Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1992, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1992, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 18. MARS 1992. ÚtLönd___________________ Skildufélagatin eftiruppí bensínskuld Fjórir peningalausir Norðmenn settu félaga sinn í pant þegar í ljós kom aö þeir áttu ekki fyrir bensíni á bensínstöð í sænska bænum Ömsköldsvik. Þeir sögð- ust ætla að fara í banka til að ná í peninga fyrir skuldinni. Fjórmenningarnir hafa hins vegar hvorki sést né heyrst síöan. Fimmmenningamir vom í skemmtiferð þegar bíllixm þeirra varð bensínlaus í Ömsköldsvik. Þeir áttu bara norskan hundrað- kall en bensínafgreiðslumaður- inn vildi ekki taka við honum. Þegar ljóst var aö fjórmenning- amir ætluðu ekki að skila sér var kallað á lögreglu. Félagsmálayfir- völd keyptu síðan farmiða til Þrándheims fyrir þann yfirgefna sem að vonum var heldur óhress meö framferði félaga sinna. Maðurléstí sprengingu í Kaupinhaf n Tuttugu og níu ára gamall mað- ur lést í sprengingu í húsakynn- um vinstri sinnaðra stjórnmála- samtaka í Kaupmannahöfn á mánudag. Lögreglan telur aö um sprengjutilræði hafi verið aö ræða. Bréfberi setti stórt umslag í póstkassa samtakanna á mánu- dagsmorgun og útilokar lögregl- an ekki að sprengja hafi veriö í því. Saratökin sem berjast gegn kynþáttahatri og nýnasisma telja að pólitískar ástæður hafi legið að baki sprengingunni. Lák hins látna var svo illa skaddað að í fyrstu var erfitt að bera kennsl á það. Síðar kom í ljós að það var af manni sem oft- starfaði á skrifstofu samtakanna. Norðmenn hætfa stuðningi við klerkinn Norska utanríkisráðuneytið hefur ákveðið aö hætta öllum fjárstuöningi við suður-afríska kirkjuleiðtogann Allan Boesak sem einnig hefur verið framar- lega í baráttunni gegn kynþátta- stefnu stjórnvalda. Bœsak hefur frá árinu 1986 fengið styrk sem svarar um fjörutiu milljónum ís- lenskra króna til friðar- og rétt- lætissjóðs síns, fyrir milligöngu alkirkjuráösins. Aö sögn norska ríkisútvarpsins var stuðningnum hætt vegna gruns um að klerkur hafi notað styrkinn til eigin þarfa. Alkirkju- ráðið visar því á bug og segir að grunur um misferli hafi aldrei kviknað. Verðstríð ádönskum lyfjamarkaði Mikiö verðstríð stendur nú tyr- ir dyrum á dönskum lyfjamark- aöi. Þann 23. mars munu öll helstu lyfjafyrirtæki landsins lækka verð á vörum sínum til að mæta samkeppni frá nýju fyrir- tæki sem hóf lyfsölu í síðustu viku. Nýja fyrirtækið selur sjö samheitalyf fyrir allt að 76 pró- sent lægra verð en upphaflegu lyfin eru seld á og fyrir 27 til 49 prósent lægra verð en ódýrustu samheítalyfin hafa verið seld á til þessa. Blaöafulltrúi apótekarafélags- ins segir það almenna skoðun fé- lagsins að verö á lyfjum í Dan- mörku eigi að lækka. Þess vegna fagni lyfsalar þvi að einhver skuli sýna frumkvæði í þá átt. Ef verð- strfð hljótist af komi það neytend- UmtllgÓða. TT, liitzou og NTB De Klerk, forseti Suður-Afríku, fór með sigur af hólmi í kosningunum: Yf irburðirnir meiri en forsetinn spáði - stuðningur við stefnu forsetans nálgast 70 prósent meðal hvítra manna F.W. de Klerk, forseti Suður-Afr- íku, vann yfirburðasigur í kosning- um meðal hvítra manna um hvort haldið skuli áfram á þeirri braut sem hann hefur markað um stjómar- skrárbreytingar með samningum við blökkumenn. Þegar úrslit kosninganna voru ljós í morgun stefndi í að tillaga forsetans fengi milli 60 og 70% stuðning. Áður höfðu menn spáð því að mjótt yrði á mununum og jafnvel að aðeins 5% skildu fylkingarnar að. Af þessu má ráða að forsetinn hafi sópað að sér fylgi á lokasprettinum og að margir hafi skipt um skoðun þegar í kjörklefann var komið. De Klerk lagði allt undir í kosning- unum. Hann vissi líka sem var að án þess að hafa vissu um stuðning meirihluta hvítra manna gæti hann vart haldið áfram umbótum í land- inu. Öfgamenn til hægri saka hann sýknt og heilagt um svik viö hvíta menn með því að koma ómenntuðum blökkumönnum til valda. Þeir segja og að leiðtogar blökkumanna séu upp til hóp kommúnistar og muni nota völd sín til að brjóta niður hagkerfi Suður-Afríku. De Klerk hefur því orðið að berjast við stöðugan áróður um að stefna hans leiði til upplausnar og ógnar- aldar líkt og var í Ródesíu þegar blökkumenn tóku þar völdin. Það land kallast nú Zimbabwe. Þessu svarar de Klerk með því að benda á að forræði hvítra manna fyrir Suður-Afríku geti ekki staðið um aldur og ævi. Fyrr eða síðar kom- ist blökkumenn til áhrifa og þá sé affarasælast að það gerist með hægð og með samningum. Sú leiö sé ein fær Öfgamenn til hægri í Suður-Afríku háðu kosningabaráttuna af mikilli hörku en höfðu ekki erindi sem erfiði. Hvítir menn ákváðu i kosningunum að halla sér að stefnu de Klerks forseta og halda áfram samningaviðræðum við blökkumenn um breytingar á stjórnarskrá landsins. Simamynd Reuter til að koma í veg fyrir borgarastyrjöld viö breytingar á stjómkerfi landins. De Klerk hefur með stefnu sinni náð að rjúfa einangrun Suður-Afríku á alþjóðavettvangi. Sú staðreynd hef- ur reynst honum drjúg í kosninga- baráttunni því hvítir menn óttast fátt meira en að verða utanveltu í samfélagiþjóöanna. Reuter Clinton og Bush sigruðu í Hlinois og Michigan: Útnef ning mín er tryggð - sagði Bush þegar ljóst var hvert stefndi Bill CUnton, ríkisstjóri í Arkansas, og George Bush Bandaríkjaforseti gjörsigruðu keppinauta sína í fcfr- kosningunum í Illinois og Michigan í gær. Nú viröist fátt geta komið í veg fyrir að þeir muni leiða saman hesta sína í forsetakosningpnum í nóv- ember. Clinton sigraði þá Paul Tsongas og Jerry Brown auðveldlega í báðum forkosningunum. Þar með sannaði hann að hann getur sigrað hvort sem er á heimaslóðum sínum í Suðurríkj- unum eða á hlutlausu svæði. Bush forseti sýndi að hann er enn harður baráttumaður og sigraði Pat Buchanan með yfirburðum þótt nokkuð hafi borið á því að undan- fórnu að kjósendur hafi greitt Buc- hanan atkvæði sitt til að mótmæla efnahagsstefnu forsetans. Þegar um helmingur atkvæða, eða rúmlega það, haföi verið talinn hafði Clinton fengið 50 prósent greiddra atkvæða í Ilhnois en 46 prósent í Michigan í forkosningum demó- krata. Paul Tsongas hafði fengið 27 og 19 prósent og Jerry Brown 15 og 29 prósent. í forkosningum repúblikana hafði Bush fengiö 76 prósent í Illinois og 66 prósent í Michigan. Buchanan hafði fengið 22 og 26 prósent. George Bush hefur nú aílaö sér stuðnings 707 fulltrúa á landsþingi repúblikana en þarf 1105 til að tryggja útnefninguna. Pat Buchanan hefur stuðning 46 fulltrúa. Bilið milli Bills Clintons og Pauls Tsongas eykst enn. Clinton hefur stuðning 963 fulltrúa af 2145 sem þarf til að hljóta útnefningu en Paul Tsongas hefur 422. Jerry Brown nýt- ur stuðnings 129 en 414 fulltrúar eru ekki bundnir á klafa neins frambjóð- anda. Keppinautar Clintons og Bush segj- ast ætla að halda baráttunni áfram en möguleikar þeirra á sigri minnka með hverjum deginum sem líöur. „Útnefning mín er svo gott sem tryggð," sagði Bush þegar ljóst var að hverju stefndi og stuðningsmenn Buchanans játuðu ósigur sinn. Reuter Bresku kosningamar: Verkamanna- flokkurinn eykur fylgið Nýjar skoðanakannanir í Bret- landi sýna að Verkamannaflokk- urinn er í sókn og hefur nú náð 5% fylgi umfram Ihaldsflokkinn. Undanfarna mánuði hefur fylgi flokkanna verið nánast jafnt en Verkamannaflokkurinn var kominn með örlítið forskot í síð- ustu könnun á undan þessari. Að þessu sinni er um að ræða tvær óháðar kannanir sem birt- ust í morgun í Times og Guar- dian. Niðurstaöan var sú sama í þeim báðum. Samkvæmt þessum skoðana- könnunum fengi Verkamanna- flokkurinn 43% atkvæða í kosn- ingunum. íhaldsflokknum er spáð 38% fylgi og Frjálslyndum demókrötum 16%. Þessi niðurstaða er mjög mikil- væg fyrir Verkamannaflokkinn því forystumenn hans geta nú fullyrt með sannfæringu að sigur sé í sjónmáli. Roy Hattersley, sem gengur Neil Kinnock næst að völdum í flokknum, fullyrti sig- urviss í morgun að flokkur hans myndaði næstu stjórn. Af hálfu íhaldsmanna er á hinn bóginn fullyrt að könnunin sýni aðeins stundarhrifningu á tillög- um Verkamannaflokksins í efna- hagsmálum. íhaldsmenn ættu eftir að afhjúpa þær tillögur á næstu dögum. Kosið verður í Bretlandi 9. apríl. Reuter Bill Clinton fagnar sigri eftir forkosningar demókrata í lllinois og Michigan í gær. Nú virðist fátt geta komið í veg fyrir að hann keppi viö George Bush um forsetaembættiö í haust. Símamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.