Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1991, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1991, Blaðsíða 16
vr 16 MÁNUDÁGÍjR' 25.' MARS’ 1991. ' ’ 1 /ít ;i» .E!II. Keilutilb oð i 100 kr. leikurirm mánudaga til föstudac a p kl. 12.00—17.00. Keilusalurinn Öskjuhlíð Sími 621599. SÆNSKUNÁM - SUMARLEYFI Norræna félagið á íslandi í samvinnu við Norræna félagió í Norrbotten í Norður-Svíþjóð gefur 15 ís- lendingum kost á 2ja vikna sænskunámi í Framnás folkhögskola dagana 29. júlí til 9. ágúst næstkom- andi. Kenndar verða B stundir á dag og auk þess fer fram kynning á lífi og starfi fólks á Norðurkollu. Eftir námskeiðið gefst kostur á þriggja daga ævintýra- ferð um Lappland. Námskeiðið kostar 40.000.00 krónur. Innifalið er ferðir báðar leiðir, kennsla og dvalarkostnaður í tvær vikur. Umsóknir skal senda til skrifstofu Norræna félagsins í Norræna húsinu í Reykjavík á sérstöku eyðublaði sem. þar fæst. Umsóknarfrestur er til 14. apríl. Kjörið tækifæri til að sameina sumarleyfi og sænsku- nám. Norræna félagið NYJAR OG NOTAÐAR TRAKTORSGRÖFUR TEGUND: ARG. VINNUST. Case 580K 4x4 turbo ... 1991 0 Ný vél Case 580K 4x4 turbo ... 1990 600 Case 580K 4x4 ... 1990 600 Case 580K 4x4 ... 1989 1100 Case 580G 4x4 ... 1986 2700 Case 580G 4x4 ... 1983 6200 Case 580F 4x4 ... 1982 Nvunntpkin Case 580F 4x4 ... 1981 7500 Case 580F 4x2 ... 1979 Mjög góð JCB 3CX 4x4 Sitemaster turbo ... 1991 0 Ný vél JCB 3CX 4x4 Sitemaster turbo ... 1990 400 JCB 3CX 4x4 Sitemaster ... 1990 600 JCB 3CX 4x4 Sitemaster turbo ... 1989 800 JCB 3CX 4x4 Sitemaster turbo ... 1988 1140 JCB 3CX 4x4 Sitemaster ... 1987 2750 JCB 3CX 4x4 Sitemaster ... 1986 3430 Ford 655C. 4x4 0 Ný vél **** MJÖG HAGSTÆTTVERÐ **** Seljum nýjar og notaðar vinnuvélar, útvegum varahluti í vinnuvélar MARKADSÞJÓNUSTAN SÍMI 2-69-84, FAX 2-69-04 Hagnýt lögfræði Beióni um gjaldþrot er skrifleg og henni fylgir endurrit fjárnámsins úr fogetabók. Biðji lánardrottinn um gjald- þrotaskipti boðar skiptaráðandi skuldarann á sinn fund og kynnir honum skiptakröfuna. Hvað er gjaldþrot? Við gjaldþrot fer fram eins konar sameiginleg fullnustugerð allra þeirra sem eiga kröfu á þrotamann. Um gjaldþrotaskipti íjalla gjald- þrotalög auk ýmissa ákvæða skiptalaganna, einkum um niður- röðun skulda. Með lögunum er stefnt að því að jafnrétti ríki á milli kröfuhafa. Þrotamaður á ekki að geta komið eignum undan skiptum rétt fyrir gjaldþrot sitt, eða ráðstaf- að þeim á annan hátt sem andstæð- ur er fyrrnefndu jafnrétti. Skilyrði gjaldþrots Gjaldþrot getur orðið með tvenn- um hætti. Annars vegar að kröfu lánadrottins og hins vegar að kröfu þrotamanns sjálfs. Til þess að mað- ur geti beðið um gjaldþrotaskipti á sínu eigin búi þarf hann aö vera ógjaldfær. Með því er átt við að eignir dugi ekki fyrir skuldum. Til þess að lánadrottinn geti beðið um gjaldþrotaskipti á búi skuldara síns þarf hann að eiga dæmda fjárkröfu á hendur honum. Einnig þarf hann að sanna eignarleysi viðkomandi skuldara. Gjaldþrotalögin hafa að geyma reglur um slíka sönnun, en algengast er að það sé gert með árangurslausri aðfaragerð. Hún fer þannig fram að skuldari lýsir yfir eignaleysi sínu fyrir fógeta þegar gera á fjárnám hjá honum og bókar fógeti þessa yfirlýsingu í fógetabók. Beiðni um gjaldþrot er skrifleg og henni fylgir endurrit fjárnámsins úr fógetabók. Biðji lánardrottinn um gjaldþrotaskipti boðar skiptar- áðandi skuldarann á sinn fund og kynnir honum skiptakröfuna. Hef- ur skuldarinn þar tækifæri til að tjá sig um kröfuna, en skiptaráð- andi úrskurðar svo um hana á grundvelli þeirra gagna sem fyrir hggja. Réttaráhrif gjaldþrots Frá og með uppkvaðningu gjald- þrotaúrskurðar missir þrotamaður rétt til að ráöstafa eignum sínum svo bindandi sé fyrir búið. Það þýð- ir þó ekki að hann sé ekki lengur fjárráða, heldur getur hann ekki bundið bú sitt með samningum. Gjaldþrotaúrskurður er birtur í Lögbirtingarblaðinu og bindur úr- skurðurinn alla upp frá því. Fram að birtingu úrskurðarins bindur hann einungis þá sem vita eöa mega vita um hann. Einnig er gjaldþrotaúrskuröi þinglýst á fast- eignir þrotamanns svo grandalaus- ir viðsemjendur öðlist ekki rétt yfir fasteignum hans með samningum. Viö uppkvaðningu úrskuröar breytist ekki einungis staöa þrota- manns, heldur líka staða lána- drottna. Eftir aö úrskurður hefur verið kveðinn upp geta kröfuhafar ekki látiö fara fram fullnustugerð í eignum búsins svo gilt sé. Þeir veröa að lýsa kröfum sínum í búiö Umsjón: ORATOR - félag laganema menni eiga í hlut. Er fresturinn miðaður viö svonefndan frestdag sem er venjulega sá dagur þegar skiptabeiðni kemur fram. Hér skiptir grandaleysi viðsemjenda engu máh. Riftunar verður alltaf að krefjast sérstaklega í dómsmáli, nema aðilar semji um að greiðsla „Frá og með uppkvaðningu gjaldþrota- úrskurðar missir þrotamaður rétt til að ráðstafa eignum sínum.. innan ákveðins frests, kröfulýsing- arfrests. Eignir bús og skuldir Tilgangur gjaldþrotaskipta er að skipta eignum þrotamanns á milli kröfuhafa eftir ákveðnum reglum. Er kröfunum raðað upp í flokka eftir forgangsröð, en síðan er greitt af eignum búsins eins og þær duga til. Við gjaldþrotaskipti eru allar eigur þrotamanns teknar og þeim komið í verð, annað hvort með sölu á frjálsum markaði eða á uppboði. Þó eru þær eignir undanskildar við skiptin sem ekki má taka fjárnámi. Það eru þeir hlutir sem fólk þarf til að sinna venjulegum dagiegum þörfum sínum. Hér undir geta til dæmis fallið eldunaráhöld, rúm og ýmis verkfæri sem tengjast at- vinnurekstri. Einnig eru vinnu- laun þrotamanns eftir að skiptaúr- skurður er kveðinn upp undanþeg- in skiptunum. Allar kröfur á hendur búinu eru metnar til peningaverðs og þeim fullnægt af eignum þess. Við upp- kvaðningu úrskurðar um gjaldþrot falla allar kröfur á þrotamann í gjalddaga, því óhentugt væri að fresta skiptum þar til allar kröfur væru gjaldfallnar. Riftunarreglur Þegar halla tekur undan fæti hjá mönnum hefur reynslan sýnt að þeir reyna að koma eignum undan, til dæmis meö því að gefa þær ætt- ingjum eða selja fyrir mjög lágt verð, í þeim tilgangi að njóta þeirra sjálfir síðar. Einnig er algengt að gert sé upp að fullu við einstaka kröfuhafa sem eiga lítt eöa ekkert tryggðar kröfur á hendur þrota- manni, svo sem viðskiptaskuld í verslun. Til að koma í veg fyrir ráðstafanir sem þessar hafa verið settar reglur um riftun á ráðstöfun- um þrotamanns. Sé þeim beitt má rifta meö afturvirkum hætti ýms- um ráðstöfunum og samningum þrotamanns, til dæmis gjöf eða sölu á bíl. Þessi afturvirki frestur er venjulega sex mánuðir, en getur verið allt aö tveimur árum ef skyld- gangi th baka. Áhrif riftunar eru þau að sá sem tók við greiðslu sam- kvæmt riftanlegum löggemingi verður að endurgreiða búinu sem nemur hagnaði hans af löggerning- um. Úthlutun og skiptalok Þegar eignum bús hefur verið komið í verð, útistandandi skuldir innheimtar og ágreiningsmál ráðin til lykta er samið frumvarp að út- hlutunargerö til kröfuhafa. Er þetta frumvarp lagt fyrir skipta- fund, sém er fundur allra kröfu- hafa, th samþykktar. Skiptaráð- andi samþykkir svo úthlutunar- gerð þegar allur ágreiningur hefur verið útkljáður og með staðfestingu skiptagerðar telst skiptum lokið. Úthlutunargerð er grundvöllur út- hlutunar úr búi, nema henni sé áfrýjað til Hæstaréttar. Áður en úthlutun getur farið fram verður að bíða eftir því að áfrýjunarfrestur líöi, nema alhr kröfuhafar sam- þykki að að falla frá áfrýjun. Þegar úthlutun er lokið eru skiptalok auglýst í Lögbirtingarblaðinu. Það er útbreiddur misskilningur á meðal almennings að maður sem hefur oröið gjaldþrota megi ekki eignast neitt í 10 ár á eftir. Hiö rétta er aö það sem ekki fæst greitt við skiptin ábyrgist þrotamaður í 10 ár og er því hægt að endurupptaka skiptin hvenær sem er innan þess tíma, eignist þrotamaöur einhveij- ar eignir. Fáist þá ekki allt greitt byrjar svo nýr 10 ára frestur að líða og svo koU af kolli. Hins vegar er þaö svo að skiptabeiðendur verða að standa straum af skiptakostnaði ef eignir hrökkva ekki til og því er líklegt að skipti séu ekki endurupp- tekin nema umtalsverð eigna- myndun hafi átt sér stað hjá þrota- manni. Að lokum er rétt að geta þess, að nú liggur fyrir Alþingi, frumvarp til nýrra gjaldþrotalaga. Verði það frumvarp að lögum verða nokkrar breytingar á reglum núgildandi laga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.