Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1992, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1992, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 1992. Fréttir Einar Þ. Mathiesen um kostnað hjá stomaþega: Greiðir íbúðarverð á ævi- skeiðinu fyrir stomavörur „Við höfum mótmælt því við Tryggingaráð að stomaþegar skuli þurfa að taka þátt í kostnaði við hjálpartæki. Þessar vörur hafa verið greiddar 100 prósent af Trygginga- stofnun. EUi- og örorkulífeyrisþegar fá þessar vörur gegn skírteinum áfram en þeir gleyma einu stóru atr- iði sem eru bömin og stomaþegar nota geysilega dýr hjálpartæki,“ seg- ir Einar Th. Mathiesen, formaður Stomasamtakanna. Hann hefur reiknað út að fyrir stomaþega, sem ýmist eru með Ureo-, Ileo- eða Colostomiu, geti reglugerðin haft í fór með sér útgjöld á bilinu 10 til 12 þúsund krónur og allt að 15 þúsund krónur á mánuði eða skatt upp á 120 til 180 þúsund krónur á ári. „Tökum dæmi af 22ja ára mann- eskju sem fer í stomaaðgerð og lifir það að ná ellilífeyrisaldri. Hún mun greiða á núvirði allt að 8 milljónir króna í þetta gjald. Þetta teljum við mjög óeðlilega fjáröflun meðal ann- ars þar sem virðisaukaskattur er innifalinn í verði stomavara. Ég held að Tryggingastofnun hafi ekki gert sér grein fyrir því hversu háar fjárhæðir er hér um að ræða. Það er engin heil hugsun á bak við þetta. Við fórum þess eindregið á leit við Tryggingaráð að þaö hætti við þessa skatttöku en skatttöku köllum við þetta vegna þess að við eigum enga undankomuleið. Við höfum kannski tahð að það væri ekki frágangssök þó við bærum einhvem kostnað af þessum vörrnn til að minna fólk á að fara vel með þær,“ segir Einar. Um 130 félagar eru í Stomasamtök- uniun. Einar telur að það sé einungis um helmingur állra stomaþega á landinu. Stór hluti þessa fólks er elh- og örorkulífeyrisþegar. J.Mar % 100 80 60 40 20 0 Kostnaður stomaþega vegna hjálpartækja eftir 1. febrúar Á6ur 0% ■ Hluti sjúklings □ Hluti Tryggingast. Stomaþegi fékk hjálpartæki sér að kostnaðarlausu en þarf nú að greiða 30% Kostnaður sykursjúkra vegna sykúrsýkivara eftir 1. febrúar ■ Hluti sjúklings □ Hluti Tryggingast. Sykursjúklingur greiðir nú 50% af verði sykursýkivara en greiddi aðeins 10% áður. J^aL Hækka greiðslur sykursjúkra og stomaþega: Ætla að spara 100 milljónir í hjálpartækjum „Okkur var gert að spara 100 mihj- ónir en við getum ekki sagt fyrir með neinni vissu hvað þessar breytingar koma til með að spara mikið. Viö treystum okkur ekki til að ganga lengra en þetta en auk þessa setur stofnunin ýmsar aðhaldsreglur sem við teljum að leiði til spamaðar. Það má taka sem dæmi aðhaldsreglur í sambandi við gervihmi og spelkur sem þýða að þessi hjálpartæki verða ekki afgreidd fyrr en samþykki stofn- unarinnar hggur fyrir,“ segir Björk Pálsdóttir, iðjuþjálfi og forstöðumað- ur hjálpartækjamiðstöðvar Trygg- ingastofmmar. Frá og með mánaðamótum verða sykursýkisjúkhngar aðrir en elh- og örorkulífeyrisþegar að greiða 50 pró- sent af öllum kostnaði við sykursýki- vömr á móti Tryggingastofnun. Áð- ur greiddu þessir sjúkhngar 10 pró- sent af kostnaði. Stomaþegar verða að bera 30 prósent af kostnaði við stomavörur en áður vora þessar vör- ur ókeypis. Elh- og örorkulífeyris- þegar munu eftir sem áður fá þessar vörar afgreiddar sér að kostnaðar- lausu út á sjúkraskírteini. -J.Mar Runólf ur SH laus úr prísundinni Kafari skar troh úr skrúfu togar- með togaran inn í Faxaflóa í nótt. ans Runólfs SH 135 í Stakksfirði, á í morgun var Súlan EA 300 einnig milh Njarðvíkur og Keflavíkur, í í vandræðum en þar kom upp vélar- nótt. Trollið festist þegar togarinn bhun. Báturinn var staddur á Lóns- var djúpt suðvestur af Reykjanesi á bugt. Þegar DV fór í prentun í morg- miðvikudag. Varðskip kom síðan unvarvaröskipáleiðinni. -ÓTT Hörður Geirlaugsson, formaður Félags sykursjúklinga: Þessar hækkanir koma í bakið á okkur „Þetta er reiðarslag og þær verstu fréttir sem ég hef fengið inn á borð th mín síðan ég gerðist formaður samtakanna. Þessi nýja reglugerð frá Tryggingastofnun kom algerlega í bakið á okkur. Ég hafði þær upplýs- ingar frá mönnum innan hehbrigðis- stéttarinnar að það yrði enginn skattur lagður á okkur. Á grundvehi þessara upplýsinga var því haldið fram á afmæhsfagnaði sykursjúkra í nóvember að það yrði ekki hróflað viö fólki með sykursýki eða stomiu," segir Hörður Geirlaugsson, formað- ur Félags sykursjúkra. „Viö erum með lægstu tíðni fylgi- kvhla með sykursýki á Norðurlönd- unum sem er mjög gleðhegt fyrir okkur. Það færir okkur heim sann- inn um það að við búum við mjög góða hehbrigðisþjónustu á íslandi. En svona hrekkjabrögð sem nú eru farin í gang gætu eyöhagt þennan árangur. Þetta gæti meðal annars þýtt að fólk mæhr sig sjaldnar, spar- ar sprautur og nálar. Sem leiðir th aukinna sýkinga, sem kaha á auknar sjúkrahúslegur. Það kostar ríkið margfalt meira en að halda áfram að greiða 90 prósent af sykursýkivör- um. Eitt stærsta baráttumál Félags syk- ursjúkra var að ná því fram að Tryggingastofnun greiddi 90 prósent af öhum sykursýkivörum, nú er sú barátta unnin fyrir gýg. Megin verk- efni samtakanna verður að bæta fræðslu um sykursýki og vonumst við th að geta átt áfram gott og já- kvætt samstarf viö hehbrigðisyfir- völd. Á tímum þjóðarsáttar og lágrar verðbólgu er gjörsamlega út í hött að koma með shkar skattaálögur á sjúklinga. Verði þessi aukaskattur á sjúkhnga ekki þurrkaður út neyö- umst við th þess aö ganga fram af hörku í málinu," segir Hörður. Hann segir að það megi taka ein- falt dæmi um kostnað einstakhngs sem sykursýki. Hann er með blóö- sykursmæh sem útheimtir strimla sem settir eru á blóðdropar. 50 shkir strimlar í búnti kosti nú rúmar 7000 krónur, þar af hefur sjúkhngurinn þurft aö greiða 700 krónur, eftir að reglugerðarbreytingingin hefur tek- ið ghdi mun sá hinn sami greiöa 3500. Búntið endist í 25 daga. Þetta er ein- ungis einn hðurinn en hann gerir samt sem áður um 50 þúsund krónur á ári í stað 5000 króna. Svo eru aðrir liöir eins og nálar og sprautur og ýmislegt fleira. Þetta þýðir því á mihi 85 og 90 þúsund krónur í álögur sem voru áður á mhli 12 og 14 þúsund krónur. „Þetta er kannski meðaltals kostn- aður en margir koma th með að greiða mun hærra en þetta eða kannski aht upp í 144 þúsund krónur í stað um 36.500 króna áður,“ segir Hörður. Áætlað að um 1 prósent þjóðarinn- ar þjáist af sykursýki eða um 2500 manns, þar af eru um 1000 insúhn- háðir. -J.Mar Könnum, gler- brotum og sjó rigndi yf ir okkur Ómar Gaxöarsaon, DV, Vestmannaeyjurru Mesta mhdi varð að ekki urðu slys á farþegum jregar brotsjór braut glugga í farþegasal Vest- mannaeyjaferjunnar Herjólfs í gærdag. Brotsjórinn var það öfiug- ur að hann gjöreyöilagði kaffiteriu skipsins. Að sögn Jóns Eyjólfssonar skip- stjóra gerðist þetta um klukkan 14.00 og var skipið þá statt 15 ndlur austan við Hafnaraes við Þorláks- höfn og 4,2 sjómhur frá landi á leið tíl Eyja. Veöur var slæmt, sv 7-8 vindstig og ahmikhl sjór. Skyndilega reis upp brotsjór við stjórnborðshhð skipsins og braut hann gluggann, fór inn á skipið og braut bekk á efsta þiifari á aftur- skipinu. Ekki sagði Jón að Herjólf- ur hefði lagst mikið á hliðina við brotiö en þegar var slegið af og skemmdir kannaðar. Eftir aö spjald hafði verið sett í gluggann var haldið áfram áleiðis til Eyja. Aðkoma í borðsainum var Ijót. Glugginn sem brotnaöi er beint á móti kaffiteríunni og braut sjórinn vegg hennar og eyðhagðist aht sem inni í henni var. Bjarney Valgeirsdóttir þema sagði að það hefði orðið henni og öðrum sem í salnum voru th happs „Eg sat beint á móti hurð kaffil íunnar. Brotnaði hún og rigndi; okkur sjó, könnum og glerbroti en.alhr sluppu við meiösli. Við um tvær þernur um borð og ver lega sitjum við inni í teríunni, við værum sennhega ekki th ar þetta geröist," sagði Bjarney. Strax eför komu skipsins vár hafist handa viö viðgerð og fór skipið á venjulegum tima í morgun tfl Þorlákshafnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.