Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1992, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1992, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 1992. Spumingin Lesendur Sesselía Hrönn Guðmundsdóttir nemi: Stundum. Ég nota mjólk og helling af sykri. „Skyldusparnaöurinn skilar sér að fullu með vöxtum og verðbótum." - En hvað verður um lífeyrissjóðsgreiðslurnar? Umráðaréttur eigin lífeyrisgreiðslna Magnús Ólafsson skrifar: Með tilkomu frjálsra fjölmiðla, sem má í raun rekja til stofnunar Dag- blaðsins og svo með tilkomu ljós- vakamiðlanna, bæði útvarpsstöðv- anna og Stöðvar 2, hefur umfjöllun um þjóðmál breyst svo gjörsamlega aö nú fer fátt framhjá landsmönnum. - Ekki heldur það sem áöur var taliö að lítið erindi ætti til þeirra. Eitt þeirra mála er nú orðið að vandræðabami í opinberri stjóm- sýslu vegna þess að enginn mátti komast að þvi hvaða hagsmunir voru í húfi. Hér er átt viö Sameinaða verk- taka sem hafa nú uppfært eignir sín- ar og greitt stóran hlut þeirra út til eigenda sinna í beinum peningum. - Auðvitað er þessi aðgerö ein og sér ekki annað en raunhæf aðgerð úr því sem komið er. Það em áreiðanlega fleiri fyrirtæki og sjóðir sem munu fara þessa leið á næstu mánuðum. Lífeyrissjóðir landsmanna em t.d. stofnanir sem verða brátt að standa frammi fyrir þeirri staðreynd að þar verður knúið á af hinum eiginlegu eigendum um að geiða þeim út sína fjármuni til eigin ráðstöfunar. - Að undangengnum lagabreytingum aö sjálfsögðu. - Eða prófmáli, vilji ein- hveijir fara þá leiðina og verða fyrri til. Einu slíku máh, sem varðar laga- skyldu launþega til að greiða í lífeyr- issjóði yfirleitt, hefur nú verið skotið til Mannréttindadómstóls Evrópu Nú telja menn vítt og breitt um líf- eyrissjóöakerfið að hagsmunum þeirra sé best borgið með því aö þeir fái yfirráðarétt yfir sínum eigin pen- ingum. Líkt og forráðamenn Samei- naðra verktaka orðuðu þaö svo rétti- lega. - í lífeyrissjóðunum eiga laun- þegar, sem greitt hafa í þá um ára- tuga skeið, háar fjárhæðir hvort sem talað er um þau 4% sem tekin eru af launþegum eða þau 10% sem til urðu með viðbótargreiöslum vinnu- veitenda þeirra. Ekkert segir að lífeyrissjóðirair skiúi til eilífðamóns hafa umsjón með þessum eigum. Enginn getur heldur haldið þvi fram að ekki sé raunhæfara að þetta fé hggi inni á einkareikningi greiðenda sjálfra. Skyldusparnaður ungmenna var ein- mitt þannig ávaxtaður í bankakerf- inu, og voru minni vanhöld á en því fé sem lífeyrissjóðimir ávaxta. Skyldusparnaðurinn skilar sér að fullu með verðbótum og vöxtum. Inneign launþega hjá lífeyrissjóðun- um skeröist hins vegar verulega eftir því sem árin hða, og hverfur svo að fullu við lát greiðenda eða maka þeirra! - Hvað dvelur launþega til að krefjast gagngerra breytinga? Drekkurðu kaffi? Theódór Þorgrímsson nemi: Nei, en ég hef smakkað kaffi. Mér fannst þaö vont. Halla Hallgeirsdóttir nemi: Nei, en ég drekk te. Gylfi Freyr Gröndal nemi: Nei, ég hef aldrei drukkið kaffið. Það er teið sem blífur. Hallgrímur Sæmundsson nemi: Nei, ég held mig við te. Með þvi nota ég hunang. Ása Lára Þorvaldsdóttir nemi: Nei, en það er nú aht í lagi með sykri og mjólk. Utbreiðsla esperanto Hafsteinn Bjargmundsson skrifar: Mannkynið hefur löngum látið sig dreyma um alþjóðlegt hjálparmál og fjöldi slíkra mála hefur komið fram á sjónarsviðið en enga útbreiðslu fengið, utan eitt. Esperanto. Hvers vegna? Ein ástæöan er sú að esper- anto er öhum málum einfaldara og auðlærðara og það hefur sannaö gildi sitt sem talmál, viðskiptamál, vís- indamál og bókmenntamál. Stafsetn- ing esperanto er mjög einfold. Hver bókstafur táknar ahtaf sama hljóð og hvert hljóð er ávaht táknað með einum staf. - Málfræðin er ekki erf- ið, beygingar næstum engar og engin undantekning til. Orömyndun er ein- fóld. Mynda má aragrúa orða úr fáum orðstofnum með nokkrum for- skeytum og viðskeytum. Nú segja menn rétthega: Einfald- leiki málsins nægir ekki til þess að það verði tekið upp sem alþjóðlegt hjálparmál. - Hárrétt, höfundur málsins, sem gæddur var einfaldleik spekingsins, gerði sér grein fyrir því aö það var gagnslaust að bjóða mönnum mál sem ekki stæði þjóð- tungunum á sporði. Hann þýddi því á esperanto Gamla testamentið, verk Shakespeares, Goethes, Heine, H.C. Anderrsen, o.fl. Síðan hafa aðrir haldið þessu verki áfram og þýtt mörg af helstu verkum heimsbók- menntanna yfir á esperanto. Og ekki hafa verk smáþjóðanna gleymst. Vösluspá hefur t.d. verið þýdd á esperanto, Hrafnkels saga Freysgoða og ljóð eftir Þorstein frá Hamri. - Fjöldi bóka hefur einnig verið frums- aminn á esperanto. Útbreiðsla esperantos er töluverð ef haft er í huga að málið byggist ein- göngu á starfi áhugamanna um ahan heim, og svo hitt, aö málið er aðeins hundrað ára gamalt. Valdamenn heims hafa yfirleitt sýnt málinu lít- inn áhuga eða engan og margir hafa lagt stein í götu þess. Ein helsta mót- bára gegn esperanto er sú að það sé „tilbúið“ mál. Bið ég nú lesandann að leiða hugann að því hvað sé „til- búið“ eður ei í okkar siðmenningu. Mjög lítð er „tilbúið" í esperanto. Höfundur málsins fékk það að mestu „tilbúið" í hendur. Hann hirti það úr indóevrópskum málum sem máh skipti og kastaði öðru fyrir róða. Þjóðtungur þróast þannig en á löng- um tíma. Ef th vih mun nú einhver segja að loknum lestri þessara hna: Þessir esperantistar eru víst óttalegir draumóramenn. - Þaö er alveg rétt. Reykjanesinu veröur að bjarga: Gæti verið gróðri vaf ið „Lausagöngu fjár veröur að banna og færa féö I beitarhólf," segir m.a. í bréfinu. Hiingið í sima 63 27 00 millikl. 14 og 16 -eóa skrifió Nafn ogsimanr. verÓur aó fylgja bréfum P.G. skrifar: Fyrr á öldum var Reykjanesið einn gróðursælasti staður landsins, en eft- ir að búseta hafði staðið yfir í nokkur hundruð ár fór að ganga á gróðurinn vegna eldiviðartöku, kolagerðar og beitar og gekk féð sjálfala aht árið, aht fram á 20. öldina. Skiljanleg var sú nauðsyn sem var fyrr á tímum að nýta skóginn th eldi- viðartöku og beitar þegar ekki var um annaö að ræða th að lifa af. Fyr- ir einum 200 árum stóijókst svo fjár- eign lándsmanna vegna þess aö ull- armarkaöur í Bretlandi opnaöist og fór þá fyrir alvöru að ganga á gróður vegna beitar. - Og aht fram á þennan dag er Reykjanesið ofbeitt. Gróðurauðn er nánast á stórum hluta þess. Landslag líkast því sem gerist á tunglinu. En hvaö rekju og hitastig varðar, ætti nesið að vera vafið gróðri. Áríega eru reknar þús- undir fjárá þessar gróðurauðnir, eða að „hobbíkarlarnir" (en fjáreign á nesinu er aö mestum hluta th ,,hobbí“-búskapar) keyra féð á land annarra sveitarfélaga vegna auðnar heima fyrir svo að það megi komast í gras. Það er að syndga gegn Guði og mönnum að eyða gróðri að nauð- synjalausu eins og þessir „hobbí“- karlar gera. Þeim er ekki lengur stætt á því að menga og eyða náttúr- unni í leikaraskap. Lausagöngu fjár verður að banna og færa féð í beitar- hólf þar sem hobbíkarlamir taka alf- arið ábyrgö á að það sleppi ekki út úr girðingu. - Annað er ekki réttlæt- anlegt. konur á íslandi G. G. hringdi: í DV 28. þ.m. er bréf frá K.S. þar sem hann fjallar um útiend- inga sem hér vinna og fá starfs- leyfi út á islenskar konur sínar. Þetta rifiaði upp atriði sem ég vhdi gjaman fá opinbera um- ræöu um: Hve margir íslenskir karlmenn gera út erlendar konur hér, hafa þær undir sinni stjóm sem sambýhskonur eða eigin- konur og „leigja“ til kynferði- snota? » Þetta er sannanlega gert en konurnar þora ekkert að gera sér th vamar því að þeim er þá hótað heimsendingu. Þær era mál- lausar eða málhtlar á íslandi og vita ekki að þær geti gert neitt sér th vamar gegn „eiginmönn- um“ sínum. Þetta er þó kvennak- úgun í sinni verstu mynd og öll- um hlutaðeigandi karlmönnum th hóborinnar skammar. Aðdáendur hverra? H. D. skrifan Um síðustu helgi sá ég dálítiö skringhegt i laugardagsblaði DV, nánar tíltekið á blaðsiðu 19. Þar var fjallaö um Saltkráku-Stínu úr myndaflokknum Saltkráku sem Sjónvarpið sýndi hér á árun- um. Svo segir orðrétt: „Krakk- amir sem léku í Saltkráku og reyndar öðram myndum eftir Astrid Lindgren hafa orðið aðdá- endur allra barna og því era skandinavísku blöðin dugleg að grafa þessa leikara upp.“ Mér er spum: Hveijir era aödá- endur hverra? - Og þar að auki má bæta við dáhtlum útúrsnún- ingi, af því hann liggur svo beint við: Er ekki aldehis harðbannað að raska grafarró með uppgrefti? Dagskránni hrakaráStöð2 Pétur Stefánsson skrifan Mér finnst áberandi hversu dagskránni á Stöð 2 hefur hrak- að. Forsvarsmenn þar segja t.d. að veriö sé að sýna margverö- launaöa og geysivinsæla fram- haldsþætti. Þetta er aht eitt alls- herjar rugl. Ég veit ekki tíl að nein vinsældakönnun hafi veriö gerð á einstökum myndaflokkum á Stöð 2. Og varðandi viöurkenn- ingar er það að segja að þótt ein- hveijar útlendar kvikmyndaklík- ur veiti einstaka langlokuþætti verðlaun hefur það ekki fortaks- laust gildi hér hvað vinsældir varðar. - Ég skora á forráðamenn Stöðvar 2 að afla nýrra mynda- flokka og hreyta dagskrónni til hins betra sem fyrst. Fjármagnstekjur? Ingibjörg skrifar: Nú er mikið fimbulfambað um fjármagnstekur sem ríkið kunni að geta grætt á. En hvaö eru fjár- magnstekjur, ég bara spyr? Era það vextirnir af þeim 435 þúsund krónum sem ég á í bundinni bók í Landsbankanum og hef safnað síðustu áratugi? Er þaö þessi upp- hæð sem Kveimalistinn m.a. tel- ur nauðsynlegt að skattieggja? - Jú, gjörið bara svo vel, ég ætla þá aö taka þetta út áður. Thorsnýstogsnýsf Gísli Einarsson hringdi: Þaö er eins og framkvæmda- stjóri Sameinaðra verktaka hafi orðiö fyrir tvíhhöa áfalh í gaura- ganginum út af „uppfærslumál- inu“ svokallaða. Fyrst segist hann hafa orðiö fyrir áfalh að vera píndur til aö greiða út pen- inga Sameinaöra. Þá kemur í ljós að hann bar hluthöfúm þessa frétt með gleöibros á vör. Og nú síðast segir Thor að hann sé fegn- astur að máhð fari dómstólana. - Hann er sannarlega snar í snún- ingum!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.