Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1991, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1991, Blaðsíða 24
^ÁkÚf/AÓUR l5.!M/ÁRS:Í99,r. Sviðsljós Ábatavegi Kirk Douglas tekur hér við verðlaunum bandarísku kvikmyndaakademíunnar fyr- ir störf sín i kvikmyndum en við það tæk- ifæri sagðist hann mundu ná sér að fullu. Leikarinn góðkunni, Kirk Douglas, segist næstum hafa náð sér að fullu eftir flugslys sem hann lenti í í síðasta mánuöi. Þá skall æfingaflugvél á þyrlu, sem Douglas var farþegi í, með þeim afleiðingum að menn- irnir tveir í flugvélinni lét- ust. Duglas, sem orðinn er 74 ára gamall, skarst illa í slys- inu og hlaut bakmeiðsli svo að hann þurfti að liggja á spítala í næstum heila viku. En aödáendur hans geta andað léttar því að hann kom fram'opinberlega í Ka- liforníu fyrir stuttu til að taka við verölaunum fyrir störf sín í kvikmyndum og fullyrti þá að hann væri á góðum batavegi. Þessi mynd var tekin þegar Douglas var fluttur með flugvél á milli spít- ala eftir flugslysið 13. febrúar síðastliðinn. Konan hans, Anne, er með honum á myndinni. LÁTTU EKKI OF MIKINN HRAÐA A VALDA ÞÉR SKAÐA! iiæ™" MD300 • Magnari tónjafnari, aukatengi fyrir sjónvarp og video. •Geislaspilari 3 geisla, 4 x oversampling, 32 laga minni, random, repeat. •Utvarp digital FM STEREO/MW, 20 stöðva minni, sjálfleitari. • Segulband tvöfalt, Dolby B, hraðupptaka, síspilun (Auto-Reverse). • Hátalarar 70 W, sérstaklega góður hljómur! • Plötuspilari hálfsjálfvirkur, tveggja hraða, magnetiskur. • Fjarstýring með 30 aðgerðum RONNING Sundabo-'g15- Sími: 6858Þ8- Aðdáendur Johns Travolta fengu óskir sínar uppfylltar þegar þeir „rákust á“ kappann fyrir tilviljun. Árekstur við John Travolta Aðdáendur Johns Travolta fengu heldur betur eitthvað fyrir sinn snúð þegar þeir keyptu sér kynningarferð um svæðið þar sem verið var að kvikmynda Midnight Rider, nýjustu mynd hans. Rútan, sem aðdáendurn- ir voru í, lenti nefnilega í árekstri við rándýran fák stjörnunnar, Rolls Royce, sem skemmdist töluvert. Farþegar rútunnar sögðust hafa búist viö að Travolta yrði ævareiður og skeytti skapi sínu á þeim en sú Tamara de Treaux, leikkonan sem lék E.T., lést nýlega vegna hjarta- og öndunarerfiöleika. Leikari „E.T." deyr Tamara de Treaux, leikkonan sem lék E.T. í samnefndri kvikmynd lést nýlega, 31 árs að aldri, vegna hjarta- og öndunarerfiðleika. Tamara var ein af þremur leikurum sem tók að sér að leika E.T., hinir voru Pat Bilon og Matthew Meritt. Pat veiktist skyndilega svo Tamara tók við af honum en Matthew lék einungis þau atriði þar sem E.T. stóð kyrr því hann er fótalaus. Leikararnir máttu þola alls kyns óþægindi á meðan á tökunum stóö því búningur E.T. var bæði heitur og óþægilegur. Stundum þurfti að gera hlé á tökunum til að kæla leik- arana niður þá var hausinn tekinn af og blásið niöur í hálsmálið meö hárþurrku. Það skiptir ekki máli hversu stór og ógnvænlegur maður er, ef maður þjá- ist af tannpínu má maöur sín litils. varð alls ekki raunin. Hann gekk skælbrosandi aö aðdáendum sínum og afsakaði óþægindin í bak og fyrir og svona í sárabætur gaf hann þeim öllum eiginhandaráritun. Svona litu þau Melanie Griffith og Don Johnson út þegar þau mættu til veislu í Hvfta húsinu fyrir nokkru. Don Johnson vill koma þvi á framfæri að allt sé í lukkunnar velstandi hjá þeim hjónakornunum þráttfyrirfregnir af öðru. Alltí lukkunnar velstandi Þegar við skildum síðast við hjónakornin Melanie Griffith og Don Johnson sögöum við frá því að þau væru farin að skemmta sér hvort í sínu lagi og illgjarnar raddir héldu því fram að ævin- týraljóminn væri farinn af hjóna- bandinu. Til að afsanna þetta héldu skötuhjúinn í 10 daga ferð fyrir stuttu þar sem riijaðar voru upp fyrstu vikumar af rúmlega ársgömlu hjónabandi þeirra. Viö heimkomuna sagði Don: „Við fórum til Bahamaeyja og áttum þar mjög rómantíska daga. Samband okkar er dásamlegt og hefur reyndar aldrei verið betra!“ Þar hafið þið það. En við heimkomuna tóku skyldu- störfin viö: Þeim var boðið til veislu í Hvíta húsinu. Tilefnið var opinber heimsókn Margrétar Danadrottningar til Bandaríkj- anna en í slíkum veislum er jafn- an skartað frægu fólki. Þaö er skemmst frá því að segja aö Melanie Griffith sló í gegn þeg- ar hún birtist í flegnum og að- skomum kokkteilkjól sem sýndi vel hinn fagra kropp frúarinnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.