Alþýðublaðið - 06.05.1967, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 06.05.1967, Blaðsíða 7
ÞURFA 600 ATKVÆÐIIII AD HALDA UPPBÓIARSÆÍI MarkmiBiö er að rtá þessum atkvæðafjölda í Blaðinu Neista sem er málgagn Alþýðuflokksins í Norðurlandskjördæmi vestra, út komnu fyrir skemmstu, er viðtal við Jón Þorsteinsson alþingis- mann, efsta manninn á lista flokksins í kjördæminu, þar sem hann gerir hressilega grein fyrir kosningavið horfunum og segir að Alþýðuflokkurinn þurfi 600 at kvæði til að halda uppbótarþingsætinu. í eftirfarandi viðtali gerir Jón Þorsteinsson, alþingismaður, grein fyrir skoðunum sínum og Alþýðuflokksins á þeim málefn- um, sem nú eru efst á baugi. Verffa straumhvörf í íslenzkum stjórnmálum í kostningunum í vor. Að mínu áliti geta straum- hvörf ekki átt sér stað að þessu sinni nema stór hópur þeirra manna, sem staðið hafa að bandalagi við kommúnista sjái að sér og taki upp baráttu fyrir hugsjónum sínum á heilbrigðari vettvangi. Ýmsir trúðu því í fyrstu, að með endurskipulagn- ingu Aiþýðubandalagsins vœri dregið úr áhrifamætti kommú- nista eða jafnvel stofnaður nýr stjómmálaflokkur. Nú liafa þeir atburðir átt sér stað, er leiða menn í allan sannleika í þessum efnum. Klofningur Alþýðu-, bandalagsins er forsenda fyrir straumhvörfum í kosningunum í vor, en hversu djúpstæður þessi klofningur verður næstu vikurn- ar er torvelt að segja fyrir um á þessu stigi málsins. Halda stjórnarflokkarnir áfram samstarfi, ef þeir halda velli í kosningunum? Ég tel það líklegt, en um þetta hei'ir ekki verið samið fyrirfram milli stjórnarflokkanna eins og við síðustu alþingiskosningar. Annars veit maður aldrei fyrir- fram hvernig stjórnmálaflokkar túlka kosningaúrslit. Alþýðu- flokkurinn 'hlýtur að leggja á- herzlu á að aulca og nýta þær framfarir, sem viðreisnarstjórn- in hefir lagt grundvöll að, þ.e. félagslegar kjarabætur, tækni- þróun, atvinnuupplýsingar, frjáls an innflutning, áætlanagerð, líf eyrissjóð fyrir alla landsmenn og gott samstarf ríkisstjórnar og verkaiýðshreyfinga. Er þaff hollt fyrir Alþýffuflokk- inn aff vinna til langfarma meff íhaldinu? Alþýðuflokkurinn er því miður fámennur flokkur, sem getur ekki komið baráttumálum sínum áleiðis nema í samstarfi við aðra flokka. Aðalatriðið er ekki með hverjum við vinnum, heldur hverju við fáum áorkað. Meðan Sjálfstæðisflokkurinn er jafn fús til að koma jafn langt til móts við okkar sjónarmið sem á undanförnum tveim kjör- tímabilum sé ég ekkert því til fyristöðu að hafa stjórnarsam- starf við hann. Þess ber og að gæta, að innan Sjálfstæðisflokks ins eru margir launþegar og margt frjálslynt fólk, sem ætti fremur heima í röðum Alþýðu- flokksins. Hvaff um viffhorfin í landbúnaff- armálum? Það er tvennt sem við Alþýðu- flokksmenn leggjum mest upp úr í sambandi við landbúnaðinn. Annars vegar að rétta hlut smá- bænda, sem er tekjulægsta stétt þjóðfélagsins. Á hinn bóginn að skipuleggjá framleiðsluna betur og koma þannig í veg fyrir mikla umframframleiðslu af búr vörutegundum, er selja verður úr landi fyrir mjög lágt verð. Úrbætur í þessum efnum eru nauðsynlegar, bæði vegna hags- muna bændastéttarinnar og vegna hagsmuna þjóðarinnar í heild. Á alþingi því, sem nú er að ljúka, voru samþykkt tvenn lög, sem hafa mikla þýðingu fyr ir landbúnaðinn og ég vil segja að marki tímamót, en það eru lög um Framleiðnisjóð landbún aðarins og lögin um Jarðakaupa sjóð. Ég er þessum málum nokk- uð kunnugur, þar sem ég átti sæti í nefnd er undirbjó þessa löggjöf, og síðan var é@ skip- aður í stjórn Framleiðnisjóðs- ins. Sá sjóður hefur víðtæku hlutverki að gegna, en hlutverk Jarðkaupasjóðsins er hins veg- ar meira afmarkað. Með stofn- un þessara tveggja sjóða er lagð- ur nýr og heilbrigður grund- völlur að framtíðarþróun ís- lenzks landbúnaðar. Viltu hafa varnarliff áfram í landinu? Ég vil halda áfram varnarsam starfi við Atlantshafsbandalag- ið, en því fylgir ekki skylda til að þola varnarlið í landinu nema við sjálfir óskum þess. Varnar- lið hefir nú setið hér í samfleytt 16 ár, en meginhluta þess tíma- bils hefir verið ótryggt ástand í heiminum og kalda stríðið í al- gleymingi. Vissulega er nú að rofa til. Þessi varanlega seta varnarliðsins hefir þær hættur í för með sér, að við förum að líta á dvöl liðsins sem sjálfsagð- an og eðlilegan hlut, sem ekki sé ástæða til að breyta. Ég tel að við ættum í samráði við Atlantshafsbandalagið að gera áætlun um breytilegan varnar- styrk á íslandi. Mætti þá ýmist efla varnirnar eða draga úr þeim eftir því hvernig við ís- lendingar metum friðarhorfur og öryggi á hverjum tíma. Með þessu fyrirkomulagi yrðum við fljótir að losa okkur við herinn þegar öruggur friður ríkir og fljótir að fá hann aftur, ef út- litið versnar skyndilega. Gæzlu- menn radarstöðva yrðum við þó sennilega að hafa ávallt á land- inu. Ég liygg að á næstu árum verði varnarmálin ofar á baugi með þjóðinni en verið hefur að undanförnu. Hvaff er aff frétta af Norður- landsáætluninni? Skömmu fyrir páska lagði ég fram á Alþingi fyrirspurn um Norðurlandsáætlunina. Það tók ráðherra langan tíma að undirbúa svarið, en þegar það var tilbúið að lokum, gafst ekki NJÓSNARAR einkenna ekki aðeins okkar nútíma skáldsög- ur heldur hafa þeir einnig tekið til við að skrifa æviminningar sínar. T.d. má nefna, að sov- ézki njósnarinn George Lons- dale hefur gefið út minningar sínar, einnig hafa komið út minn ingar Penkovskis ofursta, sem tekinn var af lífi, og bráðlega kemur út bók, þar sem brezki Kim Philby. Jón Þorsteinsson tími til i annríki hinna síðustu daga þingsetunnar að taka mál- ið á dagskrá. En ráðherra hefir lofað mér skriflegri greinar- gerð um málið, og verður hún birt strax og mér berst ‘hún í hendur. Ljóst er nú þegar, að áætlunin verður ekki tilbúin á næstu mánuðum og sennilega ekki fyrr en í lok þessa árs. Efnahagsstofnuninni var á sín- um tíma falinn undirbúningur að gerð Norðurlandsáætlunar, en stofnun þessi er ofhlaðin verkefnum og getur ekki skilað -þeim öllum frá sér á réttum tíma. Drátturinn á áætlunar- gerðinni er mikið áhyggjuefni. í þessu máli hefir ríkisstjórnin ekki sýnt þann viðbragðsflýti, sem nauðsynlegur var. Af hverju voruff þiff aff leggja niffur Vifftækjaverzlun ríkisins? Þetta fyrirtæki var ekki orðið njósnarinn Greville Wynne seg- ir frá ævintýrum sínum. Önnur njósnabók er einnig á leiðinni, en hún er öðru vísi og reikna má með að hún veki ekki minni áhuga, sérstaklega þar sem hana hefur skrifað fyrrver andi eiginkona njósnara. Njósnarinn er Kim Philby, „þriðji maðurinn" í hinu dular fulla máli brezku njósnaranna Burgess og Maclean, sem flúðu árið 1951 til Sovétríkjanna, rétt áður en komizt hefði upp um þá, sem njósnara, Það var Phil by — sem þá var í ábyrgðar stöðu í brezku utanríkisþjónust unni og leyniþjónustunni, sem aðvaraði þá Sjálfur flúði hann frá Austurlöndum þar sem hann opinberlega var sagður vinna sem fréttaritari árið 1963, þegar átti að koma upp um hann. Rétt eftir flótta hans fór 3. eiginkona hans Eleanor, amerísk að ætterni, til Moskvu, þar sem hún dvaldi í átján mánuði. Síð an fór hún til írlands og fékk þar skilnað frá manni sínum, sem ætlar að kvænast aftur í Moskvu, bandarískri konu. í bók sinni segist frú Philby annað en nafnið tómt, enda brostnar forsendur fyrir ríkisaf- skiptum af viðtækjasölu. Við li£ um í öðrum heimi nú en á kreppúárunum. Um skilin milii einkareksturs og ríkisreksturs verður að leggja meira upp úr heilbrigðri skynsemi en minna upp úr kreddum og kennisetn- ingum. Til dæmis tel ég tví- mælalaust rættmætt, að sam- eina olíufélögin í eitt þjóð- fyrirtæki, annað hvort á grund- velli rikisreksturs eða sam- vinnureksturs. Hið þrefalda dreifingarkerfi þjónar engum tilgangi og eykur aðeins kostn- aðinn við dreifingu vörunnar. Hverju spáir þú uni kosninga- úrslitin? Á landsmælikvarða eru úr- slitin óviss einkum að því er varðar uppbótarþingsætin. Hér í Norðurlandskjördæmi vestra geri ég ekki ráð fyrir miklum breytingum. Sveitarstjórnarkosn ingarnar í fyrra leiddu í ljós, að Framsóknarflokkurinn er mjög sterkur í kjördæminu og er öruggur með að halda þrem þingsætum. Hins vegar hefi ég enga trú á því, að Sjálfstæðjs- flokkurinn tapi öðru þingsæti tii Alþýðubandalagsins eins og ,,Mjölnir“ er að gera sér vonir um. Atkvæðamunurinn var of mikill til þess að slíkt geti átt sér stað. Að vísu tapaði Sjálfs- stæðisfiokkurinn nokkru fylgi við sjávarsíðuna í sveitarstjórn- arkosningunum hér í kjördæm- inu, en framboð flokksins nú bendir til þess að hann ætli að vinna það fylgistap upp með auknu atkvæðamagni í sveitun- um. Þessi fyrirætlan kann að þera einhvern árangur. Ég hef heldur ekki trú á því, að Al- þýðubandalagið bæti við sig at- Frh. 10. síðu. Frú Pliilby. hvorki ætla að fordæma eða mæla manni sínum bót, en reyna að skýra út, hvers vegna hann gerðist svikari. Og það, sem ger ir bókina svo athyglisverða, er að meðan hún dvaldist í Moskvu gat hún kynnzt því, hvernig þeir njósnarar frá Vest.urlöndum, sem hafa flúið til Sovétríkjanna lifa. Opinberlega er sagt, að Philby sé fréttastjóri við rússnesku fréttastofuna Novosty — en sam kvæmt því, sem fyrrverandi kona hans segir, vinnur liann enn fyrir rússnesku leyniþjónust una. 1967 Njósnarafrú skrifar ALÞÝÐUBLAÐIÐ J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.