Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1991, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1991, Blaðsíða 36
48 (Stuelle Allt sem þú þarft lch mag's lch trag’s Sérlisti með fallegum fatnaði I yfirstærðum. Einnig sérstakar K-stærðir fyrir lágvaxnar konur. Nú geta allir fengið fatnað sem passar. Listinn kostar kr. 200. Madeleine Tískulisti með glæsilegum, þýskum kvenfatnaði. Sérstakur fatnaður fyrir sérstakar konur.1 Listinn kostar kr. 200. Mach’s Selberl Listi fyrir þá sem gera hlutina sjálfir. Allar gerðir verkfæra og fullt af sniðugum hlutum. Listinn kostar kr. 200. Euroval Sérlisti fyrir úr og skartgripi. Góðir hlutir á góðu verði. Listinn kostar kr. 2Ö0. Stóri Quelle-llstinn 40.000 vörunúmer á 1300 bls. Fatnaður á alla fjölskylduna, allt fyrir heimilið, gjafavara og raftæki I ótrúlegu úrvali. Góð vara á góðu verði. Listinn kostar kr. 500. Í afgreiðslu okkar liggja Irammi: Sérlisti með hlutum fyrir gæludyr, húsgagnalistar, Ijósa- listar og Top Shop-táningalistinn, auk annarra lista sem hægt er aö panta úr. Quelle STÆRSTA PÖSTVERSLUN EVRÓPU HJALLAHRAUN 8, HAFNARFJÖRÐUR. PÖNTUNARLÍNA 91-50200 MÁNUDAGUR 25. MARS 1991.' Sviðsljós Heimsreisa Það var troðfullur salur, og kom- ust faerri að en vildu, þegar Ferða- skrifstofan Veröld kynnti heims- reisuferð sína í ár undir nafninu „Lönd morgunroðans". Kynningin var haldin í Ársal Hótel Sögu, og hafði Ingólfur Guðbrandsson veg og vanda að henni og verður jafn- framt fararstjóri hópsins í ferðinni. Að þessu sinni verður farið í nokkurs konar sælkeraferð til Austurlanda íjær, þar sem löndin Japan, Taiwan, Thailand og Filippseyjar verða heimsótt. Ferðin stendur í þrjár vikur og er þegar búið að bóka rúmlega 50 manns af þeim 80 sem komast með. Þetta er þriðja árið í röð sem Veröld efnir til heimsreisuferðar og hefur aðsóknin jafnan verið mjög góð. Ferðin er því tilhlökkun- arefni fyrir ferðalangana sem legja í hann þann 6. október næstkom- andi. Það voru margir sem kynntu sér heimsreisuferð Ferðaskrifstofunnar Veraldar á dögunum, en fyrirhugað er að heimsækja Austurlönd fjær. Reiðhjólaverslunin Örninn hefur opnað ný og glæsileg húsakynni að Skeif- unni 11 þar sem boðið verður upp á alhliða þjónustu fyrir reiðhjólafólk. Stærri verslun - auldn þjónusta Reiöhjólaverslunin Örninn hefur opnaö nýja reiöhjólamiðstöð að Skeifunni 11 þar sem fyrirhugaö er að bjóða upp á stóraukna þjónustu við hjólreiðafólk. Miðstöðin er 750 fermetrar að stærö, á þremur hæðum, þar sem boðið veröur upp á alhliða þjónustu í fullkomnu viðgeröa- og samsetn- ingaverkstæði. Einnig verður þar innan skamms boöið upp á endur- söluþjónustu. í tilefni af opnuninni mun Örninn kynna fjögur heimsþekkt fjallahjóla- merki sem notiö hafa vinsælda víða um heim: Specialized, Trek U.S.A., Jazz og GT. Verslun Arnarins að Spítalastíg 8 veröur áfram á sínum stað. Lið kylfinganna, f.v.: Annel Þorkelsson, Óskar Halldórsson, Hilmar Björg- vinsson, Sigurður Pétursson, Sigurður Benjamínsson, Hörður Sigurðs- son og Guðlaugur Gislason. Lögreglumenn keppa íþróttasamband lögreglumanna, ÍSL, sendi fyrir nokkru tvö lið til Danmerkur og Svíþjóðar til að taka þátt í norðurlandamóti lögreglu- manna í handknattleik og land- skeppni í golfi. Handknattleikurinn fór fram í Kaupmannahöfn en golf- keppnin fór fram á Ljunghusens- vellinum í Sviþjóð. í handknattleikskeppninni kepptu íslendingar við Dani og Norðmenn, og voru það Danirnir sem hlutu Evrópumeistaratitilinn að þessu sinni, enda þótti lið þeirra áberandi best. Árni Friðleifsson úr Víkingi var þó tahnn besti leikmað- ur mótsins. í golfkeppninni í Svíþjóö unnu Svíar íslendinga með 6,5 vinning- um gegn 2,5 vinningum íslendinga. Keppt var í tvímenningi með for- gjöf og leiknar 18 holur í hvorum leik. Ákveðið hefur verið að halda næstu landskeppni lögreglumanna í golfi á íslandi í júní. Árið í ár veröur því annasamt hjá ÍSL því að auk þess verða haldin hér þrjú Evrópumót og þrjú Norðurlanda- mót, þar á meðal Norðurlandamót lögreglumanna i knattspyrnu. Handknattleiksliðið sem keppti i Kaupmannahöfn. Efri röð f.v.: Árni Frið- leifsson, Gunnlaugur K. Jónsson, Hannes Leifsson, Magnús Þórisson, Páll Briem Magnússon, Bjarni Ólafsson og Haukur Asmundsson. Neðri röð f.v.: Birgir Hilmarsson, Valgarð Valgarðsson, Jónas Þorgeirsson, Birgir St. Jóhannsson, Hermann Karlsson, Stefán Thordarsen og Einar Þórarinsson. Jakob Þórarinsson er fremst á myndinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.