Alþýðublaðið - 06.05.1967, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 06.05.1967, Blaðsíða 16
Mótmæli á mótmæli ofan Það er gróin tízka víða um lönd að mótmæla, hvenær sem tæki- færi gefst, og þessi siður er langt frá þvi óþekktur 'hér á landi. Enda' er þetta ágætur siður, sem gefur mótmælendunum frið í s;ál- inni, jafnvel þó að mótmælin beri auðvitað ekki neinn árangur. Það gerir hins vegar ekkert til, því að slíkt dettur engum í hug, og tþað er meira að segja mikið álita- mál stundum, hvort mótmælend- ^ urnir sjálfir yrðu ekki manna fúl- astir ef tekið yrði tillit til mót- mæla þeirra, svo að þeir hefðu ekki neitt lengur eftir til að mót- tmæla. Þetta er alveg eins og með fblessaða stjórnmálamennina, sem verða fyrir þeirri ógæfu að hjart- fólgin baráttumál þeirra ná fram að ganga; þá standa þeir iðulega uppi baráttumálalausir og hafa ekkert að berjast fyrir lengur, og jafnvel ekkert til að lifa fyrir lengur, þegar verst lætur. Auðvitað skiptir það litlu sem engu máli hverju er mótmælt, og það er meira að segja hægt að lialda uppi prýðisgóðum mótmæl- um við mótmæli einhverra ann- <arra, enda hefur slíkt verið lengi tíðkað bæði hér og erlendis. Að- alatriðið er auðviitatö a!ð fólki haldist það uppi að mótmæla og það fái að stunda allar sínar mót- mælaaðgerðir í friði. Það er 6 þessu sem einræðisherrar flaska ævinlega. Þeir eru ekki öruggari um sig en svo að þeir reyna að banna mótmæli og leyfa fólki ekki einu sinni að tala illa um stjórnarvöldin; þeir virðast ganga með þá flugu í höfðinu að menn sem tala illa um stjórnarvöldin og mótmæla hinu og þessu, vilji koma stjórnarvöldunum írá og láta taka mark á vilja sínum. En þetta er reginmisskilningur. í hin um svokölluðu lýðrteðisríkjum má hver sem er bölva stjórninni, en auðvitað dettur hvorki stjórninni né neinum öðrum í hug að láta það hafa á sig nokkur áhrif. Það er meira að segja mikið álita- mál hvort menn kjósi ekki þá stjórn með glöðustu geði, sem þeir bölva hæst að jafnaði milli kosn- inga. Nei, það er engin ástæða til að amast við mótmælum, og það er í því sambandi eftirtektarvert, að áreiðanlega er minnst hætta á í: UM HELGINA í sól og sumarró ég settist' undir stýri og hugðist skreppa eitthvað út úr bænum. Og eins og druslan dró og dugði í þriðja gíri á Hellisheiði ég ók í einum grænum. En veður skipast skjótt. Það skall á hríðarmugga og allt í kringum kyngdi snjónum niður. Og bíllinn festist fljótt og fyllti alla glugga. Og hvorki dugði bæn né bölv, því miður. Og hérna er ég enn og yrki mér til hita og sendi kveðju til kunningja og vina. Það skánar sjálfsagt senn og með sama læt ég vita. En þctta kvæði er kveðið í talstöðina. / byltingum og öðrum álíka ófögn- uði í þeim löndum, sem mótmæla- siðurinn hefur náð beztum þroska. í nágrannalöndum okkar gera til dæmis stórir hópar manna lítið annað en mótmæla öllu því sem mótmæla þarf í veröldinni og það er ekkert smáræði, þegar allt er talið. Hins vegar eru mótmælend- ur þannig igerðir að þeir mega helzt ekki missa neitt mótmæla- efnið, og þess vegna eru danskir mótmælendur t.d. harmi slegnir yfir því, að svo virðist sem Kon- stantín Grikkjakonungur muni ekki koma til brúðkaups mágkonu sinnar í Danmörku eftir mánuð. Og það er von að þetta þyki slæm tíðindi íneðal mótmælenda. Hefði Grikkjakóngur komið, hefði nefni lega gefizt tilefni til svo stórkost- legra mótmælaaðgerða, að þær hefðu getað orðið frægar í sög- unni. En nú verða þeir í staðinn að láta sér nægja smámótmæli, fundahöld og ályktanagerðir svona álíka og menn eru að fikta við hér, en þó að menn taki með glöðu geði þátt í slíku þá er það þó fánýti hjá hinu að geta skamm að sökudólginn í eigin persónu — eða að minnsta kosti þótzt ætla að reyna það. Til - sölu heimilisþvottavél, gerð 1956 með nýupptekinni 8 cyl. vél.... MOGGI. ii Ekki get ég nú að því gert að betra finnst mér gamalt venjulegt ákavíti cn þctta nýja .... Kallinn er að liugsa um a3 kjósa Hannibal, ef hann fer fram í Reykjavík. Hann seg ir að það væri ekki nema mátulegt á kaupstaðarpakki? að fá bónda fyrir þing- mann ... Við ættum að vera eíns siða vandir og Grikkir. Þar gera þeir byltingu til þess að geta bannað stuttu pilsin....

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.