Alþýðublaðið - 06.05.1967, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 06.05.1967, Blaðsíða 13
K'Q.RAViDiG.SBÍO Sími 41981 — Náttfari — Sýnd kl. 5. NOBI Hin mikið Iofaða japanska mynd Sýnd kl. 9. — Stúlkurnar á ströndinni — Ný amerísk litmynd. Sýnd kl. 5 og 7. Lénharður fógeti eftir Einar H. Kvaran. Sýning- kl. 8.30. Næsta sýning mánudag. Tekið á móti pöntunum kl. 1 í síma 41985. Barnaleikritið Ó, amma Bína eftir Ölöfu Árnadóttur Sýning sunnudag kl. 2. Aðgöngumiðasalan opin frá kl. 4. Sími 41985. Koparpípur og Rennilokar. Fittings. Ofnkranar, Tengikranar, < Slöngukranar, Blönflunartæki. Burstafell bygglngavöruverzlun Réttarholtsvegi 3. Síml 3 88 40 Hvert viljið þér fara? Nefnið staðinn. Við flytjum yður, fljótast og þœgilegast. Hafið samband við ferðaskrifstoíurnar eða Hafnarstræti 19 — sími 10275 BILAMÁLUN - RÉTTINGAR BREMSUVIÐGERÐIR O. FL. BIFREIÐAVERKSTÆÐH) VESTURÁS HF. Súðavogi 30 — Sími 35740. Framhaldssaga eftir Nicholas Johns FANGI ÓTTANS mínu — ef til vill orsakaðist það af því að ég sá hvernig Anita var undir fögru yfirborð inu. Þetta kvöld drap hún ást mína. Hann reis á fætur og Hervey sá örvæntinguna í augum hans og heyrði skelfinguna í rödd hans. — Hver veit nema ég hafi myrt hana? sagði hann. Hervey greip andann á lofti. — Voruð þér ekki sýknaður? — Það sannaðist ekkert á mig,. Það var ekkert sem sann aði sakleysi mitt en það voru ekki nægar sannanir til að sanna sekt mína heldur. Helen Tols- wort, systir Anitu, fékk kvið- dóminn á síðustu stundu til að sýkna mig með framburði sín um — hún er eina vera,n sem veit hvort ég var raunverulega hjá henni þegar Anita var myrt. Hervey gekk til hans og lagði höndina á axlir hans. Hann hörf aði undan og rödd hans var enn hrjúf af örvæntingu. — Allt í lagi —' segið það bara, sagði hann. — Segið að mér beri að gleyma fortíðinni og hefja lífið að nýju. Hlátur hans var innantómur. —• Það hef ég heyrt fyrr en það er létt ara sagt en gert. Skiljið þér það? Það er hola í minni mínu og ég get ekki um annað hugs að en hvað hafi gerzt þá tíma. Ég óttast það. sem gerist ef ég missi minnið aftur. Hann leit undan. — Ég veit ekki hvers vegna ég er að létta áhyggjum mínum yfir á yður. Ég get ekki sagt að það sé léttir að tala um það.Ef það væri aðeins svo. Hann gekk út að glugganum og sneri baki við henni. — Þér ættuð að fara heim. Það er dimmt .Móðir yðar verð ur hrædd — sérlega ef hún veit að þér eruð hér hjá mér. — Því hættið þér ekki þessari sjálfsmeðaumkvun? spurði Her- vey reiðilega. — Það hjálpar ekki baun. Hann leit ekki á hana og hún bætti við: — Já, ég ætti víst að koma mér. Hann gekk með henni til dyra og það var brosvottur á teknu andliti hans. — Þakka yður fyrir uppþvott inn, sagði hann. — Það var ekkert að þakka sagði hún og hvarf út í myrkr ið. Allt kvöldið hugleiddi hún orð Mannings. Hún velti því fyr ir sér hvort hann myndi nokkru sinni jafna sig og vinna aftur trú sína á mannkynið og njóta lífsins. Allt virtist ganga honum á móti. Hann efaðist um ástina. Hann lokaði sig inni í sinni skel og varð óvinsæll meðal nágrann anna og allan tímann nagaði hann innri efi, spurningin um sjálfan hann. 5. KAFLI. Alla næstu viku sá Hervey Christopher Manning rétt bregða fyrir. Stundum sá hún hann, þeg ar hún hjólaði í vinnuna. En hann vann mikið á búgarðinum. Hann réði til sín fólk, keypti vélar og mjólkurkýr. Jafnvel móðir Hervey var hrif in. 7 — Hann vinnur vel, sagði hún. — Mér er sagt, að hann noti mikla peninga til að koma Dale búgarðinum á réttan kjöl aftur. Ég er fegin að hann hefur Sam Truscott til að ráðgast við. Frú Galton eyddi miklu af tíma sínum að fylgjast með þeim breytingum sem urðu á búgarð inum. Dag nokkurn rétt eftir að Hervey var komin heim úr vinnunni, sagði hún; — Nú fáum við heimsókn. Hann hefur aldrei fyrr komið til okkar. Hervey beið milli vonar og ótta eftir því að barið yrði að dyrum og um leið og það gerð ist hljóp hún til dyra. Christ opher Manning stóð fyrir utan. — Má ég koma inn fyrir? spurði hann. — Gjörið þér svo vel. Hún fór með hann inn í eldhúsið og kynnti hann fyrir móður sinni. Frú Galton lét gestinn ekki komast að. — Ég sá að þér ætlið að plægja Long Meadows í ár, sagði hún. — Það dreymdi mann inn minn alltaf um að gera, en hann hafði ekki vélar til þess. — Sam stakk upp á því frú Galton. —Treystið Sam gamla. Hann sagði manninum mínum alltaf hvað átti að gera. Augu frú Galton tindruðu. — Og kýrnar! Ég hef aldrei séð aðra eins verð launagripi. Hún leit á Hervey. — Hitaðu te vina mín. Manning greip fram í fyrir henni og talaði undarlega hátt:. — Nei takk, ekki mín vegna. Ég má ekki vera að því. Ég hef því miður slæmar fréttir að færa ykkur. Það er nefnilega........ hann þagnaði eins og hann leit aði orðanna, sem hann ætlaði að nota........ Þannig að ég þarf á húsinu hér að halda. Móðir Hervey spratt á fætur og starði á hann. — Ætlið þér. . . . að henda okkur úf? Hervey starði einnig á gest þeirra. Hún sá hve leiður hann virtist vera. — Mig tekur það sárt, sagði hann. — En ég þarf að nota húsið fyrir fjósamanninn. Hann kemur frá Skotlandi og á konu og börn. Ég verð að útvega þeim hús. — Hann getur ekki búið hér, sagði frú Galton. — Við eig um húsið. — Það tilheyrir búgarðinum mamma, sagði Hervey og barðist ið grátinn. — Þú veizt vel, að hr. Manning hefur heimild til að krefjast hússins. Hann á það. Allur litur hvarf úr andliti móður hennar og hún settist þyngslalega. — Hann getur ekki gert það, hvíslaði frú Galton — Hervey þú verður að segja honum, að hann geti það ekki. Segðu hon um að ég deyi ef ég verð að fara héðan. Það var nægilega slæmt að missa allt, þegar faðir þinn dó. Hervey gekk til móður sinnar og tók um axlir hennar. — Taktu það ekki svona þungt, mamma, bað hún. — Við finnum einhvern stað að búa á. — Nei sagði móðir hennar hvellri röddu. — Ég vil ekki búa annars staðar en hér. Hún spratt á fætur. — Ég leyfi yður ekki að gera þetta. Ég þoli það ekki. — Við verðum að sætta okk ur við það. Það er ekki til neins að láta svona. — Ég sætti mig ekki við það. Hún gekk til dyra en nam stað ar í gættinrii. — Þér skulið bera okkur út, hrópaði hún. — Við flytjum ekki með góðu. Þau heyrðu að hún hljóp upp stigann og inn í svefnherbergið. Hervey þaut á' eftir henni en dymar voru læstar. Hún barði. — Opnaðu fyrir mér, bað hún. — Snautaðu burtu, var svai ið. Þegar hún kom niður aftur beið Christopher Manning í for stofunni. — Mér finnst þetta afarleitt, sagði hann. — Þér verðið að trúa því, Hervey að það er eng in önnur leið. Þetta var í fyrsta sinn sem hann hafði nefnt hana fornafni en hún var of æst til að veita því eftirtekt. — Það er ekki yðar sök, sagði hún. — Auðvitað þurfið þér hús ið fyrir starfsmenn yðar. Hún andvarpaði. — Mamma tók það mjög nærri sér þegar Dale bú garðurinn var seldur. Hún elsk ar búgarðinn og hefur búið hér alla ævi. Það var dálítið betra þegar fasteignasalinn sagði, að við mættum búa hér. — Ef ég gæti aðeins séð eitt hvað annað ráð. Hún hafði aldr ei heyrt rödd hans svo blíð lega og svo áhyggjufulla. Það snart hana djúpt. — Þér getið ekketr gert, Chris Henni fannst það liggja undar lega létt fyrir henni að kalla hann fornafni hans. — Ég verð víst að fara og tala við mömmu þegar hún hefur jafnað sig bet ur. Ég get sjálfsagt talið hana á að flytja með góðu til borgar innar. Hún fylgdi honum til dyra og hann sagði: — Ég er ekki sérlega vinsæll í borginni. Og lífið verður varla mikils virði eftir að ég hef rek ið yður og móður yðar á dyr. Hann rétti úr sér. — En ég um það. Svo brosti hann afsakandi til hennar. — Fyrirgefið mér Hervey. Hún elti hann með augunum unz hann hvarf úr augsýn, en þá gekk hún inn fyrir. Hún velti þyí fyrir sér smástund hvort hún ætti að berja aftur að dyrum hjá móður sinni en komst að þeirri niðurstöðu "ð réttara væri að láta það ;g t úg. Það var betra að bíða > * það til morguns. Hún skruiaði frá útvarpinu og reyndi að hlusta en hún gat ■-..ekki einbeitt sér, hugsanir hejin ar snérust allar um móður henn ar. Hún myndi aldrei una sér þar sem hún sæi ekki búgarð inn. En það var til einskis að lasta nýja eigandann fyrir það sem gerzt hafði. Það leið klukkutími. Hervey hitaði te og fór upp með bolla. Enginn svaraði þegar hún barði að dyrum svefnherbergis ins. — Opnaðu mamma. Ég er með te handa þér. Sefur þú? Ekkert svar. Hún tók í húninn Henni til mikillar undrunar opnuðust dym ar. Það var dæld á teppinu, þar sem móðir hennar hafði legið en enginn var í herberginu. Hervey gekk inn í baðherbergið, en frú Galton var þar ekki heldur. Hún stóð grafkyrr um stund. Móðir henar hlaut að hafa farið niður meðan hún hlustaði á útvarpið. En hvert hafði hún farið? Hervey varð hrædd. Það var ekki líkt móður hennar að fara án þess að láta vita, hvert hún færi. Og hún hlaut að hafa laum azt út til að ekki heyrðist til hennar, Hervey minntist þess er móðir hennar hafði sagt þegar ALLT TIL SAUMA 6. maí 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ JJ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.