Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1990, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1990, Síða 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Rítstjjóm - Auglýsingar - Askrift» Dreifing: Sími 27022 Frjálst,óháð dagblað FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 1990. Nefnd skoðar: Mun ríkið ekki greiða allar lýtaaðgerðir? ',.~3 „Heilbrigðisráðherra er að skoða ýmsa þætti í útgjöldum sjúkratrygg- inga og sjúkrahúsa og hvort hægt sé að hagræða eða gera hlutina með einfaldari og hagkvæmari hætti. Eitt af mörgu sem verið er að skoða eru lýtalækningarnar. Umræða um gerð samninga við sérfræðinga og fleiri hefur verið lengi í gangi og þá hefur þeirri spumingu verið velt upp hvort greiða eigi fyrir allar slíkar aðgerð- ir,“ sagði Finnur Ingólfsson, aðstoð- armaður heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra, við DV. Finnur er formaður nefndar sem ráðherra hefur skipað og ætlað er að fara sérstaklega í saumana á lýta- lækningum í þessu sambandi. í nefndinni eru auk Finns tveir lýta- læknar, fulltrúi tryggingastofnunar og fulltrúi heilbrigðisráðuneytis. Finnur sagði of snemmt að segja nokkuð um nefndarstafið. Nefndin væri nýbyrjuð að starfa og unnið væri að gagnasöfnun. Samkvæmt heimildum DV er hug- myndin að setja reglur um greiðslu- fyrirkomulag á lýtalækningum þar sem lýtaaðgerðir væru þá flokkaðar í nauðsynlegar lýtaaðgerðir annars vegar og fegrunaraðgerðir hins veg- ar. Tæki ríkið þá ekki þátt í kostnaöi við síðarnefndu aðgerðimar á sama hátt og í dag þar sem allur kostnaður er greiddur af ríkinu. Finnur sagði að einhvers konar flokkun lýtaaðgerða gæti orðið nið- urstaða nefndarstarfsins. Þannig væri fyrirkomulagið annars staðar á Norðurlöndunum þar sem greitt er fyrir sumar aðgerðir og aðrar ekki. -h!h Hvítanesið: Fjórir áttu 850 lítra Þrír íslendingar og einn Pólveiji, sem allir eru skipveijar á Hvítanes- inu, hafa játað að eiga smyghð sem fannst um borð í skipinu. Áfengið var keypt á Spáni. Alls fundust 288 lítraflöskur af vod- ka, 108 þriggja pela flöskur af vodka og 480 hálfs lítra flöskur af 95 prósent spíra. Þetta magn mun samsvara um 850 lítrum af vodka. Máhð er upplýst og verður sent ríkissaksóknara fljótlega. -sme LOKI Það er þá dýrt að vera ekki nógu Ijótur! Litillega aukið við kauphækkanir * j « i „Það verður ekkí farið í neinar aðgerðir nema þær standist 100 prósent," sagði Ólafur Ragnar Grfmsson tjármálaráöherra í sam- tali við DV. Það eru því engar líkur á að ríkisstjómin afnemi þá 4,5 prósent hækkun sem Félagsdómur úrskurðaði háskólamönnum en hugmyndir um slíkt komu fram á ’ raiðstjórnarfundi Alþýðusam- bandsins í gær. Slík aðgerð er ein- faldlega of hæpin lögfræðilega. Það eru miklar líkur til þess að dóm- stólar myndu hnekkja henni við fyrsta tækifæri. Á miðstjórnarfundinum kom greinilega fram að Alþýðusam- bandið mun ekki setja sig upp á móti bráðabírgðalögum á háskóla- menn. Það er því Ijóst að slík lög verða sett og koma þar með í veg fyrir frekari Iaunahækkanir til háskólaraamta, jafnvel alveg út samningstíma kjarasanmings Al- þýðusambandsins. Það eru einkum þrír kostir sem ríkisstjórnin mun fara í gegnum með Alþýðusambandinu, vinnu- veitendum, opinberum starfs- mönnum og öðrum í dag. í fyrsta lagi að desember- og marshækkanir í samningi Alþýðu- sambandsms verði hækkaðai' lítil- lega tíl að vinna upp 4,5 prósent hækkun til háskólamanna. Talið er að nægjanlegt sé að auka des- emberhækkunina um 0,75 til 0,9 prósent og marshækkunina um0,5 prósent. Ef laun háskólamanna yrðu fryst fram í júni á næsta ári myndi það 4,5 prósent forskot sem þeir hafa nú eyöast. í j úní myndu síðan öli laun hækka um 2 prósent. í öðru lagi kemur til greina aö öll Iaun hækki um 4,5 prósent nú gegn því að bæði desember- og marshækkunin verði gefm eftir. Þá kæmi smáverðbólgugusa í haust en síðan færí hún ört niður aftur og yrði nánast engin upp úr ára- mótum og fram að júníhækkuninni næsta sumar. Það sem einkum mælir gegn þessari leið er að v innuveitendur munu vart telja sig geta staðiö undir 4,5 prósent hækk- un nú án þess að fá það bætt á ein- hvern hátt Þriðja leiðin er að bæta öðrum launþegum 4,5 prósent hækkun til háskólamanna á engan hátt annan en þann aö frysta laun háskóla- manna út allan samningstíma kjarasamnings Alþýðusambands- ins. Aðrir launþegar fengju þá 2 prósent hækkun í desember, 2,5 prósent í mars og 2 prósent í júrú á næsta ári eins og kveður á um í samningum. Yflr samningstímann kæmu háskólamenn og launþegar svipað út en munurinn felst í því að háskólamenn stæðu verr að honuin loknum. Þeir væru þá með 4,5 prósent hærri laun en nú á meðán aðrir hefðu fengið 6,6 pró- sent hækkun. Þrátt íyrir að þetta séu þær þrjár meginleiðir sem rætt er um er allt eins líklegt að niðurstaðan verði sambland þeirra allra. Hvaða leið verður farin mun koma í fjós síðar í þessari viku. Ríkisstjórnin ætlar að dreifa ábyrgðinni af þessum að- geröum og mun þvi funda með íjöl- mörgum aðilum í dag og á morgun; Alþýðusambandinu, opinberum starfsmönnum, vinnuveitendum, Vinnumálasambandinu og jafnvel bændum. PáU HaUdórsson: Veljum það sem er hendi næst Gamlir flokksfélagar hittast á horni Stjórnarráðshússins. Eiríkur Tómasson og Gestur Jónsson lögmenn hittu Ólaf Ragnar Grímsson fjármálaráðherra eftir fund hinna lögfróðu manna með forsætisráðherra i gærmorgun. Ólafur var á leið á fund rikisstjórnarinnar í Stjórnarráðinu. Þeim er greinilega skemmt - gott að menn skuli enn geta hlegið. DV-mynd GVA „Á meðan engar vanefndir eru á samningnum erum við ekki í neinum aðgerðum," sagði Páll Halldórsson um aðgerðir í kjölfar uppsagnar rík- isstjórnarinnar á samningnum. „Það er alveg ljóst að við höfum ákveðinn samning sem er í gildi og við munum ekki gera verri samning í staðinn. Á meðan viðsemjendur okkar brjóta hann ekki, eins og þeir ætluðu að gera um daginn, fórum við ekki í neinar skærur. Þeim hefur nú verið hjálpað að lesa þann samning sem þeir undirrituðu og launa- keyrsla fór af stað í gær.“ En hvaða aðgerðir hefur helst verið rætt um ef til vanefnda kemur? „Við höfum rætt um aðgerðir meira og minna í allt sumar. Við veljum það sem hendi er næst og virkar best. Hins vegar verðum við ekki með neinar aðgerðir á meðan engar vanefndir eru á samningn- um.“ ' -pj Veðrið á morgun: Þokusúld á Suðausturlandi Austlæg eða suðaustlæg átt og hlýtt, einkum norðantil á landinu. Þokusúld eöa dálítil rigning á Suðausturlandi, norður með Austflörðum og vestur með suðurströndinni. Vestanlands verður skýjað að mestu, úrkomu- lítið framan af degi en lítils háttar rigning síðdegis. Norðanlands gæti rignt í fyrramálið en léttir heldur til síðdegis. 1 Y ijC^Babriel . V/ ; HÖGG- DEYFAR l’r Verslió hjá fagmönnum 0 varahlutir IM Hamarshöfða 1 - s. 67-6744 ] Kgntucky Fned Ghicken Faxafeni 2, Reykjarík Hjallahrauni 15, Hafnarfírði Kjúklingar sem bragó er að Opið alla daga frá 11-22 f f I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.