Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1992, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1992, Blaðsíða 26
34 FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 1992. Fólk í fréttum____________ Valdimar Grímsson Valdimar Grímsson, landsliðsmað- ur í handknattleik, varð marka- kóngur á sex landa mótinu í Austur- ríki þar sem íslendingar sigruðu, eins og fram hefur komið í íþróttaf- réttumDV. Starfsferill Valdimar fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í foreldrahúsum. Hann lauk prófi frá Fjölbrautaskólanum í Ármúla 1985, lauk prófi í iðnrekstr- arfræði við Tækniskóla íslands 1988 og lauk prófi í iöntæknifræði frá samaskólal991. Valdimar var sölumaður hjá Pólar hf. sumrin 1979-86, vann við gæða- eftirlit hjá ísal sumrin 1987-90 og hefur verið verksmiðjustjóri hjá Friggfrásl. vori. Valdimar hóf ungur að stunda íþróttir og hefur æft og keppt í fjölda íþróttagreina. Hann keppti með Val í knattspymu frá því í fimmta flokki og upp í annan flokk og keppti með Ármann í körfubolta í sjö ár. Valdimar hefur æft handbolta með Val frá 1980, hóf að leika með meist- araflokki 1981 og á að baki hundrað sextíu og einn landsleik. Fjölskylda Kona Valdimars er Kristín, f. 30.1. 1967, fimleikaþjálfari og nemi í sjúkraþjálfun. Hún er dóttir Gísla Guðjónssonar flugumferðarstjóra, og Þuríðar Jónsdóttur húsmóður. Dóttir Valdimars er Ester Ösp, f. 28.8.1986. Systkini Valdimars eru Guðbjöm, f. 1.3.1961, atvinnurekandi í Reykja- vík; Gunnar, f. 7.5.1969, nemi í iðn- rekstrarfræði; Ama, f. 1.4.1979, nemi í foreldrahúsum; Hera, f. 1979, nemi í foreldrahúsum. Foreldrar Valdimars eru Grímur Valdimarsson, f. 16.7.1943, forstjóri Pólar hf., formaður aðalstjómar Armanns og fyrrv. handknattleiks- maður, og Ambjörg Edda Guð- bjömsdóttir, f. 4.3.1943, fram- kvæmdastjóri Verkfræðingafélags íslands. Ætt Grímur er sonur Valdimars, íþróttakennara MR, Sveinbjöms- sonar, b. á Hámundarstöðum í Vopnafirði, Sveinssonar, ráðs- manns á Selási, Stefánssonar. Móðir Valdimars var Guðbjörg Gísladóttir, b. á Hafursá, Jónssonar, frá Brekku íFljótsdal. Móðir Gríms var Herdís Maja, systir Aldísar, móður Ellerts Schram, ritstjóra og forseta ÍSÍ. Herdís Majavar dóttir Brynjólfs, sjómanns í Reykjavík, Jónssonar, b. í Klauf í Landeyjum, Brynjólfs- sonar. Móðir Brynjólfs sjómanns var Þorbjörg Nikulásdóttir, systir Jóns, langafa Magnúsar L. Sveins- sonar, forseta borgarstjórnar. Móð- ir Herdísar Maju var Margrét, systir Herdísar, móður Magnúsar H. Magnússonar, fyrrv. ráðherra, föð- ur Páls sjónvarpsstjóra. Margrét var dóttir Magnúsar, b. á Litlalandi í Ölfusi, Magnússonar, b. á Hrauni í Ölfusi, bróður Jórunnar, langömmu Steindórs bílakóngs, afa Geirs Haarde, þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins. Magnús var sonur Magnúsar, b. í Þorlákshöfn, Beinteinssonar, Irm. á Breiðaból- stað í Ölfusi, Ingimundarsonar, b. í Hólum Bergssonar, hreppstjóra í Brattsholti, Sturlaugssonar, ættfoð- ur Bergsættarinnar. Móðir Margr- étar var Aldís Helgadóttir, b. á Læk í Ölfusi, Runólfssonar, og Ólafar Sigurðardóttur, b. á Hrauni í Ölfusi, Þorgrímssonar, b. í Ranakoti og í Holti, Bergssonar, ættfóður Bergs- ættarinnar, Sturlaugssonar. Ambjörg Edda er dóttir Guð- bjöms, byggingameistara í Reykja- vík, Guðmundssonar, b. á Böðmóðs- stöðum í Laugardal, Njálssonar. Móðir Guðbjörns var Karóhna Ámadóttir, b. í Miðdalskoti, Guð- brandssonar, b. í Miðdal, Ámasonar af Víkingslækjarætt. Móðir Árna Valdimar Grímsson. var Sigríður Ófeigsdóttir „ríka“, hreppstjóra á Fjalli og ættföður FjaÚsættarinnar, Vigfússonar, og Ingimnar Eiríksdóttur, dbrm. og ættfóður Reykjaættarinnar, Vigfús- sonar. Móðir Karólínu var Guðrún Jónsdóttir, b. í Efra-Ranakoti, Jóns- sonar, og Guðfinnu Bjamadóttur, „sterka“, vinnumanns í Hólshúsum, Sigurðarsonar, b. þar, Magnússon- ar. Móðir Bjarna var Margrét Ara- dóttir, b. í Götu í Stokkseyrar- hreppi, Bergssonar, ættfóður Bergs- ættarinnar, Sturlaugssonar. Móðir Arnbjargar er Þóra Kristj- ánsdóttir, b. í Einholti, Þorsteins- sonar, og Arnbjargar Jónsdóttur. Afmæli Herborg Vemharðsdóttir Herborg Vemharðsdóttir, húsmóðir pg iðnverkakona, Fjarðarstræti 19, ísafirði, varð sextug síðastliðinn miðvikudag. Starfsferill Herborg er fædd að Atlastöðum í Fljótavík, Sléttuhreppi, Norður- ísafjarðarsýslu og ólst upp þar og í Tungu sem er einnig í Fljótavík. Herborg sótti bamaskólanám á Látmm í Aðalvík og vann ennfrem- ur öll almenn sveitarstörf á yngri árum. Hún flutti í Hnífsdal 14 ára gömul og hefur búið á þeim slóðum síöan. Herborg var einn vetur í vist íReykjavík. Herborg stofnaði ung heimili og sinnti bamauppeldi í mörg ár. Síð- ustu árin hefur Herborg starfað hjá Póls sem hét reyndar áður Póls- tækni. Fjölskyldan hennar er jafn- framt frumkvöðull að framleiðslu tölvuvoga hérlendis. Herborg hefur tekið þátt í starfi Kvenfélagsins Hlífar. Herborg hefur einnig starfað mikiö fyrir kvenna- deild Slysavamafélagsins á ísafiröi. Fjölskylda Herborg giftist 1950 Ingólfi Hálf- dáni Eggertssyni, f. 16.12.1927, skipasmiði og útvarps- og sjón- varpsvirkja. Foreldrar hans: Eggert Halldórsson, útvegsbóndi að Búð í Hnífsdal og verkstjóri í Norðurtang- anum á ísafiröi, og Þorbjörg Jóns- dóttir, látin, húsmóðir, Eggert dvel- ur nú á sjúkrahúsinu á ísafirði. Böm Herborgar og Ingólfs: Hálf- dán, f. 15.1.1950, flugmaður, búsett- ur á ísafirði, maki Laufey Waage, tónhstarkennari, þau shtu samvist- um, þau eiga tvö böm, Berghndi og Hálfdán Bjarka; Öm, f. 18.4.1951, raftæknifræðingur, maki Guðný Þórhahsdóttir, bankastarfsmaður, þau em búsett á ísafirði og eiga þrjú börn, Ingólf Gauta, Víði Gauta og Söndm Maríu; María, f. 20.9.1954, húsmóðir, maki Ásgeir Ásgeirsson, lyfjafræðingur, þau em búsett í Keflavík og eiga þrjú böm, Ásgeir Má, Herborgu Nönnu og Ingólf; Hörður, f. 6.7.1958, rafvirki, búsett- iir á ísafirði og á fimm börn, Þór, Ásmund Öm, Hálfdán Helga, Lís- betu og Láru Júlíu; Ragnar, f. 16.11. 1960, rafvirki, maki Terry Senior, kvikmyndagerðarmaður og fisk- verkakona, þau em búsett á ísafirði, Ragnar á einn son, Kristin; Lilja, f. 22.2.1968, húsmóðir, maki Bjarki Karlsson, læknir, þau era búsett á Akureyri og eiga eina dóttur, Birg- ittu Björk. Herborg og Ingólfur eiga eitt bamabamabarn. Herborg eignaðist átta systkini en þrjú létust í bemsku. Á lífi em: Þór- unn, f. 25.1.1931, starfsmaður á leik- skóla, maki Andrés Hermannsson, sjómaður, þau em búsett í Hnífsdai og eiga fiögur böm; Bára, f. 2.9.1936, húsmóðir, maki Hjörvar Óh Björg- vinsson, starfsmaður á Reykjalundi, þau em búsett í Mosfehsbæ og eiga sjö böm; Sigrún, f. 29.6.1940, leið- beinandi, maki Guðni Ásmundsson, húsasmíðameistari og starfsmaður á hehdsölu, þau em búsett á ísafirði og eiga fimm böm; Jósef Hermann, rafvirki, f. 24.3.1943, maki Hrafn- hildur Samúelsdóttir, póstaf- greiðslumaður, þau em búsett í Hnífsdal og eiga þrjú böm. Hálfsyst- ir Herborgar, sammæðra: Helga Hansdóttir, f. 4.9.1925, húsmóðir, maki Hólmgeir Líndal Magnússon, fyrrv. sjómaður, þau em búsett á ísafirði og eiga eitt bam. Foreldrar Herborgar: Hermann Vemharð Jósepsson, f. 12.8.1906, d. 9.5.1982, bóndi, og Þómnn María Friðriksdóttir, f. 4.6.1905, húsmóðir, en þau bjuggu lengst af í Fljótavík og í Hnífsdal, Þómnn María er nú búsett á Hhð, íbúðum aldraöra, ísafirði. Herborg Vernharðsdóttir. Ætt Hermann Vernharður var sonur Jóseps Hermannssonar og Margrét- ar Katrínar Guðnadóttur en þau bjuggu á Atlastöðum í Fljótavík. Þómnn María er dóttir Friðriks Finnbogasonar og Þórunnar Maríu Þorbergsdóttur en þau bjuggu á Látrum í Aðalvík og í Keflavík frá 1945. Kristinn Ágústsson Jón Kristinn Ágústsson, sjómaður og bhsfióri í Skipholti á Vatnsleysu- strönd, er áttræður í dag. Starfsferill Kristinn fæddist í Halakoti á Vatnsleysuströnd og ólst þar upp. Hann fór fiórtán ára sína fyrstu vertíð á sexæringi foður síns, var síðar á trihu hans, var vetrarvertíð- ir á bátum frá Suðumesjum og á sUdveiðum fyrir norðan, einkum á bátum frá Akureyri. Þá gerði hann sjálfur út á eigin fimmtán tonna báti á árunum 1941-46. Eftir að Kristinn kom í land var hann vörabtistjóri til 1970 og stund- aði auk þess hrognkelsaveiðar en starfaði einkum við btiaviðgerðir ásamt syni sínum síðustu starfsár- in. Fjölskylda Kristinn kvæntist 1946 Katrínu, f. 5.6.1920, húsmóður. Hún er dóttir Theodórs Jónssonar, togarasjó- manns í Reykjavík, og Helgu Bjamadóttur húsmóður. Kristinn og Katrín eignuðust sex böm en tvö þeirra dóu í fæðingu. Böm Kristins og Katrínar em Ágúst, f. 18.10.1946, sjómaður, bú- settur á Vatnsleysuströnd; Hjalti, f. 22.8.1951, bifvélavirki á Vatnsleysu- strönd; Vilhjálmur, f. 29.10.1957, sjó- maður í Njarðvík, kvæntur Lindu Kristínu Leifsdóttur og eiga þau tvo syni; Auður, f. 16.11.1961, húsmóðir í Kópavogi, gift Sverri Heiðari Sig- urðssyni vömbtisfióra og eiga þau tværdætur. Kristinn átti sex systkini og em fiögur þeirra á lífi. Systkini hans: Guðmundur Valdimar, f. 1909, nú látinn, sjómaður og verkamaður á Vatnsleysuströnd, var kvæntur Guðfinnu Kristjánsdóttur húsmóð- ur sem einnig er látin; Hahdór, f. 1910, sjómaður og síðar verksfióri á KeflavikurflugveUi, var kvæntur Eyþóm Þórðardóttur húsmóður sem nú er látin; Guðmundur Ragn- ar, f. 1916, b. og útgerðarmaður í Halakoti; Guðmundur ívarsson, f. 1918, útgerðarmaður og skipsfióri í Vogum, kvæntur Guðríði Þórðar- dóttur húsmóður, systur Eyþóra; Steingrímur Magnús, f. 1922, útgerð- armaöur í Vogiun, kvæntur Höhu Scheving Klemensdóttur húsmóð- ur; Katrín Sigrún, f. 1926, nú látin, húsmóðir í Vogum, var gift Bergi Sigursteinssyni sem lengi starfaði viö Skipasmíðastöðina í Njarðvík. Foreldrar Kristins vom Ágúst Andrés Þorkell Guðmundsson, f. 26.1.1869, d. 9.11.1941, útvegsb. 1 Halakoti á Vatnsleysuströnd, og kona hans, Þuríður Kristin Hah- dórsdóttir, f. 22.5.1885, d. 11.5.1971, húsfreyja. Ætt Meðal systra Ágústs var Ragn- Jón Kristinn Ágústsson. heiður María í Hákoti, amma Hauks Helgasonar, aðstoðaritsfióraDV, og Margrét, móðir Guðmundar í. Guð- mundssonar, ráðherra og sendi- herra. Ágúst var sonur Guðmimdar, útvegsb. á Neöri-Brunnastöðum, ívarssonar, formanns í Skjaldar- koti, Jónssonar. Móðir Guðmundar var Ragnheiður Gísladóttir. Móðir Ágústs var Katrín, systir Magnúsar, prófasts og alþingis- manns á GUsbakka, foður Péturs ráðherra og Ragnheiðar, ömmu Jakobs Frímanns menningarfuh- trúa. Katrín var dóttir Andrésar, hreppsfióra í Syðra-Langholti, Magnússonar, alþingismanns þar, Andréssonar. Móðir Andrésar í Syöra-Langholti var Katrín Eiríks- dóttir, dbrm. og ættfóður Reykja- ættarinnar, Vigfússonar. Kristinn er að heiman á afmælis- daginn. ara Guðbjörg KristjánstióUir, Fumgerði 1, Reykjavík. 90 ára Bjamvelg Ingimundardóttir, Boðahlein 16, Garðabæ. Jakob Tryggvason, Byggðavegi lOla, Akureyri. Vilborg Runólfsdóttir, Hrafnistu v/Kleppsveg, Reykjavík. 70ára Sigurlína Jónsdóttir, Skagfirðingabraut3, Sauöárkróki. Kristín Sigurðardóttir, Lönguhlíðl7, Akureyri. Þórarinn 8. Sigurðsson, Djúpavogi l,Höfnum. Guðmundur Þorsteinsson, Víðidal, Jökuldalshreppi. januar 60 ára RagnaÞórunn Rósantsdóttir, Víðimel 49, Reykjavík. Ögmundur Frímannsson, Holtagerði 51, Kópavogi. 50ára Sæbjöm Björnsson, Snorrabraut 22, Reykjavík. Rósa Bj örnsdóttir, Hörgási 4, Egilsstöðum. Þorbjörg Haraldsdóttir, Furugmnd 30, Akranesi. 40ára Halldór S. Haildórsson, Fellsmúla 7, Reylfiavík. Jóhanna Antonsdóttir, Fannafold 28, Reykjavík. Sigurgeir Sigurðsson, Hverfisgötu 32, Hafnarfirði. Jóna Konráðsdóttir, Mið-Mörk, V-Eyjafialiahreppi. Margrét H. Svavarsdóttir, Tangagötu 6a, ísafirði. Þorgerður Þor vaidsdót tir, Kambahrauni 12, Hverageröi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.