Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1992, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1992, Page 9
MIÐVIKUDAGUK 18. MARS 1992. 9 Svartir kettireru hættulegastir Bandarikjainenn hafa margir illan bifur á svörtum köttum og 14% þeirra telja þaö boða ógæfu ef svartur köttur gengur þvert á leiö manns. Látlu gæftilegra þykir aö ganga undir stiga því 12% manna vestra telja það mikið ólán. Föstudagur- inn 13. er einnig varhugaverður því 9% manna kvíða þeim degi hvenær sem hann kemur fram á almanakinu. Þá óttast 5% Banda- ríkjamanna um örlög sín verði þeir fyrir því að brjóta gler. Styrkir til þeirra sembætavið sigeiginkonum Yfirvöld í Kúveit hafa ákveðið að styrkja menn til fjölkvænis. Ástæðan er að í landinu eru margar ógiftar konur og eigin- menn ekki á Iausu. Eina sýnilega ráðiö er að hver maður taki sér fleiri en eina konu. Margir ungir Kuveitar fara utan til náms og kvænast þar. Fjölkvænismenn fá lán á hag- stæðum kjörum ef þeir bæta við eiginkonu á heimilið. Þeir fá og ókeypis húsgögn, eldhúsáhöld á kostnaðarveröi, fijáls afnot af sai við brúðkaupíð og gjöf þegar fyrsta barn meö annarri konunni fæðisL Samkvæmt lögum íslams má hver maður eiga fjórar konur. Gamlir menn í latídinu mæla ekki með fjölkvæni og segja að þaö spiili heimilisfriönum. Saksóknari í Kennedymálinu færbágtfyrk frammistöðuna Moira Lasch, saksóknari í nauðgunarmálinu gegn William Kennedy Smith, tók við nýju starfi þegar hún kom til vinnu í byrjun vikunnar eftir að hafa verið í fríi frá því málinu iauk með sýknu Kennedys. Henni er ekki lengur ætlað að fást við alvarleg glæpamái heldur rannsókn á fjárreiðum fyrir- tækja. Lasch sætti harðri gagn- rýni fyrir linkind í málsókninni og margir vilja kenna henni um að verjendum Kennedys tókst að fá hann sýknaðan. Enginnfæsttil að gelda kynferðis- giæpamann Dómari í Houston í Texas hefur orðið að falla frá tilboði til kyn- ferðisglæpamanns um geldingu i stað 30 ára fangelsis vegna þess aö engínn læknir fæst tii að gelda manninn. Sá sem hér á í hlut heitir Steve Butler og er 28 ára gamall blökku- maður. Hann hefur tvívegis gerst sekur um alvariega kynferðis- glæpi gegn ungum stúlkum og féllst á tilboð dómarans. Áskilið var aö eistun yrðu tjarlægð en læknar vilja vana hann með lyfj- um. Dómari víttur fyriraðsegja konu aðfinna sérnýjan mann „Nú ferð þú og finnur þér nýjan mann. Það er nóg af þeim á bör- unum hér í borginni.“ sagði Paul Marko, dómari í Flórída, þegar hann úrskurðaöi i skilnaðarmáli hjóna. Konan kærði dómarann fyrir móðgun og hann var víttur. Sex fórust í sprengingu í sendiráöi ísraels í Argentinu: Vorum að vinna þegar allt hrundi „Við vorum bara að vinna þegar allt virtist hrynja yfir okkur. Við sáum ekkert fyrir rykmekkinum," sagði starfsmaöur ísraelska sendi- ráðsins i Buenos Aires, höfuðborg Argentínu, eftir sprenginguna sem varð þar í gær. Sex manns létust og 135 særðust i öfiugri sprengingu sem lagði sendi- ráðið í rúst. Carlos Menem Argent- ínuforseti sagöi að hryðjuverka- menn hefðu staðið að tilræöinu. Tugir björgunarsveitarmanna og lögregluþjóna unnu fram á nótt við. að grafa í rústunum eftir fórn- arlömbum og sjö klukkustundum eftir sprenginguna sagði aðstoðar- maður forsetans að enn væri fólk á lífi undir brakinu. „Fólk sem hafði slasast af glerbrot- um var um allt, vanfærar konur, börn, gamalmenni," sagði ljósmynd- ari sem kom að sendiráðinu nokkr- um mínútum eftir sprenginguna. Sprengingin varð skömmu fyrir klukkan 15 aö staðartíma, eða 18 að íslenskum tíma, og lagði hún sendi- ráðið gjörsamlega í rúst. Eftir standa aöeins útveggirnir að aftan og á hlið- um hússins. Nokkrir hópar hafa þeg- ar lýst ábyrgð á hendur sér. Meira en 300 þúsund gyðingar búa i Argentínu og þar hefur orðið vart við gyðingahatur. í síðasta mánuði aílétti ríkisstjómin leynd af skjölum um nasista sem flúðu til Argentínu eftir fall Þriöja ríkisins. „Eins og málum er háttað nú bend- ir allt til þess að þetta hafi verið árás hryðjuverkamanna," sagði Carlos Menem. Hann sagði að meðal fórnar- lambanna væru böm. Að sögn for- setans var 20-40 kílógramma sprengja notuð við tilræðið en eng- inn sérstakur hópur væri granaður um 'verknaðinn umfram annan. Ör- yggi var hert á flugvellinum í Buenos Aires. Reuter Sendiráð ísraels í Buenos Aires gjöreyðilagðist í sprengingu í gær. Sex (órust og á annað hundrað slösuðust. Hryðjuverkamönnum er kennt um tilræðið. Símamynd Reuter _____________Útlönd Eyðnismitaðar nuddkonur Lögregian í Álaborg í Dan- mörku rannsakar starfsemi nuddstofu þar i borg vegna gmns um að þar hafi starfað eyðnismit- aðar konur frá Úganda. Margir karlmenn sóttu nudd- stofuna og leikur grunur á að þar hafi einnig verið stundað vændl Lögreglan telur með ólíkindum ef enginn viðskiptavinanna hefur smitast af eyðni. Robert Maxwell varnjðsnari Breska blaðið Sunday Express telur sig hafa öruggar heimildir fyrir þvi að fjölmiðlakóngurinn Robert Maxwell hafi verið á mála hjá Sovétmönnum. Segir í blað- inu að Maxwell hafi skrifað undir starfssamning við KGB nokkmm mánuðum áður en hann drukkn- aöi við Kanarieyjar. S.D.M.0, RAFSTÚÐVAR Eigum til afgreiðslu rafstöðvar 'frá 2,2 kW til 6 kW, bæði bensín og dísil Verðfrá kr. 76.083,- Imlm §Ho Skeifunni 11 d, sími 686466 Moskva: Kommúnistar HÁSKÓLABÍÓI og spotti Harðlínumenn kommúnista, sem vilja endurreisa Sovétríkin, máttu þola háðsglósur rússneskra fiölmiðla þegar þeir reyndu að kalla saman þing við kertaijós á kúabúi utan viö Moskvu í gær. Um tíu þúsund manns komu sam- an á Rauða torginu síðar um daginn til stuðnings harðlínumönnum og sungu: „Sovétríkin, Sovétríkin." Skipuleggjendur fundarins höfðu búist við tvö hundruð þúsund manns. Rússneska sjónvarpið tók hvorugan atburðinn mjög alvarlega. „Það þarf ekki mikið til aö varpa ljósi á aðalviðburð dagsins. Til aö taka eftir honum þurfti aðeins kyndla og kerti. Þingmennirnir fyrr- verandi sungu nefnilega þjóðsöng lands sem ekki er til viö kertaljós,“ sagði í kvöldfréttum sjónvarpsins. Þingmennimir urðu að halda fund sinn í bænum Voronovo þar sem ekki fékkst húsnæði undir hann í Moskvu. Aðeins tvö hundruð fyrr- verandi þingmenn fulltrúaþingsins af rúmlega tvö þúsund mættu og stóð fundurinn í 40 mínútur. Á útifundinum í Moskvu var Borís Jeltsín Rússlandsforseti kallaður svikari og þess var krafist að hann og Gavríl Popov, borgarstjóri Moskvu, yrðu sóttir til saka. Fundur- inn samþykkti að koma aftur á ein- okun ríkisins og afnema alla einka- væðingu. Reuter l A MYNDBANDALEIGUR í DAG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.