Alþýðublaðið - 06.05.1967, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 06.05.1967, Blaðsíða 14
Nú eru aðeins eftir tvær sýningar á gamanleiknum Loftsteinninn, eftir Friedrich Diirrenmatt. Næst síðasta sýning ‘ leiksins verður í kvöld, en síðasta sýningin verður föstudaginn 12. maí. Valur Gísla son leikur sem kunnugt er aðalhlutverkið, nóbelsskáldið “Wolfgang Schwitter, og hefur hann lilotið mjög lofsamlega dóma fyrir túlkun sína á þesu hlutverki. Myndin er af Val og Rúrik Haraldssyni í lilutverkum sínum. Píanóleikarinn Vladimir Ashkenazi hélt tónleika í Þjóðleikhúsinu sl. þriðjudagskvöld og var í lokin hylltur ákaflcga af áheyrendum, enda um að ræða cinstæðan listviðburð hér. Greinilegt er, að hinir er- lendu gagnrýnendur, er sagt hafa Ashkenazi fremstan píanóleikara af yngri kynslóðinni hafa ekki verið að hlaða hann oflofi, það sann- færðust lcikhúsgestir um sl. þriðjudagskvöld er Ashkenazi túlkaði á frábæran hátt verk Mozarts, Prokofieffs og Chopins. Ashkenazi spilaði eitt aukalag í lokin og áheyrendur ætluðu ekki að sleppa honum af sviðinu og var hann kallaður fram hvaö eftir annað, — Þessi mynd var tekin af Ashkenazi og fjölskyldu lians við komuna til landsins. Auglýsið í Alþýðublaðinu <14 6. maí 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÍBR Frh. af 11. síðu. nokkrum stöðum í Reykjavík og nágrenni, 3. gerð skíðasvæða I Reykjavík og nágrenni og raflýsingu á þeim. Nefndin skal hafa lokið störf- um fyrif næsta ársþing Í.B.R. Ársþing Í.B.R. beinir þeim til- mælum til framkvæmdastjórnar, að hún skipi nefnd til þess að kanna rækilega aðstöðu til skauta iðkana Reykvíkinga. Skautafélagi Reykjavíkur skal gefinn kostur lá að tilnefna full- trúa í nefndina. Nefndin skal hafa lokið störf- um fyrir næsta ársþing Í.B.R. Ársþing Í.B.R. beinir þeim til- mælum til ' næstu framkvæmda- stjórnar, að nú þegar verði haf- izt handa um að vinna að lausn þess vanda, sem mun skapast, þeg ar íþróttahúsið að Hálogalandi verður tekið úr notkun. Ársþing Í.B.R. samþykkir að fela framkvæmdastjórn Í.B.R. að beita sér fyrir því, að íþróttahús í borginni verði opnuð til æfinga eigi síðar en 1. september ár hvert og innanhússmót geti haf- izt um eða upp úr 15. september. Ársþing Í.B.R. beinir þeim til- mælum til stjórnar Í.B.Rl, að hún athugi í samráði við fulltrúa Í.B.R. í byggingarnefnd íþrótta- hússins í Laugardal hvort ekki sé unnt að koma því fram, að leiga fyrir íþróttahúsið á kapp- leikjum og sýningum fari hlut- fallslega lækkandi eftir upphæð innkomins aðgangseyris hverju sinn. Jafnframt fari fram athugun á því, hvort ekki sé unnt að sam- ræma leigutekjur íþróttamann- virkja, en nú munu þær vera 20% innkomins aðgangseyris á iþrótta- völlum, 25% af íþróttahúsum og 30 prósent af sundstöðum. QSíma Frh. af 11. síðu. ÍBA, og Björns Ingvasonar, HS Þ, sigraði Ingi. í aðalkeppninni hlutu þeir báðir 5Vo vinning, en næstir urðu Pétur Þórisson HS Þ, og Valgeir Stefánsson, UM- SE, með 5 vinninga, en Valgeir sigraði nýlega í glímukeppni innan UMSE. Sem aukagrein var keppt í drengjaflokki og sigraði þar Anton Þórisson, UMSE, sem hlaut 3 vinninga, en keppendur voru fjórir. Glímuist*óri var Haifaldur Sigurðsson, en dómarar þeir Sverrir Sigurðsson og Þóroddur Jóhannsson. — jr. Hannibal Frh. af 1. síðu. lokatilraun til að knýja í gegn breytingu á framboðslista Alþýðu bandalagsins í Reykjavík. Fari svo, að Hannibal verði í framboði í Reykjavík, er helzt búizt við, að Steingrímur Pálsson, sem nú skipar annað sæti listans á Vest- fjörðum, verði efsti maður list- ans, en að aðkomumaður verði settur í annað sætið. Þar eru helzt til nefndir þeir Vésteinn Óla son, Magnús Torfi Ólafsson og Teitur Þorleifsson. Einnig er tal- ið að Haukur Helgason, banka- fulltrúi í Reykjavík, muni gera tilraun til að komast í efsta sæt- ið á Vestfjörðum og mundi Stein grímur, sem er mágur Hauks, sjálfsagt ekki standa gegn því. kins vegar kæra Hannibalistarn- ir sig ekkert um yfirlýstan komm- únista í sæti foringjans, svo að litlar líkur eru til, að Haukur hneppi hnossið. Á kjördæmaráðsfundinum var upplýst, að óánægðir Alþýðu- bandalagsmenn í Reykjavík hefðu gert kommúnistum ítrekuð sátta- boð varðandi framboðið í Reykja vík, en þeim mun ölium hafa ver- ið hafnað. Til dæmis hafa óánægð ir Alþýðubandalagsmenn í Reykja vík lagt til, að Jön Snorri verði látinn víkja, en þeir liafa til- nefnt 5—6 menn í staðinn. At- hyglisvert er, að í þeim hópi er Jón Baldvin Hannibalsson ekki. Síðasta tilraun óánægðra Alþýðu- bandalagsmanna til samkomulags var gerð daginn áður en Hanni- bal fór vestur og var í þvi fólg- in, að Gils Guðmundsson yrðl númer tvö á listanum í Reykja- vík og Eðvarð þá númer þrjú. Hins vegar tæki Lúðvík Jóseps- son sætið, sem Gils skipaði í Reykjaneskjördæmi. Þessum sátta tilraunum var gjörsamlega hafn- að. Newton Frh. af 1. síðu. til Hæstaréttar íslands. Trygging fyrir skip og skip- stjóra nema alls 1,2 millj. kr., þar af 200 þús. kr. fyrir skipstjóra sjálfan. Hefur tryggingin þegar verið samþykkt af Weelsby, en það er fyrirtækið, sem igerir tog- arann út. Newton getur því haldið ihéðan að settri tryggingu, en hann ; hugðist láta úr höfn í gærkvöldi. j Afli dg veiðarfæri togarans eru 1 metin á 383 þús. kr. AOGLÝ: um framboðslista við alþingiskosningar, sem fram eiga að fara 11. júní n.k. Framboðslistum í Reykjaneskjördæmi ber 'að skila til formanns yfirkjörstjórnar, Guðjóns Steingrímssonar hrl., Linnetsstíg 3, Hafnar- firði, eigi síðar en 10. þ. m. Hafnarfirði, 2. maí 1967. I yfirkjörstjórn Reykjaneskjördæmis: Guðjón Steingrímsson, Björn Ingvarsson, Ólafur Bjarnason, Ásgeir Einarsson, Þórarinn Ólafsson. Elskulegur sonur okkar ÁSGEIR HENRIK EINARSSON, flugmaður, lézt af slysförum 3. maí sl. HERDÍS HENRIKSDÓTTIR. EIVAR A. TÓNSSON. ' Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför KARLS VILHJÁLMS KJARTANSSONAR, Klapparstíg 8, Keflavík. THEÓDÓRA ÞÓRARINSDÓTTIR, KRISTJÁN ÞÓR KARLSSON, SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR, KJARTAN ÓLASON, OG SYSTKINI.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.