Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1992, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1992, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 1992. Fréttir Alþingi: talsaðkaupa HótelBorg - segirSalome „Þetta mun hafa komist á kreik meö þeim hætti að rætt var í borgarstjóm aö það kæmi til álita að Reykjavíkurborg seldi Hótel Borg. Þá var ég spurö aö þvi hvort Alþingi helði áhuga. Ég svaraði því til að við hefðum áhuga á aö skoöa allt mögulegt. Síðan hefur nákvæmlega ekkert gerst Og þaö er ekki á döfinni að Alþingi kaupi Hótel Borg,“ sagöi Saiome Þor- kelsdóttir, forseti Alþingis, um hugsanleg kaup Alþingis á hótel- húsinu. Þegar Reykjavíkurborg keypti Hótel Borg á sínum tíma var áhugi á þvi að Alþingi keypti húsiö undir hluta af starfsemi sinní. Þá sagði Davið Oddsson, þáverandi borgarsijóri, aö nauð- synlegt væri að hótel yrði áfram í miöboginni. Hann gekk í málið af krafti og keypti hótelið. Salome Þorkelsdóttir sagði aö það væri alltaf veriö að bjóða Alþingi fasteignir til kaups í miö- borginni. „Við gætum keypt megnið af húsum í miðborginni ef viö hefðum á því áhuga,“ sagði Salome. -S.dór Flateyrarhreppur: 70áraafmæli Reynir Tiauaaaon, DV, nateyú- Flateyrarhreppur er 70 ára á þessu ári. í tilefni afmælisins verður haldin vegleg afmælishá- tíð dagana 25.-28. júni í sumar. Þar verður fiölmargt til skemmt- unar, svo sem myndlistarsýning- ar, dansleikir, leiksýningar, söngskemmtun og margt fleira. 200 fermetra útitjaldi verður slegið upp við barnaskólann þar sera hluti hátíðarhaldanna mun fara fram. DV Grétar Kristjánsson, skipstjóri á togaranum Gylli ÍS frá Flateyri: Vestfjarðamiðin nánast eyðimörk Reynir Traustason, DV, Flateyri; „Það er geigvænlegt ástand á þorskstofninum. Vestfjarðamiö eru nánast ein eyðimörk, sáralítið líf sést í mælitæki og maður telst góður að klóra upp 10 tonn á sólarhring," seg- ir Grétar Kristjánsson, skipstjóri á togaranum Gylh ÍS frá Flateyri. Undanfama mánuöi hefur þorsk- afli togara á Vestfjarðamiðum verið mjög lélegur, fáar og stopular þorsk- hrotur. Algengur vikuafli hefur verið á bilinu 40-60 tonn. „Miðað við gullaldarárin í kringum 1980 er sáralítill þorskur á ferðinni. Á þeim árum var maður að landa þetta 100 til 150 tonnum eftir vikuna. Hvort þessi fiskur er til get ég ekki svarað til um en hann er allavega ekki á heföbundnpm slóöum,“ sagði Grétar. Afli Gylhs á síðasta ári var 4012 tonn að verðmæti 210 millujónir króna sem telst mjög góður árangur. Stór hluti þess afla eru tegundir á borð við karfa og ufsa og þorskur mun minni hluti en áður. Fljótsdalshérað brennur: Bændur brenna túnin Sigiún Bjöigvinsdóttir, DV, Egflsstöðum; Mikið hefur verið um sinubruna að undaníomu á Fljótsdalshéraði. Maður á ferð um Fjarðarheiði sagði að það „hefði logað í öllum sveit- um“. Hvað er eiginlega að gerast? Jú, bændur em aö brenna þau tún sín sem ekki vora slegin sl. sumar. í mörgum sveitum var skorið niður sl. haust vegna riðuveiki og Sauðfjár- sjúkdómanefnd skikkar menn tii að brenna töðuna fyrsta sumarið eftir niðurskurð. Nú er það nokkur vinna að slá, þurrka og keyra saman heyi til brennslu svo að bændur hafa viljað spara sér vinnu með sinubruna. Hafa ef til vill ætlað að brenna sinuna á vori komanda en nú hefur viðrað þannig í janúar að jörö er auð og þurr enda varla komið dropi úr lofti í margar vikur. Þegar hafa orðið skaöar vegna sinubmna nú. Eldur komst í útihús sem bmnnu að hluta, tijáplöntur hafa eyðilagst og í nokkmm tflfellum hefur eldur komist í útjörð. Þá virðist þessi sinubrani hjá bændum hafa kitlað taugar þeirra sem eiga það til aö fara gáleysislega með eldspýtur. Víða hefur verið kveikt í meðfram vegum og síðan hlaupist á brott. Er augljóst hve þaö getur haft alvarlegar aíleiðingar og valdið mikilli hættu í umferðinni þegar ekki sér út úr augum vegna reykjarkófs. Engey fékk 131 krónu í meðalverð Tuttugu mest veiddu fisktegundirnar Tegund 1987 Veiðarnar 1988 1989 Ufsi m— 6.723.939 6.657.655 6.259.058 Sardínur 2.100.508 3.613.107 5.407.527 Sardinur 6.321.064 5.428.922 5.111.583 Sardínur 4.686.386 4.998.058 4.196.169 Makrfll 2.681.782 3.245.699 3.654.628 Þorskur 2.069.166 1.955.675 1.782.582 Makríll 1.568.271 1.796.040 1.671.070 Síld 1.592.039 1.685.904 1.612.186 Sardlnur 1.102.946 1.227.380 1.400.030 Silfurkarfi 1.343.517 1.508.371 1.359.724 Túnfiskur 1.034.252 1.256.180 1.180.121 Karfi 1.123.482 1.208.207 1.085.341 Karfi 539.190 608.531 950.910 . Túnfiskur 862.115 888.950 905.493 Loðna 1.107.606 1.142.325 897.985 1 Humar 650.225 617.650 688.230 Kolmunni 708.457 675.003 662.693 Karfi 648.441 716.363 653.566 Ostrur 690.561 707.967 636.156 MakríN 699.539 709.187 626.041 Eins og fram kemur i ofangreindum lista yfir mest veiddu tegundirnar eru margar tegundir endurteknar en það er vegna þess að um sömu fiskteg- und er aö ræða en ekki sömu veiðisvæði og auk þess er fiskurinn ekki eins útlits. En þrátt fyrir að tegundirnar séu ekki betur sundurgreindar má sjá að i mörgum tilfellum er um sömu afurðina að ræða þótt ekki sé fiskur- inn alveg eins i útliti. Rysjótt tíð hefur verið að undan- fómu og lítiö gefiö á sjó fyrir smærri skipin. En togararnir hafa haldið sínu striki þrátt fyrir veðráttuna. Aðalafli þeirra hefur verið karfi og hefur hann farið að miklu leyti á þýska markaðinn sem oftast hefur gefið besta verðiö. í þessari viku vildi svo tfl að menn uggöu ekki að sér og of mikið af fiski fór á markaðinn fyrstu daga vikunnar. Ekki er að þvi aö spyija að þegar of mikið framboð er lækkar verðið og að þessu sinni var illa staðið að því hvað mikið fór á markaðinn á mánudag og þriöjudag. Nauðsynlegt var að hefta sölu úr nokkrum gám- um og dreifa sölunni yfir vikuna. Risafyrirtækin á fiskimarkaðnum, sem framleiða fiskrétti, kaupa mikið af fiski frá verksmiðjuskipunum tfl að tryggja að þau hafi jafnt og gott hráefni til að vinna flskrétti. En ferskfiskmarkaðurinn er enn besti markaðurinn og virðist fólkið borga vel fyrir góðan, nýjan fisk. Þess vegna veröur aö kappkosta að fiskur- inn sé alltaf sem bestur. Er aö batna Eins og áður hefur verið sagt frá hér í þessum þáttum er stöðugt verið að herða gæðaeftirlit á fiskafurðum sem við seijum til Ameríku. Að und- anfómu hefur verið hér á landi am- erískur forsljóri fyrir stóm fyrir- tæki. Hann hefur haldið hér fyrir- lestra um aukið gæðaeftirlit og hefur jafnframt gert mönnum skiljanlegt hvaö það er mikfls virði aö hafa allan fisk fyrsta flokks hvað gæði snertir og að umbúöimar séu smekklegar og gangi í augun á fólki. Uppboösmarkaöur á * fiski í Bergen Nú em Norðmenn að þreifa fyrir sér með uppboðsmarkað og hefur fyrsta uppboðið fariö fram. Ekki hef ég enn séð neitt um hvert verðið var eða hve mikið var selt en fróðlegt verður að fylgjast með gangi mála hjá vinum okkar Norðmönnum. Þeir hafa búið viö sama fyrirkomulag á verðlagningu á fiski og veriö hefur hér, að lágmarksverð hefur verið ákveðiö af nefnd. Búast fiskkaup- menn við að framboð verði jafnara og meira en áður var. England Bv. Otto Wathné seldi í Grimsby 23. janúar síðastliðinn, afls 104 tonn fyrir 13,3 mflljónir króna. Þorskur seldist á 134,31 kr. kg, ýsa 103,61, ufsi 74,81, karfi 93,02, grálúöa 115,18 og blandað 98,63 kr. kg. Alls var seldur fiskur úr gámum dagana 20.-24. janúar síðastliðinn 562 tonn fyrir 73,7 milljónir kr. Fyrir þorsk fékkst 124,77 kr. kg, ýsa var á 170,38, ufsi 77,60, karfi 103,63, koti 184,62, grálúða 148,50 og blandað 102,17 kr. kg. Fiskmarkaðurinn Ingólfur Stefánsson Þýskaland Bv. Sléttanes seldi í Bremerhaven alls 155,7 lestir fyrir 17,4 mfllj. kr. Þorskur seldist á 125,57 kr. kg, ýsa 146,76, ufsi 103,61, karfi 112,32, grá- lúða 115,75 og blandað 52,98 kr. kg. Meðalverð 127,69 kr. kg. Bv. Engey seldi í Bremerhaven 27.-28. janúar sl. alls 199 tonn fyrir 19,2 millj. kr. Meðalverð 131,16 kr. kg. Á mánudag og þriðjudag var seldur fiskur úr 20-30 gámum og olti því að verðið féll nokkuð. Hjá þessu hefði mátt komast með betri dreifingu afl- ans yfir á seinni hluta vikunnar. En þetta er búið og gert og vonandi sjá menn að sér og huga betur að því aö láta ekki of mikiö inn á markaðinn hveiju sinni. Bv. Rán seldi í Bremerhaven 29. jan. sl. alls 135 tonn, meðalverö 95 kr. kg. Aukin fjárfesting hjá mestu fiskveiöiþjóð heims Áætlun er um það hjá Kínveijum aö fjárfesta í veiðiflotanum fyrir 80 millj. dollara á næstu sex árum. Á síðasta ári veiddu þeir 150.000 tonn á erlendum miðum og hefur veiðin tví- tugfaidast síöan 1986. Þriðjungur af þessum veiðum fer á heimsmarkað. Nú eiga þeir 190 úthafstogara. Þessi skip stunda veiðar meðal annars viö Vestur-Afríku, á Suður-Kyrrahafi og Norður-Kyrrahafi. Úthafsveiðamar hófust áriö 1985 en þá fóm 12 togarar frá höfninni í Mavei. Flotinn er í eigu ríkisins. Eins og fram hefur komið framleiddu Kínveijar allra þjóða mest af fiski árið 1990 og var heildar- afli þeirra þá 12,37 millj. tonna, met- afti var á heimamiðum og fram- leiösla á eldisfiski gekk vel. Nú hafa þeir gert samning um veiðar við Marokkó, Sierra Leone, Angólu og Máritaníu um að þeir megi hafa 24 skip í landhelgi þessara ríkja fram til 1998. Árið 1985 keyptu þeir 3500 tonna verksmiðj utogara af fullkomn- ustu gerð af Þjóðveijum, sem stunda veiðar í Beringshafi, síðan hafa bæst við 12 skip, sem veiðar stunda á sama svæði og mest af fiskinum er selt beint frá skipunnm. Kínveijar hafa stofnað samvinnu- félög með Argentínu og Úrúgvæ og hafa haft samninga um veiðileyfi hjá þessum ríkjum frá því 1987. Floti þeirra á Suðvestur-Kyrrahafi hefur stækkað úr 11 skipum í 31 skip. Sam- vinna þeirra viö Rússa hefur aukist mikið á síðustu ámm. Árið 1988 voru átta skip á veiðum á sovésku haf- svæði en vom á síöasttiönu ári 16. í sambandi viö aukin umsvif í útgerð- inni hafa þeir stofnaö umboðsskrif- stofur í Bandaríkjunum, Granada Bessau, Senegal, Angóiu og Las Palmas. Umboðsskrifstofur em víða heima fyrir, svo sem í Shanghai, Tianjin og víðar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.