Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1990, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1990, Side 11
FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 1990. 11 Guatemala: Fyrrum harðstjóri aftur á valdastól? Útlönd Það vekur athygli að íbúar Guate- mala geta hugsað sér að kjósa fyrr- um harðstjóra til valda. Þegar Efrain Rios Montt var við völd í sextán mánuði í Guatemala voru um fimmtán þúsund manns myrt. Samt sem áður nýtur hann nægilegs stuðnings til að geta orðiö næsti for- seti landsins. Það þykir ótrúlegt að ef kosiö væri nú og ef Rios Montt væri forseta- frambjóðandi myndi hann vinna. En kosningamar í Guatemala verða ekki fyrr en í nóvember og enn er ekki ljóst hvort hann getur boðið sig fram. Samkvæmt stjómarskránni getur enginn orðið forseti tvisvar. En lögin þykja nægilega óljós til þess að menn leyfi sér ólíkar túlkanir, og það gera menn óspart þessa dagana. Efrain Rios Montt tók völdin 1982. Hann hélt þeim bara í sextán mánuði en það voru blóðugir mánuðir. Hundrað og fjörutíu bæir vom jafn- aðir við jörðu, fimmtán þúsund manns voru myrt og sextíu þúsund börn misstu foreldra sína. Ein millj- ón manna flutti frá heimkynnum sínum og hundrað og fimmtíu þús- und flúðu til nágrannalandanna. Blóðugt stríð Eftir ógnarstjóm Rios Montts varð svolítið rólegra í Guatemala þar sem blóðugt borgarastríð hefur geisað í þrjátiu ár. Rios var steypt af stób en nokkra síðar voru haldnar kosning- ar í landinu. Kristilegir demókratar hafa nú verið við völd í fimm ár. En hvers vegna skyldu íbúarnir kjósa einræðisherrann fyrrverandi yfir sig ? Sérfræðingar benda á að Guatemalabúar hafi tilhneigingu til ferði. Hann talar um guð og sjálfan sig eins og það væri eitt og hið sama. Hann stofnaði eigin kirkju, „Kirkju orðsins". Kristilegur boðskapur hans byggist á því að refsa og vekja ótta. Og Rios Montt hefur sagt: „Sá sem veitir yfirvaldinu andstööu veit- ir guði andstöðu." Orð hans fá hljómgrunn hjá heit- trúuðum og kúguðum Guatemalabú- um. Nokkrir þeirra útskýra stuðning sinn við Rios Montt með því að benda á siðferðisskort. í tíð núverandi stjórnar hafi ofbeldi aukist. Það er rétt að glæpum hefur fjölgað í Guatemala að undanfórnu, bæði venjulegum og pólitískum. Náms- menn, verkalýðsleiðtogar og bændur fmnast myrtir, „af óþekktum aðil- um“ eins og alltaf stendur í dag- blöðunum. Þó svo að fáir saki stjórn- ina beint um að bera ábyrgð á of- beldisverkunum saka flestir hana um að vera of máttvana til að koma í veg fyrir þau. Aukin fátækt Stjórnin er hins vegar sökuð um að bera ábyrgð á aukinni fátækt í landinu og verri efnahag. Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum lifðu 45 pró- sent íbúanna í fátækt árið 1985. í fyrra var talan komin upp í 67 pró- sent. Þetta virðist ætla að ryðja brautina fyrir ráðríkan og „fóðurlegan“ stjómanda eins og Rios Montt auk þess sem skortur er á öðram fram- bærilegum frambjóðendum. Fram- bjóðandi kristilegra demókrata, Alfonso Cabrera, er viðriðinn fíkni- efnahneyksli og samkvæmt skoðana- könnunum nýtur hann fylgis 4 pró- senta kjósenda. Mest fylgis nýtur Jorge Carpio, atvinnurekandi og fijálslyndur miðjumaður í stjórn- málum. Hann á meðal annars dag- blaðið E1 Grafico. Samkvæmt skoð- anakönnunum er fylgi hans og Rios Montts svipað eða rúmlega 20 pró- sent. Þær skoðanakannanir hafa ver- ið gerðar án þess að vitað sé hvort Rios Montt getur boðið sig fram. Sigurmöguleikar Ef hann fær að bjóða sig fram hefur hann möguleika á að vinna. Og ef hann fær ekki að bjóða sig fram get- ur hann kært mörgum sinnum og þannig tafiö framkvæmd kosning- anna. Bent hefur verið á þann mögu- leika að Rios Montt ákveði að styðja einhvern hinna frambjóöendanna ef hann fær ekki að fara í framboð sjálf- ur. Hann gæti einnig látið konuna sína fara í framboð. Enn einn möguleikinn, sem bent hefur verið á, er að Rios Montt taki völdin. Valdarán er ekki óhugsandi í Guatemala og hann hefur þegar átt aðfid að einu slíku. Sjálfur kveðst hann eiga rétt á að veröa forseti þar sem hann hafi ekki verið kjörinn í fyrra skiptið. DN Rios Montt stýrði Guatemala með harðri hendi í sextán mánuði á árunum 1982 til 1983. Nú vill hann verða kjörinn forseti. að ýta til hliðar óþægilegum endur- minningum. Margra ára hörmungar hafi kennt þeim að best sé að þegja og gleyma. Aðrir benda á að í mörg- um bæjum hafi ofbeldið verið verra fyrir tíð Rios Montts. Þess vegna hafi sums staðar verið litið á hann sem frelsara. Og enn aðrir vitna í persónuleika hans. Hræðir með boðskapnum Rios Montt ræðir gjarnan um sið- CIA vísar á bug ásökunum Bandaríska leyniþjónustan, CIA, hefur vísaö á bug ásökunum um að- ild að hryðjuverkastarfsemi á Ítalíu á átttmda áratugnum sem og morð- inu á Olof Palme, fyrram forsætis- ráðherra Svíþjóðar. Það var b'anda- rískur kaupsýslumaður, Dick Brenneke, sem sagði í sjónvarps- þætti í ítalska sjónvarpinu um síð- ustu mánaðamót að CIA hefði stutt frímúrararegluna P2 í hryðjuverk- um á Ítalíu. í sjónvarpsþættinum segir og að CIA hafi heitið meintum félaga í P2 stuðningi við morðið á Palme. „Stofnunin vísar því á bug að Brenneke hafi starfað hjá CIA eða hafi á einhvem hátt átt aðild að CIA,“ sagði talsmaður leyniþjón- usttmnar, Peter Eamest. Brenneke hefur áður lýst því yfir að hann hafi starfað fyrir CIA á átt- unda og niunda áratugnum. Hann segist hafa farið í leynilegar ferðir til Evrópu og hafi átt þátt í alþjóðlegum vopnasölusamningum upp á milljón- ir dollara. Yfirvöld bæði í Sviþjóð og á Ítalíu hafa lýst því yfir aö rannsókn sé hafin á staðhæfingum þeim sem fram komu í ítalska sjónvarpinu. Hans Olvebro, sá sem hefur yfirumsjón með rannsókn á Palme-morðinu, sagði fyrr í vikunni aö þessar ábend- ingar, um að P-2 ætti aðild að morð- inu á Palme, væra ekkert nýjar. En ítalski forsetinn, Francesco Cossiga, hefur hvatt til rannsóknar á því sení fram koiú í sjónvarpsviðtalinu. Reuter ' ■ Bátsferðir í Viðey: KL 18.00 KL 19.00 KL 19.30 YIÐEUABSTOFA KL 20.00 Borðpantanir og upplýsingar í síma 681045 og 28470. Bátsferðir í Land: KL 22.00 KL 23.00 KL 23.30 Opið 1. jtíní - 30. septemBer.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.