Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1991, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1991, Blaðsíða 6
Fréttir MÁNUDAGUR 25. MARSj'19,91; Sandkom i>v Mikið annríki hjá lögreglu aðfaranótt föstudagsins: Tugir manna lentu í slagsmálum - stangað, sparkað, kýlt og barist 1 höfuðborginni Á föstudagskvöldið og aðfaranótt laugardags var fjöldi manna hand- tekinn í Reykjavík vegna líkamsár- ása, átaka og ýmissa ölvunaróspekta. Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst INNLÁN ÓVERDTR. Sparisjóösbækurób. 4,5-5 Lb Sparireikningar 3ja mán. uppsogn 4,5-7 Sp 6mán. uppsögn 5,5-8 Sp Tékkareikningar, alm. 1-1,5 Sp Sértékkareikningar 4,5-5 Lb ViSITOLUB. REIKN. 6mán. uppsogn 2.5-3.0 Nema íb 15-24 mán. 6-6,5 Ib.Sp Orlofsreikningar 5.5 Allir Gengisb. reikningar í SDR7.1 -8 Lb.lb Gengisb. reikningar í ECU 8.1 -9 Lb.lb ÓBUNDNIR SÉRKJARAR. Vísitölub. kjör, óhreyföir. 3 Allir Óverðtr. kjör, hreyfðir 10,25-10,5 Nema Ib BUNDNIR SKIPTIKJARAR. Vísitölubundin kjör 5,25-5.75 Bb Óverðtr. kjor 12,25-13 Bb INNL. GJALDEYRISR. Bandaríkjadalir 5,25-6 Ib Sterlingspund 11,5-12,5 lb Vestur-þýsk mörk 7.75-8 Ib Danskarkrónur 7,75-8.8 Sp ÚTLÁNSVEXTIR. (%) lægst ÚTLAN óverðtr. Almennirvíxlar(forv.) 15,25 Allir Viðskiptavíxlar(forv.)(1) kaupgengi Almennskuldabréf 15,25-15.75 Lb Viðskiptaskuldabréf (1) kaupgengi Allir Hlaupareikningar(yfirdr.) ÚTLAN VERÐTR. 18.75-19 Bb 7,75-8,25 Lb AFURÐALAN isl. krónur 14,75-15,5 Lb SDR 10-10,5 Lb Bandaríkjadalir 8,8-9 Sp Sterlingspund 15,5-15,7 Lb.lb Vestur-þýskmörk 10,75-10,9 Lb.lb.Bb Húsnæðislán 4.5 Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 23,0 MEÐALVEXTIR óverötr. mars 91 15,5 Verðtr. mars 91 7.9 VÍSITÖLUR Lánskjaravísitalaapríl 3035 stig Lánskjaravísitala mars 3009 stig Byggingavísitala apríl 580 stig Byggingavísitala apríl 181.2 stig Framfærsluvísitala mars 150,3 stig Húsaleiguvísitala 3% hækkun 1 apríl VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða Einingabréf 1 5,439 Einingabréf 2 2,937 Einingabréf 3 3,567 Skammtimabréf 1,822 Kjarabréf 5.332 Markbréf 2.842 Tekjubréf 2,078 Skyndibréf 1.584 Fjölþjóðabréf 1,270 Sjóðsbréf 1 2,601 Sjóðsbréf 2 1,822 Sjóösbréf 3 1,803 Sjóðsbréf 4 1,562 Sjóðsbréf 5 1,086 Vaxtarbréf 1.8463 Valbréf 1,7185 Islandsbréf 1,128 Fjórðungsbréf 1,080 Þingbréf 1,126 Öndvegisbréf 1,115 Sýslubréf 1,135 ReiOobréf 1,104 Heimsbréf 1,042 HLUTABRÉF Solu- og kaupgengi aö lokinni jófnun: KAUP SALA Sjóvá-Almennar hf. 6,80 7.14 Eimskip 5,27 5,50 Flugleiðir 2,62 2,72 Hampiðjan 1,80 1,88 Hlutabréfasjóðurinn 1,82 1.91 Eignfél. Iðnaðarb. 2,05 2.15 Eignfél. Alþýðub. 1.47 1,54 . Skagstrendingur hf. 4,40 4,60 islandsbanki hf. 1,54 1,60 Eignfél. Verslb. 1,36 1.43 Olíufélagið hf. 6,30 6,60 Grandi hf. 2,40 2,50 Tollvörugeymslan hf. 1,00 1,05 Skeljungur hf. 6,40 6.70 Ármannsfell hf. 2,35 2,45 Fjárfestingarfélagið 1,28 1,35 Útgeröarfélag Ak. 3.82 4,00 Olís 2.23 2,33 Hlutabréfasjóður VlB 0,98 1,03 Almenni hlutabréfasj. 1,03 1.07 Auðlindarbréf 0,975 1,026 1.11 Islenski hlutabréfasj. 1,06 Síldarvinnslan, Neskaup. 2,40 2,50 (1) Viö kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Skammstafanir: Bb = Búnaðarbankinn, lb = islandsbanki Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Sp = Sparisjóð- irnir. Nánari upplýsingar um peningamarkað- inn birtast i DV á fimmtudögum. Tugir manna tengdust slagsmálum með ýmum hætti. Að minnsta kosti einn maður slasaðist illa eftir átök. Þegar klukkan var rúmlega ellefu á fóstudagskvöldið fór lögreglan í Fellahelli. Þar urðu tveir piltar fyrir áverkum eftir að þriðji aðilinn hafði ráðist á þá og skallað báða í andlitið. Lögreglan náði ekki árásarmannin- um en vitað er um hvern var að ræða. Piltarnir sem hlutu meiðsl voru ódrukknir. Málið er í rannsókn. Þegar klukkan var 02.37 um nóttina voru lögreglumenn á eftirlitsferð við Lækjargötu. Þeir hittu ölvaðan mann sem sagðist hafa lent í átökum við þrjá pilta stuttu áður. Maðurinn hafði kastast á steinvegg og hlaut hann blóðugt sár á hnakka. Lögregl- an fann einn þremenninganna en sá neitaði sökum við yfirheyrslur. Klukkan 03.10 slasaðist rúmlega tvítugur maður illa í átökum fyrir utan Útvegsbankabygginguna í Austurstræti. Lögreglu var tilkynnt um mann sem lá í blóði sínu. Maður- inn reyndist vera með hraöan púls og andardrátt. Síðar kom í ljós að hann var kjálkabrotinn og með fleiri áverka. Hann var fluttur í sjúkrabíl á slysadeild. Tveir höfðu verið í fylgd með þeim slasaða en þrír með þeim sem varð valdur að áverkanum. Grunaður árásarmaður var hand- tekinn. Hann viðurkenndi að hafa sparkað í kvið þess slasaða en bar því við í fyrstu að hafa verið að koma félaga sínum til hjálpar. Málið er hjá Rannóknarlögreglu ríkisins. Síðar um nóttina var maður fluttur á slysadeild með áverka eftir átök við mann við Reykjavíkurapótek í Austurstræti. Nokkru síðar kom annar sem einnig hafði hlotið áverka í andliti eftir slagsmál í Austur- stræti. Hann lagði þó ekki fram kæru. Að morgni laugardagsins voru sex menn færðir úr fangageymslum og fyrir dómara vegna óláta og slags- mála innandyra á skemmtistöðum og víðar í borginni um nóttina. í þeirra tilfellum var þó ekki um meiðsl að ræða. Mönnunum var gert að greiða 6-10 þúsund krónur í sekt. Austurland: Sú fegursta var Selma Ægir Kristinsson, DV, Fáskrúðsfirði: Selma Unnsteinsdóttir frá Höfn var kjörin feguröardrottning Austur- lands um helgina. Benný Isleifsdóttir frá Eskifirði var valin ljósmyndafyr- irsæta kjördæmisins og vinsælasta stúlkan, Heiðdís Ellen Róbertsdóttir frá Breiðdalsvík. Það voru sjö stúlkur sem tóku þátt í keppninni um titilinn „Fegurðar- drottning Austurlands" í félags- heimilinu Skrúð á laugardagskvöld- ið. Stúlkumar voru Benný Sif ísleifs- dóttir, 21 árs, Eskifirði, Guðbjörg Oddsdóttir, 19 ára, Fellabæ, Heiðdís Ellen Róbertsdóttir, 19 ára, Breið- dalsvík, Helena Birkis Víöisdóttir, 18 ára, Egilsstöðum, Karen Jenný Heið- arsd., 19 ára, Dalatanga, Lilja Hjart- ardóttir 20 ára, Höfn. Mikil aösókn var að skemmtuninni og uppselt fyrir löngu. Selma Unnsteinsdóttir frá Höfn krýnd fegurðardrottning Austurlands. DV-mynd Ægir Fáskrúðsfirði Aðfaranótt sunnudagsins 1 höfuðborginni: Sex slasaðir eftirátök - sparkaði í andlit eins og annar nefbrotnaði Að minnsta kosti sex manns voru fluttir á slysadeild eftir árásir og átök í Reykjavík í fyrrinótt. í nokkram tilvikum urðu menn fyrir fólskulegum árásarbrögðum. Um klukkan tvö aðfaranótt sunnudagsins var ráðist á mann í Þjóðleikhúskjallaranum og spark- að í andlit hans og víðar. Meiðsl voru óljós en þó ekki talin mjög alvarleg. Hann var fluttur á slysa- deild. Árásarmaðurinn var hand- tekinn. Mennimir höfðu átt í úti- stöðum hvor við annan. Klukkan rúmlega þrjú fór lög- reglan að skemmtistaðnum Yfir strikið í Ármúla. Þar hafði maður verið að ganga út af staðnum þegar hann var sleginn fyrirvaralaust í andlitið. Meiösl hans voru ekki tal- in alvarleg. Árásarmaöurinn var handtekinn. Hann gaf þá skýringu að hafa átt í útistööum viö hinn manninn fyrr um kvöldið. Á svipuöum tíma beit maður annan á Fimmunni í Hafnarstræti. Árásarmaðurinn var handtekinn. Þaraa var ekki um alvarleg meiðsl að ræða. Nokkru síðar kom ölvaður og blóðugur maður á miðborgarstöð lögreglu og sagðist hafa orðið fyrir árás. I þessu tilviki fannst árásar- maðurinn ekki en grunur beinist að ákveðnum aðila. Um klukkan fjögur slösuþust tveir menn í átökum í Pósthús- stræti. Annar þeirra var neft>rot- inn og hinn bar einnig við eymsl- um. Tveir meintir árásarmenn voru handteknir. Óljóst er með upptök þessara slagsmála en máliö er í rannsókn. Að morgni sunnudagsins voru tveir menn færðir fyrir dómara vegna ölvunaróláta og slagsmála á öörum stöðum í borginni. -ÓTT Systkini í framboði Pólitískur áhugiinnan Qölskyldna virðistvera mismikill.l sumumfiöl- skyldum virð- istáhuginn yfirþyrmandi nysy-stkinn- framboö \úrð- astfærast í vöxt. Á Vestfiöröum á GuðjónA. Kristinsson, forseti Far- manna- ogftskimannasambandsins í baráttu við systur sína, Valgerði Kristinsdóttur. Hann er í framboði fyrír Sjálfstæðisflokkinn, hún er í framboði fyrir Kvennaiistann. Á Reykjanesi eru þaö svo systurnar Sigrún og Kristin Jónsdætur sem eru á öndverðum meiði í pólitíkinni. Sú fyrmethda er í framboði fyrir Kvennalistann en hin síðarnefnda býður sig fram iyrir Alþýðuflokkinn. Þriðja parið sem DV hefur lraft fregn- ir af eru þær systur Sigurrós Sigur- jónsdóttir sem er í framboði fyrir Alþýðubandalagið i Reykjavík en sy stir hennar Birna er í framboði fyrir Kvennalistann á Reykjanesi. Kvennalistinn á helming allra par- anna en gömlu flokkamir skipta s vo með sér framboðskandldötum hinna ' að undanskíldum Fi-amsóknar- flokknum, hann á engan fulltrúa. Þórunn hyma Þáttur Arthurs Björgvins Bollasonar, Lit- rófersýnáur varfyrirviku inunhiúafarið nokkuöitauu- arnaráýmsum Akureyring- um.Einkumog ______________sérílagisá hluti hans er fjallaði um Helga magra og Þórunni hyrnu er námu land á Kristnesi við Eyjaijörð. Af þeim hefur til skamms tíma staðið stytta á Akur- eyri og gerði umsjónarmaður þáttar- ins mikla leit að henni og fann á end- unum, merkilegt nokk. Það sem fór einkum fyrir brjóstið á norðan- mönnum var það að Þórunn vai' aldr- ei nefnd á nafn heldur ýmíst kölluð spúsan, konan, frúin eða ámóta nöfn- um. Hins vegar var stöðugt klifað á nafni karlsins, Helga magra. Draumar Þjóðin virðist sokkin uppfvr- ireyruíáhuga sínumáand- legummáiefn- um.Þaðerallt í tísku, sér ilagi efþaðkcmurað handaneða iiefuryiirsér _______________annarlegan blæ. Draumar eiga tilaðmynda mjög upp á pallborðiö enda er fólk víst allt- af að dreyma eitthvað merkilegt á nóttunni. Kona nokkur sem DV hefur haft spurnir af mun vera á leiðínni til Englands á námskeið til að læra að ráða drauma og ætlar hún að dvelja þar næstu sex mánuðina við þessa iðju. Þegar hún kemur heim ætiar hún svo að setja upp sérstaka draumaráðningarþjónustu og hjóða fólki að ráða drauma þess gegn vægu gjaldi. Óspenntir á Þórshöfn Þaðvargerð könnunáör- ;: yggisbúnaði bifreiöa i febrú- arogtneðal þesssemkann- aðvarvarbíi- beltanotkun. Þegarfariðvar aöskoðaút- _______________komunakomí ljós að Þórshafnarbúar skáru sig mj ög úr hvað varðar notkirn bílbolta. Urtakið voru 25 bilar. Karlar óku 17 þeirra en konur 8. Einungis sex voru spennfir. Af fimm farþegúm í fram- sæti var einn njörvaður niður í bíl- belti. Greinilegt að Þórshafnarbúar þurfa að taka sig á og sennilega veitti þeim ekki af að fara á námskeið og læra hvar bílbeltin eru staðsett í bíln- um og hvernig eigi aö nota þau. Umsjón: Jóhanna Margrét Etnarsdóttlr

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.