Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1992, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1992, Blaðsíða 25
FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 1992. 33 „Meira öryggi sýnist mér í þvi að Gorbatsjov væri æðsti yfirmaður hermála austur þar...“ A leiksviði lífsins Merkilegir, heimssögulegir at- burðir hafa gerst hin síðustu ár: konunúnisminn í Austur-Evrópu hrunið til grunna og Sovétríkin endanlega lögð niður um síðustu áramót. En þjóðir eru Vestur- Evrópu hins vegar að búa sig undir að leggja niður landamæri og stofna kapítaliskt stórríki þar sem miðstjórn auðvaldsherranna í Evr- ópu stjórnar að miklu marki lífi og starfi fólksins til ystu endimarka stórríkisins. Þar sem gilda sameig- inlegir stjórnarhættir og efnahags- stefna. (Ef ég skil rétt það sem á spýtunni hangir). Erfitt er að átta sig á þvi hvemig öll þessi ósköp geta gerst á svo stuttum tíma. - Gott eitt er um það að segja að harðstjórum Austur- Evrópuríkja hefur verið steypt af stólum. - Það er mikil sorgarsaga hve þeim hefir tekist að draga kommúnismann djúpt niður í fen spillingar, kúgunar og ofbeldis, sem ekkert á skylt við kommún- isma eða sósíalisma, er byggir á frelsi, jafnrétti og félagslegu vel- ferðarkerfi, heldur hreinræktaður fasismi í sinni dýrslegu mynd og kapítaliskt siðleysi. Þetta var sá skaðvaldur sem hindrað hefir vöxt heilbrigðrar vinstri stefnu á Vesturlöndum (sem íslendingar hafa fengið að kynnast flestum betur) þess vegna var líka svo léttur leikur fyrir auðvalds- stefnur vestrænna þjóða að hasla sér völl og búa til risastóra grýlu í austri, byggja upp öndvegi auð- magnsins og þrýsta manngildi und- ir spilaborð peningavaldsins. En allt hefir sín takmörk. Nú er hún gamla grýla dauð svo að ekki hjálpar hún lengur. Og valdakerfi, sem er rotið og spillt, er dæmt til að hrynja. Það er lögmál sem kapít- alisminn fær ekki undan vikist. Þó auðvald Evrópu æth að reisa hon- um órjúfandi vígi í evrópsku stór- ríki hlýtur það vígi fyrr eða síðar að grotna niður. Réttlætið lætur ekki að sér hæða. Þetta er aðeins spurning um tíma. Blikur á lofti Uggvænlegt ástand ríkir nú í Austur-Evrópu og ekki er séð fyrir endann á því hvaða afleiðingar það hefur fyrir þær þjóðir, sem áður nefndust Sovétríki að hafna forystu Mikhails Gorbatsjov og ekki er ólíklegt að það hafi alvarlegar af- KjaHarinn Aðalheiður Jónsdóttir verslunarmaður leiðingar fyrir allan heiminn. Meira öryggi sýnist mér í því að Gorbatsjov væri æðsti yfirmaður hermála austur þar en Jeltsín eða að þessu yrði skipt milli ríkjanna. Það er næstum því grátbroslegt að lýðræðissinnarnir svo kölluðu, sem stofnuðu þetta ríkjasamband, hafa engin lög og vita ekkert hvað þeir geta gert eða eiga að gera eftir að þeir sundruðu Sovétríkjunum, brutu gildandi lög og vildu ekkert við forsetann tala heldur taka völd- in í sínar hendur. Voru þetta lýð- ræðisleg vinnubrögð eða var þetta valdarán? Lýðskrum og valdagræðgi Það er staðreynd að lýðskrumur- um hefir oft tekist á undraverðan hátt að ná til fólksins og það hefir Jeltsín svo sannarlega tekist þótt eitt sinn væri búið að afskrifa hann sem pólitíkus en allt er breytingum háð og fólk fór að trúa á hann sem hinn mikla foringja sem leiða mundi það til velsældar! Kannski verður því að trú sinni? - En fyrr- verandi forseti Sovétríkjanna, sem leysti það úr þrælatökum kerfisins, má líklega þakka fyrir að lýðurinn hrópi ekki „krossfestið hann“. Stormsveitarmenn En það er ekki aðeins úti í hinum stóra heimi sem pólitískir storm- sveipir geisa heldur einnig í okkar litla samfélagi svo að jafnvel hrikt- ir í undirstöðu títtnefnds menning- ar og velferðarþjóöfélags. Þar sem íjármagnið ríkir í allri sinni dýrð og fjármagnseigendur lifa lúxúslífi af vaxtatekjum einum saman sem enginn leyfir sér að skattleggja. En hinum, sem þurfa að lifa á vinnu sinni, segja valdhafar að dirfast ekki að nefna kjarabætur þótt laun þeirra hrökkvi vart fyrir brýnustu lífsnauðsynjum. En þetta finnst ríkisstjórn Davíðs Oddssonar ekki nærri nógu mikið ranglæti og misþyrming á þjóðfé- laginu heldur ræðst hún á velferð- arkerfið og undirstöðu menningar og mennta af slíkri hörku að það er rétt eins og hún hafi orðið snar- geggjuö. - Þetta hugsa ég að sé versta ríkisstjóm sem yfir þetta land hefur dunið allt frá lýðveldis- stofnun og er þá mikið sagt. Eitt sinn höíðum við ríkisstjóm sem þvingaði okkur í hemaðarbanda- lag og fékk inn í landið erlendan her. - En nú er það svo að af þess- um vinnubrögðum stæra þeir flokkar sig stöðugt sem þar áttu hlut að máli. En svo ber við að þaö em einmitt þeir sömu flokkar sem nú fara með völd. Þetta eru líka þeir flokkar sem Morgunblaðið sagði á dögunum að alla tíð hefðu haft hreinan skjöld í utanríkismálum. Hvers vegna í ósköpunum er blessaður Mogginn annars að segja frá þessu? Finnst honum þetta annað en eðlilegt og sjálfsagt eða er hann að reyna að sannfæra aðra um það sem hann trúir ekki sjálfur? Varla getur hann verið að koma með aprílgabb rétt um miðjan janúar! Aðalheiður Jónsdóttir „Það er næstum því grátbroslegt að lýðræðissinnarnir svokölluðu, sem stofnuðu þetta ríkjasamband, hafa eng- in lög og vita ekkert hvað þeir geta gert eða eiga að gera eftir að þeir sundr- uðu Sovétríkjunum.“ Orðsending til atvinnurekenda frá félagsmálaráðuneytinu Að gefnu tilefni vill ráðuneytið hér með vekja at- hygli atvinnurekenda á ákvæði 55. gr. laga nr. 13 10. apríl 1979 um stjórn efnahagsmála o.fl. en þar segir að atvinnurekendum sé skylt að tilkynna vinnu- málaskrifstofu félagsmálaráðuneytisins og viðkom- andi verkalýðsfélagi með tveggja mánaða fyrirvara ráðgerðan samdrátt eða aðrar þær varanlegar breyt- ingar í rekstri er leiða til uppsagnar fjögurra starfs- manna eða fleiri. Félagsmálaráðuneytið 30. janúar 1992 Tölvuteiknari Óskum eftir hugmyndaríkum Macintosh-teiknara til að vinna kort, gröf og myndskreytingar. Umsækjandi þarf að vera skipulagður og fljótvirkur, og hafa þekkingu á MacDraw, Freehand og Illustrator (Macintosh). Upplýsingar gefur Halldór Bragason í síma 632983. Lausafjáruppboð 6. febrúar 1992 Eftir kröfu Tryggva Guðmundssonar hdl., Innheimtu ríkisins, Sigríðar Thorlacius hdl., Hróbjarts Jónatanssonar hrl„ Grétars Haraldssonar hrl., Andra Árnasonar hrl., Símonar Ólafssonar hdl., Jóhannesar Alberts Saevars- sonar hdl., Tómasar H. Heiðars lögfr., Garðars Briem hdl., Gunnars Sæ- mundssonar hrl., Islandsbanka hf. og sýslumanns Barðastrandarsýslu verða eftirtaldir munir seldir á nauðungaruppboði sem haldið verður á lögreglu- stöðinni að Aðalstræti 92, Patreksfirði, fimmtudaginn 6. febrúar 1992, kl. 16.00, eða þar sem þessir munir kunna að finnast: Case jarðýta nr. 1450, JBC 3 D4 grafa, beltagrafa, OK RH9, Subaru E10, Sharp litsjónvarp, Samsung sjónvarp, Xenon sjónvarpstæki, sjónvarps- skermir, Nordmende sjónvarpstæki, Saloria sjónvarpstæki, Technics hljóm- flutningstæki, AEG ís- og frystiskápur, Tec litsjónvarp, Pioneer plötuspilari, bifreiðin HJ-169, Subaru E10, bifreiðin HD-284, Nissan, Lada B-1702, Bluebird, bifreiðin B-1535, bifreiðin Y-15765, bifreiðin R-21778, bifreiðirí Y-15765, Mitsubishi Colt, árg. '82, bifreiðin B-1675, Volvo, árg. 74, Volvo í-2075, árg. '81, hlutafjáreign í Steinbjörgu hf„ hlutafjáreign I Auðnu hf„ gervihnattadiskur og kassaþvottavél. Greiðsla við hamarshögg. Sýslumaður Barðastrandarsýslu Smáauglýsing í Helgarblað þarf að berast fyrir kl. 17 föstudag!!! 63 27 00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.