Alþýðublaðið - 06.05.1967, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 06.05.1967, Blaðsíða 9
KASTLJÓS Ákæra Sve tlönu Svetlana talar Við blaðamenn. fm Wh’-- i ■-‘íkndr'm&i wfimm’ Wi• 'W$ír 47.:; ■ . í RÚSSLANDI hafa mörkin milli stjórnmála og bókmennta og milli ritdeilna og skáld- skapar alltaf verið óljós. Þetta kom berlega í ljós, þegar Svetlana Alliujeva, dóttir Stal- ins, skýrði blaðamönnum ný- lega frá ástæðunum til þess að hún ákvað að setjast að í Bandaríkjunum, þar sem hún vonar að henni verði hlíft við því að vera í sviðsljósinu ,og hún geti snúið sér að ritstörf- um og snúið baki við stjórn- málum. En yfirlýsing hennar á fundinum með blaðamönn- unum var miskunnarlausasta gagnrýnin á kommúnisma og spvézka stjórnarhætti, sem fram hefur komið síðan Nikita Krústjov fordæmdi Stalín og Stalínisma í hinni frægu „leyniræðu” sinni 1956. Svetl- ana getur ekki fallizt á þá kenningu Krústjovs að kenna megi Stalin einum um mein- semdir kommúnismans, og glæpi þá, sem framdir voru í Sovétríkjunum í st'jórnartíð föður hennar. Hún sagði, að hún hlyti sjálf sem sovézkur borgari að eiga einhverja sök á „þessum ægilegu " skelfingum, morðum á saklausu fólki,” eins og hún komst að orði. En hún sagði, að mestu sökina bæri komm- únistaflokkurinn allur, „stjórn in og hugmyndakerfið í heild”. Enn þann dag í dag „sitja margir aðrir menn í miðstjórn okkar og stjórnmálaráðinu, sem ættu að sæta ábyrgð fyrir sömu glæpi og Stalin var á- kærður um” sagði hún. ★ PÓLITÍSK SPRENGJA. - Þessi yfirlýsing þessarar rauðbirknu, stillilegu rúss- nesku .konu, sem talaði af ná- kvæmni og sannfæringu, var þung ákæra á hendur forystu kommúnista í landi hennar og hjó að rótum flokkskenninga og flokksaðferða. Þótt hún í- trekaði hvað eftir annað, að það væri ætlun hennar að „lifa án nokkurra stjórnmálaaí- skipta” laust yfirlýsingu henn- ar niður eins og sprengju, sem haft getur mikil pólitísk á- hrif. Alliujeva ræddi ekki aðeins ábyrgð flokksins og hugmynda kerfisins á glæpum þeim, sem drýgðir voru í tíð föður henn- .ar. Hún gekk enn lengra. Hún lýsti því yfir, að á 20. öld, — „öld kjarnorkusprengjunnar og geimferða” hefðu grund- vallarhugmyndir marxismans um stéttabaráttuna glatað gildi sínu. Hún skýrði svo frá, að þótt hún væri dóttir kommúnista- leiðtoga, alin upp í Kreml og andrúmslofti trúleysis, hefði hún fundið hjá sér trúarþörf og gengið í rússnesku rétttrún- aðarkirkjuna fyrir fimm árum. Hún sagði, að hún væri frábit- in kreddutrú, trú hennar væri alsælutrú. Samúð og dyggð er ekki aðeins að finna í rúss- nesku rétttrúnaðarkirkjunni heldur einnig í nýtízku hindúa- trú, rómversk kaþólsku kirkj- unni og í Chrisíian Scientist- hreyfingunni, sagði hún, Framhald á 10. síðu. Þorsteinn frá Hamri: JÖRVÍK ,,Þa-ð er einmitt þetta sem veitir ljóðum hans gildi: að þau spegla hugarfar, vonbrigði, tóm leika heillar kynslóðar . . ‘‘ Stíllinm „er hér samfelldri, fágaðri og innilegri en nokkru sinni.“ Ólafur Jónsson (Alþýðublaðið). Ljóð þessarar bókar „eiga erindi til okkar allra til að verða lesin ekki einu sinni, heldur aftur og aftur, en það er einmitt 'aðalsmerki góðra bóka.“ Kristinn Jóhannesson (Frjáls þjóð). Verð ib. kr. 300,oo + sölusk., ób. kr. 250,oo + sölusk. HEIMSKRINGLA. Ný Ijóðabók Skrifstofustúlka óskast strax. Góð vélritunarkunnátta ásamt kunnáttu í ensku og dönsku nauðsýnleg. íþróttasamband íslands sími 30955. UÓSMÆÐUR ÓSKAST Ljósmæður vantar a fæðingardeildina að Sól- vangi í Hafnarfirði vegna sumarafleys- inga. Upplýsingar í síma 50861 og 50281. Sólvangi 5, maí 1967. Forstjorinn. SUNDNÁMSKEIÐ hefjast í Sundhöll Reykjavíkur næstkomandi mánudag. Innritun í Sundhöllinni. SUNDHÖLLIN. 6. maí 1967 ALÞYÐUBLAÐIÐ 9

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.