Alþýðublaðið - 06.05.1967, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 06.05.1967, Blaðsíða 5
Gylfi Þ. Gíslason: Endurskoðun skóla- löggjafarinnar EFTIR heimsstyrjöldina síðari var sett ný löggjöf um hin ýmsu svið skólamálanna. Skóla kerfið var samræmt, fræðsluskylda var lengd um eitt ár, tekið var upp landspróf í bók- námsdeild miðskóla, sem inntökupróf í fyrsta hekk menntaskóla, og voru þeir gerðir fjög urra ára skólar. Gert var ráð fyrir auknu verk legu námi í gagnfræðaskólum með skiptingu þeirra í bóknámsdeildir og verknámsdeildir. Þegar ég tók við störfum menntamálaráð herra, var löggjöf þessi orðin 10 ára gömul. Þótti tímabært að athuga, hvort grundvallar breytinga væri þörf á þessari löggjöf. Ég skip aði því stóra nefnd, undir forhstu Halldórs Halldórssonar, prófessors, til þess að gera þá athugun. Nefndin skilaði áliti 1959 og taldi ekki þörf grundvallarbreytinga á sjálfri skóia_ löggjöfinni, en gerði hins vegar ýmsar tillög ur um breytingar á framkvæmd hennar Mest nauðsyn virtist vera á því að semja allsherj ar námsskrá fyrir allt skólaskyldustigið. Var því verki lokið 1961 og þá gefin út ný náms- skrá fyrir öll börn og alla unglinga á skóla skyldualdri. Hefur hún smám saman verið að koma til framkvæmda á undanförnum ár- um. Hins vegar gerast nú svo örar breytingar í þjóðfélaginu á svo að segja öllum sviðum, með breyttri tækni í atvinnuvegum, með flutningi fóiks úr dreyfbýli í þéttbýli, með breyttri þekkingu og breyttu lífsviðhorfi að mörgu leyti, að aldrei hefur verið brýnni þörf á því en nú, að skólarnir lagi sig að breyttum viðhorfum, miðli þeirri þekkingu, sem nauð synlegust er hverju sinni og hagi uppeldisáhrif um sínum í samræmi við félagshætti og menn ingarviðhorf samtímans. Þess vegna er það í raun og veru orðið úrelt viðhorf, að nægi legt sé að endurskoða skólalöggjöf þjóðar með vissu millibili, t.d. á tíu — fimmtán ára fresti, og framkvæma allsherjar endurskoð un námsefnis í námsskrá öðru hvoru. Breyting arnar á þekkingunni og þjóðfélaginu gerast smám saman og eru alltaf að eiga sér stað. Þess vegna þarf skólakerfi, námsefni og námstilhögun í raun og veru að vera í sí- felldri endurskoðun. Þess vegna var á sl. ári komið á fót sérstakri deild innan menntamálaráðuneytisins, sem annast á stöðugar vís _____________ indalegar rannsóknir á skólakerfinu og gera tillögur til úrbóta jafnóðum. Veitir Andri ísaksson, sál- fræðingur, þessari deild forstöðu, en honum til sérstakrar aðstoðar eru þeir dr. Wolfgang Edelstein, sem gegnir aðalstarfi við rannsókn arstofnun í Berlín, og Jóhann Hannessoh, skólameistari. En skólarannsóknardeildin starf ar auðvitað í nánu samráði við fræðsluyfir völd ríkis- og sveitarfélaga skólastjóra og kennara. Er hér um merkilegt nýmæli að ræða í aðferð við endurskoðun skólamála og á sér ekki algjöra hliðstæðu erlendis. fslensk mennta- mál f áratug ÖLL vælum við út af kaupi okk- ar og kjörum, að ekki sé talað um þá sem stuhda sjóinn. Alltaf er það lélegasta vertíð, sem þeir muna o.s.frv. Óvenju slæm tíð 'hefur háð vertíðinni í vetur, en það getur vel verið að það sé okkur til góðs, því að aldrei hafa jafn margir bátar stundað þess- ar veiðar, ef veiðar skyldi kalla. Efstur-á netavertíðinni í Rvík er Valdi á Ásþór með 751.100 tonn sem verður að teljast mjög viðunandi vertíð í vetur. Næstu bátar eru: Ásbjörn með 681,7 tonn, Ásgeir með 656,5 tonn, Helga með 591,8 tonn, Húni II. með 556,6 tonn og Helga II. sem seint hóf veiðar með 512,0 tonn. Af minni bátunum er Blakkur langhæstur með 381,5 tonn. Einn af smærri bátunum sem netaveið ar stunduðu, Hafnarbergið, skip stjóri Tómas Sæmundsson, er farinn iá troU. Magnús IV. er bú inn að vera á trolli nokkurn tíma og landar yfirleitt í Þorlákshöfn. Hann heíur aflað mjög vel þann stutta tíma sem hann hefur ver- ið að og tjl dæmis kom hann með um 27 tonn í fyrradag. Hann land ar hjá Fiskhöllinni, sem á bát- inn. Stóru síldveiðibátarnir, sem gjarnan eru svo kallaðir, liggja allir í Reykjavíkurhöfn og vita ekki hvað þeir eiga að gera af sér. Þeir eru flestir smíðaðir með ekki nema eitt í huga, síldveiðar, og sínir það hvað við erum farn- ir að stóla mikið á þær. Hið mikla aflaskip Örn RE, eign al- menningshlutafélagsins, fór sem kunnugt er til Noregs á síldveið- ar. Hann hefur fengið 120 tonn eðta 1200 tunnur, sem flestir kannast betur við, og landaði þeim í Bremerhaven á laugardag í gúanó. Verðið á gúanó þar var um 1.30 kr. en þar frá dregst að við erum ekki í Efnahagsbanda- laginu, sennilega um 20 prósent. Örfirisey og Vonin KE fóru og ætluðu að freista þess að veiða loðnu norðaustur af landinu en þeir hafa ekki einu sinni þurft að hafa fyrir því að kasta, því þeir hafa ekkert fundið, Vonin er komin suður en Örfirisey ætl- aði að reyna eittiivað betur fyrir sér. Togararnir Sölur togaranna hafa verið með mestu ágætum undanfarið. Sér í !agi hafa togarar Akureyr- inga gert afbragðs túra til Eng- lands. Kaldbakur seldi 145 tonn fyrir 13.551 pund á þriðjudag og sama dag seldi Surpxúse 122,8 tonn fyrir 11.339 pund og lá mið- vikud. seldi Sléttbakur 108 tonn fyrir 11.320 pund eða um 12,58 per kíló. Karlsefni iá að selja í næstu viku og er með um 160 tonn af þorski af A-Grænlands- miðum. Þorkell Máni er að landa í Reykjavík um 270-300 lestum og skiptist aflinn í helming af þorski og hitt karfi og ufsi, en hann fékk 60 tonn af ufsa á heimamiðum síðasta sólarhring- inn áður en hann kom inn út aí Breiðafix’ði. Maí landaði um 330 lestum í Hafnarfirði í vikunni og fór það í ýmsar verkunai’stöðv- ar. Heyrt hef ég að Þoi’móður goði sé kominn með um 200 lest- ir á þessum fengsælu rniðurn á A-Grænlandi, en fiskirí ku vera breytilegt þar frá degi til dags, aðallega vegna íss, P.A.J. Hunangsilmur FIMMTUDAGINN 11. maí n.k. frumsýnir Þjóðleikhúsið leikrit- ið Hunangsilmur, eftir enska leikritahöfundinn, Shelagh Del- aney, og verður leikurinxx sýndur á Litla sviðinu. Þýðandi leiks- ins er Ásgeir Hjartarson. Höfundur leiksins, Shelagh Delaney, var aðeins 19 ára þegar hún skrifaði þetta leikrit og vann þá í verksmiðju í Man- chester. Hún sendi leikinn til Joan Littlewood og setti Little- wood leikinn á svið í leikhúsi sínu, Theatre Workshop í The- ater Royal, Stratford. Leikrit þetta hlaut mjög góða dóma og var síðan flutt til London og sýnt þar í 18 mánuði. Leikurinn var frumsýndur í maí 1958 og hlaut verðlaun sem bezta nýja leikritið, sem sýnt var í London þetta leikár. Síðan var leikritið kvikmyndað og gerði höfund- urinn sjálfur kvikmyndahandrit- ið. Myndin var sýnd hér fyrir nokkru. Shelagh Delaney, hefur skrif- að fleiri leikrit og má í því sam- bandi nefna leikritið „The Lion in Love“, sem var frumsýnt árið 1960 og hlaut ágæta dóma. Auk þess hefur hún skrifað margar smásögur, sem hafa verið gefn- ar út. Talið er að leikritahöfundarnir John Osborne og Shelagh Dela- ney, hafi valdið stefnubreyt- ingu í nútíma enskri leikritun. En eins og kunnugt er, varð John Osboi-ne, heimsfrægur fyrir fyrsta leikrit sitt, um hinn reiða unga mann, í leikritinu, Horfðu reiður um öxl, sem sýnt var í Þjóðleikhúsinu árið 1958. Shelagh Delaney. Það sama má segja um Shelagh Delaney, hún hlaut álíka lof fyr ir leikrit sitt, Hunangsilm, á sinum tíma. Leikendur í Hunangsilm, eru aðeins fimm, og eru það leik- ararnir, Brynja Benediktsdótt- ir, Helga Valtýsdóttir, Bessi Bjarnason, Gísli Alfi-eðsson og Sigurður Skúlason, sem leika í þessum leik. Lejkstjóri er Kg- vin Palmer, en leikmyndir og búningsteikningar eru gerðar af Una Collins. Kvikmyndir af bóka- gerð og timbri Á MORGUN, laugardag, verða sýndar frétta- og fræðslumynd- ir á vegum félagsins Germanía, og eru fréttamyndirnar varla mánaðargamlar. Bókin hefur löngum verið upp áhald íslendinga, og var lengst af mikið lagt í sölurnar til að geta Ixaft bók undir höndum, enda var prentun bóka fyi’r meir^ kostnaðarsamt verk. Nú er allt auðveldara og ódýrara í því efni. Ein hinna þriggja fræðslumynda á sýningu Germaníu gefur góða hugmynd um það, hvei-nig bók vei-ður til frá því setning textans thefst, unz hún er komin í búðar- gluggann fyrir almennings sjón ir. Frá örófi alda hefur timbur verið eitt nytsamasta efni mann inum til margvíslegra hluta, og enn heldur það velli, þótt margt annað hafi komið til, og vildu menn árciðanlega ógjax;nan án þess vera. í einni fræðslumynd- inni er sýnt, hvar tré vaxa, hvern ig þau eru felld og síðan vinnsla timbursins á ýmsan hátt. Þriðja fræðslumyndin er um tónleikaferð frá Tubingen til Nigeriu og eru þar ágætar mynd ir frá lífi og landslagi þar unx slóðir. Sýningin vei’ður í Nýja Bíói og hefst kl. 2 e.h. Öllum er heimili aðgangur, börnum þó' eiixungis í fylgd með fullorðn- um. FiÖLIOJAN • SS^FIRO! EINANQRUNARGL^ft FIMM ÁRA ABYRGÐ Söluumboð: SANDSALAN S.F. Elliðavogi 115. Síini 30120. Pósthólf 373. ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 I 6. maí 1967

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.