öllu í bál og brand frekar en að háskóla- menn nái fram meginmarkmiði sinu í mörgum undangengnum kjaradeilum um að laun háskólamanna hjá ríkinu eigi að hækka umfram laun annarra launþega. DV-mynd JAK Það er aö komast mynd á þær að- gerðir sem ríkisstjómin ætlar aö grípa til í kjölfar úrskurðar Félags- dóms um 4,5 prósent launahækkun tíl háskólamanna. Eftir uppsögn samningsins munu bráöabirgöalög verða sett á háskólamenn og aðra þá sem hafa lausa samninga. Því næst verður samiö við Alþýðusambandið og opinbera starfsmenn um með hvaða hætti laun annarra launþega verði hækkuð tíl samræmis við laun háskólamanna. Líklegasta niöur- staðan er sú að um 1,2 prósent verði bætt við samningsbundna hækkun í desember og mars. Með þeim hætti verða áhrif vegna 4,5 prósent launa- hækkunar tU háskólamanna mjög UtU á verðlag og aðra þætti efnahags- lífsins. Eina vandmálið, sem fylgir þessari lausn, er háskólamenn. Af reynslu undanfarinna ára má gera ráö fyrir að þeir muni mæta þessum aðgerðum af fuUri hörku. Þessar aðgerðir sýna í raun að litlar sem engar líkur eru tU að lausn finn- ist á kjaradeUu háskólamanna og ríkisins á næstu árum. Hvorki ríkisvaldið, önnur stéttafé- lög né nokkurt annaö aíl í þjóðfélag- inu virðist tílbúið til að leyfa nokkru af meginkröfum háskólamanna fram að ganga. Á meðan svo er og 'meðan háskólamenn halda fast við sínar kröfur er vandséð hvernig hægt verður að finna lausn á þessari deUu. Háskólamenn á sérleið utan þjóðarsáttar Ráðherrar ríkisstjórnarinnar og forsvarsmenn verkalýöshreyfingar- innar og vinnuveitenda hafa fundað í tvo daga um lausn á því ástandi sem komið er upp í kjölfar úrskurðar Félagsdóms. Þeir hafa hver í kapp viö annan lýst því yflr að ekki sé hægt að lifa við þetta ástand. Eini maðurinn sem lætur sér hvergi bregða er PáU HaUdórsson, formaður Bandalags háskólamanna hjá ríkinu. í DV í gær pípti hann á allar þjóðarsáttir, bæöi eldri, núgUd- andi og komandi. Hans sjónarmið er einfalt. Spádómar ríkisvaldsins og aðila vinnumarkaðarins um óáran í efnahagsmálum skipta ekki máli. Það sem skiptir máli er aö háskóla- menn nái fram vissum árangri í samningum sínum og sá árangur sé byrjaður aö skila sér. Verðlagsþróun næstu misseri sé ekki mál háskóla- manna. Þessi afstaða Páls er lýsandi fyrir sérstöðu háskólamanna í launþega- hreyfingunni. Forsvarsmenn sam- taka annarra launþega segjast hafa lært það af biturri reynslu að kjara- samningar, sem ekki eru í takt við raunveruleika samfélagsins, séu í raun verri en engir. Þeir hafa því farið inn á þá braut að reyna að semja með þeim hætti að kjaraþróun verði samstiga öðrum þáttum efna- hagslífsins. Að öðrum kosti sitii menn uppi með verðbólgu, versnandi hag fyrirtækja, gengisfellingar, ójafnvægi og óáran sem allir tapi á. Háskólamenn hafa hafnað þessari stefnu. Það gera reyndar ýmsir aðrir launahópar en þeir eru alhr miklu fámennari en háskólamenn og stefna þeirra hefur því takmörkuð áhrif. Launþegasamtökin pípa á kröfur háskólamanna Eftir fimm vikna verkfall í fyrra lét ríkisstjómin undan þessum meg- inkröfum háskólamanna um að stefnt skuh að jöfnun á kjörum þeirra sem vinna hjá ríkinu og hinna sem vinna á almennum launamark- aði. Krafan mn lausn verkfaUsins kom fyrst og fremst frá nemendum framhaldsskóla. Þeir sem áttu aö út- skrifast óttuðust að þeim yrði hafnað í erlendum háskólum ef þeir fengju ekki einkunnir sínar í tíma. Að öðru leyti virtist verkfallið ekki trufla al- menning að neinu ráði. Lausn fannst þegar Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra og Svavar Gestsson menntamálaráð- herra gripu inn í samningsgerðina. Þó ábyrgðin á því sem á eftir fylgdi hvíli á ríkisstjóminni allri þá er þátt- ur þessara tveggja og Ólafs Ragnars Grímssonar fjármálaráðherra mest- ur. Síðan má ekki gleyma ábyrgð forsvarsmanna háskólamanna. Fréttaljós Gunnar Smári Egiisson Það virðist nefnilega komið í ljós að aðrir launþegar í landinu muni aldrei leyfa meginkröfu háskóla- manna að ná fram að ganga. Samtök þeirra munu aidrei hða það að há- skólamenn hjá ríkinu fái meiri hækkanir en aðrir launþegahópar. Á sama hátt og háskólamenn hafa pípt á þjóðarsáttir þá pípa aðrir launþeg- ar á þá skoðun háskólamanna að launahækkanir til þeirra umfram aöra séu eitthvert réttlætismál. Eins og Steingrímur Hermannsson benti á eftir dóm Félagsdóms þá er líklégt að niðurstaða hans komi verst við háskólamenn sjálfa. Afleiðing hans verður sú að laun þeirra verða fryst fram yfir samningstíma Al- þýðusambandsins. Samningurinn, sem forsvarsmenn háskólamanna fögnuöu á sínum tíma, verði frekar til þess að háskólamenn dragist aftur úr heldur en að þeir uppskeri meiri launahækkanir en aðrir. Auk þess hefur þessi samningur og eftirleikur hans sett kjaramál háskólamanna í hnút sem erfitt er að sjá að leysist á næstu árum. Laun háskólamanna fryst með bráðabirgðalögum Sú niðurstaða, sem ríkisstjórnin, launþegahreyfingin og vinnuveit- endur eru að vinna að, miðar að því að allir geti glaðir unað við sitt, mið- að við þá stöðu sem komin var upp - allir nema háskólamenn. Ríkisstjómin hefur sagt upp kjara- samningnum við háskólamenn. Næsta skref er að setja bráðabirgða- lög á þá sem tryggja að þeir fái engar hækkanir út samningstíma kjara- samnings Alþýðusambandsins og vinnuveitenda. Þetta verður gert til að tryggja að háskólamenn geti ekki krafist launahækkana þrátt fyrir að samningnum hafi verið sagt upp þar sem eldri samningar giida þar til nýir hafa verið gerðir. Auk þess er þetta gert til að hægt verði að ná við- unandi samkomulagi við Alþýðu- sambandið og opinbera starfsmenn um með hvaða hætti bæta eigi öðrum launþegum upp 4,5 prósent launa- hækkun til háskólamanna. Forsvarsmenn annarra verkalýðs- félaga hafa nefnilega lýst því yfir að þeir muni aldrei þola hækkun til háskólamanna umfram aðra. Ef samkomulag á að nást við þessi félög verður að tryggja að háskólamenn hækki ekki í launum strax í kjölfar samkomulagsins. Það verður gert með bráðabirgðalögum. Rætt um tvær leiðir úr vandanum Að þessu loknu stendur valið eink- um um tvær leiðir. Sú sem ríkisstjórnin kýs helst er að samið verði um að í stað 2 pró- senta hækkunar í desember til al- mennra launþega fái þeir 2,9 pró- senta hækkun og síðan 3,0 prósenta hækkun í mars í stað 2,5 prósenta. Meö þessu telja reikningsmeistarar ríkisstjómarinnar að launþegar njóti sömu launahækkana og háskóla- menn hafa fengið þar sem laun þeirra verða fryst á meðan aðrir fái þessar hækkanir. Þessi leið raskar verðlagsspám mjög lítið. Hin leiðin er aö láta 4,5 prósent hækkun ganga til allra strax í skipt- um fyrir hækkanirnar í desember og mars. Þá kæmi smáverðbólgugusa í haust en síðan myndi htið sem ekk- ert gerast í verðlags- og launamálum þangað til næsta sumar. Hvort sem gert verður þá vill Al- þýðusambandið, og reyndar Alþýðu- flokkurinn líka, afnema 5 prósent jöfnunargjald á innfluttar iðnaöar- vörur. Það myndi minnka áhrif af launahækkunum til muna. Þessir aðilar vildu að jöfnunargjaldið færi eða yröi lækkað umtalsvert í tengsl- um við aðgerðir ríkisstjórnarinnar í fyrri viku. Ólafur Ragnar hefur hins vegar hafnaö því alfarið og gerir enn og ber fyrir sig að lækkun gjaldsins eða afnám þess muni ekki skila sér út í verðlagið. Heildsalar muni stela því. Háskólamönnum hent aftur á byrjunarreit Eins og sjá má af þessum valkost- um eru þessar aðgerðir tiltölulega ásættanlegar fyrir alla aðila. Um- saminn kaupmáttur í kjarasamning- unum heldur sér og engin röskun verður á launakerfinu í landinu. Launahækkanir verða ekki ýkja miklar umfram samninga og ekki umfram það sem atvinnufyrirtækin geta borið. Áfram má búast við að verðbólgan lækki og verði minni en marga undangengna áratugi. Það ættu því allir að geta sætt sig við þetta - allir nema háskólamenn. Þeir sitja uppi meö ónýtan samning og bráðbirgðalög sem mun frysta laun þeirra langt fram á næsta ár. Ekkert verður af hækkun launa há- skólamanna hjá ríkinu til jafns við þá sem starfa á almennum vinnu- markaði. Háskólamönnum og bar- áttumálum þeirra í mörgum undan- gengnum kjaradeilum er einfaldlega fómað á altari þjóðarsáttarinnar. Þeim er hent aftur á byrjunarreit. Þó háskólamenn muni ekki taka þessu þegjandi og blása til ýmissa aðgerða til að reyna að sporna gegn þessu er eðlilegt að menn spyrji sem svo í þessari stöðu: Er nokkur von til þess að háskólamenn nái fram meginkröfum sínum á næstu árum fyrst þeim tókst það ekki nú með þennan samning í höndunum? Það sem er einna athyglisverðast við þetta mál, fyrir utan fádæma klúður ríkisstjórnarinnar í máhnu öllu, er aö í raun voru önnur laun- þegasamtök í landinu tilbúin til að hleypa hér öllu í bál og brand frekar en að háskólamenn fengju að síga fram úr öðrum hópum. Það er ekkert sem bendir til þess að þessi afstaða breytist á næstunni. Það eina sem samningurinn frá því á síðasta ári og verkfallið þá virðist hafa fært háskólamönnum er ánægj- an af því að hafa gert nokkra ráð- herra að fíflum í Félagsdómi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.