Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1991, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1991, Blaðsíða 40
Meiming_______________________dv Full Circle: Bræðingur af bestu gerð Jazzvakning stóö fyrir tónleikum bandarísku hljóm- sveitarinnar Full Circle á Púlsinum í síðustu viku. Þetta er tiltölulega ný hljómsveit, sem hefur frá árinu 1988 sent frá sér þrjár breiðskífur og er sú nýjasta, Secret stories, væntanleg í verslanir innan skamms. Sá sem þetta ritar hafði aðeins heyrt eitt lag með Full Circle af annarri breiðskífu þeirra, og hrifist mjög af, en fékk svo í hendur nýjasta geisladiskinn rétt fyrir tónleikana á fóstudagskvöldið. Er skemmst frá því að segja, að þetta er frábær hljómsveit. Tónhst hljómborðleikarans Karls Lundbergs er fyrst og fremst djass/rokk bræðingur með áhrifum víðs vegar að, aðallega þó frá Brasilíu í þetta sinn, enda er nýjasta plata þeirra tekin upp í Rio de Janeiro. Margir þekktir bandarískir og evrópskir tónlistar- menn hafa gert plötur í samstarfi við Brasilíumenn og tekist misjafnlega. Frægustu dæmin um velheppnað samstarf þar suður frá eru trúlega Stan Getz og George Duke en dauflegur árangur Pauls Simon á sömu slóðum sýnir að jafnvel ágætustu mönnum getur mistekist. Fyrstu 3 lög tónleikanna voru öll af nýjustu plötunni og sýna að brasilíska samstarfið hefur tekist með mikl- um ágætum. „Puma,“ „Pau D’Arco" og „Secret stories" sýndu áheyrendum, að þarna fer hljómsveit í heimsklassa og gaman var að sjá hvernig tónhstarmennirnir spil- uðu sig saman meö því að þvælast hver um annan þveran og stökkva jafnvel upp að þeim spilara sem áríðandi var að ná sem bestu sambandi við í það og það skiptið. Sólóisti tók sér jafnan stöðu fremst á miðju sviði meðan á einleik stóð, en átti jafnan á hættu að einhver annar meðlimur sveitarinnar, sem frjáls var ferða sinna, kæmi upp að honum, snerist í kringum hann og einblíndi jafnvel í augu viðkomandi stutta stund. Þetta var allsérkennilegt en ber vott um litla samskiptaörðugleika í hljómsveitinni. Sólókaflar voru þó allir fremur fáir og stuttir og Lundberg virðist ganga að samningu verka sinna sem Jass Ingvi Þór Kormáksson tónskáld á borð við Zawinul fremur en lagasmiður, þannig að útsetning hvers lags er að jafnaði talsvert viðamikil. Heildaráhrifm eru í forsæti, fremur en einstakir hljóðfæraleikarar. Það fór þó ekki á milli mála, að hér voru fyrirtaksspilarar á ferðinni. Frábær og heillandi flautuleikur Svíans, Anders Bostrum gefur músíkinni milt og fágað yfirbragð en hann er aðalsólóisti Full Circle ásamt íslenska bassaleikaranum Skúla Sverris- syni. Það hefur greinilega mikið vatn runnið th sjávar síðan við Skúli lékum saman i FÍH-skólanum. Hann var góður þá og allir sannfærðir um að hann ætti fram- Skúli Sverrisson sýndi þeim fjölmörgu sem komu aö hlusta á Full Circle aö hann er bassaleikari á heims- mælikvarða. DV-mynd Hanna tíðina fyrir sér, ef hann héldi áfram námi. En það kemur samt alltaf á óvart, þegar menn ná svona gríðar- legum árangri. Það er nefnilega lítill vafi á að Skúli er jafnvel nú þegar meðal bestu rafbassaleikara í heimi. Dan Rieser er kröftugur og blæbrigðanæmur tromm- ari og samspil þeirra Skúla í hæsta gæðaflokki. Philip Hamilton lék á raddbönd sín og stjórnaði sjálfum sér með þeirri hendi sem laus var við hljóðnemann. Mjög góð tækni, falleg rödd og gott söngsóló í „gospel-lag- inu.“ Hann er einnig prýðis slagverksleikari, en var nokkuð aftarlega í hljóðblöndun sem slíkur. Lundberg er tónsmiður mjög að mínu skapi. Verk hans láta ekki mikið yfir sér við fyrstu heyrn en vinna stöðugt á. Hann leikur gjarnan mjög „percussívt" á hljómborðið og ekki bara í marimba-éftirhkingunum s.s. í „af- ríska“ laginu (sem minnti talsvert á Salif Keita), held- ur virðist aht sem lýtur að takti og ryþma vera honum mjög hugleikið. Þetta virðist nú orðið allmikið lof hér að framan- verðu, en svona var þetta nú bara. Hið eina sem erfitt var að fella sig við var sándiö í hljóðgervilssólói Lund- bergs og stöku sinnum einnig í blástursgervli Bostr- ums, þótt listavel væri spilað. Th hamingju Skúli, til hamingju Full Circle. Ingvi Þór Kormáksson Tríó Reykjavíkur Þriðju tónleikar Tríós Reykjavíkur á þessu starfsári voru haldnir í Hafnarborg í Hafnarfirði í gærkvöldi. Tríóið skipa Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari, Gunnar Kvaran sellóleikari og Halldór Haraldsson píanóleikari. Gestur á þessum tónleikum var banda- ríski píanóleikarinn Ron Levy. Á efnisskránni voru verk eftir Sergei Rachmaninoff, Peter Tsjækofskí og Modeste Mussorgskí. Tónleikarnair hófust á verki Rachmaninoffs Fantas- íu fyrir tvö píanó. Verkið er í fjórum þáttum og hljóm- aði heldur Hollywoodlega í eyrum gagnrýnanda DV. Var þar mikið af tónstigum og brotnum hljómum hratt sphuðum og lítiö annað. Það var helst síðasti þátturinn sem eitthvað bragð var aö enda stældur eftir Mus- sorgskí. Þeir félagar, Halldór og Levy, fluttu þetta þekkilega en án sérstakra tilþrifa. Myndir á sýningu eftir Mussorgskí er verk sem menn verða seint leiðir á þótt mikið sé það flutt og í ýmsum útgáfum. Þaö gerir hins vegar miklar kröfur um flutning og allir hafa tiltækan í huganum saman- burð við hina mestu snillinga. Levy flutti verkið af töluverðu öryggi en túlkunin hefði mátt vera blæ- brigðaríkari. Píanótríó eftir Tsjækofskí var síðasta verkið á tón- leikunum. Þetta er heljarlangt verk í tveim meginköfl- Tónlist Finnur Torfi Stefánsson um og er sá fyrri í sónötuformi en hinn síðari er th- brigði við stef. Þetta er vel samið verk og margt fallegt í þvi, einkum í tilbrigöunum þar sem höfundur fer á kostum færni og hugmyndaauðgi. Flutningur á þessu verki af var mjög góður en Ron Levy lék þetta verk með Guðnýju og Gunnari. Framan af ríkti nokkuð ójafnvægi í styrk og hætti píanóinu til að vera of sterkt. Þetta lagaðist samt fljótt og skapaðist þá mjög góö stemning í húsinu sem hélst til loka. Þokkaleg aðsókn var á þessa tónleika og undirtektir áheyrenda góðar. HUGSUM FRAM Á VEGINN Andlát Halldór Pétursson, Hólmgarði 2a, Keflavík, lést að heimili sínu 22. mars. Anna Rósa Eyjólfsdóttir, Hvoli, Mýrdal, lést á heimili sínu 21. mars. Rannveig Vilhjálmsdóttir, Stekkjar- götu 31, Hnífsdal, lést í sjúkrahúsi Bolungarvíkur fimmtudaginn 21. mars. Else Björnsson, Vestbirk, Allé 19, 2770 Kastrup, andaðist 20. mars sl. Ólafur Þorsteinsson, andaðist 22. mars á öldrunardeild Landspítalans. Kristján Benediktsson rafvirkja- meistari, Háaleitisbraut 24, lést í Landspítalanum 21. mars. Halldór Pétursson, Hólmgarði 2a, Keflavík, lést á heimili sínu 22. mars. Ingimundur Guðmundsson, Hring- braut 1, Hafnarfirði, lést í Landspít- alanum 21. mars. Guðjón Angatýsson, andaðist á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 21. mars. Bjarni Sveinsson múrarameistari, Álfaskeiði 64, Hafnarfirði, andaðist 22. mars sl. í St. Jósefsspítala í Hafn- arfirði. Helga Ragnheiður Sigurbjörnsdóttir, Hvassaleiti 14, lést á heimili sínu 22. mars. Jarðarfarir Sigurður Tómas Sigurðsson, Álfa- skeiði 64, Hafnarfirði, sem lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi laug- ardaginn 16. mars sl„ verður jarð- sunginn frá Fríkirkjunni í Hafnar- firði í dag, 25. mars. Bergsteinn Árnason, fyrrv. lögreglu- þjónn, Meðalholti 17, verður jarðsett- ur frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag, 25. mars, kl. 15. MÁNUDAGUR 25, MARS 1991. Sveinbjörg Bjarnadóttir verður jarð- sungin frá Fossvogskapellu í dag, 25. mars, kl. 13.30. Björn Ólason, Selaklöpp, Hrísey, sem lést á Fjórðungssjúkrahúsinu, Akur- eyri 18. mars sl„ verður jarðsunginn frá Hríseyjarkirkju þriðjudaginn 26. mars kl. 14. Kári Jónsson, fyrrverandi stöðvar- stjóri Pósts og síma, verður jarösung- inn frá Sauðárkrókskirkju miðviku- daginn 27. mars kl. 14. Bjarni Bjarnason fyrrverandi bruna- vörður, áður til heimhis í Ljósheim- um 4, verður jarðsunginn frá Lang- holtskirkju þriðjudaginn 26. mars kl. 15. Ragnheiður Kristinsdóttir, Fífu- hvammi 29, Kópavogi, verður jarð- sungin frá Kópavogskirkju í dag, 25. mars, kl. 15. Fundir Kvenfélag Hreyfils Aðalfundur félagsins verður haldinn þriðjudaginn 26. mars í Hreyfilshúsinu. ITC deildin Kvistur heldur fund í kvöld, mánudag, kl. 20 að Holiday Inn. Fundurinn er öllum opinn. Upplýsingar gefur Olga Hafberg, s. 35562. ITC deildin Eik heldur fund í kvöld, mánudag, kl. 20.30 að Hallveigarstöðum. Fundurinn er öll- um opinn. Upplýsíngar gefur Inga í síma 612046. Morgunverðafundur Verslunarráðs íslands veröur þriðjudaginn 26. mars kl. 7.50-9.20 í Súlnasal Hótel Sögu. Verslunarráðið kynnir pt skattanefndar frá Viðskipta- þingi VÍ 91 um tilgang, framkvæmd og hlut virðisaukaskatts. Nokkrir fulltrúar stjórnmálaílokka greina frá viðbrögðum þeirra og VSK-stefnu - og svara ásamt framsögumönnum spurningum fundar- manna. Fundurinn er opinn. Þátttöku- gjald með morgunverði kr. 800, þátttaka tilkynnist í síma 678910 kl. 8-16 í dag, mánudag. Leikhús Lil ilrmiiiiMaiiiiilyjLi lirfTTlTTlltiÉ'fillhl HjTOir Íáí™bÍ3 S.jlíllijLJaiLwJ'lt Leikfélag Akureyrar Söngleikurinn KYSSTU MIG, KATA! eftir Samuel og Bellu Spewack Tónlíst og sóngtextar eftir Cole Porter Þýðing: Böðvar Guðmundsson Lelkstjórn: Þórunn Sigurðardóttir Leikmynd og búningar: Una Collins Tónlistarstjórn: Jakob Frimann Magnússon Dansar: Nanette Nelms Lýsing: Ingvar Björnsson 6. sýn. sunnud. 24. mars kl. 20.30. 7. sýn. laugard. 30 mars kl. 15.00. 8. sýn. laugard. 30. mars kl. 20.30. Uppselt. 9. sýn. mánud. 1. apríl (annan i páskum) kl. 20.30. ÆTTARMÓTIÐ Aukasýningar 35. sýning miðvikud. 27. mars kl. 20.30. Uppselt. 36. sýning fimmtud. 28. mars (skírdag) kl. 15.00. 37. sýning fimmtud. 28. mars (skirdag) kl. 20.30. Uppselt. Aðgöngumiðasala: 96-2 40 73. Miðasalan er opin alla virka daga nema mánudaga kl. 14-18 og sýningardaqa kl. 14-20.30. MUNIÐ PAKKAFERÐIR FLUGLEIÐA Nýr islenskur gamanleikur með söngvum! GRIPIÐ í TÓMT Sýnum í Félagsheimili Kópavogs mánudagskvöldið 25. mars kl. ' 21. Leikdeild Umf. Biskupstungna. ÍSLENSKA ÓPERAN lllll OAMLA BlÓ INGOmCTúOT r Islenska óperan RIGOLETTO eftir Giuseppe Verdi Næstu sýningar 11. apríl. 13. april. Miðasalan er opin virka daga frá kl. 14-18 og sýningardaga til kl. 20.00. Sími 11475. Greiðslukortaþjónusta VISA - EURO - SAMKORT HUGLEIKUR sýnir að Brautarholti 8 ofleikinn Sagan um Svein sáluga Sveinsson í Spjör og sam- sveitunga hans 5. sýn. mið. 27. mars kl. 20.30. 6. sýn. fimmtud. 28. mars kl. 20.30. 7. sýn. mánud. 1. apríl kl. 20.30. 8. sýn. fimmtud. 4. apríl kl. 20.30. 9. sýn. laugard. 6. april kl. 20.30. 10. sýn. mánud. 8. apríl kl. 20.30. Aðeins þessar 10 sýningar. Miöasala í síma 16118 (sim- svari) og frá kl. 19.00 sýningar- daga i síma 623047 Athugið breyttan sýningar- stað

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.