Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1992, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1992, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 1992. 13 dv LífsstQl Verdkönnun DV í matvöruverslunum: Iitlar verðbreytingar Neytendasíða DV gerði verðkönn- un í átta matvöruverslunum dagana 27.-28. janúar. Könnunin fór fram í eftirtöldum verslunum: Bónusi Kópavogi, Brekkuvali Kópavogi, Fjarðarkaupi Hafnarfirði, Hagkaupi Kringlunni, Kjötbúri Péturs, Austur- stræti, Kjöthöllinni Háaleitisbraut, Miklagarði við Sund og Nóatúns- versluninni við Nóatún 17. Sams konar kannanir hafa verið gerðar á vegum blaðsins í febrúar, apríl, júnfi september og nóvember á síðasta ári. Frá könnuninni í febrúar og fram til könnunar í apríl kom fram lítils háttar verðhjöðnun en frá könnuninni í apríl til júlí virtist verð- lag fara eitthvað hækkandi í smærri verslunum. Lítil breyting varð á verði frá júlí til september og sömu- leiðis frá september til nóvember, ef frá eru skildar verðsveiflur á kína- káli sem hefur hækkað mjög á fjór- um mánuðum. 14vörutegundir í innkaupakörfu Vörurnar í könnuninni eru sér- staklega valdar fyrirfram og þá teg- undir sem seljast mikið aö jafnaði. Könnunin nú bendir til þess, borin saman við fyrri kannanir, að verðlag í matvöruverslunum hafi að mestu haldist í jafnvægi síðasta hálfa árið en frá nóvemberkönnun virðist sem einhver hækkun hafi orðiö hjá sum- um verslunum. Aörar standa nánast í stað. Valdar voru 14 vörutegundir í inn- kaupakörfu en í síðustu könnun voru 15 tegundir valdar. Eini munur- inn er að Lux handsápu er sleppt í innkaupakörfunni að þessu sinni, þar sem hún fékkst ekki í tveimur verslunum að þessu sinni. Hún er á verðbilinu 2&-36 krónur og því er óhætt að bera innkaupakörfumar saman við nóvemberkönnun, vegna þess hve vægið er lítið af heildar- verðinu. Það getur munað allt að fjórðungi á verði að versla þar sem ódýrast er heldur en dýrast ef tekið er mið af könnuninni. DV-mynd BG Innkaupakarfa 8 verslana á liöfuðborgarsvœðinu 3466 3529 gfi39 3829 Samkvæmt henni er innkaupa- karfan ódýrust í Bónusi eins og í fyrri könnunum en hefur þó hækkað um tæpar 300 krónur. Skýringarinn- ar er þó að mestu að leita í því að nautafillet, sem tekið er með í inn- kaupakörfunni, fékkst ekki í Bónusi, en reiknað var með meðalverði (1.558 krónur) í körfunni. Nautafillet fékkst í Bónusi í nóvemberkönnun og kost- aði þá 1.305 svo munurinn er 253 krónur. Innkaupakarfan er næstódýrust í Hagkaupi en skammt á eftir kemur Fjarðarkaup. Athygli vekur að inn- kaupakarfan er dýrust í Miklagarði og á það rætur að rekja að mestu til þess að nautafillet er langdýrast í þeirri verslun. Innkaupakarfan er 184 krónum dýrari nú en í nóvember í Miklagarði. Aðrar verslanir eru með innkaupakörfu á svipuðu verði og fyrir tveimur mánuðum með Hagkaup Mikligarður Bónus Fjarðarkaup Nóatún Kjötb. Péturs Kjöthöllin Brekkuval Hveiti, Pillsbury’s, 2,26 kg 145 159 X 145 139 149 181 159 Cheerios, 275 g 137 149 125 130 149 159 159 149 Tómatsósa, Hunts, 907 g 129 179 X 119 X X 185 X Kakó, Cadburys, 250 g 198 X 118 185 X X 287 X Piparsósa, Toro, 32 g 38 38 35 39 46 49 54 48 + súpa, Maggi aspas 48 48 45 46 64 62 71 66 Kaffi, Merrild, 500 g 249 249 245 257 292 282 282 279 Bananar, 1 kg 125 125 86 118 139 139 175 152 Kfnakál, 1 kg 219 214 128 188 219 230 190 240 Nautafillet, 1 kg, 1. flokkur 1.540 1.885 X 1.542 1.399 1.398 1.550 1.595 Pilsner, Pripps,'/»1 64 64 58 69 69 79 80 69 Coke Diet, 0,33 cl 69 71 63 58 60 75 75 70 Handsápa, Lux,75g 26 26 X X 29 34 36 34 Tannkrem, Colgate, staukur 154 179 140 153 199 208 217 199 Sjampó, Nivea, 300 ml 146 145 139 151' 168 176 162 179 Salernispappír, Papco, 4 rúllur 89 113 X 106 X 126 127 109 Eldhúsrúllur, Papco, 2 rúllur 124 127 X 104 X 124 124 119 Dömubindi, Camelia Normal, 10 79 99 75 79 106 99 124 89 Rakvél, Gillette Sensor 336 498 306 378 488 498 420 X PylsusinnepSS 55 55 47 52 78 85 X 76 Bragate,20stk. 79 80 X 79 84 X 92 86 þeirri undantekningu að karfan lækkar um 300 krónur í Brekkuvali, sem var með dýrustu körfuna fyrir tveimur mánuðum. í innkaupakörfunni er Pillsbury’s hveiti, Toro piparsósa, Maggi aspas- súpa, Merrild kaffi, bananar, kína- kál, nautafillet, Pripps pilsner, Diet kók, Colgate tannkremsstaukur, Nivea sjampó, Camelia dömubindi, Gillette Sensor rakvél og SS pylsu-' sinnep. í þeim tilfellum, þar sem varan fékkst ekki í viðkomandi verslun, er reiknað meðalverð út frá verði í hin- um verslununum. Meðalverð nauta- fillets er 1.558 (Bónus), meðalverð Pillsbury’s hveitis er 154 (Bónus), meðalverð Sensor rakvélar er 418 (Brekkuval) og meðalverð SS pylsu- sinneps er 64 (Kjöthölhn). Neytendur Verðmunur innkaupakörfu allt að 750krónur Verðmunur á ódýrustu og dýrustu innkaupakörfu er að þessu sinni 750 krónur sem er 24% munur. í síðustu könnun var þessi munur 1.147 krón- ur og 41% svo munur hefur minnkað töluvert. Ef verð nú er borið saman við verð fyrir tveimur mánuðum hefur það í mörgum tilfellum ekki eða lítið breyst. Kínakál hefur þó hækkað töluvert í verði í öllum versl- unum, frá 40 og upp í 90 krónur á kílóið. Cameliu dömubindi hafa lækkað í flestum verslunum en verð á flestöllu öðru er svipað og fyrir tveimur mánuðum. Taka verður tillit til þess að versl- animar í könnuninni eru misstórar og því eðlilegt að verð sé misjafnt í þeim. Með tilliti til.þess að Bónus er meö færri vöruflokka og minni þjón- ustu er eðlilegt að vömverð sé lægst þar. Stórmarkaðirnir Hagkaup, Mikli- garður og jafnvel Fjarðarkaup ættu aö vera með svipað verð, næstlægsta verð að meðaltali á eftir Bónusi. Samt sem áður er innkaupakarfa Miklagarðs sú dýrasta í könnuninni. Nóatún er stærst þeirra verslana sem eftir eru og er með verð á milli þeirra og smæstu verslananna, Kjöt- búrs Péturs, Brekkuvals og Kjöthall- arinnar sem allar eru með svipað verð. Kjötbúr Péturs þó heldur lægra. -ÍS MITSUBISHI Sérstakt tilboðsverð: rsi m ■ Mitsubishi FZ-129 D15 farsími ásamt símtóli, tólíestingu, tólleiSslu (5 m), sleSa, rafmagnsleióslum, handfrjálsum hljóÓnemo, loftneti og loftnetsleiðslum. Verð áour 115.423,- Verð nú aóeins 89.900,- eóa SKIPHOLT119 SÍMI 29800

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.