Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1992, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1992, Blaðsíða 28
10 MIDVIKUDAGUK 1«. MAKS 1992. Meiming Hilmar Jensson gítarleikari með tónleika í Púlsinum: Munum leika frumsaminn djass í frjálsari kantinum - Skúli Sverrisson og tveir bandarískir djassleikarar munu leika með honum Hilmar Jensson gitarleikari mun halda tvenna djasstónleika á Púlsin- um fimmtudagskvöld og föstudags- kvöld. Hilmar, sem útskrifaöist á síö- astliðnu ári frá Berkeley College of Music í Boston i fyrra, kom hingað tii lands fyrir tæpu ári og hélt eftir- minnilega tónleika á Púlsinum. Þaö eru engir aukvisar sem leika með honum í þetta skiptið og skal fyrstan telja Skúla Sverrisson bassaleikara en vegur hans í djasslífi vestanhafs vex með hverjum mánuðinum. Með honum leika Chris Spead saxófón- leikari. sem hefur leikið með Dave Holland og var í stórsveit Artie Shaw, og Jim Black trommuleikari sem meðal annars hefur leikið með John Scofield og komið fram með Charlie Haden, svo einhverjir séu nefndir. Chris og John eru nú með hljómsveit sem heitir Human Feel og eru að gefa út plötu um þessar mundir. Hilmar var fenginn í stutt spjall um tónleikana og hvað hann aðhefðist þessa dagana. Var hann fyrst spurður um námið: „Ég var við nám í Boston í þrjú og hálft ár og útskrifaðist frá Berkeley á síðasta ári og hélt síðan áfram í einkatímum. Þótt ég hafi lagt aðal- áherslu á gítarinn var námið hjá mér Hilmar Jensson gitarleikari. Frum- samin lög á efnisskránni. DV-mynd Brynjar Gauti nýög blandað. Meðfram náminu spO- aði ég mikið, aðallega í Boston en einnig í New York. Sögulegasta ferð- in mín var þó til Tyrklands þar sem ég og félagarnir mínir áttum að leika á nýjum næturklúbbi. En eitthvað hafa pappírar þeirra sem áttu klúbb- inn ekki verið í lagi því klúbburinn var aldrei opnaður þrátt fyrir að eig- endurnir væru duglegir að múta öll- um sem máli skiptu, meðal annars borgarstjóranum. Við vorum því að- geröalausir í heilan mánuð og lékum aðeins fyrir sjálfa okkur.“ - Eru einhverjir sérstakir gitarleik- arar sem þú hefur mikið álit á? „Ég get nefnt tvo, Bill Frisell og Kurt Rosewinkle, en annars hiusta ég ekki mikið á gitartónhst, hlusta til dæmis mun meira á saxófónleik- ara og píanóleikara, til dæmis Keith Jarrett og Omette Coleman. En þess- ir tveir sem ég nefndi eru mjög at- hyglisveröir. Frisell er þekktari og hefur leikið með mörgum þekktum djassleikurum, auk þess sem hann hefur verið með eigin sveit, en Rose- winkle er ungur og er góður vinur minn. Hann var mér samskóla og er snjaU gítarleikari sem nú leikur með Gary Burton. - Tónleikarnir á Púlsinum - þú mætir með úrvalslið. Hefur þú leikið með þessum strákum áður? „Jim Black, SkúU og ég vorum aUir í sama skóla í Boston og höfum leik- ið saman en Chris Spead var í skóla sem hét New England Conservatory of Music. Er hann í næsta nágrenni við Berkeley. Við fjórir höfum aldrei leikið allir saman áður en Jim Black var með mér í Tyrklandsförinni frægu og Skúli lék með mér á Púlsin- um í fyrra.“ - Hvernig tónlist komið þið til með að leika í Púlsinum? „Það má segja að við leikum djass í frjálsari kantinum, án þess þó að vera með hljóðgervla eða annað slíkt, meiri áhersla lögð á hljóðfærin sjálf, enda Skúli, Chris og Jim frábærir hljóðfæraleikarar og geta leyft sér að ganga fetinu framar en aðrir með góðum árangri. Mestmegnis eru þetta lög eftir mig en einnig eru lög eftir hina. Við munum taka upp efni á plötu og mun ég leita fyrir mér með útgáfu heima og erlendis." - Ertu alkominn heim? „Eiginlega vonast ég tU að svo sé ekki. Ég á eftir töluverðan tíma af starfsleyfi mínu í Bandaríkjunum og hef hug á að reyna fyrir mér í New York sem er spennandi borg fyrir djassleikara. Þar er mikið að gerast en þar er samkeppnin einnig hörð- ust. Það kemur í ljós hvað úr verð- ur.“ -HK Eins og kunnugt er stendur yfir sýning á verkum eftir Finn Jónsson listmálara í Listasafni íslands. Allt eru þetta verk sem Finnur og eig- inkona hans, Guðný Elísdótt- ir, gáfu safninu.. Þau hjónin gáfu ekki eingöngu listaverk og fjármuni heldur einnig flygU af Steinwaygerð sem var vígður af hinum snjaila rússneska píanóleikara, Alex- ander Makarov, síðastliöinn laugardag. Alexander Makaraov lét ekki þar staðar numið því að í gærmorgun hélt hann tón- leika fyrir unglinga í safninu Tónleikar þessir voru haldnir að frumkvæði Makarovs og Rakelar Pétursdóttur, safna- kénnara listasafna ríkisins, en á hveijum vetri koma böm í þúsundsatali hvaðanæva af landinu og njóta leiðsagnar hennar um söfnin. Alexander Makarov leikur á flygilinn góða i Listasafni Islands og unglingarnir hafa komið sé fyrir á gólfinu til að hlusta á hann leika klassísk verk. DV-mynd GVA Unglingar hlýða á klassíska tónlist í Listasafninu Myndin er tekin á æfingu Söngskólans á Orfeusi i undirheimum. DV-mynd GVA Söngskólinn sýnir Orfeus í undirheimum í íslensku óperunni: Undirbúningur hófst fyrir f imm mánuðum Nemendur Söngskólans í Reykja- vík sýna óperettuna Orfeus í undir- heimum eftir J.O. Offenbach í ís- lensku óperunni sunnudaginn 22. mars. Undirbúningur að sýningunni hófst í október á síðasta ári. Þátttak- endur í sýningunni eru á milli 20 og 30 en auk þeirra leggja nemendur Listdansskóla Þjóðleikhússins hópn- um lið. Með hlutverk Orfeusar fer Sigurjón Jóhannesson og með hlut- verk Evrídíku fer Þóra Einarsdóttir. í öðrum veigamiklum hlutverkum eru Bjöm Ingiberg Jónsson og Guð- laugur Viktorsson. Gamanóperetta þessi var upphaf- lega samin við franskan texta og fmmflutt í París árið 1858. Það er söngvarinn góðkunni, Guðmundur Jónsson, sem hefur þýtt og staðfært textann einkar skemmtiiega. Hér er á ferðinni háðsk ádeila á óperur og óperusöngvara og óhætt að segja aö flytjendumir dragi ótæpilega dár að sjálfum sér og fyrirmyndum sínum. Meðal einaöngvara veröur Gunnar Guðbjörnsson. Mótettukórinn flytur Jóhann- esarpassíuna i tilefni 10 ára afmælis Mótettu- kórs Hallgrimskirkju mun kór- inn flytja Jóhannesarpassíuna eftir Johann Sebastian Bach í Skáiholtskirkju 11. apríl og í Hall- grímskirkju 13. apríi. Verkið verður flutt með upprunalegum hljóðfæmm og verður Bachsveit- in í Skálholti styrkt meö tíu hJjóö- færaleíkurum frá meginlandi Evrópu. Kórinn fær svo til liðs við sig sjö einsöngvara, innlenda ogerlenda. Einsöngvararnir, sem taka þátt í flutningnum, era: Karl-Heinz Brandt, tenor frá Þýskalandi, sem fer með hlutverk guðspjaliamannsins, Njál Sparbo, bassi frá Noregi, sem fer með hiutverk Krists, Margrét Bóasdóttir sópran, Sverrir Guð- jónsson alt, Gunnar Guöbjörns- son tenór, Bergþór Pálsson bassi og Tómas Tómasson bassi. For- sala aðgöngumiða er hafin, meðal annars i Hallgrímskirkju. Þess má geta að tónleikamir verða ekki endurteknir. UngUst ’92 Ungtfólk hvatt tilaðkomalist sinni á framfæri Stofnað hefur verið til Listahá- tiðar ungs fólks sem kallast Ung- list ’92. Margir aðilar standa að hátíö þessari sem stendur írá 30. mars til 5. apríl og verður í Hinu húsinu. Markmiðið er aö veita ungu, listfengnu fólki á aldrinum 16 til 20 ára tækifæri til að koma list sinni á framfæri til jafnaldra og almennings. Reynt verður að koma að á hátíðinni sem flestum listgreinum. í tengslum við lista- hátíðina veröur haldiö málþing um unglingamenningu þar sem ungt fólk ræðir um menningu og listir. Hitt húsið verður undirlagt undir hátíð þessa, sýningar í öll- um sölum og dagskrá í gangi á þremur sviðum á hverjum degi. Messíasfluttur á Listahátíð Nú hefur veriö ákveðið að Messías eftir Hándel verður flutt- ur á Listahátíð i vor, eða 5. júni, í Háskólabíói. Forsenda fyrir flutningi verksins var að næg þátttaka söngfólks fengist og hef- ur söngfólki um allt land verið boðin þátttaka og hafa undirtekt- ir verið mjög góðar, hafa um það bil 250 umsóknir borist. Má heita að fullskipað sé í kvenraddír, en það vantar enn upp á að karl- raddir séu fullskipaðar og era allir sem áhuga hafa á að taka þátt í flutningnum og hafa ekki sent inn umsóknir beðnir um að skrá sig hjá Tónastöðinni, Óðins- götu 7, fyrir 20. mars. Verkið verður flutt á ensku og verður nýjasta útgáfa frá Watkins Shaw Novello notuð. Einstaka kórköfl- um og aríum verður sleppt. Eftir er að velja einsöngvara. Prafu- söngur og val veröur síðast í aprfl. Stjórnandi kórs og Sinfón- íuhljómsveitar íslands veröur Jón Stefánsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.