Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1992, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1992, Page 32
CJe ^J! F R ETTAS KOTIÐ Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafn- leyndar er gætt. Við tökum við frétta- skotum allan sólarhringinn. Ritstjóm - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 2/022 MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 1992. Skeröinglífeyris: Um 500 sjó> menn missa ellilífeyri Eyjólfur Konráö Jónsson: Komflatt „ uppáokkur „Eg er ekki hlynntur einokun í öll- um siglingum. Ákvörðun ráöherra kemur mjög flatt upp á okkur í undir- búningsnefndinni. Þetta geta hins vegar ekki verið endalok málsins heldur hlýtur það að koma til kasta Alþingis því það er varla á eins manns færi að leggja Skipaútgerð ríkisins niður,“ segir Eyjólfur Kon- ráð Jónsson, formaður nefndar til undirbúnings að stofnun hlutafélags um kaup á Skipaútgerð ríkisins. Samgönguráðherra ákvað í gær að veita nefndinni ekki frekari frest til tilboðsgerðar og hóf viðræður við Samskip um sölu á Esju og fleiri eignum útgerðarinnar. Eyjólfur úti- ^Jokar ekki að nefndin komi inn í þær viðræður. Segir hann það geta verið heppilegt að þessir aðilar sameinist um reksturinn. -kaa LOKI Ófögurer hlíðin! Um þaö bil 500 sjómenn, sem eiga rétt á ellilífeyri, munu missa hann alveg þegar sú skerðing vegna tekju- tengingar, sem fyrirhuguð er á elli- og örorkulífeyrisgreiðslum, tekur gildi. Sjómenn eiga rétt á ellilifeyri 60 ára gamlir. Að þeir fengju ellilíf- eyri 7 árum á undan fólki í landi var réttlætt á sínum tíma með því að verið væri að auðvelda fullorðnum sjómönnum að hætta á sjó og finna sér eitthvað að gera í landi. Samkvæmt upplýsingum Trygg- ingastofnunar ríkisins eru það um > 700 sjómenn sem eiga rétt á ellilíf- eyri. Af þessum hópi eru um 500 sem missa ellilífeyrinn þegar skerðingin tekur gildi. Þetta er enn ein skerðingin sem sjómenn verða fyrir á stuttum tíma. Fyrst var það kvótaminnkunin í haust, síðan sjómannaskattaafslátt- urinn og nú ellilífeyrisskerðingin. Margir alþingismenn spá því að þetta verði mikiö sprengiefni þegar um- ræðan um lagabreytingarnar í „bandorminum" hefst í dag eða á morgun á Alþingi. k Samkvæmt heimildum DV eru talsmenn sjómanna í stjórnarflokk- unum allt annað en hrifnir af þessari nýjustu skerðingu. Þeir vinna nú að því að flnna leiðir til að fá þessu breytt á einhvern veg í meðferð þingsins á „bandorminum". Þeir benda á að þessi nýjasta skerðing hjá sjómönnum verði ekki til að auð- velda gerð kjarasamninga sjómanna en kjaraviðræður þeirra og viðsemj- endaþeirraeruhafnar. -S.dór Farþegar Veraldar á Kanaríeyjmn í stríði við hótelstjórana: Ekki var hægt að loka fyrir vatn og raf magn / / „Hótelstjórar þeirra hótela sem farþegar Veraldar, sem komu út 2. janúar og eiga að fara heim þann 23., búa á, hótuðu í gær aö loka fyrir vatn og raf'rnagn hjá íslend- ingunum. Þeir höfðu þá neitað að greiða aftur fyrir gistínguna, vegna gjaldþrots Veraldar, og að ytírgefa hótelin. Þegar tíl kom gátu hótel- stjórarnir ekki gert þetta vegna þess að um leið hefðu þeir oröið að loka fyrir vatn og rafmagn í öðrum íbúðum. Því situr allt við það sama og ég trúi því ekki aö hótelstjórarn- ir fari út í það að henda fólkinu út af hótelunum. En maður verður bara að bíða og sjá hvað setur," sagðí Auður Sæmundsdóttir, farar- stjóri á Kanarieyjum, í samtali við DV í morgun. Auður sagði að iögfræðingur Flugleiða hf. á Kanaríeyjum hefði verið íárþegum Veraldar og farar- stjórum til aðstoðar í glímunni við hótehn. Hann segir að ef hótelstjór- arnir fari út i það að henda fólkinu út verðí kölluð til lögregla í málið. Það er vegna þess að samkvæmt lögum eru hótelávísanir þær, sem fólkíð fékk hjá Veröld og hafði af- hent hótelunum við komuna, giid- ar. Þær voru gefnar út áður en ferðaskrifstofan varð gjaldþrota og eru því gildar rétt eins og flugfar- seðlar. Þá sagði Auður að ef hótelstjór- arnir fengju óskum sínum fram- gengt, við að koma fólkinu út af hótelunum, yrði send flugvél frá íslandi til að sækja það. Kostnaður- inn yrði greiddur af tryggingafé Veraldar sem er í umsjá samgöngu- ráðuneytísins. -S.dór Áttmenningarnir úr Hjálparsveit skáta í Garðabæ, sem hafa verið i hrakningum síðustu daga í leysingunum við Tindfjallajökul, komu i bæinn um klukkan þrjú í nótt. Hópurinn villtist en ekkert amaði að þrátt fyrir langa vist i jeppanum. Björgunarmenn miðuðu hópinn út og komu að fólkinu um kvöldmatarleytið í gær. Sóttist ferðin niður seint en áfallalaust. Frá vinstri: Stefanía Guðjónsdóttir, Sif Sigfúsdóttir, Gunnar Örn Erlingsson, Gunnar Jónsson, Jóhann Pálsson, Ásgerður Guðmundsdóttir, Ólafur Jónsson og Svava Guðmundsdóttir. DV-mynd Brynjar Gauti Veöriðámorgun: frost norðan- lands Á morgun verður hæg vestlæg átt. Skýjað eða þokusúld veröur sums staðar við suðvestur- og vesturströndina en annars þurrt. Hiti á bihnu -3 til 3 stig, hlýjast sunnanlands. BorgarQörður: Hóð eitthvað minnkað í nótt „Við vorum hér innilokuð í allan gærdag og ég tel litlar líkur á að gert verði við veginn í dag,“ sagði Jón Guðmundsson, bóndi á Hvítárbakka, í morgun. Afleggjarinn frá húsi hans niður á aðalveginn er fjögur hundruð metra langur og var hann allur á kafi í gær. Á um tuttugu metra kafla var vatnið eins og hálfs metra djúpt, giskar Jón á. „Ég er enn ekki farinn út að kanna ástandið en ég hef heyrt að það hafi lækkað eitthvað í nótt.“ Fært er um helstu vegi í Borgar- firðinum samkvæmt upplýsingum vegaeftirhtsins. í morgun rann þó enn yfir veginn milli Bifrastar og Hraunsár og við Feijukot. Vestfiarðarvegur við Geitará er lokaður og aðeins er fært fyrir minni bfla um Hómavíkurveg við Miðdalsá. í Mjóafirði og Hestfirði voru vegir lokaðir í morgun en vonast er til að hægt verði að opna um hádegi í Hest- firði. Spáð er suðvestankalda og rign- ingu og súld með köflum á öllu vest- anverðu landinu í dag. -IBS 70 hrossum var bjargað þar sem flætt hafði að þeim á eyrum í Vatns- dalsá í Húnavatnssýslu í gær. Menn frá björgunarsveitinni Blöndu að- stoðuðu bændur við að ná hrossun- um. Björguðu 70 hross- - umíVatnsdal 0 í Aðeins2af 5 skrifuðu undir * Var bátur settur'út í ána sem er allstraumhörð þegar mikið er í henni eins og í gær. Að sögn Einars Svav- arssonar, bónda að Hjallalandi, gekk vel að koma hrossunum að landi enda ekki íshröngl í ánni í gær eins og daginn áður. Einar sagði að eyr- amar, sem hrossin stóðu á, á milli Hjallalands og Hnjúks, hefðu verið komnar á kaf er þeim var bjargað. -ÓTT Veröld: Ferðamiðstöðin Veröld hefur enn ekki verið tekin til gjaldþrotameð- ferðar. Ástæða þess er sú að þegar beiðni barst um að svo yrði gert rit- uðu aðeins tveir af fimm stjómar- mönnum undir beiðnina. Að sögn skiptaráðanda var þeim strax bent á að þetta væri ekki nóg, meirfhluti stjómar yrði að undirrita gjaldþrota- beiðnina. Síðan hefur ekkert gerst og á meðan meirihlutí stjómarmanna undirritar ekki beiðnina er htíð svo á hjá skiptaráðanda að gjaldþrotameð- ferðar hafi ekki verið óskað. -S.dór !

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.