Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1992, Side 29

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1992, Side 29
MIÐVIKUDAGUR 18. MARS 1992. 41 Fréttir Afkoma ríkissjóðs í janúar og febrúar: Útkoman er betri en áætlað haffði verið Talaðu við okkur um BÍLASPRAUTUN BÍLARÉTTINGAR .JJjikenl ~ Varmi Auðbrekku 14, sími 64-21 -41 segir í frétt frá fjármálaráðherra í fréttatilkynningu sem Friðrik Sophusson íjármálaráðherra sendi út í síðustu viku vegna afkomu ríkis- sjóðs fyrstu 2 mánuði ársins segir að útkoman sé einum milljarði króna betfi en áætlað var. Einnig segir að tölurnar gefi ekki tilefni til afgerandi ályktana um afkomu ríkissjóðs á ár- inu öllu. Helstu niðurstöður segir íjármálaráðherra vera þessar: Rekstrarhalli ríkissjóðs fyrstu tvo mánuðina nam 2,2 milljörðum króna. Það er helmingi minni halli en á sama tíma í fyrra, en þá nam hann 4,6 milljörðum. Hrein lánsijárþörf ríkissjóðs nam tæplega 3 milljörðum nú samanborið við 5,2 milljarða í fyrra. Staða ríkis- sjóðs gagnvart Seðlabanka var rúm- lega 3 milljörðum betri en á sama tíma í fyrra. Innheimtar tekjur ríkissjóðs í fe- brúarlok námu 16,5 milljörðum sem er 2,7 milljörðum meira en í fyrra. Ástæðurnar eru gildistaka trygg- ingagjalds í ársbyrjun 1991 sem skil- aði ekki tekjum þá fyrr en í febrúar. Innheimta virðisaukaskatts nú er fyrir tveggja vikna lengra timabil en í fyrra, breytingar á uppgjöri stað- greiðslu á síðasta ári og lækkun barnabóta. Einnig er tilnefnd hækk- un á þungaskatti og hækkun vaxta- tekna. Aftur á móti hafi tollur og innflutningsgjald af bifreiðum dreg- ist saman í ár. Gjöld ríkissjóðs þessa tvo mánuði eru 400 milljónum króna meiri en á sama tíma í fyrra. Hækkunin er 2 prósent milli ára en verðbólgan 7 prósent, segir í frétt fjármálaráð- herra. Því hafi útgjöld ríkissjóðs lækkað að raungildi um 900 milljónir króna. -S.dór Friðrik Sophusson fjármálaráðherra segir afkomu ríkissjóðs betri í upphafi árs en áætlað var. Ríkisstjórnin hef ur Vinsælu Bi sjúkrasokkarnir og sokkabuxurnar fyrirliggjandi Álftamýri 1-5. Sími 681251. IRIum árangri náð - segir Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi fjármálaráðherra Nauðungaruppboð annað og síðara á eftirtöldum eignum fer fram í skrifstofu embættisins á neðangreindum tíma: „Þessar niðurstöður sýna að ríkis- stjóm Sjálfstæðisflokksins og Al- þýðuflokksins hefur litlum sem eng- um árangri náð í að draga úr ríkisút- gjöldunum. Hún hefur hins vegar verið mjög dugleg við að ná inn meiri skatttekjum. Þetta er mikil skatt- heimtustjórn en ekki mikil aðhalds- stjórn,“ sagði Ólafur Ragnar Gríms- son, fyrrverandi fjármálaráðherra, um afkomu ríkissjóðs fyrstu tvo mánuði þessa árs. Hann sagði að tekjuútreikningar fjármálaráðherra væru byggðir á sérkennilegum aðferðum. „í fyrsta lagi eru 600 milljónir, sem voru teknar af staðgreiðslu opin- berra starfsmanna í desember á sið- asta ári, færðar sem tekjur nú í jan- úar en ekki í desember. í öðm lagi innheimtist núna, vegna ákveðins kerfiseiginleika virðisaukaskattsins, virðisaukaskattur fyrir tveggja vikna lengra tímabil en í fyrra. Það gefur ríkissjóði 1,5 milljarða króna umfram sambærilegan grundvöll í fyrra. í þriðja lagi er tryggingagjaldið innheimt í tvo mánuði núna frá árs- lokum en var aðeins innheimt í einn mánuð í fyrra. Ef árin eru borin sam- an á sambærilegum grundvelli og tekið tillit til þessara þriggja þátta, er raunhallinn á ríkissjóði fyrstu tvo mánuði ársins 5 milljarðar en ekki 2,2 eins og sagt er. Það er meiri halh en var fyrst 2 mánuði ársins í fyrra,“ sagði Ölafur. Hann sagði almenning hafa orðið að greiða hærri skatta í ár með hækkun tekjuskattsins vegna þess að persónuafsláttur hefði í raun ver- ið lækkaður og barnabætur hefðu einnig lækkað. „Hér eru því á ferðinni fréttir sem sýna að það er aukið skattastreymi og hærri skattar í gengum lengra innheimtutímabil sem skapa meiri skatttekjur tvo fyrstu mánuði ársins. Varðandi útgjöldin er athyglisvert að þau útgjöld sem erfiðast er að hemja, eins og útgjöld Trygginga- stofnunar og atvinnuleysistrygging- ar hafa vaxið mun meira á fyrstu 2 mánuðum ársins miöað við sama tíma í fyrra. Stjórnanleg ríkisútgjöld, vaxtagreiðslur og fasteignakaup hafa hins vegar minnkað,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson. -S.dór Presthúsabraut 35, þingl. eigendm' Hjalti Bjömsson & Sigrún Jónsdóttir, íöstudaginn 20. mars 1992 kl. 11.00. Uppboðsbeiðandi er Reynir Karlsson hdl. Vallarbraut 9, 02.02., þingl. eigandi Helga Jónsdóttir, fóstudaginn 20. mars 1992 kl. 11.00. Uppboðsbeiðendi er Tiyggingastoínun ríkisins. BÆJARFÓGETINN Á AKRANESI Ekki hægt að draga álykt- anir af tveimur mánuðum ■ segir Kristín Ástgeirsdóttir, þingkona Kvennalistans „Það væri nú sitt hvaö ef ríkis- stjóminni tækist ekki að ná betri stöðu ríkissjóðs eftir allar þær að- gerðir sem gripið hefur verið til. Ég tel þó varlegt að draga miklar álykt- anir af aðeins tveimur mánuðum, þar sem koma inn minnkandi greiðslur barnabóta og annað sem dregur úr útgjöldum ríkissjóðs," sagði Kristín Astgeirsdóttir, þing- kona Kvennalistans, um stöðu ríkis- sjóðs. Hún sagði að sá mikli’niðurskurð- ur, sem ríkisstjórnin hefði ákveðið, væri til þess að bæta stöðu ríkis- sjóðs. Hún sagöi kvennalistakonur taka undir nauðsyn þess að bæta stöðu ríkissjóðs en spurningin væri alltaf hvernig það væri gert. „Við gagnrýndum í fjárlagaum- ræðunni áætlanir um sértekjur. Það á auðvitað eftir að koma fram hvern- ig stofnanir ríkisins standa sig við að ná í þær sértekjur sem þeim er ætlað að ná í. Þess vegna segja þess- ar tveggja mánaða tölur lítið um stöðu hinna ýmsu ríkisstofnana. Þá vekur það athygli mína hve sala rík- isverðbréfa hefur gengið vel. Það sýnir að til er fólk í þjóðfélaginu sem á peninga. Nú er verið að lækka vexti á þessum bréfum þannig áð gera má ráð fyrir að dragi úr sölu þeirra. Mín niðurstaða er sú að aðgerðir ríkis- stjórnarinnar voru það harkalegar að þær hlutu að koma fram í þessum tölum, enda þótt mér þyki vafasamt að draga of miklar ályktanir af tölum þessara tveggja fystu mánaða árs- ins,“ sagði Kristín Ástgeirsdóttir. -S.dór Stemgrímur Hermannsson: „Ég hef að vlsu ekki grandskoð- að þessar tölur. Hitt sýnist mér Ijóst af því sem ég hef séð að ráð- herrarnir eru nú að uppgötva að það er meira en að segja hlutina þegar um ríkisfjármál er að ræða. Það eru nefhilega ýmis útgjöld sem ekki verða skorin niður með oröunum tómum," sagði Stein- grímur Hermánnsson, fyrrver- andi forsætisráðherra, um stöðu ríkissjóðs fyrstu tvo mánuði árs- ins. -S.dór * 0 SAMTOK cegn astma oc ofnæmi Aðalfundur Samtaka gegn astma og ofnæmi verður haldinn íimmtu- daginn 19. mars kl. 20.00 í Múlabæ, Ármúla 34,3. hæð. Dagskrá: ’ 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Kaffiveitingar. - Félagar eru hvattir til að íjölmenna. STJÓRN SAMTAKA GECN ASTMA OG OFNÆMI 4*Alternatorar Startarar ^ Ótal gerðir og tilheyrandi varahlutir. MW* Hagstætt verð. 12 mán. ábyrgð. SKEIFUNNI 5A, SIMI: 91-81 47 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.