Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1991, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1991, Blaðsíða 20
2<r MÁNUJDAtíUR 26. MARS J991- Fréttir Fiskmarkaöurinn leigir stórt og mikiö hus af Meitlinum í Þorlákshöfn. Þar voru margir bílar fyrsta markaðsdaginn. DV-myndir Einar Þorlákshöfn: Fiskmarkaður tekinn til starfa Einar Gíslason, DV, Þorlákshöfn: Andri Matthías Guðmundsson, framkvæmdastjóri fiskmarkaðarins. Fyrsta uppboðið á nýstofnuðum fiskmarkaði hér í Þorlákshöfn var haldið fóstudaginn 15. mars. Andri Matthías Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri markaðarins, stjórn- aði uppboðinu. Boðinn var fiskur bæði af línu- og netabátum og var heildarmagniö 16,7 tonn. Netaþorsk- ur var sleginn á 105 kr., línuþorskur á 96 kr., ýsa á 100 kr„ ufsi á 42 kr. og steinbítur einnig á 42 kr. Markaðurinn er almenningshluta- félag í eigu ijölmargra einstaklinga og fyrirtækja víðs vegar aö. Að sögn Andra Matthíasar verður markaður- inn rekinn í samvinnu við Faxa- markað í Reykjavík þannig aö upp- boðin verða samtengd með fjarskipt- um svo viðskiptavinir geti boðið í fiskinn á hvorum staðnum sem er. Uppboðstímar eru fyrirhugaöir fyrst um sinn kl. 17.30 á virkum dög- um en kl. 13.00 á laugardögum. Ólafsfjörður: Góð afkoma bæjarsjóðs Helgi Jónsson, DV, ÓJafefirði: Fjárhagsáætlun Ólafsíjarðarkaup- staðar og stofnana hans var nýlega lögð fram fyrir bæjarstjórn. Áætlun- in gerir ráð fyrir góðri afkomu bæj- arsjóðs en áætlað er að til ráðstöfun- ar verði 61 milljón króna. Heildartekjur bæjarsjóös eru áætl- aðar 170,5 milljónir en þar mun rekstrarafgangur verða um 20 millj- ónir. Stærsti tekjuliöurinn er útsvör, 84 milljónir. Aðstöðugjöld munu gefa 20 milljónir og fasteignaskattur um 17 milljónir króna. Helstu útgjaldaliðir eru fræðslu- mál 19 milljónir, yfirstjórn bæjarins 13 milljónir, almannatryggingar 12,5 milljónir, götur og holræsi 9 milljón- ir, æskulýðs- og íþróttamál 9 milljón- ir. Heildargjöld eru um 150 milljónir. AUKABLAÐ TÆKMI DV-Tækni er sérstakt aukablað sem er fyrirhugað að fylgi DV miðviku- daginn 10. apríl nk. í blaðinu verður fjallað um tækni og vísindi á breiðum grundvelli, sérstaklega nýjustu tækni dagsins i dag í atvinnurekstri, i daglegum störfum og leik, á heimilum o.fl. Sérstöku Ijósi mun verða beint að almennum einkatölvunotendum. Leitast verður við að upplýsa um tölvur, jaðartæki, hugbúnað og annan búnað sem fólk, sem notar tölvur, þarf á að halda. Eins og í DV-Tækni í fyrra mun áhersla verða lögð á stuttar, hnitmið- aðar greinar á mæltu máli sem notendur skilja eins vel og tækni- menn. Auk tölva, prentara, hugbúnaðar og þess sem fylgir er ætlunin að fjalla um Ijósritunarvélar, fax- og símatækni alls konar, þjófavarna- kerfi og annan búnað sem tengist tölvunotkun og skrifstofuhaldi. Auglýsingum í DV-Tækni þarf að skila í síðasta lagi fimmtudaginn 4. april. Ath.! Simafaxnúmer okkar er 91-27079 og sími auglýsingardeildar 91-27022 ^____________________ Auglýsingar. Þverholti 11 - simi 27022. - DV Ferðamannaþjónustan á íslandi: Hátt matarverð hér erf iðasta hindrunin Ingibjörg Hinriksdóttir, DV, Stykkishólini: Ýmsir aðilar, sem tengjast ferða- málum á Snæfellsnesi, í Dölum og Reykhólahreppi, hittust í Stykkis- hólmi laugardaginn 9. mars sl. Meðal gesta á kynningarmótinu voru Páll Helgason, ferðamálafrömuður árs- ins, og Sigmar B. Hauksson. Mótið hófst með því að hist var á Hótel Stykkishólmi og þaðan var far- ið í siglingu með Breiðafjarðarferj- unni Baldri. Farið var í stutta sigl- ingu um Suðureyjar, m.a. sigldi feij- an um Klakkeyjasund. Ekki var laust við að farþegar fólnuðu örlítið meðan siglt var þar en skipstjórinn, Jón Dalbú Ágústsson, sigldi skipi sínu örugglega gegnum þröngt sundið. Frá Baldri fóru mótsgestir í Bjarn- arhöfn þar sem Hildibrandur Bjamason kynnti hákarlsverkun. Um kvöldið var var snæddur kvöld- veröur í Hótel Stykkishólmi og var Sigmar B. veislustjóri. í máh hans og Páls Helgasonar kom fram að hátt matarverð væri það sem stæði helst ferðamannaþjónustu á íslandi fyrir þrifum. Nú þegar magn matar, sem erlendir feröamenn mega hafa með sér hingað, hefur verið stór- minnkað verður enn nauðsynlegra að lækka verð á matvöru. 1 i ■ n | - f 1 Hl*.?; r : /ú 1 v ■ % Frá ferðamálaráðstefnunni í Stykkishólmi. Þeir Sigmar B. og Páll í öðru og þriðja sæti frá vinstri. DV-mynd Ingibjörg Vík í Mýrdal: Námskeið í nútíma skrifstofutækni Páll Pétursson, DV, Vík í Mýrdal: Þessa dagana er í gangi námskeið í skrifstofutækni hér í Vík í Mýrdal á vegum Tölvuskóla Reykjavíkur. Markmið námsins er að mennta fólk til starfa á nútíma skrifstofu. Aðaláherslan er annars vegar lögð á kennslu í notkun algengustu not- endaforrita á PC og Macintosh tölvur og hins vegar kennslu í viðskipta- greinum, bókfærslu, verlsunar- reikningi og fleira. Kennt er þrisvar í viku, mánudags- og miðvikudagskvöld og laugardaga. Þátttakendur eru 12 talsins og kenn- arar eru heimamenn í Vík. Akranes: Lögsaga sýslu- manns stækkuð? Sigurður Sverrisson, DV, Akranesi: Bæjarstjórn Akraness hefur í bréfi til dómsmálaráðuneytisins lýst þeirri skoðun sinni, að eðlilegt sé að mörk lögsögu sýslumanns á Akra- nesi miðist við svæðiö sunnan Skarösheiðar. Auk Akraness er um að ræða eftirfarandi hreppa: Hval- fjarðastrandar-, Leirár-og Mela-, Skilmanna- og Innri- Akranes- hreppa. Til þessa hefur embætti sýslu- manns aðeins miðast við Akranes en nærhggjandi sveitarfélög heyrt und- ir sýslumannsembættið í Borgarnesi. Yrði lögsögumörkum breytt myndi það auka umsvif bæjarfógetaemb- ættisins á Akranesi en að sama skapi missti sýslumannsembættið í Borg- arnesi spón úr aski sínum. í bréfinu segir m.a. í röksemda- færslu bæjarstjórnar fyrir breyting- unni: „Um árabil hefur verið náin sam- vinna með framangreindum sveitar- félögum enda eru þau þannig stað- sett að samvinna þeirrá hefur verið sjálfsögð. Sveitarfélögin hafa með sér samstarf um rekstur og byggingu dvalarheimhis fyrir aldraða, heil- brigðis-og heilsugæsluumdæmið nær yfir þessi sveitarfélög, sveitarfé- lögin reka saman bókasöfn, öll sveit- arfélögin nema Hvalfjarðarstrandar- hreppur standa saman aö rekstri slökkviliðs og einnig reka sveitarfé- lögin öll sorphauga saman. Fleira mætti nefna en veigamestu rökin eru þó hvað öryggismálin varðar, þ.e. heilsugæslu, brunavarnir og al- mannavarnir auk þess sem vega- lengdir hljóta að skipta mjög miklu máh.“ Stóraukin kjötsala á Selfossi Regina Thorarensen, DV, Selfossi: Góö sala var á landbúnaðarvörum hér á Selfossi á síðasta ári. Hjá kjöt- vinnslu Kaupfélags Árnesinga jókst kjötsalan um liðlega 40% - úr 65 milljónum í 91 milljón króna. Ingólfur Bárðarson, yfirmaður kjötvinnslunnar, þakkar þessa sölu- áukningu stöðugu verðlagi og að starfsfólk kjötvinnslunnar leggur áherslu á að hægt sé að treysta fram- leiðslu fyrirtækisins. Þess má geta í lokin að 12 manns vinna þarna og Ingólfur hefur unniö þarna í 38 ár. Lærði þar og hefur verið yfirmaður síðustu áratugina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.